Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
21
Hjólreiðadag-
ur í Grindavík
(•rindavík, 11. apríl.
LAUGARDAGURINN 9. april sl. var
hjólreiöadagur JC í Grindavík. Til-
gangur dagsins var að auka þekkingu
harna og unglinga á umferðarlögum
bóklega og verklega, einnig að auka á
leikni þeirra á reiðhjólum með hjól-
reiðaþrautum.
Fyrir hádegi fór fram hjólaskoð-
un, en eftir hádegi var keppt í góð-
akstri á götum bæjarins og reið-
hjólaþrautum.
Þátttakendum var skipt niður í
þrjá aldursflokka og flokk léttra
bifhjóla. Stigahæsti einstaklingur
keppninnar varð Birgir Reynisson
og fékk hann veglegan farandbikar
til varðveislu, sem klúbburinn Ör-
uggur Akstur á Suðurnesjum gaf til
keppninnar. Allir þátttakendur
fengu viðurkenningu og veggspjald
frá JC Grindavík.
Þátttaka var mjög góð eða 145
börn og unglingar, og kunnu þau
greinilega vel að meta framtakið.
Við framkvæmd þennan dag naut
JC Grindavík aðstoðar lögreglu og
fólks úr foreldrafélagi og kennara-
félagi Grunnskóla Grindavíkur.
Guðfinnur
Breytingar
á stjórn
Sjúkraliða-
félagsins
AÐALFUNDUR Sjúkraliðafélags
íslands var haldinn laugardaginn
16. apríl 1983. Breytingar urðu í
stjórn félagsins. Formaður var
kjörin Margrét S. Einarsdóttir.
Aðrir í stjórn eru: Hulda S.
Ólafsdóttir, Guðrún Guð-
mundsdóttir, Halldóra Lárus-w
dóttir, Sólveig Hervarðsdóttir,
Valdís Þórðardóttir, Dagbjört
Mikaelsdóttir, Valgerður Gísla-
dóttir og Þórdís Davíðsdóttir.
HONDA CtyiC 1983
RÚMGÓÐUR OG SPARNEYTINN FJÖLSKYLDUBÍLL BÚINN ÝMSUM KOSTUM DÝRARI BÍLA OG AÐ SJALF-
SÖGÐU MEÐ FRAMHJÓLADRIFI. . . , .
GERIÐ GÓÐ KAUP Á APRÍLGENGI. VerO fra Kr. ZoZ.UUO,- Genfl' 5-4-,83-
___________________________HONDA Á ÍSLANDI - VATNAGÖRDUM 24 - SÍMI 38772
Bör í Keflavík
BÖR Börsson, ærslaleikrit samið
upp úr skáldsögu Falkberget, virðist
enn eiga hljómgrunn hér á landi, ef
marka má viðtökur áhorfenda í
Stapa á frumsýningu Leikfélags
Keflavíkur á sunnudaginn 10. apríl.
Mjög oft var leikendum klappað lof í
lófa og húsið glumdi af hlátrasköll-
um. Sýningin er mannmörg og hér
enginn kostur að lýsa frammistöðu
allra leikendanna. í höfuðatriðum
gekk sýningin hratt og misfellulaust.
Það fer ekki á milli mála að Sigrún
Valbergsdóttir hefur leyst verk sitt
sem leikstjóri frábærlega vel af
hendi. Aðalhlutverkið Bör leikur Jó-
hannes Kjartansson. Framganga
hans var örugg. 1 túlkun Jóhannesar
er Bör glysgjarn, spaugilegur fugl,
sem alltaf flýtur þegar aðrir sökkva.
Gamla Bör leikur Þór Gils Helgason
og bætir hann einni medalíu við í
safn sitt. Þór er reyndasti leikand-
inn í þessari sýningu. O.G. Hansen
sýsluskrifari er í góðum höndum
Arna Margeirssonar og minnist ég
ekki að hafa séð Árna sýna slíka
takta í leik, sem hann gerir þarna.
Halla Sverrisdóttir er hin tælandi
gleðikona Lára ísaksen. Mótpólar
hennar eru fröken Finkel leikin af
Unni Þórhallsdóttur og Jósefína, en
með hennar hlutverk fer Sigrún Guð-
mundsdóttir. Þá er vert að geta Gísla
Gunnarssonar og Guðfinns Kristjáns-
sonar í hlutverkum Óla í Fitjakoti og
Nielsar á Furuvöllum.
Ég vil svo að endingu þakka leik-
stjóranum og því unga fólki, sem að
sýningunni stendur fyrir ágæta
skemmtun. Þetta var meðal betri
frumsýninga hér á Suðurnesjum.
Hilmar Jónsson
U-BIX90
Smávaxna eftirherman
Þó U-BIX 90 sé minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hun alls enga
minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma.
Einstaklingar og fyrirtæki sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standa
og pantanir streyma inn. __ . , ° _
------------- Verð kr. 61.650.-
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Sýna Blessað
barnalán á Hofsósi
Hofsósi, 14. apríl.
LEIKFÉLAG Hofsóss hefur nú að und-
anförnu sýnt leikrit Kjartans Ragn-
arssonar „Blessað barnalán" við ágæt-
ar undirtektir í félagsheimilinu Höfða-
borg.
Æfingar hófust í febrúar og hefur
Rósa Þorsteinsdóttir annast leik-
stjórn en alls eru um 20 manns sem
á einn eða annan hátt hafa unnið að
undirbúningi vegna þessarar upp-
færslu. Allir sem taka þátt í upp-
færslunni eru heimamenn hér á
staðnum eða búa í nágrenninu.
Ákveðið hefur verið að sýna leik-
ritið víðar. M.a. var leikritið sýnt í
Varmahlíð, Siglufi rði, Hvamms-
tanga og Blönduósi.
Er vonandi að sem flestir sjái sér
fært að sjá Blessað barnalán í upp-
færslu Leikfélagsins á Hofsósi, því
vel hefur tekist til með hlutverka-
skipan, sviðið er gott og efni leikrits-
ins alveg afbragð. Ófeigur