Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 59 Ríkisafskipti af gömlum vana? — eftir Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík Enginn vafi er á því að heims- kreppan mikla fyrir um það bil hálfri öld hafði mjög víðtæk og varanleg áhrif á skipan efna- hagsmála í heiminum. Flestir litu á heimskreppuna sem sönnun á eymd hins frjálsa markaðskerfis og að svar við henni væri aukning ríkisafskipta. Þetta fól ekki ein- vörðungu í sér að hlutur ríkisins í þjóðartekjunum jókst, heldur ekki síður það að ríkisvaldinu voru fengin í hendur ýmis þau hlut- verk, sem áður og fyrr voru álitin fyrir utan verkefnasvið þess. Áhrifanna af þessari breyttu verkaskiptingu einstaklinga og ríkisvalds hefur gætt mjög mikið. Ekki er nóg með að ríkisvaldið ráðstafi nú æ stærri hluta þjóðar- teknanna. Heldur ráðskast ríkis- valdið með ýmsilegt það sem því kom ekki í hug áður. Hér á landi hefur ríkið tekið á sig ábyrgð á margs konar verkum, sem engum datt áður og fyrr í hug að væru á verksviði þess. Nefna má að hið opinbera hefur með höndum verð- myndun á fjölmörgum sviðum, hér ríkja ströng verðlagshöft og gjald- eyrishöft og þannig má lengi telja. Ríkið ræður líka að umtalsverðum hluta kjörum lánamarkaðarins í landinu. Lán til sumra hluta eru hagstæðari en til annarra. Sumar atvinnugreinar njóta ívilnana um- fram aðrar. Dæmi eru um að at- vinnustarfsemi af einhverju tagi er skattlögð langt umfram það sem gerist og gengur í landinu. Og þá má nefna að ríkið horfir með velþóknun til tiltekinna rekstrar- forma. Loks er að geta þess að ríkisvaldið starfrækir fyrirtæki, sem mörg hver eru í beinni sam- keppni við önnur fyrirtæki á markaðnum. Óæskileg mismunun Enginn vafi er á því að þessar reglur og þá um leið inngrip ríkis- valdsins í efnahagslífið hafa haft mikil áhrif. Hvort þau áhrif hafa orðið til góðs eða ills deila menn um, eins og vonlegt er. Á það ber þó að leggja áherslu að með þess- um miklu afskiptum af þróun hag- kerfisins hafa stjórnvöld hverju sinni innsiglað þann skilning sinn að unnt sé að hafa svo góða yfir- sýn yfir hagkerfið ailt, að málum þess megi skipa á farsælan hátt, eftir ráðum örfárra útvaldra. Þegar þessum málum hefur ver- ið skipað í upphafi hafa áreiðan- lega ráðið ástæður, sem þá voru taldar gildar. Það er skoðun mín að öll mismunun af hálfu ríkis- valdsins, hvort sem um er að ræða mismunun á milli atvinnugreina, eða eignarforma sé óæskileg. Slík mismunun felur í sér efnahags- lega stýringu. Stýringu sem ég hygg að landsfeðurnir séu sjaldn- ast megnugir til að framkvæma af nokkru viti. Alltof oft lýtur slík stýring pólitískum duttlungum og lítt er hugað að efnahagslegum forsendum og afleiðingum. Eng- inn vafi er á því í mínum huga að tilhneiging hins opinbera til þess að auka forsjá sína í þessum efn- um hefur dregið úr hagvexti og þá um leið lífskjarabatanum, sem svo nauðsynlegur er. Þrándur í götu nýrra atvinnugreina Þegar starfsskilyrði atvinnu- veganna eru skoðuð, kemur í ljós, að þau tengjast mjög þeim mark- aðs og samkeppnisskilyrðum sem þeir búa við. Eins og ég hefi þegar rakið er engan