Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Sviðið í gamia lcikhúsinu á Akureyri. Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson. Leikhúsþankar frá Akureyri: í tilefni af franska farsanum Spékoppar — eftir George Feydeau. Leikstjóri: FIosi Ólafssor eftir Steingrím Sigurðsí (Ljósm.: St.S.) Gamla samkomuhúsið — leik- húsið á Ak. er breytt. Svalirnar, sem alltaf minntu á Texas Shoot- ing Gallery í kúrekamyndum, eru farnar, og leiksviðið er allt öðru visi. Gamla tjaldið níðþunga fyrir leiksviðinu er horfið út í veður og vind, og skileríin, sem Freymóður Jóhanns gerði af árstíðunum, sem hengu hátt upp undir loft, sitt til hvorrar handar við sviðið — þetta er líka farið. Óljúgfróður Akur- eyringur hermdi greinarhöf., að hér um árið hefði verið málað yfir Vor og Haust. Vor var vinstra megin — náttúrlega hjarta megin. Þetta voru drottningarlegar gyðjur með engilásjónu og vængi (gátu jafnvel táknað Músurnar — listagyðjurnar), en þær voru ekki lausar við að vera örlítið munað- arfullar og voru gæddar lífssafa og sköpuðu því áhrif í ungri sál — og stendur ekki einhvers staðar, að lengi búi að fyrstu gerð. Freymóður sálugi hélt upp á ást- ina eins og hann átti kyn til — Krossakyn, sem sumir segja, að sé með gallísku ívafi, trúlega sjó- reknu. Og síðastliðið miðvikudags- kvöldið 30. fyrra mánaðar var sýn- ing á frönskum farsa í „gamla leikhúsinu" — meir að segja grand premiere — með öllu, sem því til- heyrir. Það var slydduveður og í stað þess að demba sér á postulun- um beint niður „Menntaveginn" — öðru nafni „Glötunarstíg" svo- nefnda, — ofan úr gamla Hlíðars- Brynleifs Tobíassonar aðjúnkts- húsinu að Eyrarlandsvegi 26 á Syðri-Brekkunni, sem um liðlega þrjátíu ára skeið hefur verið höf- uðvígi kaþólíkka í Norðuramtinu (Hólastipti), þá var hringt á B.S.O. (af brýnni ástæðu tii að hlífa Lloyds spariskóm) og beðið um númer eitt af stöð, Grétar Melst- að, vin og stríðsfélaga gegnum ár- in, sem kann svo að keyra með „fölelse" eins og sagt var á danskri akureyrsku. Því miður er herra Grétar hættur að notast við Citr- oén um stundarsakir, en hann þekkir bíla ekki síður vel en donsjúanar konur, veit allt um aksturshæfni mismunandi teg- unda við breytileg skilyrði. Á tíunda bekk í sæti númer tíu í leikhúsinu örskammri stundu fyrir sýningu, þá var með visst eftirsjá og söknuði hugsað til stemmningar, sem þetta gamla horfna skapaði alla tíð í þessu fornemma leikhúsi. Það var reist rétt upp úr aldamótunum. Þá var verið að stíga inn í nýja öld og jafnframt nýja veröld og miðað við ástæður og aðstæður og félags- legar þarfir í dag hefði það jafn- gilt því, að reist hefði verið sam- komuhús, sem rúmaði 16 þúsund manns. Svo stórhuga voru hug- sjónamenn af aldamótakynslóð- inni. „Það er alls óþarfi að hugsa um leikhúsbyggingu á Ak. næstu hundrað árin,“ sagði andlega heið- arlegur leikhúsmaður á Ak. nýver- ið. Þetta glæsilega hús er ekki breytt að utan — það var byggt á mettíma 1906 úr norskum kjörviði og í byggingarstíl, sem er sam- bland af gotneskum og krónborg- arblæ og norrænni reisn. Tröpp- urnar, sem liggja upp á loft, þess- ar breiðu, bröttu — þeim hefur alls ekki fækkað, en þær sköpuðu og skapa enn vissa sálfræði og ennfremur annar stigi, er við tek- ur og liggur enn hærra upp í „rest- eranto" og upp á balkónið og sval- irnar, sem hurfu vegna rangra hugmynda einhverra, sem réðu og ráða kannski enn. Og áður en farsinn, sem hann Flosi Ólafsson að sunnan var fenginn til að leikstýra, hófst, skaut upp í hugann fyrstu ljóðlín- um í kvæði Jóhanns Jónssonar, Söknuður: „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað? Og Ijóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi til draums hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó, barn, er þig hugðir borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þér í brjósti Hvar ... ? Engu að síðu virtust frumsýn- ingargestir bara glaðir, þegar „dúndurfarsinn", eins og vinur Flosi kallar stykkið í viðtali við sérlegan fulltrúa DV fyrir norðan, hófst. Það er yfirleitt alltaf andleg reynsla að fara í leikhús og nálega alltaf forvitnilegt. Leikstjórinn Flosi Ólafsson