Morgunblaðið - 28.04.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 28.04.1983, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 Skoðanakönnun meðal framhaldsskólanema í Reykjavík: 85% neyta áfengis, 5,26% hafa „sniffað" og um 14% hafa neytt annarra vímuefna UM 85% framhaldsskólanema í Reykjavík neytir áfengis, samkvæmt skoð- anakönnun, sem nemendur í félagsfrædi við Menntaskólann við Hamrahlíð hafa gengist fyrir meðal framhaldsskólanema í borginni. Af þeim 85%, sem kváöust neyta áfengis, kváðust 19,79% drekka einu sinni í mánuði. 24,04% segjast drekka tvisvar í mánuöi, 15,11% þrisvar sinnum, 9,36% vikulega, 31,27% segjast neyta áfengis „óreglulega" og 0,43% svöruðu ekki. Flestir aðspurðra kváðust bæði drekka létt og sterk vín. Innflutningur á kaffi og sjónvörpum hefur dregizt verulega saman INNFLUTNINGUR á kaffi dróst saman um 23,3% á fyrstu tveimur mánuðum ársins, þegar inn voru flutt 314,1 tonn, borið saman við 409,8 tonn á sama tha í fyrra. Verðmæti kaffiinnflutn- ingsins fyrstu tvo mánuði ársins var um 15,4 milljónir króna, en til samanburðar var verðmæti innflutnings- ins liðlega 12 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Innflutningur á litsjón- vörpum dróst mikið saman á fyrstu tveimur mánuðum ársins, eða um liðlega 56%. Inn voru flutt 665 tonn í ár, borið saman við 1.518 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæti sjónvarpsinn- flutningsins í ár er liðlega 3,8 milljónir króna, borið saman við liðlega 5,1 milljón króna á sama tíma í fyrra. Verð- mætasamdrátturinn milli ára er því liðlega 25,6%. Jógúrt frá Húsavík seld í Reykjavík: Er 22,2% ódýrari en reykvísk framleiðsla í VERSLUNINNI Hagkaupum í Reykjavík er nýlega farið að bjóða upp á jógúrt í hálfs lítra umbúöum sem framíeidd er í mjólkursamlaginu á Húsavík og kostar hver hálfur lítri 22,10 krónur, en hver hálfur lítri sem framleiddur er í Reykjavík og til sölu er í versluninni kostar 27 krónur og er því 22,2% dýrari, samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk hjá Ragnari Haraldssyni, sölustjóra í Hagkaupum. Haraldur Gíslason, mjólkursam- lagsstjóri á Húsavík, sagði í samtali við Mbl. að ástæðan fyrir þessum verðmismun væri sú að mjólkur- samlagið á Húsavík seldi sína jógúrt í venjulegum mjólkurumbúðum, í 1 sömu könnun kom fram að 5,26% framhaldsskólanema hafa „sniffað" af þynni, lími eða öðrum slíkum efnum, en tæp 95% segjast aldrei hafa reynt slíkt. Rösklega 14% segjast á hinn bóginn hafa neytt annarra vímuefna, tæp 80% segjast ekki hafa neytt annarra vímuefna, og tæplega 6% að- spurðra segjast hafa reynt vímu- efni, en hafi hætt neyslu þeirra. — Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem reynt hefur önnur vímuefni nefnir cannabisefni, eða 98,72%. Flestir sögðust útvega sér vímu- efni í gegnum félagsskap utan skóla, eða 88,46%, um 4% sögðust ná í efnin í skólanum. Flestir, eða 87,18% sögðu „auðvelt" að ná í vímuefni, þ.e. flestir þeirra sem reynt höfðu þessi vímuefni. Skoðanakönnunin var unnin nú í byrjun þessa árs, af þeim Agnari Birgi Óskarssyni og Karli Steinari Valssyni, nemendum við „sjálf- stæðan áfanga í Félagsfræði" við MH. Könnunin náði til nemenda við