veginn auðvelt að leggja mat á starfsskilyrði atvinnugreina. Þar ráða svo marg- ir og margslungnir þættir, sem erfitt getur reynst að meta á hlutlægan hátt. Efist menn um þetta, er rétt að benda þeim hin- um sömu á doðrant einn mikinn og torlesinn sem er afrakstur af starfi nefndar er athugaði starfs- skilyrði atvinnuveganna á vegum ríkisstjórnarinnar nú fyrr á þessu ári. Ljóst er af lestri þessa mikla plaggs að talsverð mismunun hef- ur átt sér stað og hefur hún jafnan verið hefðbundnum atvinnugrein- um í vil. Þessi mismunun er þó á margan hátt á undanhaldi af ýms- um ástæðum. Enginn vafi er á því að mismunun af þessu tagi hefur beinlínis verið Þrándur í götu hvers konar nýrra atvinnugreina; atvinnugreina sem þó þurfa að hasla sér hér völl, til að hér bygg- ist lífvænlegt samfélag í framtíð sem í nútíð. Gott dæmi um þetta er tölvuiðnaðurinn. Öllum ber saman um að íslendingum sé það nauðsynlegt að fylgjast vel með á sviði tölvubúnaðar og að byggja upp eigin iðnfyrirtæki á þessu sviði. Til skamms tíma voru þó hér okurtollar á tölvum, hvort sem það voru tölvur sem hluti fram- leiðslubúnaðar eða hreinar skrifstofu- og skýrsluvélar. Þar með var af ríkisins hálfu fjár- magni beint frá tölvunum og inn á aðrar brautir, sem í mjög mörgum tilfellum voru mun óarðbærari fyrir þjóðarbúið í heild. „Ríkið ræður líka að um- talsverðum hluta kjörum lánamarkaðarins í land- inu. Lán til sumra hluta eru hagstæðari en til ann- arra. Sumar atvinnugrein- ar njóta ívilnana umfram aðrar.“ Af gömlum vana Ríkisvaldið er í eðli sínu íhaldssamt og svifaseint fyrir- bæri. Það kemur ekki bara í ljós í því að ríkisvaldið stýri hyggjuviti og fjármagni manna með þeim hætti sem ég rakti í dæminu hér á undan. Það kemur ekki síður fram í því að „þótt nokkuð sé um það vitað hvað vakti fyrir ráða- mönnum við stofnun fyrirtækis með ríkisaðild er með öllu óvíst að nú viti menn hver tilgangurinn sé með því að halda áfram þátttöku í atvinnurekstrinum", eins og Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu komst að orði í stórmerkri ræðu er hann flutti í ársbyrjun í fyrra. Um þetta er hægt að hafa hundrað dæmi, liggur mér við að segja. Og fyrir gamlan aðstandanda „þákns- ins burt“ er það einkar ljúft. Ég nefni Landssmiðjuna, Siglósíld, Ríkisútgáfu námsbóka, Ferða- skrifstofu ríkisins. Og hvers vegna á ríkið hlut í Eimskipafélaginu og ástundar samkeppni við sína eigin skipaútgerð, eða eignarhlut í Rafha í Hafnarfirði. Af hverju þarf ríkið að eiga hlut í steinullar- verksmiðju, sem er í meira lagi vafasamt fyrirtæki. Og hvers vegna þarf ríkið að eiga hlut í ís- lenskum aðalverktökum sem hafa einkarétt á verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Maður hlýtur að hafa leyfi til þess að spyrja: hvers vegna þarf ríkið að eiga hlut einmitt í þessum fyrirtækjum en ekki einhverjum öðrum. Af hverju þarf ríkið að eiga Landssmiðjuna, en ekki til dæmis einhverja aðra vélsmiðju. Og af hverju á ríkið hlut í Rafha en ekki alveg eins í einhverju raf- iðnaðarfyrirtæki öðru. Fríðindi og mismunun Mörg þessara fyrirtækja hins opinbera borga ekki opinber