er ekkert venju- legur leikhúsmaður; sum hlutverk láta honum gróflega vel. Hann virðist hafa sérstaka tilfinningu fyrir ósviknum prakkarahúmor og minnir einhvern veginn alltaf á eitthvað, sem gæti verið bergmál úr sögum Ameríkanans Damon Runyon, sem lýsti skálkum og vafasömu fólki í New York í kímni-stíl, sneri hrollvekjunni upp í strákaglens alveg eins og Monsi- eur Flosi, sem nær betur en flestir aðrir túlkun á látæði og viðbrögð- um asfaltfrumskógar-gæjans í „litlu New York“ — „stórborginni" Reykjavík. Einkum er Flosa þetta lagið, þegar teflt er á tæpt vað og í grófum og hæpnum og stundum klaufa-klunnalegum kringum- stæðum. Hann getur gert sig sví- virðilega viðurstyggilegan með svo raunverulegum hætti, að ekki er örgrannt um, að þeir, sem sjá og heyra, fyllist bæði vandlætingu og reiði, sem lengi eimir eftir af. Svo lifandi er Flosi, svo innlifaður get- ur hann verið, að það er eins og hann leiki nær eingöngu með hormónunum og sálarlífið sé sam- kvæmt því, þá bezt lætur. Farsinn „Spékoppar („On purge bébé“) er eitt þessara leikrita eftir Fransmanninn Georges Feydeau, kaffihúsbóhem og fagurkera og áhugalistmála, sem fór á fætur kl. fimm á daginn, bjó tíu ár á hóteli eftir skilnað og lifði og hrærðist í kaffihúsandrúmslofti Parísar- borgar. Það er skrýtið að koma ofan af fjöllum í tvíþættum skiln- ingi: Annars vegar af skíðum ofan úr Hlíðarfjalli, sem austurríski skíðakappinn Tonie Spiesz (var hér á ferð á Ak. ’57 til að kenna og keppa), sagði, að væri eitt bezta skíða-terrain í Norðurálfu — hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd við frumsýningu að kvöldi sama dags að koma alveg hreint ofan af fjöllum varðandi þekkingu á höfundi franska dúnd- urfarsans, sem Flosi leikstýrir í „gamla Oxford-teatrinu" hér fyrir norðan. Það var sumpart heiðar- legri vígstaða — enginn bókmenntasnobba-heilaþvottur hafði náð tökum á huganum, enda að öllum jafnaði vonlaust, hvað varðar þann, sem þetta skrifar. Einhver hálfírskur Kanadamaður, sem segist hafa unnið í leyniþjón- ustu brezka flughersins, búsettur á Akureyri, hafði upplýst eftir kaþólska messu á „upphæðum", að BBC-sjónvarpið hefði gert sér mat úr leikritum þessa Fransmanns. Feydeau heldur sér yfirleitt við sama heygarðshornið í leikrit- un sinni, semsagt hjónabandið — til heiðurs því að því er sagt er — og ennfremur til heiðurs fram- hjáhaldi. Minna má ekki gagn gera. Og list höfundar felst í því að stinga svo listrænt á kýlinu, að áhorfandi verði meðsekur. Svo lif- andi er Monsieur Feydeau í töfra- brögðum sínum á afar franska vísu. Því reynir e.t.v. meira á túlk- unarhæfileika leikenda og skiln- ing leikstjóra, svo að tilætluð áhrif náist. í fljótu bragði sýnist þessi farsi harla ómerkilegur og flatur á köflum — en þegar fram í sækir, birtist skýring án beinnar skýringar eins og gerist í sjálfu lífinu. Þetta leikrit er tímabært. Höf- undur þess virðist hafa gert æði Að tjaldabaki í lok frumsýningar. Frú Sunna Borg (t.v.), sem fer með aðalhlutverkið, og frú Lilja, kona Flosa Ólafssonar, leikstjóra. margt upp við sig í eigin lífi — ella hefði hann ekki skrifað á þann veg, sem hann gerir. Hann boðar engin ákveðin siðalögmál. Oscar Wilde segir einhvers staðar: „Bækur eru hvorki siðlegar né ósiðlegar. Þær eru annaðhvort vel eða illa skrifaðar." Feydeau er ekkert að klípa ofan af hlutunum og hann sýnir keðju af mannleg- um viðbrögðum vegna síngirni, særðrar hégómagirndar, sjálfs- elsku og skorts á virðingu gagn- vart tilverunni, sem kemur fram, þá tveir deila. Þetta var örlítill út- úrdúr, en hugleiðing um kátlegt franskt leikrit, sem gefur þeim, sem fara með hlutverk, töluverða möguleika til þess að sýna hlið- stæður af mannpersónum í lífinu, sem hver og einn ætti að kannast við af eigin raun og ef litið er ofan í eigin barm. Sunna Borg, stendur sig með prýði og verður svo innilega gommu ... bredduleg í ýmsum kvenlegum átökum, sem hún heyr í hlutverki Júlíu, ekki hvað sízt þá verulega tekur að harðna á daln- um og allt er að springa. Hins veg- ar er sérstök reisn yfir henni sem leikkonu og jafnvel aristokratísk reisn (í seinni tíð) — eða öllu held- ur er eins og nýr