Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
— eftir Þorgeir Ibsen
1.
Bláfjöll, — dulmagnaö og heið-
fagurt nafn. — Lengi voru Blá-
fjöllin skíðaiðkendum eins og fjar-
lægur draumur. — Þegar fjall-
lendið, allt frá Skálafelli og út eft-
ir, um Hamragil og Hveradali til
Vífilsfells, var að mestu orðið al-
autt af snjó, gnæfðu Bláfjöllin al-
hvít við himin og báru ægishjálm
yfir allt umhverfið, alþakin tærri
mjöll frá efstu tindum og kollum
niður um allar hlíðar, langt fram
á vor og jafnvel sumar. — Af lág-
lendinu horfðu skíðamenn löngun-
araugum á þessar hreinu og
ósnortnu fannbreiður Bláfjalla,
sem voru svo nærri en þó svo
órafjarri vegna vegaleysu og
margs konar farartálma. Fannst
mörgum skíðamanninum eðlilega
súrt í broti að hafa þessa mjall-
hvítu fönn fyrir augum alla daga
langt fram á vor án þess að fá
hennar notið á skíðum, nema með
miklum erfiðismunum og óhemju-
tímaeyðslu við að komast þangað.
Einstaka menn, einkum Ár-
menningar þeir, sem voru haldnir
miklum skíðaáhuga, höfðu sumir
staðir í því braski nokkrum sinn-
um, síðla vors og jafnvel snemma
sumars, að brjótast þangað upp-
eftir yfir veglausa jörð og torfær-
ur með skíðin sín og annað hafur-
task á bakinu. Var mikið á sig lagt
og fór í þetta mikill tími, erfiði og
fyrirhöfn, til þess eins að hafa upp
úr öllu krafsinu aðeins örfáar
ferðir á skíðum, því að tíminn,
sem fór mest allur í það að komast
fram og til baka, leyfði ekki marg-
ar ferðir. — En í reisum þessum
upp í Bláfjöll kynntust menn því
af eigin raun, hversu skilyrðin til
skíðaiðkana af öllu tagi voru góð
þar, mun betri og buðu upp á
meiri fjölbreytni og stöðugri snjó
en þekkist víðast hvar annarsstað-
ar á hálendi Reykjanesskaga.
2.
Aðdragandi
Þegar haft er í huga, það sem
hér hefur verið sagt, var það ekki
að ófyrirsynju, að nefnd sú, sem
Skíðaráð Reykjavíkur setti á lagg-
irnar árið 1967 tl að gera tillögu
um nýtt skíðasvæði til viðbótar
hinum gömlu, sem fyrir voru, liti
hýru auga til Bláfjalla og mælti
með þeim sem framtíðarskíða-
svæði borgarinnar og var skíða-
ráðið þessu samþykkt. — En þetta
eitt dugði þó ekki til. — Það var
fyrst þegar ýtt var við borgar-
fulltrúum og áhugi þeirra vakinn
á málinu, að skriður komst á það.
Og í apríl 1970 er eftirfarandi til-
laga samþykkt í borgarstjórn:
„Borgarstjórn Reykjavíkur ákveð-
ur að beita sér fyrir því, að komið
verði upp á næstu árum í nágrenni
borgarinnar fullkominni aðstöðu til
skíðaiðkana fyrir almenning, „skíða-
miðstöð". Telur borgarstjórnin
nauðsynlegt, að sem fyrst verði
mörkuð ákveðin framtíðarstefna
varðandi uppbyggingu slíkrar
„miðstöðvar“, bæði að því er varðar
staðsetningu hennar og búnað.
Til að hrinda þessu máli í fram-
kvæmd telur borgarstjórnin æski-
legt, að ná sem víðtækustu samstarfi
við önnur sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu og þau félög og félaga-
samtök, sem hafa skíðaíþróttina á
stefnuskrá sinni.
Borgarstjórn felur íþróttaráði að
hafa forgöngu í þessu máli af sinni
hálfu. Skal það skila greinargerð og
tillögum um málið til borgarstjórnar,
áður en fjárhagsáætlun borgarinnar
fyrir næsta ár verður ákveðin."
Með samþykkt þessarar tillögu,
tekur Reykjavíkurborg forustuna í
því að koma upp skíðaðstöðu fyrir
almenning á höfuðborgarsvæðinu.
Seinna og í kjölfar þessa er svo
Bláfjallafólksvangur stofnaður
með samþykki náttúruverndar-
ráðs 31. jan. 1973. Miðað við þenn-
an stofndag þetta ár var því Blá-
fjallafólksvangur 10 ára 31. jan.
sl., en um þessa páska eru samt
um 11 ár frá því Bláfjallasvæðið
varð opið almenningi að hluta, því
að fyrir páska 1972 var kominn
slarkfær vegur þangað uppeftir.