MR, MS, Verslunarskólann, Fjölbrautaskólann við Ármúla og MH. Tekið var 15% úrtak úr skól- unum, samtals 594 nemendur og svaraði 551, eða 92,7%. Flestir nemendurnir eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lítill munur er á áfengis- neyslu milli skóla skv. könnuninni, frá 79,40% í MR upp í 90,50% í MS. Skeifukeppnin á Hólum Á MÁNUDAGINN síðastliðinn var haldin að Bændaskólanum á Hólum keppni um Morgunblaðsskeifuna. Er keppni þessi jafnframt hluti af prófi nemenda sem stunda hrossarækt sem valgrein. Að þessu sinni sigraði Sveinn Orri Vignisson á hesti sínum Gjafari sem er frá Ásmund- arstöðum. Ásetuverðlaun Félags Tamningamanna hlaut Harpa Bald- ursdóttir og Eiðfaxabikarinn sem er viðurkenning fyrir bestu umhirðu hlaut Þorvarður Friðbjörnsson. Einnig var haldin gæðingakeppni fyrir nemendur og starfsfólk staðarins og varð þar hlutskörpust Fluga frá Sóleyjarbakka, eigandi Þórmundur Hjálmtýsson og knapi Sigurbjörn Þórmundsson. Á myndinni sjáum við Svein Orra á Gjafari með verð- launin. Nánar verður sagt frá Skeifukeppninni síðar. Ljósm. vk. Starfsmaður Hagkaupa heldur á jóg- úrt frá Reykjavík og Húsavfk, en verð- munurinn á sama magni er 22,2% Ljósm. Mbl. KÖE. hálfs lítra pakkningu og notaði við pökkunina sínar venjulegu vélar, en hins vegar notuðu samlögin í Reykjavík og á Akureyri sérstakar pökkunarvélar og sérstakar umbúð- ir og í því lægi verðmunurinn. Sagði Haraldur að venjuleg mjólkurferna væri mun ódýrari en plastumbúðirnar. „Ég er fyrst og fremst að búa til neysluvöru og ég tel þetta miklu hagkvæmari vöru í vörumarkaði svona pakkaða, heldur en í dós sem er góður gúlsopi," sagði Haraldur. „Við notum okkar mjólk- urpökkunarvél við pökkun á öllum okkar söluvörum og það kemur þannig út að það er hagkvæmara en að kaupa sérstakar vélar og sérstak- ar umbúðir til þess að framleiða þessa vöru,“ sagði Haraldur Gísla- Launahækkun 1. júní 400—420 milljónir kr. — Heildarlaun í landinu verða 2.400—2.520 milljónir á mánuði HEILDARLAUN í landinu munu hækka um á bilinu 400—420 millj- ónir króna 1. júní nk., ef engar aðgerðir verða í efnahagsmálum og verðbætur á laun verða um 20%, eins og Þjóðhagstofnun, Vinnuveit- endasambands íslands og Félag ís- lenzkra iðnrekenda hafa spáð. Heildarlaun í landinu eru á bil- inu 2.000—2.100 milljónir króna á mánuði, eftir 14,74% verðbóta- hækkun launa 1. marz sl. Þau munu því ef að líkum lætur hækka um 400—420 milljónir króna og verða á bilinu 2.400—2.520 millj- ónir króna eftir 1. júní nk. Ef tekið er mið af verðbólguspá Vinnuveitendasambands Islands, sem gerir ráð fyrir liðlega 18% hækkun verðbótavísitölu 1. sept- ember nk., og er þá miðað við að engar aðgerðir verði í efnahags- málum, þá myndu almenn laun hækka um á bilinu 430—450 millj- ónir og verða á mánuði á bilinu 2.830—2.970 milljónir króna. Skreiðarsalan Innflutningsleyfi fyrir 2.000 lestum af skreið og hausum Danskir og íslenskir vísindamenn: Rannsaka orsakir heysýki KtíMIÐ hefur í Ijós við rannsóknir íslenskra og danskra vísindamanna, að sérstakar maurategundir geta verið valdar að heysýki (heymæði), sem er ofnæmissjúkdómur, sem lengi hefur lagst á bændur hér á landi. í danska blaðinu Sondags-Aktuelt er