Morgunblaðið - 28.04.1983, Side 24

Morgunblaðið - 28.04.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakið. Sovétmenn ögra Svíum Skýrslan sem birt var í Stokkhólmi á þriðjudag um athafnir sovéskra kafbáta í sænska skerjagarðinum er ógnvænleg. Niðurstöður rann- sóknanefndarinnar sýna að Sovétmenn ögra Svíum með markvissum hætti. Nokkrir tugir sovéskra kafbáta hafa brotið gegn sænsku fullveldi undanfarin misseri með því að laumast inn í lögsögu Svía og meira að segja alla leið inn í Stokkhólmshöfn. Beitt er nýj- um smákafbátum sem skríða á beltum eftir hafsbotni. 1 sænsku skýrslunni segir, að þessar kafbátaferðir sýni að Sovétmenn stundi skipulagðar heræfingar í sænskri lögsögu. Sovéska herstjórnin brýtur gegn sænsku hlutleysi og notar skerjagarðinn undan ströndum Svíþjóðar til heræfinga. Sænska rannsóknanefndin hefur lagt fram ítarlegri gögn um athafnir sovéskra kafbáta en nokkru sinni hafa áður birst og af þeim má ráða að Sovét- menn svífast einskis á þessu sviði. Síðasta haust voru að minnsta kosti þrír sovéskir kafbátar við Muskö-flotastöð- ina í Horsfirði, sunnan við Stokkhólm. Þá var gripið til margvíslegra ráða til að reka þá út en þau dugðu ekki. Eftir þennan atburð lýsti Olof Palme, þá nýorðinn forsætisráðherra því yfir, að framvegis yrðu ráðstafanir gegn óvinakafbát- um í lögsögunni hertar og bein- línis yrði reynt að granda þeim. Hafa Sovétmenn látið segjast við þessa aðvörun Olof Palme? Sven Andersson, formaður sænsku kafbátanefndarinnar, sagði á fundi með blaðamönn- um þegar skýrslan var kynnt: „En það alvarlegasta er kannski að kafbátarnir hafa haldið áfram að halda til og æfa sig í sænska skerjagarðinum eftir kafbátaleitina miklu í Hors- firði, þó svo að sænsk skip og þyrlur hafi nú leyfi til að varpa að þeim sprengjum þegar við fyrstu sýn. Þetta sýnir ein- dæma frekju og ögrun við land- ið.“ í orðum Sven Andersson felst, að þær ráðstafanir á hernaðarsviðinu sem Svíar hafa gert til þessa duga ekki til að fæla Sovétmenn á brott. Uppi eru áform um að auka mátt sænska flotans. Jafnframt hef- ur verið gripið til pólitískra gagnráðstafana, heimköllunar sendiherra og stórorða yfirlýs- inga. Frekja Sovétmanna er svo mikil og tilraunir þeirra til að veikja trú Svía á eigin varn- armátt svo markvissar að tæp- lega er við því að búast að þeir láti sér segjast við þetta. Sov- éska stjórnin hefur hagað sér þannig gagnvart Svíum að engu er líkara en hún vilji láta á það reyna, hvort þeir hafi þrek og þor til að bjóða sovéska birnin- um byrginn. Nú er svo komið, að bregðist Svíar ekki hart við verður ekki lengur unnt að tala um hlutleysi þeirra gagnvart Sovétríkjunum — þeir þola að sovéski flotinn noti landsvæði þeirra til heræfinga. Sovétmenn hafa kastað hanskanum. Svíar hafa með ít- arlegri rannsókn lýst hvaða vopnum Sovétmenn beita í ein- víginu. Svíar hafa tekið hansk- ann upp. Nú er að sjá hvort ein- vígið leiði til blóðsúthellinga, uppgjafar áskorandans eða niðurlægingar þess sem er ögr- að. íslendingar þurfa að fylgj- ast náið með framvindu þessa máls. Það er prófsteinn á hve Sovétmenn ganga langt í ósvífni gagnvart Norðurlöndum og niðurstaðan mun hafa víð- tæk áhrif á norðurhveli. Þá skulum við einnig minnast þess