— Varð þetta skíðafólki, sem átti
sína fyrstu páska uppi í Bláfjöll-
um á skíðum þetta ár, mikið fag-
naðarefni. Voru þá svo sannarlega
þáttaskil og brotið í blað í
útivistarmálum fólks á höfuðborg-
arsvæðinu. Kristján Benediktsson,
borgarfulltrúi, kallaði þetta: „bylt-
ingu í útilífsmálum fólks í nærliggj-
andi byggðum" í ágætri grein, sem
hann skrifaði um Bláfj allafólk-
vanginn, „Skíðaland byggðanna við
sunnanverðan Faxaflóa“ — i tíma-
ritið Sveitarstjórnamál, 1. hefti,
1980, bls. 4—9. En Kristján var í
hópi þeirra borgarfulltrúa svo sem
kunnugt er, sem hafði brénnandi
áhuga á því að skapa almenningi
skilyrði til að stunda skíði í Blá-
fjöllum í frístundum sínum. —
Átti hann m.a. þetta sammerkt
með Eysteini Jónssyni, þeim
mikla útilífs- og skíðaáhuga-
manni, sem beitti sér mjög fyrir
því, að opna Bláfjallasvæðið al-
menningi til útivistar og skíða-
iðkana.
Ásamt Reykjavík stóðu Kópa-
vogur, Seltjarnarnes og Selvogur
upphaflega að Bláfjallafólkvangi.
Seinna bættust svo við í þann hóp
Hafnarfjörður, Garðabær og
Keflavík.
Þorgeir Ibsen
„Opnun Bláfjallasvæö-
isins 1972 til skíðaiðkana
olli meiri og betri um-
skiptum í lífi fólks á höf-
uðborgarsvæðinu en
menn gera sér almennt
grein fyrir. Á skammri
stundu varð svæðið mjög
vinsælt og sókn þangað
um helgar geysimikil,
ekki einasta af æskufólki
heldur einnig af fólki á
öllum aldri.“
3.
Helstu framkvæmdir
á Bláfjallasvæðinu
Vegurinn 1972 opnaði hin
snæfríðu Biáfjöll fyrir umheimin-
um. Allar götur síðan hefur við-
stöðulaust verið unnið að því, án
þess nokkru sinni yrði hlé á, að
koma upp fullkominni skíðaað-
stöðu þar fyrir almenning. Að
stærstum hluta gert af hálfu
sveitarfélaganna, sem sameigin-
lega standa að fólkvanginum, og
að öðru leyti eiga íþróttafélögin,
sem þarna hafa markað sér bás,
Ármann, Breiðablik og Fram,
verulegan hlut í uppbyggingunni.
Á hverju ári hafa verið miklar
vegabætur, bílastæði stækkuð og
aukin, lyftur reistar, skíðabrekkur
lýstar, skálar smíðaðir, göngu-
brautir lagðar og þær merktar.
í stórum dráttum hafa sveitar-
félögin, sem að Bláfjallafólkvangi
standa, komið þar eftirtöldu í
verk.
Árið 1972: — Keyptur og reistur
skíðaskáli, 100 mz. Reykjavíkur-
borg lét reisa þennan skála og er
hann enn séreign borgarinnar.
Árið 1973: — Raflfna lögð frá
Sandskeiði í Kóngsgil. —
Geymsluhúsi komið upp og spenn-
istöð.
Árið 1974: — Tvær skíðalyftur
reistar, diskalyfta, hvor um 300 m
löng og flytja samtals 1.400 manns
á klukkustund.
Árið 1975: — Lokið við að setja
lyfturnar upp. Lyftuhús smfðuð
o.fl.
Arið 1976: — Vandaöur snjó-
troðari keyptur og ein skíðabrekka
flóðlýst.
Árið 1977: — Unnið að vegabót-
um, búið til bílastæði fyrir 500
bíla, salernisbygging keypt og
uppsett, lögð raflína í Eldborgar-
gU-
Árið 1978: — Stólalyfta reist,
um 700 m löng, flytur 1.200 manns
á klst. (Doppelmayr-lyfta). Mikil
vinna fór í að laga brekkur.
Árið 1979: — Lokið við frágang
á stólalyftu. — Unnið að brekku-
lögun og vegagerð. Búin til ný
bílastæði fyrir 150 bíla. Stóla-
lyftubrekkan flóðlýst. Reist
skemma fyrir snjótroðara, vél-
sleða og önnur áhöld.
Árið 1980: — Hafin smíði Þjón-
ustumiðstöðvar, búin til rotþró og
2 km holræsislögn lögð frá henni
út fyrir vatnsverndarsvæðið. —
Unnið við vegabætur og brekku-
lögun.
Árið 1981: — Unnið við bygg-
ingu skíðamiðstöðvar og rotþró.
Árið 1982: — Lokið við Þjón-
ustumiðstöð, keyptur nýr snjó-
troðari, reist skemma fyrir troð-
ara og áhöld, mikið unnið við
hækkun og endurbætur á vegi. —
íratta sneiðin (um 15—16° halli)
fyrir neðan Rauðuhnúka aflögð og
veginum (nú með 6° halla) beint
meðfram brekkunni og út á
hraunið þar sem hann heldur sfð-
an áfram í hallalitlum boga upp
að Rauðuhnúk. — Með þessari
framkvæmd er mikill farertálmi í
hálku úr sögunni.
