Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 SÖLUmNING 5j)(jE FINNSK274-29.4 KYNNINGARVERÐ Tllír VÓRUKYNNINC * y ORÐSENDING TIL FORELDRA I REYKJAVÍK í þessari viku fá nemendur grunnskóla í hendur bæklinginn: Sumarstarf fyrir böm og unglinga 1983 með upplýsingum um framboð á sumarstarfi borgarstofnana og félaga í Reykjavík. Foreldrar eru hvattir til að skoða bæklinginn vandlega með börnum sínum f11 ckiiWnrtf RfRf æskulýðsrAð VjICOIICÍÍI BBB reykjavikur : I ■ Fríkirkjuvegi 11 sumar. „ÁSTÆÐAN fyrir því að við fáum þessa viðurkenningu er mér að mestu ókunn, en ég get ímyndað mér að þær breytingar og sú upp- bygging sem hér hefur farið fram, eigi þar hlut að máli og auðvitað er það fyrst og fremst starfsfólkið, sem hefur unnið að henni, sem á þessa viðurkenningu skilið," sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Ferða- skrifstofu rfkisins, í samtali við Morgunblaðið, en í febrúar síðast- liðnum veitti Kjartan fyrir hönd Ferðaskrifstofunnar móttöku við- urkenningu sem blaðasamsteypan Editorial Office á Spáni í samvinnu við Fitur, samtök sem standa fyrir alþjóðlegri ferðasölusýningu í Madrid, veittu Ferðaskrifstofunni. í sameiningu veita þessir aðilar viðurkenningu fyrir „the most outstanding" ferðaþjónustufyrir- tæki í hverju landi og heitir viður- kenningin International Award to Tourist and Hotel Industry. Hafa þeir veitt ein verðlaun til hvers lands árlega og í ár eru löndin sem þeir hafa veitt þessa viðurkenn- ingu til milli 55 og 60. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi viðurkenn- ing er veitt til íslands og í fyrsta skipti sem íslenskum ferðaþjón- ustuaðila er veitt viðurkenning þessarar tegundar að því er Kjart- an taldi. Af aðilum í öðrum löndum sem fengið hafa þessa viðurkenningu, má nefna Disney World á Miami í Bandaríkjunum, stærstu ferða- skrifstofusamsteypuna í Sviss sem heitir Kuoni, Club Mediterranee, fyrirtæki sem mjög er þekkt í hin- um frönskumælandi heimi og SAS Royal Atlantic Hotel. „Ég vona að þetta séu bara fyrstu verðlaunin af mörgum sem íslensk fyrirtæki fá í þessari þjón- ustugrein, því að mín reynsla er sú að fólki finnist það hafa unnið til þeirra og það sem meira er, því finnist að það verði að sanna að það hafi unnið til þeirra, að það sé sum sé mjög hvetjandi," sagði Kjartan Lárusson að lokum. MorfiibliM/Einil(L Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, með viðurkenningar- skjalið og gripinn sem fylgdi því. Auglýsing frá ríkisskattstjóra Athygli framteljenda, sem létu af störfum vegna aldurs á árinu 1982 eöa hyggjast láta af störfum vegna aldurs á árinu 1983, er vakin á því aö meö lögum nr. 21/1983 um breyting á lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, er heimilaöur sérstakur frádráttur frá tekjum hjá framangreindum framtelj- endum. Framteljandi hefur rétt til þessa frádráttar hafi hann náö 60 ára aldri eöa öölast rétt til eftirlauna eöa ellilífeyris úr lífeyrissjóöi á því tekjuári er hann telur sig láta af störfum vegna aldurs. Þar sem ákvæði 7. tl. 66. gr. laga nr. 75/1981 eru úr gildi fallin þurfa allir þeir sem létu af störfum vegna aldurs á árinu 1982 og sótt höföu um lækkun tekju- skattsstofns skv. því lagaákvæöi aö endurnýja um- sókn sína á sérstöku eyöublaöi (YFIRLÝSING OG GREINARGERÐ vegna frádráttar skv. 9. tl. A-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981 fyrir þá sem láta af störfum vegna aldurs) ef þeir óska eftir frádrætti skv. 1. gr. laga nr. 21/1983. Á þessu eyðublaði skal umsækjandi gefa yfirlýsingu um þaö hvenær hann telji sig láta af störfum vegna aldurs og gera jafnframt grein fyrir þeim tekjum sem frádrátturinn skal miöast viö á framtali 1983, þ.e.a.s. á þeim hluta tólf síðustu starfsmánaöa sem féll til á árinu 1982. Framteljandi sem lét af störfum vegna aldurs fyrir árslok 1982 þarf aö fylla út greinargerö um þær tekjur sem hann aflaöi frá 1. janúar 1982 til loka þess dags þegar hann lét af störfum vegna aldurs á árinu 1982. Athygli er vakin á því aö framteljandi sem hyggst láta af störfum vegna aldurs fyrir lok ársins 1983 getur sótt um þennan frádrátt á þessu ári, þ.e. framtali 1983. Hjá honum skiptist framangreindur frádráttur á framtöl 1983 og 1984. Framteljandinn skal fylla út greinargeröina þegar Ijóst er hvenær hann muni láta af störfum vegna aldurs. í greinargeröinni þarf fram- teljandi að gera grein fyrir þeim hluta tekna sinna á árinu 1982 sem hann aflaði á þeim mánuöum ársins 1982 sem falla innan tólf mánaöa áöur en hann lét af störfum vegna aldurs. Leyfist þá helmingur þessara tekna til frádráttar í skattframtali hans 1983. Hann þarf jafnframt aö gæta þess viö framtalsgerö 1984 aö senda inn sams konar greinargerö og gera þá grein fyrir tekjum sínum frá 1. janúar 1983 þar til hann lætur af störfum vegna aldurs. Athygli skal vakin á því aö enda þótt frádráttur þessi geti skipst á tvö skattframtöl kemur hann ekki til greina nema einu sinni fyrir hvern mann. Frádráttur þessi gildir jafnframt viö ákvöröun út- svarsstofns viö álagningu útsvara. Eyöublöö fást hjá skattstjórum og umboösmönnum þeirra. Reykjavík, 26. apríl 1983. Ríkisskattstjóri. Ferðaskrifstofa ríkisins fær viðurkenningu frá Spáni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.