Morgunblaðið - 13.04.1983, Side 7

Morgunblaðið - 13.04.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 55 sem hann segir það hafa verið al- menn trú á árunum um og uppúr 1950 að „höftin væru ill, en óum- flýjanleg nauðsyn". Það væri m.ö.o. ekki hægt að reka efna- hagskerfið, nema með höftum. Við vitum nú betur, þökk sé ólafi, Dr. Benjamín Eiríkssyni og öðrum framsýnum og óttalausum mönnum. Þeir skildu að aukið frelsi bætir lífskjör og þorðu að reka áróður í þá átt að vinna í verki að frjálsari milliríkjavið- skiptum íslands og annarra þjóða. Höftin draga nefnilega úr hag- vexti. Það er alkunn hagræn stað- reynd. Það sjáum við líka ágæta vel með því að líta yfir jarðar- kringluna. Þar sem höft og skömmtun marka efnahagskerfin eru lífskjör verri en þar sem frels- ið einkennir efnahagsstarfsemina. Frelsi í milliríkja- viðskiptum — hvaö er svona merkilegt við það? Við getum væntanlea verið sam- mála um það að hér ríkir nokkurt frelsi til viðskipta tið önnur lönd, allavega meira en var á tímabilinu 1930—1960. Lífskjör eru líka mun betri nú. Þetta frelsi má þó vissu- lega efla og auka. Við erum ekki ein í heiminum og við eigum að notfæra okkur þá möguleikana til að þróa hér framleiðslu og þjón- ustu, sem uppfylla þarfir erlendra markaða. Þannig voru það ánægjulegar fréttir af þingi Fé- lags íslenskra iðnrekenda að 25 ís- lensk fyrirtæki yrðu útflytjendur í fyrsta sinn á árinu. Slíkt gæti ekki gerst nema við það gagnkvæma frelsi, sem hér ríkir þó í milli- ríkjaviðskiptum okkar. Þessari þróun er stefnt í voða fái hafta- postularnir góða kosningu nú. Það er líka ákaflega ánægjulegt að sjá þá grósku, sem hér er í hinni nýju „sjómennsku", þ.e. kvikmyndagerð, tónlistarsköpun og öðru slíku. Þarna eru ný mið, sem fólk finnur fengsæl. Haldi velgengni hljómsveitarinnar Mezzoforte áfram í Bretlandi, verða þeir félagar, og vonandi aðr- ir, fljótlega farnir að afla á við meðaltogara. Aflinn margfaldast síðan nái þeir inná bandaríska músíkmarkaðinn. Eitt er klárt, án viðskiptafrelsisins næðist svona árangur ekki. Ég get heldur ekki stillt mig um að nefna þá mögu- leika, sem íslenskir kvikmynda- gerðarmenn eru að reyna. Hér er ríka sagnalist lifandi. Fram til þessa hefur hún fengið útrás í rit- uðu máli. Það er að mínu viti ljóst að hér er fólk að ná undraverðum árangri með þennan nýja miðil á svo skömmum tíma. Það er alveg möguleiki að hér komi upp ein- staklingar, sem nái inná heims- markað kvikmyndanna — við „eigum" jú einn Nóbel. Ég nefni líka hugvitssölu af öðrum toga. Nýlega var viðtal við Gunnlaug Sigmundsson, viðskiptafræðing hjá Alþjóðabankanum í hádegis- útvarpi. Þar benti hann á ónýtta möguleika á sölu þjónustu ís- lenskra verkfræðistofa og verk- takafyrirtækja við úrlausn verk- efna, sem þessi alþjóðastofnun fjármagnar. Þessi dæmi um hug- vitssölu koma til með að örva hag- vöxtinn og hér hefur hið opinbera hvergi komið nálægt. Ég ítreka enn einu sinni að frelsi í milli- ríkjaviðskiptum (þó takmarkað sé) er forsenda þess að árangur náist á þessum sviðum. Lokaorð Árið 1984 nálgast. í bók þeirri, sem heitir eftir því ári, er áhrifa- mikil lýsing á því hvert miðstýr- ing og ofstjórn leiðir okkur. Slíkar lausnir enda í fjötrum og ófrelsi. Við eigum að hafa kjark og þor til að snúa frá höftum í ríkari mæli en gert hefur verið. Beitum mark- aðslausnum í efnahagskerfinu og leggjum rækt við frelsið — dreif- um valdinu. Slík