að strandlína Islands er tæpir 5000 km, sé farið um firði og flóa, og að mestu leyti mann- auð, en strönd Svíþjóðar er 2700 km að lengd. Finnsk vika essa dagana er svonefnd Finnsk vika í Reykjavík, sem er ætlað að „auka enn á skilninginn á milli þjóðanna og treysta vináttuböndin" eins og Mauno Koivisto, Finnlandsfor- seti, komst að orði í kveðju til íslendinga sem birtist í sér- stöku kynningarblaði Morgun- blaðsins á sunnudag. „ísland og Finnland eru útverðir Norður- landafjölskyldunnar, en þótt langt sé á milli landanna koma öll tengsl á milli þeirra að gagn- kvæmum noturn," sagði forseti Finnlands einnig. Morgunblaðið leyfir sér að taka undir þessi orð. Það er sérstök ástæða fyrir okkur íslendinga að fagna því hve Finnar hafa lagt sig mikið fram um að treysta bæði form- leg tengsl og vináttubönd við ís- lendinga undanfarið. Þótt við höfum ekki efni á því að svara með sama hætti eins og til dæmis með því að opna íslenskt sendiráð í Helsinki er það von Morgunblaðsins að finnskum stjórnvöldum og öllum Finnum sé ljóst, hve mikils íslendingar meta hin nýju tengsl og hve hlýjan hug þeir hafa borið til Finna um langan aldur. Morgunblaðift/ÓI.K.M. Björn Björnsson Dugvirki, skoðunarmaður flugmálastjórnar, þrýstingsprófar strokka hreyfils flugvélarinnar, sem fórst í Hvalfirði á mánudag. Neyðarsendir flugvélarinnar og skrúfa. sent út, en var meira og minna skermai Eins og sjá má eru skrúfublöðin bogin hafi ekki framleitt afl og verið með litlur Flugslysið f Hvalfirði: Líkur taldar á ofrisi vegna gai LJÓST er, að flugvélin, sem fórst í Hvalfirði á mánudag, hafði aðeins verið rúmar 10 mínútur á lofti er hún fórst, samkvæmt klukku flugvélarinnar, sem stöðvaðist klukkan 17,30, en flugvélin fór í loftið í Reykjavík klukkan 17,18. Jafnframt er ljóst, að hreyfill flugvélarinnar hefur framleitt lítið sem ekkert afl þegar hún skall í sjó- inn, því að skrúfublöð hennar reyndust örlítið bogin aftur á við. Ef hreyfillinn hefði framleitt afl þegar flugvélin fórst, hefðu skrúfu- blöðin verið bogin fram á við vegna átaks, sem myndast við snertingu við vatn eða jarðveg. Hins vegar hefur enn ekkert komið fram er bendir til hreyfilbilunar. Hins vegar er vitað, að rakastig lofts var hátt á þessum slóðum og því talið mögulegt að myndast hafi blöndungsísing í mótornum með þeim afleiðingum, að flugvélin hafi orðið fyrir gangtruflunum, misst afl, ofrisið og steypst í sjóinn. Vegna áverka á flakinu er talið, að hún hafi steypst nánast beint niður. Við athugun kom í ljós, að öll stjórntæki vélarinnar voru í lagi og vængbörð reyndust uppi. Einnig er talið, að flugvélin hafi ekki lent eða verið við lendingaræf- ingar á flugvellinum á Hálsanesi, sem er skammt frá slysstaðnum, m. a. þar sem íbúar á nærliggjandi bæjum urðu flugvélarinnar ekki varir, en þeir verða jafnan varir Papagrunn lokað togveiðiskipum PAI'AGRIINNI VAR í fyrrinótt lokaö fyrir togveiði, þar sem of hátt hlutfall smáþorsks reyndist í afla togara þar, samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarst- ofnunarinnar. Veiðisvæðið verður lokað Við mælingar Baldvins Gíslasonar eftirlitsmanns stofnunarinnar um borð í skuttogaranum Snæfugli frá Reyðarfirði í fyrradag reyndist hlutfall smáfisks