Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 57 Uppdráttur, er sýnir fólkvanginn í Bláfjöllum og nágrenni. Skýringar eru í meginmáli neðar á síðunni. Greinarhöfundur áætlar, að fólkvangurinn sé 70-80 km2. Þótt oft hafi verið vel að verki staðið og framkvæmdir allmiklar í Bláfjöllum, eru þar enn mörg mik- ilvæg verkefni, sem bíða úrlausn- ar. — Ákveðið hefur verið, að á þessu ári verði bætt við nýrri stólalyftu. Fyrir hendi eru nú 7 meiriháttar lyftur, 3, sem sveit- arfélögin eiga og 4 hjá íþróttafél- ögunum, fyrir utan nokkrar minni lyftur. — Hinni nýju stólalyftu, sem er af Doppelmayr-gerð, verð- ur komið fyrir í Suðurgili, á ein- hverjum hinum fegursta og sólrík- asta stað í Bláfjöllum með brekk- ur við allra hæfi. — Mun þessi nýja lyfta geta flutt 1.200 manns á klukkustund. Með tilkomu þessar- ar lyftu er allt svæðið frá Eldborg og upp í Suðurgil samtengt með skíðalyftum og auðvelt af þessum sökum að færa sig til um allt svæðið og skipta um skíðabrekkur að vild. Þá er ætlunin að áfram verði unnið í nýja veginum, sem þegar er byrjað að leggja frá Krísuvík- urvegi, þar sem Obrynnishólar eru og áfram um Undirhlíðar, rétt sunnan Gvendarselshæðar við Leirdalshöfða og Lönguhlfð um Dauðadali og Kristjánsdalahorn. Þegar þessi vegur kemst f sam- band við Bláfjöll léttir mjög á austurleið frá Sandskeiði og langtum styttra verður fyrir Suð- urnesjamenn að komast upp í Bláfjöll en áður og Hafnfirðinga og Garðbæinga. Mjög fer það í vöxt að Suðurnesjafólk fari í Bláfjöll á skíði, enda fólkflesti staðurinn þar, Keflavík, aðili að Bláfjallafólkvangi. Þegar þessi nýja leið, sem bæði er tilbreyt- ingarík og fögur, verður opnuð, er kominn Bláfjallahringvegur. Verður sá vegur sennilega jafn- vinsæll og fjölfarinn að sumri sem vetri vegna hins stórbrotna og til- komumikla landslags á þessum slóðum. Áhugi og samstaða þing- manna Reykjaneskjördæmis og Vegagerðar ríkisins við að hrinda þessari vegagerð í framkvæmd er þakkarverð og til fyrirmyndar, enda ekki vanþörf á að fá þennan væntanlega Bláfjallahringveg í gagnið sem fyrst, því að oft gerist það um helgar, þegar kemur fram á útmánuðina, að í Bláfjöllum eru staddir frá 6 og upp í 8 og jafnvel 10 þúsund manns í einu á skíðum. Hér hafa aðeins verið nefnd tvö meiriháttar verkefni, sem fram- undan eru: stólalyftan væntanlega í Suðurgili og nýi vegurinn frá Óbrynnishólum en þar fyrir utan eru verkefni ótæmandi á Blá- fjallasvæðinu, svo sem að lagfæra og stækka bílastæði, laga brekkur, merkja gönguleiðir o.fl. o.fl. 5. Samvinna sveitarfélaga og annarra opinberra aöila um uppbyggingu Bláfjallafólk- vangs Að flestra dómi hefur samvinna sveitarfélaganna og forráða- manna þeirra um rekstur Blá- fjallasvæðisins og framkvæmdirn- ar þar verið með ágætum. Sameiginlega stofnuðu sveitarfé- lögin nefnd um Bláfjallafólkvang- inn, Bláfjallanefnd, sem annast öll málefni hans, rekstur og fram- kvæmdir þar og leggur fyrir sveit- arfélögin