skipan leggur auknar skyldur á okkur sjálf, mig og þig. En henni fylgir, að við komum til með að búa í mann- eskjulegu og lifandi umhverfi þar sem einstaklingurinn er í hásæti. Árdís 1‘órAardóttir er rekstrarhag- frædingur og einn af eigendum Birgis st Hver kúgar hvern? - Er þörf íyrir kvenna- lista? - Erum við jafnhlutháar og karlar? — eftir Marjatta ísberg Enginn getur kúgað konur nema þær láti það viðgangast sjálfar. Það og eitthvað fleira fullyrðir kona nokkur á bls. Morgunlaðsins. Hárrétt hjá henni. Það er næstum því mannsaldur síðan evrópskar konur fengu kosningarétt og urðu kjörgengnar. Og þar sem þær eru helmingur þjóðarinnar, er auðséð mál, að þær geta ekki verið kúgað- ar nema þær sjálfar láti það við- gangast. Þær hafa sem sagt enga heimtingu á aukafyrirgreiðslum. En, að segja hálfan sannleikann er ekki að segja sannleikann. Fyrir konu er það afar erfitt að taka þátt í stjórnmálum. Hún get- ur aldrei gefið allan sinn huga að þeim, af því að börnin og heimil- isstörfin þurfa að ganga fyrir. Náttúran hefur einfaldlega hagað því þannig, að það er í verkahring konunnar að fæða börn og annast þau, þegar þau eru lítil. Hitt er svo annað mál, að umhverfi mannsins hefur breyst mikið, að konan hef- ur hvorki þörf né vilja til að hanga heima alla sína ævi. Þess vegna er meiri þörf fyrir að einnig konur setji sinn stimpil á samfélagið allt, ekki bara á lífið innan heimil- isins. Auk þess hefur þróunin orð- ið sú, að æ fleiri konur verða að sjá börnum sínum farborða sjálf- ar, án þess að fá nokkra hjálp frá karlmanni. Þær geta ekki setið heima, þó að þær e.t.v. vilji það. Þess vegna er þörf fyrir dagvist- arpláss, fyrir leikskóla, fyrir lengra fæðingarorlof, o.s.frv. o.s.frv. Þetta, og margt fleira, er á stefnuskrá kvennalistans. Víst er það á stefnuskrá flestra hinna flokkanna líka. En að gefa loforð er allt annað en að efna loforð. Er þörf fyrir kvennalista? Þegar ég fór til fyrsta hvatn- ingarfundar kvennalistans á Hót- el Borg í febrúar sl., hreifst ég af því, hversu margar konur höfðu hlýtt boðinu. Þar var troðfullur salur af konum á öllum aldri og mikil hrifning í þeim. Síðan ég varð tvítug hefi ég reglulega sótt bæði framboðsfundi og aðra fundi hjá stjórnmálaflokkum, en aldrei séð nema örfáar konur á þeim. Eitthvað hlýtur það að vera að í þessum hefðbundnu stjórnmála- flokkum, sem fælir konur frá þeim. Og er ekki þessi mikla að- sókn að fundum kvennalistans sönnun fyrir því, að kvennalista er þörf? Hvað er kvennalistinn? Sem stuðningsmaður kvenna- listans til Alþingis skil ég hann þannig, að hann er birting fyrir okkur konur, hreyfing, sem stefnir að því að vekja okkur allar til þjóðfélagslegrar meðvitundar, til að hugsa um okkar eigin sérmál og um þjóðfélagið sem heild. Og umfram allt að fá okkur til að treysta sjálfum okkur og sýna samstöðu með kynsystrum okkar í þeim málum, sem snerta okkur öll. Þær konur, sem eru frumkvöðl- „Síðan ég varð tvítug hefi ég reglulega sótt bæði framboðsfundi og aðra fundi hjá stjórn- málaflokkum, en aldrei séð nema örfáar konur á þeim. Eitthvað hlýtur það að vera að í þessum hefðbundnu stjórnmála- flokkum, sem fælir kon- ur frá þeim.