Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 5 íslenzkur einleikari og frum flutningur á íslenzku verki Sinfónían í kvöld: Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabóí i fimmtu- dagskvöldið kemur verður íslenskur einleikari, Sigríður Vilhjálmsdóttir óbóleikari og þar verður frumflutt íslenskt tónverk, „Friðarkall" eftir Sigurð E. Garðarsson. Sigríður mun leika óbókonsert í C-dúr eftir Mozart sem er tal- inn einn fegursti konsert sem saminn hefur verið fyrir þetta hljóðfæri og er hann mikið leik- inn af færustu óbósnillingum. í fyrsta og eina skiptið sem hann hefur verið fluttur hér á Sin- fóníutónleikum var einleikarinn Leon Goossens. Sigríður Vil- hjálmsdóttir lauk einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1974 en þar var Kristján Stephensen hennar að- alkennari. Síðan stundaði hún nám í London, m.a. við Royal College of Music og tók þaðan lokapróf 1977. Þá var hún við nám við Karajan-stofnunina í Berlín, en þar var Lothar Koch, sóló-óbóisti Berliner Philharm- oniker aðalkennari hennar, en hún lék um það leyti talsvert með Berliner Philharmoniker og þá undir stjórn stórstirna á borð við Karajan, Böhm, Solti og Abbado. Sigríður er nú 1. óbó- leikari í rínlensku Fílharmoníu í Koblenz. Sigurður Garðarsson, sem hef- ur meistarapróf í tónvísindum frá háskólanum i Wisconsin í Bandaríkjunum, hefur starfað talsvert að tónsmíðum þó fátt verka hans hafi enn heyrst hér á landi. Tónverkið „Friðarkall" var samið fyrir rúmum áratug vestur í Bandaríkjunum og segir höfundur það gert fyrir „áhrif frá friðarhreyfingum og stúd- entamótmælum gegn stríði í Ví- etnam á sínum tíma. Lokaverkið á tónleikunum verður svo sjötta sinfónía Beethovens, Pastoral- sinfónían. Stjórnandi tón- leikanna verður aðalstjórnandi hljómsveitarinnar Jean-Pierre Jacquillat, en hann hefur að undanförnu verið á hljómleika- ferðalagi erlendis, en mun nú stjórna þeim tónleikum sem eft- ir eru á þessu starfsári. (Frétutilkynning) F-27 frá Finnair í stórskoðun hjá Flug- leiðum Fokker-flugvél frá Finnair kemur til Reykjavíkur um helgina í stór- skoðun hjá Flugleiðum, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Kristjáni Friðjénssyni í við- haldsdeild Flugleiða. „Þetta er önnur þeirra flugvéla sem keyptar voru á sínum tíma frá Suður-Kóreu og sett í stand hér,“ sagði Kristján. Hann sagði að hin Fokker-flugvélin hefði komið í samskonar skoðun sl. haust. Kristján sagði að hér væri um að ræða stærstu skoðun sem gerð væri á Fokker F-27 flugvélum, skoðun sem gerð væri eftir átta þúsund flugstundir. Áætlað er að í skoðunina fari um 10 þúsund vinnustundir og að hún taki um fimm vikur. Norsku DBS reiöhjólin hafa^ um langt árabil sannaö yfirburöi sína viö íslenskar aöstæöur. Nú framleiöum viö íslensk DBS reiöhjól, sem slá öllu við, sem áöur hefur þekkst. Karlhjól — kvenhjól — 10 gíra — 5 gíra — 3ja gíra — 2ja gíra — gíralaus, allt eftir þörfum hvers og eins. NÝ ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FALK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.