framkvæmda- og fjár- hagsáætlun þar að lútandi og þar sem nefndin er aðeins ráðgefandi, er áætiun þessi háð samþykki sveitarstjórnanna hverju sinni. Fulltrúar Bláfjallanefndar eru 7 talsins, jafnmargir og sveitarfé- lögin eru, sem að fólkvanginum standa. Atkvæði fulltrúanna vega jafnt á fundum nefndarinnar þótt mikill munur sé á fjárframlögum sveitarfélaganna til þess að standa undir rekstri Bláfjalla- svæðisins og framkvæmdum þar. Fjárframlögin miðast við íbúatölu hvers sveitarfélags. Af því leiðir, að fjárframlag Reykjavíkurborgar til fólkvangsins er langsamlega stærst. Er hér sýnt á eftir hvernig kostnaðurinn af rekstri og fram- kvæmdum Bláfjallafólkvangs skiptist á milli viðkomandi sveit- arfélaga á síðasta ári, árið 1982: Skipting kostnadar vegna reksturs Bláfjallafólkvangs árið 1982. Kostnaður umfram tekjur var kr. 602.203,- og skiptist þannig milli sveitarfélaga: % kr. Reykjavík 67,10 404.078,- Kópavogur 11,10 66.845,- Hafnarfjörður 9,77 58.835,- Keflavík 5,29 31.857,- Garðabær 4,08 24.570,- Seltjarnarnes 2,65 15.958,- Selvogur 0,01 60,- 100,00% kr. 602.203,- Skipting kostnaðar vegna framkvæmda í Bláfjöllum árið 1982. Kostnaður umfram framlag íþróttasjóðs var kr. 4.052.235,- og skiptist þannig milli sveitarfélaga: % kr. Reykjavík 67,10 2.719.050,- Kópavogur 11,10 449.798,- Hafnarfjörður 9,77 395.904,- Keflavík 5,29 214.363,- Garðabær 4,08 165.331,- Seltjarnarnes 2,65 107.384,- Selvogur 0,01 405,- 100,00% kr. 4.052.235,- Fyrsti formaður Bláfjallanefnd- ar var Þórður Þorbjarnarson. Við formennsku af honum tók fljót- lega Elín Pálmadóttir. Á seinasta kjörtímabili var Gestur Jónsson formaður og á því sem nýlega er hafið, hefur Elín Pálmadótir aftur verið kjörinn formaður nefndar- innar. 011 þessi þrjú hafa reynst dugandi formenn. fþróttafulltrúi Reykjavíkur- borgar, Stefán Kristjánsson, hefur verið ráðunautur og fram- kvæmdastjóri nefndarinnar. Hef- ur hann setið alla fundi frá upp- hafi og á hann ekki svo lítinn þátt í því, að Bláfjallafólkvangur er það sem hann er í dag, eitt vinsæl- asta og fjölsóttasta skíða- og útivistarsvæði landsins. Fólk- vangsstjóri í Bláfjöllum er nú Þorsteinn Hjaltason. Hefur hann gegnt starfinu um nokkurra ára skeið. Tók hann við af Ásgeiri Eyjólfssyni. Báðir hafa þessir menn reynst starfi sínu prýðilega vaxnir. Er það happ fyrir fólk- vanginn að hafa haft þar við stjórnvölinn jafngóða menn og þá Ásgeir og Þorstein á meðan reglur voru að mótast þar og aðalupp- byggingin átti sér stað. 6. Bláfjallafólkvangurinn, lega hans, stærö og mörk Þess verður vart, þegar menn ræða sín á milli um fólkvang þennan, að þeir gera sér ekki fylli- lega grein fyrir því svæði sem hann nær yfir. Um þetta efni er stuðst við fyrrnefnda grein Krist- jáns Benediktssonar í Sveitar- stjórnamálum, 1. hefti 1980, en þar segir hann orðrétt þetta: „Meðfylgjandi uppdráttur sýnir vel legu Bláfjallafólkvangs og veg- inn á skíðasvæðinu, sem tengist Austurveginum við