“ ar í þessari hreyfingu, hafa þegar brotið af sér hlekki hefðarinnar. Þær hafa aflað sér þekkingar og menntunar og þar með sjálfs- trausts. En meirihluti okkar kvenna er ennþá menntunarlítill. Þar af leiðir, að við vinnum illa launuð störf, erum einhvers konar varavinnuafl, sem má senda heim, hvenær sem hendir. Þreytandi vinna við færiband í kapp við bón- us og heimilisstörfin á eftir eru ekki heldur sérlega góður jarðveg- ur fyrir líf og grósku í félagslegri þátttöku. En það, sem e.t.v. er verst: Stór hluti okkar er „bara“ heima. Þeg- ar börnin eru orðin tvö, þrjú, nægja laun verkakvenna varla til að borga fyrir dagvistun barna. Auk þess er erfitt að fá pláss þar. Biðlistarnir eru langir og styttast aldrei. Við, sem heima erum, miss- um algjörlega þau mannlegu sam- skipti, sem nauðsynleg eru til að halda sjálfstrausti. Smátt og smátt minnkar einnig sjálfsvirð- ing okkar vegna þess, hve störf okkar heima eru vanmetin og skila okkur sjálfum engum arði. Sá, sem arðinn hirðir — þjóðfélag- ið í formi nýrra skattþegna — læt- ur okkur út í kuldann, þrátt fyrir þá fullyrðingu sérfræðinga, að besta fjárfestingin sé að fjárfesta í börnum. Samfélag karla og kvenna í góðu samfélagi líður öllum þegnunum vel. Ef við viljum slíkt samfélag, þá þurfum við að hlusta á rödd beggja kynjanna á öllum stigum þjóðfélagsins. Einnig á Al- þingi. Karlar hafa einfaldlega ekki möguleika til að sjá málin frá sjónarhóli kvenna og skilja þarfir þeirra, — af því að karlar hafa aðra reynslu en konur. Og alveg eins og rithöfundur þarf að hafa eitthvert sannleikskorn til að byggja sögur sínar á, þannig þarf einnig þingmaður að hafa ein- hverja reynslu og þekkingu á þeim málum, sem hann þarf að taka ákvörðun um. Þess vegna þurfum við konur á Aþingi. Til að geta sjálfar haft áhrif á gang þeirra mála, sem mest snerta hag okkar kvenna og næsta umhverfi. Þess vegna kvennalisti. Valkost- ur þeirra kvenna, sem vilja hafa áhrif án þess þó að þurfa að neita konunni í sjálfri sér. Umferðar- læknis- fræðifélag íslands stofnað Umferðarlæknisfræðifélag í» lands var stofnað á fundi sem hald inn var í Domus Medica þriðjudag inn 29. mars 1983. Tilgangur félags- ins er að vinna að fræðslu um eðli og mikilvægi hinna læknisfræðilegu þátta varðandi öryggi umferðarinn- ar. Helstu verkefni félagsins eru að lögð verði höfuðáhersla á að koma tillögum félagsins á framfæri við stjórnvöld. Ætlunin er að koma á stofn rannsóknarráði er fjalla skal um slysavalda í umferðinni. í því ráði verða fulltrúar lækna og áhugamanna um slysavarnir þ.á m. fulltrúar félaga fatlaðra. Ólafur Ólafsson, landlæknir, var kosinn formaður Umferðar- læknisfræðifélags íslands. Aðrir stjórnarmenn eru Sturla Þórðar- son, lögfræðingur, Þórarinn ólafs- son, læknir, Kristinn Guðmunds- son, læknir, og Nína Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur. Búnaðarfélag Mosfellshrepps: Stuðningur við tillögur um cggjítdreifingu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tillkynning frá Búnaðar- félagi Mosfellshrepps: Aðalfundur Búnaðarfélags Mosfellshrepps, haldinn 8. apríl sl., lýsir yfir eindregnum stuðn- ingi við framkomnar tillögur um bætta verslunarhætti og dreifingu á eggjum í landinu. ísafjörður almennur stjórnmálafundur Sjálfstæöisflokkurinn boöar til almenns stjórnmálafundar aö Hótel ísafiröi miðvikudaginn 13. apríl 20.30. Ræöa: Geir Hallgrímsson, alþingismaöur, formaöur Sjálfstæöisflokksins: „Viöskilnaður þeirra — Stefna okkar“. Stutt ávörp: Matthías Bjarnason, alþingismaður Þorvaldur Garöar Kristjánsson, alþingismaöur Einar K. Guöfinnsson, stjórnmálafræöingur. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.