Morgunblaðið - 13.04.1983, Page 18

Morgunblaðið - 13.04.1983, Page 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 FRETTIR ÚR BORGARSTJÓRN Fræðsluráð: Tilraun með kennslu 5 *» ára barna næsta haust TILLAGA sjálfstæðismanna um að á næsta hausti verði gerð tilraun með skólastarf 5 ára barna í einum grunnskóla borgarinnar, hefur verið sam- þykkt í fræðsluráði Reykjavfkurborgar, en ætlunin er að umræddur skóli verði Álftamýrarskóli. Stefnt er að því að skólatími þessara barna verði sá sami og 6 ára barna. I>á fól fræðsluráð nefnd þeirri, sem fjallað hefur um málefni forskólanema á vegum ráðsins, að gera starfsáætlun fyrir þennan hóp nemenda og leggja fyrir til samþykktar. Þá felur fræðsluráð skólastjóra Álftamýrarskóla að hafa umsjón með málinu. Þá er í tillögunni óskað heimild- ar borgar og ríkis til þessarar til- Tillögu frá Alþýðuflokknum um húsnæðismál vísað frá: Nægilegt lóðaframboð og stórauk- in lánsfjármögnun skipta mestu — segir f frávísunartillögu sjálfstæðismanna VEGNA HINS mikla samdráttar, sem orðið hefur á undanförnum árum bæði í úthlutun lóða og fjárveitingum til íbúðarbygginga, blasir nú við meiri og alvarlegri íbúðaskortur í Reykjavík en um langt árabil,“ segir í upphafi frávísunartillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á borgarstjórnarfundi á fimmtudags- kvöld, en frávísunartillagan var til komin vegna tillögu Alþýðuflokksins um húsnæðismál ungs fólks. Var hún samþykkt með 12 atkvæðum gegn 7. I tillögu Alþýðuflokksins segir að ljóst sé að ungt fólk í Reykja- vík eigi við óvenju mikinn vanda að fást í húsnæðismálum sínum. Því sé lagt til að stofnað verði til ítarlegrar könnunar á húsnæðis- þörf ungs fólks í borginni og komi þar fram hve margar íbúðir vanti, stærð íbúða, eignarform og húsgerðir. Þá taki borgarráð upp viðræð- ur við Fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna í Reykjavík um samstarf og hafist verði handa við fram- kvæmd eins liðar í samkomulagi um húsnæðismarkmið, sem sam- þykkt voru í borgarstjórn í júlí- mánuði árið 1980, en þar er lagt til að borgin setji á fót eigin hús- næðisskrifstofu, þar sem fram fari þjónusta við eigendaskipti íbúða og leigumiðlun. í frávísunartillögu borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að kannanir sem að undan- förnu hafa verið gerðar sýni ótvírætt hið alvarlega ástand í húsnæðismálum. Nægði að vísa til könnunar stjórnar Verka- mannaíbúða í desember sl., þar sem 700 umsóknir bárust um 100 íbúðir. Einnig mætti benda á fjölda umsókna hjá félagsmála- stofnun borgarinnar, sem nú eru um 500 og frá fólki á aldrinum 16—67 ára. Þá er og vísað til könnunar félagsmálaráðuneytis- ins frá sl. sumri, þar sem fjallað er um ýmsa þætti húsnæðismála. „Könnun samkvæmt tillögu borgarfulltrúa Alþýðuflokksins myndi því ekki upplýsa neitt, sem ekki liggur þegar fyrir um það sem máli skiptir við ákvarð- anatöku um úrbætur í húsnæð- isrnálum. Það sem skiptir megin máli við lausn þessa vandamáls er að nægilegt framboð sé af lóð- um og stóraukin lánsfjármögnun til íbúðabygginga," segir í frávís- unartillögunni. Þá segir í tillögu sjálfstæð- ismanna að borgarstjórn hafi þegar tekið ákvörðun um að stór- auka framboð íbúðarlóða og yrðu þær auglýstar á næstunni. Eftir- spurn eftir þeim lóðum yrði einn- ig mælikvarði á þörfina til við- bótar þeim upplýsingum sem fyrir lægju. Síðan s'’6ir í frávísunartillög- Varðandi lánsfjármögnunina lýsir borgarstjórn stuðningi við þá stefnu og markmið, sem kem- ur fram í tillögu til þingsálykt- unar um stefnumörkun í hús- næðismálum, sem sjálfstæðis- menn fluttu á Alþingi á sl. ári, en þar segir m.a.: „1. Stefnt verði að 80% láns- fjármögnun fyrstu íbúðar á næstu 5 árum. Á árinu 1983 láni Byggingarsjóður ríkisins 25% byggingarkostnaðar staðalíbúðar til þeirra sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. 