Sandskeið. Austurhornið er Vífilsfell. Þaðan liggur línan eftir háhrygg fjall- garðsins í Kerlingarhnúk á Heið- inni háu. Hæsti punkturinn á fjallshryggnum er Hákollur, 702 metrar, og er hann beint upp af Kóngsgili. Frá Kerlingarhnúk liggja mörkin um Litla-Kóngsfell, Stóra-Bolla og í Heiðmerkurgirð- inguna við Kolhól. Síðan eru mörkin um Heiðmerkurgirðingu að punkti, sem skerst af línu, sem dregin er milli Stríps og Stóra- Kóngsfells. Síðan liggja mörkin um Sandfell, norðvestur af Rjúpnadölum, í koll Vífilsfells. Innan Bláfjallafólkvangs er mikið um hraun og eldstöðvar margar. Víða í hraununum eru op og hellar og vissara að fara með gát um þau svæði og fylgja merktum göngu- leiðum. Eldborg er friðlýst nátt- úruvætti rétt við veginn. Hún er falleg eldstöð, sem mikið hraun hefur komið frá. Vegur frá brekkubrúninni norðan Rauðu- hnúka og upp á skíðaslóðirnar liggur mestan part á Eldborgar- hrauni. Skammt frá Eldborginni eru tvö fell, Stóra-Kóngsfell (596 m) þar sem fjallkóngar skipta leitum, og Drottningarfell, sem bæði er lægra og minna um sig. Hvergi hefi ég séð nákvæma stærðarmæl- ingu af Bláfjallafólkvangi. Ekki mun fjarri lagi að áætla, að hann sé 70-80 km*.“ 7. Lokaorð Opnun Bláfjallasvæðisins 1972 til skíðaiðkana, olli meiri og betri umskiptum í lífi fólks á höfuð- borgarsvæðinu en menn gera sér almennt grein fyrir 1 dag. Á skammri stundu varð svæðið mjög vinsælt og sókn þangað um helgar geysimikil, ekki einasta af æsku- fólki heldur og einnig af fólki á öllum aldri. — Allar brekkur og gil, svo sem Eldborgargil, Drottn- ingagil og Kóngsgil urðu þá krökkar af iðandi lífi og hinar mörgu og fjölbreytilegu göngu- leiðir í hinu tilkomumikla og vetr- arprúða landslagi lögðu skíða- öngumenn undir sig fljótlega. — fyrsta skipti um aldir var nú kyrrð þessa snæfríða Bláfjalla- geims rofin að vetrarlagi. Saga fólkvangs á Bláfjallasvæð- inu er ekki löng, en er samt orðin hin merkasta á ekki lengri tíma að liðinn er frá því að svæði þetta var opnað almenningi til útivistar að vetrarlagi. — Ekki er ætlunin að rekja þessa sögu hér, en fremur minna á þá staðreynd að þann röska áratug, sem hin tilkomu- miklu og fjölbreyttu skíðalönd Bláfjalla hafa verið öllum almenn- ingi opin og greið, hafa þau veitt tugþúsundum manna á öllum aldri mikinn unað og vellíðan bæði and- lega og líkamlega. lleimildir. 1. Bláfjallafólkvangur, skídaland byggðanna við sunnanverðan Faxaflóa, e. Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúa í Sveitarstjórna- málum, 1. hefti 1980. 2. Fundargerðir Bláfjallanefndar, og önnur gögn Þorgeir Ibsen Dr. Gunnar Thoroddsen HVAÐ ER FRAMUNDAN? Félag sjálfstæöismanna í Hóla- og Fellahverfi heldur fund meö dr. Gunnari Thoroddsen forsætisráöherra aö Seljabraut 54 (húsi Kjöts og fisks) fimmtudaginn 14. apríl. Fundurinn hefst kl. 20.30. Allt sjálfstæðisfólk velkomiö. Stjórnin. Fundarstjóri veröur Sigfús J. Johnsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.