blær sé yfir per- sónuleika hennar á sviði. Hún virðist ennfremur hafa til að bera „breidd" sem leikkona og sprengi- magn af lífsorku — jafnvel meira en títt er um aðrar íslenzkar leikkonur. Það er eins og hún sé að hefja nýtt tímabil með sigrum. Það er töluverður kraftur í leiksýningunni — því er ekki að neita. Hvernig á annað að vera, þegar hann Flosi er annars vegar. Hann hefur látið í veðri vaka, að hann hafi lagt alúð í þetta stykki, þýtt það og síðan hafi franskur menntamaður, Gérard Lemarquis, kennari við Háskólann farið yfir þýðinguna, en sá franski kom fljúgandi í þotu og rétt náði að setjast mitt á milli konu leikstjór- ans og greinarhöfundar, í þann mund sem frumsýning hófst. Það gengur á ýmsu í leikritinu, eiginmenn, ektakvinnur, kokkálar, þjónustupía, friðill, yfirdekraður óþekktarormur — öllu er spilað fram með franskri rökhyggju. Það virðist töluvert útreiknað, hvernig verkið er byggt upp, og það er viss púnktur í því, sem hvergi sést annars staðar en t.a.m. í franskri kvikmynd, svo til í hverri franskri kvikmynd, en þó svo ísmeygilegur — þetta „petit peu“ eins og í list- rænni matargerð og í öðrum hlið- stæðum munaði lífsins. Þráinn Karlsson (afar mikill Ak- ureyringur) getur oft verið sterk- ur leikari, en mætti losa sig við stíl Arnars Jónssonar — hann þarf ekki að vera að setja sig óþarflega í vissar raddstellingar — það er mikill munur á alvöru- þunga og hátíðleik. Þetta er hvor- ugum sagt beinlínis til hnjóðs, heldur sem athugasemd, því að báðir geta þeir sitthvað, hvor á sinn hátt. Þráinn getur oft verið sterkari og meira lifandi en aðrir leikendur norðan heiðar. Og hann hefur karakter. Kújón í höndun- um á Marinó Þorsteinssyni, sem hefur áratugum saman verið á „fjölunum" á Ak., er dæmigerð karlremba, — en það er orð, sem jafnréttiskonum er tamt að leggja sér í munn, oftlega á röngum for- sendum, en þó ekki alltaf. Þetta var laglega gert hjá Marinó. Hon- um fer vel að leika drambsama og sjálfsþóttafulla náunga — stíll hans er heldur betur norðlenzkur. Frú Kújón er minna hlutverk, sem Kristjana Jónsdóttir fer með — svona fremur þokkalega heldur en hitt. Friðillinn, sem Theodór Júlíus- son leikur, er í einhvers konar gervi, sem er sambland af ítölsk- um gígóló með blautt morðingj- abros a la Guðinn Brilljantín í At- ómstöð Kiljans, nokkuð algengri tegund af atvinnuflagara og mjúkmálum spraðibassa. Þetta var Flosa leikstjóra líkt að lokka fram. Þernan Rósa á að vera ósköp venjuleg og kjánaleg stúlka. Virðist Ragnheiði Tryggvadóttur farast þokkalega úr hendi að sýna þá persónu þannig, hafa næga kímnikennd og innlifunartækni til þess arna. Og þá er það pottormurinn hann Dódó, sonur hjónanna, strákkvik- indi, sem er jafnvel gerður verri en upplagið segir til um. Skýring á því er m.a. brotið hjónaband og brotið heimili, sem hann elst upp við, strákgreyið. Dódó er siðferði- lega áminningin í leikritinu — víti til varnaðar. í hléinu var farið fram til að fá sér hressingu. Og þá sköpuðust viss leiðindi við að sjá á einum stað leikhúsgesti raða sér upp í biðröð til að láta skenkja sér gosdrykki í pappa- hylkjum — sumir keyptu sér „bon bon“ til að gefa sér og mökum sín- um. Síðan var fyrir forvitnissakir haldið upp á loft til þess að kanna, hvort á boðstólum væru kaffiveit- ingar eins og í gamla daga. Þvílík breyting, drottinn minn dýri. Þarna röðuðu góðborgarar Akur- eyrar sér upp eins og fé, sem átti að leiða til slátrunar, til þess eins að komast að nöturlegu borði, þar sem unglingsstúlkur helltu úr kaffibrúsum í ófríð ílát svipað og tíðkast á slæmum vinnustöðum í krummaskuðum. í gamla daga hefði þetta ekki verið liðið í leik- húsinu á Akureyri. Þá gengu föngulegar og snyrtilegar stúlkur með hvítar svuntur um beina í sömu salarkynnum og á boðstólun var ekki brúsakaffi, heldur ilm- andi kaffi með meðlæti, sem sæmdi því, sem leikhúsið hafði upp á að bjóða. Farsinn franski, sem Flosi færði Akureyri „á silfurfati", vó upp á móti þessum annmarka, sem hef- ur skapazt einhvern veginn með „nýjum siðum" í gamla Samkomu- húsinu. p.t. Akureyri, 3. apríl 1983, stgr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.