Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 15

Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 15 Gengið á elskunni Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Sjón: SJÓNHVERFINGABÓKIN. Teikningar eftir Daða Guðbjörnsson. Medúsa 1983. „Nú duga nefnilega ekki lengur orð/ einsog höfuð, bíll, maríufisk- ur,/ japanslilja, vegur, nótt, reyk- elsi,/ tjörn, losti, jakkaföt, tón- list/ og svo framvegis." Þannig yrkir Sjón til elskunnar sinnar í Sjónhverfingabókinni. En hvað dugar þegar orðin skortir mátt? Svarið er: „Nú vil ég ganga á þér.“ Enginn skyldi þó halda að Sig- urjón geti ekki ort hugljúf ástar- ljóð. Lítum til dæmis á eftirfar- andi dæmi: lH*gar þú liggur á maganum verður höfuð þitt að kolkrabba og ég set á mig hanska úr úlvaldaskinni og strýk niður eftir baki þínu staðnæmist við þjóhnappana og kyssi þá fast beld svo áfram niður lærin og uppgötva að fætur þínir eru ósýnilegri en leður. Sjón Annað og skýrara dæmi um hið súrrealíska myndmál sem Sjón iðkar er þetta: Dragðu djúpt að þér andann og blástu svo hægt á maga minn á honum geturðu séð þræl á hjóli berja gluggarúðu með svipu á stéttinni fyrir neðan er kona hún býr til marhnút úr ryki perlum og bréfræmum. Dragðu djúpt að þér andann og bíttu mig í magann. Sjónhverfingabókin er aðeins smákver með nokkrum sýnishorn- um þess hvernig ungur maður nú á tímum yrkir til elskunnar sinn- ar, ljóðin eru einkaleg og eiginlega sendibréf, meira að segja eitt þeirra sett upp sem slíkt. Bókin er prentuð á bleikan pappír eins og í gamla daga þegar ástin var hvað heitust. Rissmyndir eftir Daða Guðbjörnsson, eins konar tilbrigði við ástina, klæða ljóðin vel. Það er ekki langt síðan Sjón sendi frá sér ljóðabókina Reiðhjól blinda mannsins, hann er afkastamikill, en engu að síður vandvirkur og töluvert agaður í skáldskap sínum. Fyrirmyndir þessarar ljóðagerðar eru ljóð genginna súrrealista sem flestir gætu verið afar og langafar Sjónar. Það kemur ekki að sök. Minna má á að margir ungir mál- arar leita fyrirmynda í verk ex- pressjónista, semsagt lengra aftur en Sjón og félagar hans í Medúsu. Það er glettinn tónn í Sjón- hverfingabókinni. Hún lýsir þeirri reynslu að „þú ert orðabók/ yfir öll orðin sem mig vantar". Jóhann Hjálmarsson Lanvdsins mesta úrvad af heimsins vinsælustu bíltækjum PIONEtJ 1UM Í U HUOMBÆR HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.