nýlega skýrt frá þessum rannsókn- um, og þar sagt að heysýki sé útbreiddasti og alvarlegasti atvinnusjúk- fsl dómur meðal Islendinga. Guðjón Magnússon aðstoðar- landlæknir staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að heysýki væri alvarlegasti at- vinnusjúkdómurinn hér á landi. Unnið væri að þessum rannsókn- um nú, og veittu Danir þar að- stoð að ósk íslendinga. Meðal annars væri unnið að blóðrann- sóknum og könnunum á ofnæmi, og á hvern hátt megi vinna ónæmislyf úr maurunum, sem ofnæminu valda. Sigurður Richter dýrafræðingur, sem unnið hefur að rannsóknum á maurunum hér á landi, sagði hafa komið í ljós að um væri að ræða sömu maurategundir og erlendis valda heysýki. Maurar geta valdið bráðum sjúkdóms- einkennum, en einnig orsakast heysýki af gerlum og fleiri þátt- um, og er þá ekki um eins bráð einkenni að ræða. Sigurður sagði rannsóknir meðal annars bein- ast að því við hvaða skilyrði maurar væru flestir í heyi, við hvaða hitastig, árstíðir og í hvernig verkuðu heyi. Sigurður kvað margt benda til þess að mest væri um maura í súrheyi, öfugt við það sem áður var talið, þegar ryk í þurrheyi var talið hættulegast. Smáajánnynd »f tveimur gerðum maura, sem valdið geta beysýki. Nú er unnið að rannsóknum á heysýki af fs- lenskum og dönskum vísindamönnum, en sjúkdómurinn er talinn alvarlegasti atvinnusjúkdómurinn hér á landi. „SKREIÐARSÖLUMÁLIN eru nú á því stigi, að yfirvöld í Nígeríu eru byrjuð að gefa út innflutningsleyfi upp í þann kvóta, sem áætlaður var fyrir innflutning fiskafurða á þessu ári. Einn þeirra aðilja í Nígeríu, sem fengið hafa innflutningsleyfi, hefur leitað eftir skreið héðan og eitthvað fleira gæti verið á döfinni, sem við gætum átt aðgang að. Gallinn er hins vegar sá, að erfitt er að fá við- unandi bankaábyrgðir fyrir greiðslu. Þær liggja ekki fyrir staðfestar af Vesturlanda-bönkum og því ekki mjög fýsilegar, en eins og ástandið er, er ekki um annað að ræða en að taka áhættu,“ sagði Magnús Frið- geirsson, sölustjóri sjávarafurða- deildar SÍS, í samtali við Morgun- blaðið. v Magnús sagði ennfremur, að þessi leyfi næmu um fimmta hluta innflutningskvótans og samsvör- uðu því, að héðan færu um 1.000 lestir af skreið og 1.000 af hertum hausum eða andvirði um 176 millj- ónir króna. Sjávarafurðadeild SÍS og Skreiðarsamlagið myndu skipta þessum útflutningi jafnt á milli sín. Nú eru í landinu um 5.000 lestir af hausum og 12.000 af skreið. Sagði Magnús, að útflutningur gæti hugsanlega hafizt í maílok. Þar sem nánast ekkert væri nú framleitt hér af skreið væru horf- ur á því, að skreiðin yrði öll seld á næsta ári. Ekki væri ljóst hvernig skreiðarsala Norðmanna gengi nú. Finnsk vöru- sýning á Loftleiðum DAVÍÐ tíddsson borgarstjóri í Reykjavík setti í gær vörusýningu á Hótel Loftleiðum sem haldin er í tengslum við Finnsku vikuna hér- lendis. Við setninguna flutti Lauri Prepula forstjóri utanríkisviðskipta- samtaka Finna einnig ræðu. Fimmtán finnsk fyrirtæki taka þátt í sýningunni, en hún stendur yfir fram á föstudagskvöld. Auk þessara fyrirtækja taka átta klæðaframleiðendur þátt í tísku- sýningum sem haldnar verða í tengslum við sýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.