2. Lánstími verði lengdur í 42 ár. Frá ákvörðun lánsfjár- hæðar til útborgunar verði lánshlutar látnir fylgja verð- breytingum í samræmi við byggingarvísitölu. 3. Lán til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn, verði með hagstæðari lánskjörum en önnur lán. 4. Leitað verði eftir frjálsu samstarfi við lífeyrissjóði í landinu um fjármögnun hús- næðislána. 5. Framlög ríkissjóðs til Bygg- ingarsjóðs verði ekki minni en sem svarar einu launa- skattsstigi." Varðandi 3. lið tillögu borgar- fulltrúa Alþýðuflokksins vísast til afstöðu sjálfstæðismanna í bókun í borgarráði frá 8. júlí 1980, þegar þetta mál var á dagskrá, þar sem lýst var and- stöðu við þá hugmynd að koma á fót sérstakri „húsnæðisskrifst- ofu“. Ekki verður séð, að nein rök nú frekar en þá séu fyrir því að efna til nýs skrifstofubákns, sem kosta myndi borgarsjóð ómældar fjárhæðir. Með vísan til þess, sem hér er rakið og í tillögu borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, sem auðsjáan- lega er einungis flutt til birt- ingar í fjölmiðlum, er ekki bent á neina raunhæfa leið til að leysa þann mikla vanda, sem blasir við í húsnæðismálum og þolir enga bið, vísar borgarstjórn tillögunni frá. raunar og jafnframt að ríkið greiði kennslulaun með sama hætti og í deildum 6 ára barna. í bókun kennarafulltrúa í fræðsluráði er bent á að nefnd sem starfað hafi á vegum mennta- málaráðuneytisins hafi komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegt væri að skilja á milli grunnskóla og dagvista við 6 ára aldurinn og kváðust þeir telja hag 5 ára banra betur borgið í dagvist en grunn- skólum. Þorbjörn Broddason (G) og Gerður Steinþórsdóttir (F) tóku undir álit kennarafulltrúa og lýsti Gerður þeirri skoðun í bókun að ekki væri um nýjung að ræða og frekar ætti að auka kennslu 6 ára barna í grunnskólum. Á þorgarstjórnarfundi sl. fimmtudag kom þetta mál til um- ræðu og lýstu þá fulltrúar minni- hlutans þeim skoðunum sem áður gat. Hins vegar benti Ragnar Júlí- usson á að Alþýðubandalagið vildi auka kennslu 6 ára barna og sagði hann að samþykkt þar að lútandi hefði verið gerð. Þá sagði hann að í þessari tilraun i Álftamýrar- skóla væri gert ráð fyrir að kennsla 5 ára barna yrði 3 klukk- utímar á dag. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að tillagan væri skilyrt, þyrfti heimild ríkis og borgar fyrir fjárveitingu til þessa. Lagði hann til að tillögu frá Al- þýðubandalaginu um aukna kennslu 6 og 7 ára barna yrði vís- að til borgarráðs. Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi: Árlega koma upp sjúkdómsein- kenni sem rekja má til garðaúðunar — settar verði reglur um garðaúðun og almenningur fræddur um hættur af úðunarefnum HEILBRIGÐISRÁÐ samþykkti nýlega aö gangast fyrir fræðslu til almenn- ings um garðaúðun og að leita eftir sérstakri fjárveitingu í því skyni. Var formanni heilbrigðisráðs, Katrínu Fjeldsted borgarfulltrúa, og borgarlækni, Skúla Johnsen, falið að vinna áfram að málinu. Á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag reifaði Katrín Fjeldsted þetta mál og sagði að sl. sumar hefðu verið uppi háværar raddir um að úðun garða, eins og hún hefur verið framkvæmd, væri mjög vafasöm. Heyrst hafi að not- uð séu allt of sterk efni við garða- úðun og séu þau ekki lengur leyfð í nágrannalöndunum. Jafnframt séu þau notuð í of sterkri blöndu, úðað sé á röngum tíma, úðað sé á allan gróður og oft við slæmar aðstæður. Katrín sagði að ljóst væri að fólk gerði sér ekki alltaf grein fyrir því lífríki sem garðar þess mynduðu. Talað væri um „pöddur" og „maðka“, en lítið lægi fyrir af að- gengilegum upplýsingum um þau skordýr sem verulegan usla gætu gert í görðum Reykvíkinga, og hvað gera megi til að stemma stigu við þeim. Á fundi heilbrigðisráðs sl. haust hafi það komið fram hjá garð- yrkjustjóra borgarinnar, að garða- úðun til skordýraeitrunar væri mjög ábótavant og nauðsynlegt að hefja undirbúning að því að koma þeim málum í lag. Á fundinum hefði verið samþykkt að gerðar yrðu tillögur um nauðsynlegar að- gerðir á þessu sviði. Síðan hafi á fundi 15. mars sl. verið ákveðnar eftirtaldar aðgerðir: 1. Nú þegar verði hafinn undirbún- ingur á því að borgarstjórn setji ákvæði í heilbrigðissamþykkt um garðaúðun þar sem m.a. verði nákvæmar reglur um úðunarað- ferðir, úðunartíma og önnur at- riði sem mál það snerta og nauð- synleg eru talin til að tryggja að- hald að notkun eiturefna í hættuflokki X og A. Garðyrkju- stjóri mun í samráði við skor- dýrafræðing Skógræktarinnar gera uppkast að slíkum reglum. 2. Það sem setning slíkra reglna með stoð í lögum um heilbrigðis- eftirlit og hollustuhætti mun taka nokkurn tíma var ákveðið að borgarlæknir sæi um eftir- taldar aðgerðir til undirbúnings garðaúðunar á næsta sumri: a. Almenningi verði með upplýs- ingum í dagblöðum gert viðvart um hættur samfara notkun garðaúðunarefna og um helstu mm Katrín Fjeldsted reglur sem fylgja ber í sambandi við notkun þeirra. b. Taka saman aðgengilegt fræðsluefni fyrir almenning um sama efni til dreifingar á sölu- stöðum garðaúðunarefna og víð- ar. c. Aflað verði upplýsinga hjá eit- urefnanefnd og lögreglustjórum í lögsagnarumdæmunum frá Borgarfjarðarsýslu til Árnes- sýslu um nöfn þeirra sem hafa undir höndum leyfisskírteini og þeim send áminningarbréf varð- andi geymslu, flutning og notkun garðúðunarefna af hættuflokki X og A. d. á komandi sumri verði fylgst með framkvæmd garðaúðunar og þeir aðilar sem stunda garðaúð- un í Reykjavík krafðir um leyfis- skírteini, sem þeir skv. reglum skulu bera á sér við starfið. Sagði Katrín að á meðan ná- grannalöndin losuðu sig við efnið „parathion", sem hér væri einkum notað, létu garðeigendur árlega úða tré, blóm og gras með þessu efni og árlega kæmu upp sjúkdómsein- kenni hjá mönnum sem rekja mætti til úðunar með nokkurri vissu. Þá væru fuglar og ungar þeirra næmir fyrir eitri þessu og fuglar ætu auk þess eitruð skordýr. Efnið dræpi allt, bæði þau skordýr sem usla valda og einnig önnur, s.s. ánamaðka og köngulær. Katrín sagði nauðsynlegt að setja ákvæði í heilbrigðissamþykkt um garðaúðun og einnig þyrfti að fræða og upplýsa garðeigendur um þau skordýr sem skemmdum valda, hvaða tré þau ásækja og hvenær, hvaða leiðir megi fara til að stemma stigu við þeim aðrar en að úða „parathion" yfir allan gróður og lífríki Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.