Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 27

Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 27 Minning: Vilhelm Frímann Frímannsson Fæddur 21. september 1888 Dáinn 18. aprfl 1983 Frændi minn og móðurbróðir, Vilhelm Frímann Frímannsson, er látinn í hárri elli, 95 ára eða því sem næst. Frímann var fæddur á Eyrar- bakka og voru foreldrar hans Vilhelm Frímann Jónsson dag- launamaður á Eyrarbakka og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Lunansholti í Landssveit, af svokallaðri Víkingslækjarætt, en bræður Frímanns voru að jafnaði kenndir við Vindás i Landssveit. Hjónaband Ingibjargar ömmu varð ekki langt, en Frímann afi dó sama árið og Vilhelm Frimann fæddist. Af Frímanni frænda mínum segir ekki margt fyrr en árið 1903 að þá er hann í Reykjavík og fer svo á vegum Gísla Jónssonar verslunarstjóra (síðar í Borgar- nesi hjá Bryde) til Víkur i Mýrdal og síðar með honum til Borgar- ness. Reyndist Gísli Frímanni frænda mínum mikil hjálparhella á báðum þessum stöðum. Frímann frændi minn var mik- ill hestamaður þegar hann var í Borgarnesi og mun hann hafa kynnst konuefni sínu á slíkum ferðalögum, en hann giftist Mar- gréti Runólfsdóttur frá Norðtungu 12. september 1915 og var brúð- kaup þeirra haldið á heimili for- eldra minna í Reykjavík. Árið 1918, í nóvember, tók frændi minn við umboði því er faðir minn hafði haft fyrir Carl Sæmundssen, en faðir minn lést í spönsku veikinni. Flyst Frímann frændi minn'til Reykjavíkur og hefur búið þar siðan. Fljótlega eftir að Frímann kom til Reykjavíkur fór hann að hafa afskipti af Flóabátnum Skyldi er fór milli Borgarness og Reykjavík- ur, síðan Suðurlandinu og Lax- fossi til ársins 1944. Það kom fljótlega í ljós að frændi þótti ákaflega vandaður og ábyggilegur maður. Tók hann að sér afgreiðslu allmargra flutn- ingabifreiða á árunum 1946 til 1955. Það ár tekur Frímann við afgreiðslu Happdrættis Háskóla íslands til ársins 1977 að sonur hans, Frímann yngri, tók við um- boðinu sem hann annast um enn- Þá- Eg hef hér að framan farið fljótt yfir sögu og störf mikils at- hafna- og heiðarleikamanns sem í öllu mátti ekki vamm sitt vita og starfaði í anda gamla skólans. Þeim fer nú óðum fækkandi sem starfa enn eftir þessum kenning- um. Heimili þeirra Frímanns og Margrétar var annálað fyrir snyrtimennsku, en á heimili þeirra ílentist Borgnesingur, Elísabet Helgadóttir, og dvaldi hjá þeim um 50 ár. Ákaflega sam- rýnd voru þau öll í því að gera heimilið sem fallegast. Nú eru þau öll horfin af sjónarsviðinu. Með konu sinni Margréti eign- aðist frændi minn þrjá syni, Ed- vard f. 1917, Ragnar f. 1920, Vil- helm Frímann f. 1930. Frímann frændi minn kaus sér að lifa hávaðalausu og kyrrlátu lífi og ég held að hann hafi ekki haft mikil afskipti af svokölluðum félagsmálum. Hann mun þó hafa verið félagi í Oddfellowreglunni. Ég þakka frænda mínum fyrir samfylgdina og sendi ástvinum hans samúðarkveðjur. Sigurður Jónsson E 1600 SENDIBILL Sérlega rúmgóður og þægilegur frambyggður sendibíll með 1 tonns burðarþoli, byggður á sterkri grind og með tvöföldum afturhjólum. Rúmar óvenju vel, þar sem gólf hleðslurýmis er alveg slétt og án hjólaskála, hleðsludyr eru á báðum hhðum og gafli. 1600 cc vél og 5 gíra kassi. Verð kr: 217.000 Bankaborgið sem fyrst, til að tryggja tollgengi aprílmánaðar. __________________________________________Verð miðast við gengisskráningu 25.4.'83 E 1600 PALLBILL Æk. Pallbílsútgáfa af E1600 van hér til hhðar Sléttur pallur með hleðsluhæð sem er aðeins 73 cm með skjólborð felld niður. Verð kr: 182.700 B/LABORG HF. Smiðshöfða 23, sími 812 99. VirmuMamir frá 4 mismunandi gerðir af Mazdabíl- um, sem eru tilvalin lausn á flutningaþörfum flestra fyrirtækja og einstaklinga. B 1800 PICK UP Léttur og hpur skúffubfll, sem ber 1 tonn. 5 gíra kassi og 1800 cc vél, sem er í senn aflmikil og sparneytin, þægileg still- anleg sæti fyrir 2 farþega auk ökumanns. Margar gerðir af létt'- um lausum húsum eru fáanlegar. Verð kr: 205.000 323 SENDIBÍLL Þetta er lokuð útgáfa af hinum geysivinsæla Mazda 323 station. Frá því að þessi bfll kom á markaðinn, þá höfum við aldrei annað eftirspurn. Sparneytin 1300 cc vél. Þetta er tilvalinn bfll fyrir sölumenn, við- gerðar og þjónustumenn og aðra sem þurfa hpran og þæg- ilegan bíl, sem samt ber ótrúlega mikið. Verð kr: 168.800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.