gjöld eða njóta fríðinda í þeim efnum. Sem dæmi um þetta má til dæmis nefna Síldarverksmiðjur ríkisins, svo sem alkunna er. Bæjarútgerð Reykjavíkur greiðir ekki tekju- og eignaskatt eða aðstöðugjald. Og Brunabótafélag íslands greiðir ekki tekju- eða eignaskatt en innir af hendi aðstöðugjald. Sum rekstrarform njóta líka fríðinda umfram önnur. Þekktast er auðvitað dæmið af samvinnu- hreyfingunni. En samvinnumenn réttlæta skattafríðindi samvinnu- fyrirtækjanna með tilfinninga- legri tilvísan til þess, að sam- vinnufyrirtæki séu „göfugri" en önnur rekstrarform í landinu!! Öll þessi dæmi sem hér hafa verið nefnd, segja okkur sögu af alltumfaðmandi forsjárhyggju ríkisins. Þetta eru dæmi um það þegar stjórnmálamenn telja sig hafa slíka yfirsýn yfir efnahags- lífið að þeir geti með skynsamlegu móti sagt hvað sé æskilegt, skyn- samlegt eða ráðlegt. Ekki skal hér dregið í efa að tilgangurinn að baki þessu sé góður. — En var ekki líka einhvern tímann sagt að vegurinn til glötunar væri varðað- ur góðum ásetningi? Bolungarvík 5/4 1983. f Einar K. Gudfínnsson skipar 3. sæti i frambodslista Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Um Sædýrasafnið í Hafnarfirði — eftir Sigurð Helga Guðmundsson Undanfarið hafa staðið yfir um- ræður um Sædýrasafnið í Hafnar- firði og sumt af því hefur óneit- anlega vakið furðu mína. Þessar umræður hafa fallið í tvo farvegi, annars vegar um atriði er varða Sædýrasafnið sjálft, dýrin þar og aðbúnað þeirra, en hins vegar at- riði sem greinilega er beint gegn mannorði þeirra er að safninu standa. Nú er það að sjálfsögðu svo, að menn getur greint á um dýragarða og skepnuhald almennt. Það er skoðun ýmissa aðila að innilokun dýra sé af hinu illa og hljóti að vera dýrum kvalræði. Rökrétt væri þá að áætla sem svo að þeir hinir sömu beittu sér gegn því að fólk héldi gæludýr, hvort sem þá er um að ræða hunda, ketti eða eitthvað annað. Þó ég sé að vísu ekki sammála slíkum skoðunum, virði ég þær að sjálfsögðu, að minnsta kosti svo lengi sem þær snúast ekki upp í þráhyggju sem engum rökum tekur. En ég vænti þess líka að hlutaðeigendur hafi þroska til að virða skoðanir sem eru af öðrum toga. „Það er jafnan svo að hægt er að finna ýmsar veilur í flestri starfsemi ef að þeim er leitað sér- staklega, en að draga upp mynd af slíku ein- göngu er að halla réttu máli.“ Meðan Sædýrasafnið var opið var ég einn þeirra sem stundum lögðu þangað leið sína með börnin sín til að virða fyrir sér dýrin sem þar voru og ræða um þau við börn- in. Það fór að sjálfsögðu ekki fram hjá mér að margt var af vanefnum gjört og frumbýlingsháttur á mörgu, en það var fjarri því að aðbúnaðurinn hneykslaði mig. Og samanburður við aðra dýragarða, sem ég hefi séð þó nokkra, var heldur ekki á þann veg að ég hefði ástæðu til að ætla að dýrum í Sæ- dýrasafninu liði þar verr, nema síður væri. Allar umræður og fréttir af ástandinu í safninu vöktu því nokkra furðu hjá mér, því það gat ekki hjá því farið að sú mynd sem gafst af lestri greina og frétta af málinu væri nokkuð dökk. Eftir grein í Helgarpóstin- um um síðustu helgi gerði ég