4.
Þótt mikið hafi verið gert á
Bláfjallasvæðinu eru þar
samt enn mörg mikilvæg
verkefni framundan, sem
ráða þarf fram úr og koma í
verk á næstu árum
Hér að framan var getið þess
helzta, sem gert hefur verið á
Bláfjallasvæðinu þann áratug,
sem fólkvangur er búinn að vera
þar við lýði. — Þetta hefur kostað
mikla fyrirhyggju, vinnu og fjár-
muni af hálfu hins opinbera. Það
er ekki sama í hvað fjármunum
almennings er eytt. — Og oft
þjóna framkvæmdir ekki tilgangi
sínum, eru ótímabærar og van-
hugsaðar og koma því ekki að
nægilegu gagni fyrir almenning.
— Þetta á ekki við um fram-
kvæmdirnar á Bláfjallasvæðinu.
Með þeim hefur verið náð þvf
marki, sem stefnt var að, að gera
fólkvanginn að fjölsóttum og vin-
sælum útivistarstað að vetrarlagi.
— Menn geta því glatt sig við það,
að þeim miklu fjármunum, sem
eytt hefur verið úr almannasjóðn-
um í þetta, hefur ekki verið á glæ
kastað. — Sá mikli sægur fólks á
öllum aldri, sem sótt hefur þarna
uppeftir um allar helgar og aðra
frídaga að vetrarlagi til þess að
stunda þar góða íþrótt og holla
útivist í fögru og tilkomumiklu
umhverfi, hefur ekki einasta haft
af þessu mikla gleði heldur og
ómetanlegt gagn heilsu sinnar
vegna, andlegrar og líkamlegrar.
NÝLEGA urðu eigendaskipti á hárgreiðslustofunni Aþenu, verslunarmiðstöð-
inni við Lcirubakka, Reykjavík. Nýi eigandi stofunnar er Gerður Þórisdóttir,
hárgreiðslumeistari, en auk hennar starfar á stofunni Guðborg Hákonardótt-
Á stofunni er boðið upp á ýmsar nýjungar í hárgreiðslu.
Dalvík:
Fjárhagsáætlun samþykkt
' Daltík, 8. apríl.
Á FUNDI bæjarstjórnar Dalvíkur þann 5. mars sl. var fjárhagsáætl-
un kaupstaðarins fyrir árið 1983 samþykkt samhljóða með 7 at-
kvæðum meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar. Heildarrekstrar-
tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar kr. 20.501.000, og er þetta um
50—60% hækkun frá sömu áætluðum tekjuliðum 1982. Aðaltekju-
stofn bæjarsjóðs eru útsvör, en þau eru áætluð kr. 11.302.000.
Nettóálögð útsvör 1982 voru kr. 7.343.000, þannig að þarna er um
54% hækkun milli ára. Álagning útsvara er 11,88% af brúttótekjum.
Tekjur af fasteignagjöldum eru áætlaðar kr. 2.600.000 og aðstöðu-
gjöld eru áætluð kr. 2.407.000.
Útgjöld bæjarsjóðs eru flokkuð í
þrennt. Til reksturs, gjaldfærðar
fjárfestingar og eignfærðar fjárfest-
ingar. Rekstrargjöld eru áætluð kr.
17.745.000 og eru þá til ráðstöfunar
samkvæmt áætlun kr. 2.756.000 eða
um 13% af tekjum. Gjaldaliðum er
skipt í 19 málaflokka og eru helstu
þessir: Fjármagnskostnaður kr.
4.079.000, til almannatrygginga og
félagshjálpar kr. 2.829.000, yfirstjórn
bæjarins kr. 2.264.000.
Helstu framkvæmdir eru áætlaðar
þessar: Gatnaframkvæmdir kr.
729.000, bygging verkamannabústaða
kr. 776.000, bygging áhaldahúss kr.
700.000. Ekki er gert ráð fyrir ný-
byggingum gatna né malbikun, ein-
ungis jarðvegsskiptum í einni götu
ásamt lagningu gangstétta. Þá er
ráðgert að framkvæma fyrir kr.
900.000 í skólabyggingu að meðtöldu
framlagi ríkissjóðs sem er kr.
700.000.
Ljóst er að um töluverðan sam-
drátt verður að ræða í framkvæmd-
um á vegum bæjarins á þessu ári sem
orsakast að hluta til að nú er varið
meira fé til greiðslu skammtímalána.
Við yfirlestur fjárhagsáætlunar vek-
ur það sérstaka athygli að ekki er
varið einni einustu krónu til bygg-
ingar sundlaugar enda þótt lang-
flestir bæjarfulltrúar hafi talið það
eitt brýnasta verkefni komandi bæj-
arstjórnar fyrir síðustu kosningar.
Fréttaritarar.