undir viðmiðun- armörkum hærra en leyfilegt er. Samkvæmt þeim má hlutfall smá- þorsks undir 53 sentimetrum ekki vera meira en 25% af afla. Tekin voru sýni úr tveimur hölum, og í öðru reyndist hlutfall smáþorsks 44% og í hinu 36% Um 30 skip voru á Papagrunni er því var lokað, bæði skuttogarar og stærri nótaskip, sem eru á togveið- um. Uppistaða í afla skipanna var viku. þorskur. Talsverð veiði hefur verið undanfarna daga allt frá Hvalbaks- halla og vestur undir Mýragrunn. Fengist hefur mikill afli í hverju hali, en mikill ufsi verið innan um. Sex færeyskir togarar hafa verið á þessum slóðum að undanförnu og fengið góðan afla, allt upp í 60 tonn í hali. Papagrunn er grunnsvæðið, sem gengur fram á milli Berufjarðaráls og Lónsdjúps, 16 sjómílna breitt og 20 mílna langt, en innri mörk þess eru um 14 sjómílur frá landi. Stærð þess er um 320 fermílur. Reglum um hundahald í Kópavogi breytt: Lífið ánægju- legra að vera með hund í leyfi - segir Einar Sindrason læknir „ÉG ER mjög ána-gður yfir því að búið er að taka þessa ákvörðun. I»að gerir manni lífið miklu ánægjulegra, að vera með hund í leyfi. Ég get fyrst og fremst veriö þakklátur," sagði Einar Sindrason læknir í spjalli við Morgunblaðið, en hann er einn þeirra Kópavogsbúa sem hundahald breytt þar. Kópavogsbær hefur nýlega gefið leyfi fyrir þeim hundum sem í bæn- um voru í febrúarmánuði sl., en bannað hundahald að öðru leyti. Þeim sem áttu hunda á fyrrgreind- um tíma er heimilað að halda þeim, en þó verða eigendur að greiða af þeim tryggingar og gjöld. „Mér finnst það eðlilegt að maður borgi tryggingu fyrir hundinn sinn og mér finnst eðlilegt að ef maður ætlar að eignast hund, sem er mikill ábyrgðarhluti og mikið fyrir því að hafa, að maður borgi sínar trygg- ingar og um leið sýnir það að manni er full alvara með það að eiga sinn hund. Hins vegar geri ég mér grein eiga hund, en nýlega var reglum um fyrir því að þetta eru miklir pen- ingar og allir eru ekki jafn greiðslu- færir og það vill segja það að e.t.v. er verið að mismuna fólki að einhverju leyti,“ sagði Einar. „Þar sem ég þekki til á Norður- löndunum voru mjög strangar reglur um hundahald og maður varð að greiða þar tryggingar og þess háttar, þó það væri ekki svona dýrt. Ég held að þessi kostnaður sé ekki þröskuld- ur fyrir þá sem ætla sér að eiga hund, þeir sem virkilega ætla sér að eiga hund borga þessa peninga glað- ir og ánægðir fyrir að vera rólegir með hundinn sinn,“ sagði Einar Sindrason. Sinueldar loguðu á svæði austan Elliðavogar og n víða verið brennd upp á síðkastið. Victor Borge 1 á skemmtun ] NÝLEGA var stofnaður Háskólasjóður Stúdentafélags Reykjavíkur. Markmið sjóðsins er einkum það að styðja ýmis verkefni Háskóla íslands, svo og stúdenta skólans, samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórn- ar. Stjórn sjóðsins skipa þessir menn: Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemj- ari, Guðmundur Magnússon, rektor, Jónas Hallgrímsson, prófessor, Jóhann Már Maríusson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Landsvirkjunar og Jón E. Ragn- arsson hrl. Studentafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til fjölbreytilegrar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.