mér því ferð í safnið til að sjá með eigin augum hvort aðbúnaður og ástand væri virkilega svo dökk- leitt sem virtist. Það var ljóst að sum húsin höfðu hrörnað og hluti af einu þeirra brunarústir. En þar voru líka ný húsakynni sem ég hafði ekki séð, ein3 og hvalalaug- in, en ég gat ekki séð annað en umgengni væri ágæt og mér er hulin ráðgáta hvernig þær myndir höfðu verið teknar sem birtar voru, sem sýndu spýtnabrak og ruslahaug. Það er jafnan svo að hægt er að finna ýmsar veilur í flestri starfsemi ef að þeim er leit- að sérstaklega, en að draga upp mynd af slíku eingöngu er að halla réttu máli. I umræddri grein í Helgarpóst- inum er vikið að nokkrum forystu- mönnum safnsins og starfs- mönnum á þann veg að furðu vek- ur. Reyndar er á það minnst að safnið hafi í upphafi verið gert af vanefnum og fjárhagur verið þröngur, jafnvel svo að nafn- greindir forystumenn þess hafi orðið að veðsetja íbúðarhúsnæði Sigurður Helgi Guðmundsson sitt til að standa straum af rekstr- inum. Slíkt gera menn ekki nema nokkur hugsjón búi að baki og virðist okkur sumum sem utan við málið allt stöndum, að hæpið sé í sömu grein að væna hlutaðeigandi um fégræðgi. Þá er vikið að háum lögfræðikostnaði og kostnaði við dýralækningar. Raunar virðist mér að kostnaður við dýralækn- ingar hljóti að vitna um að ekki hafi rekstraraðilar safnsins van- rækt að láta fylgjast með líðan og heilsufari dýranna. Annað hvort bera því þessi ummæli blaða- mannsins vott um að vel hafi verið að þessum þætti staðið, eða verið er að væna hlutaðeigandi dýra- lækni um að þiggja fé fyrir að bera falskan vitnisburð eða eitt- hvað í þá áttina, og trúi ég ekki að það hafi verið ætlunin. Eins er vikið að lögfræðikostnaði og látið að því liggja að hann sé óeðlilega hár hjá lokuðu safni. Nú skilst mér á greininni að þessi kostnaður sé tilkominn a.m.k. að hluta vegna sölu á hvölunum sem safnið hefur fengið heimild til að veiða. Ljóst er að miklir fjármunir eru þar í húfi, eftir því sem upplýst er í grein blaðamannsins og því hlýtur að verða að ganga þar vel frá mál- um. Ekki mundi ég hika við að leita aðstoðar fasteignasala og lögfræðings ef ég ætlaði að selja eða festa kaup á fasteign og teldi með því fullvíst að meira gæti sparast en til væri kostað þegar upp er staðið. Um verðlagningu slíkrar þjónustu almennt í landinu geta menn svo deilt eins og þeim sýnist. Oft hafa menn ætlað auð í ann- ars garði og litið öfundaraugum til hagnaðar annarra, hvort sem hann er ímyndaður eða raunveru- legur. En mér finnst lúalegt að vega að mannorði manna með dylgjum um óheiðarlega meðferð fjármuna fyrir það eitt að þeir sýni dugnað, hugvitsemi og fram- takssemi. Hafi ég misskilið grein hlutaðeigandi blaðamanns og þetta hafi ekki verið tilgangur hans biðst ég að sjálfsögðu afsök- unar. En þetta var það sem við mér blasti við lesturinn og reynd- ar af ýmsum þeim fréttum sem birst hafa. Ég vona svo að Sædýrasafnið í Hafnarfirði verði sem fyrst opnað og þá með þeim umbótum sem boðaðar hafa verið. Hafnarfirði, 21. mars 1983 Sigurður Helgi Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.