Morgunblaðið - 07.05.1983, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
102. tbl. 70. árg.
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dæmigerður skoskur kastali.
Dýrasta
laxá í
heimi?
Inverness, Skotlandi, 6. maí. AP.
LAXINN er víðar dýrseldur en á
íslandi. Óðalseigandi nokkur og
kastalaherra í Skotlandi, sem á
dáiítinn árstubb, hefur nú aug-
lýst veiðiréttinn til sölu og setur
meira upp fyrir hann en hann
getur hugsanlega fengið fyrir
setrið sjálft og kastalann með
öllum sínum mörgu herbergjum.
Áin umrædda, Alnessá, er
aðeins hálfur þriðji km á lengd
og hefur aldrei gefið af sér
meira en 90 laxa á ári. Þrátt
fyrir það vill óðalseigandinn fá
um 3.800.000 ísl. kr. fyrir veiði-
réttinn á hvorum bakka eða
hátt í átta milljónir fyrir ána.
Ardross-kastali með 37
svefnherbergjum, 14 baðher-
bergjum, kapellu, innisund-
laug, 32 hekturum lands, veiði-
húsi við ána, einnar hæðar
sumarhúsi og ítölskum görð-
um, er hins vegar metinn á
tæpa hálfa þriðju milljón fsl.
kr.
„Sá, sem hefur áhuga á að
verða kastalaherra í Skotlandi,
getur látið þann draum rætast
fyrir minni pening en kostar að
kaupa litla íbúð í fínu hverfi í
London," sagði Guy Galbraith,
fasteignasalinn, sem er að
reyna að koma kastalanum út.
Dagbækur Hitlers:
Pappírinn
gerður eft-
ir stríðið
Koblenz, Vestur-Pýskalandi. 6. maí. AP.
SÉRFRÆÐINGAR á vegum hins
opinbera í Vestur-Þýskalandi hafa
skýrt frá því, að dagbækurnar sem
eignaðar hafa verið Adolf Hitler og
birst hafa í vikuritinu Stern, séu
falsaðar, á því sé enginn vafi. Rit-
stjóri Stem, Henri Nannen, tjáði
fréttamönnum fljótlega eftir yfir-
lýsinguna, að ritið myndi umsvifa-
laust hætta birtingu greinaflokka
úr dagbókunum.
„Við munum reyna að komast
til botns í þessu svikamáli,"
sagði Nannen og bætti við að
þetta væri reiðarslag fyrir blað-
ið þar sem sérfræðingar þess
hefðu gert allt sem í þeirra valdi
stóð til að sanna ágæti bókanna.
Hann lét þess ekki getið af
hverjum bækurnar voru keyptar
og sagði að hvatirnar að baki
svikunum gætu vart verið af
pólitískum toga spunnar.
„Gróðasjónarmið þykir mér lík-
legra," sagði Nannen.
Hinir opinberu sérfræðingar
gerðu efnafræðilegar rannsóknir
á pappír bókanna, kápum, bandi
og lími svo eitthvað sé nefnt. í
ljós kom að allt var þetta fram-
leitt á árunum eftir síðari
heimsstyrjöldina. Þá væri inni-
hald dagbókanna greinilega
unnið meira og minna upp úr
bók um Hitler, sem bókmennta-
fræðingur að nafni Max Domar-
us ritaði árið 1963. Töldu sér-
fræðingarnir margt benda til
þess að falsarinn hafi ritað bæk-
urnar um 1964 eða skömmu þar
á eftir.
Arásarmálið í kirkjunni:
Pólska kirkjan krefst
opinberrar rannsóknar
Varsjá, 6. maí. AP.
Stjórnarmenn rómversk-kaþólsku I
kirkjunar í Póllandi hafa krafíst |
þess að opinber rannsókn fari fram
á árás 10 til 15 óþekktra manna á
verkamenn innan kirkjuveggja í
Varsjá. Segja þeir það óheyrt áður
að slíkt gerist og þó þeir hafi ekki
nefnt pólsku lögregluna, var Ijóst að
hún liggur undir grun um að hafa
staðið fyrir ódæðinu þar sem fjórir
verkamenn máttu þola miklar
barsmíðar áður en ekið var með þá
langt út fyrir Varsjá og þeim gert að
ganga til baka.
Kirkjuleiðtogi nokkur, sem
óskaði ekki eftir að nafns síns yrði
getið, sagði augljóst að stjórnvöld
væru með þessu að reyna að
breikka og dýpka gjána sem er
milli kirkju og stjórnvalda. Því
væri hægara um vik að hætta við
komu Páls Páfa 16. júní ef það
væri heppilegt fyrir stjórnvöld.
Lögreglurannsókn leiddi ekkert
í ljós í árásarmálinu, en sjónar-
vottar tóku eftir því að árásar-
mennirnir báru allir eins kylfur
og a.m.k. einn þeirra var með I
senditæki í höndunum. Auk þess |
Njósnamál í París:
Njósnaði fyrir
A-Þýskaland
l’aris, 6. m»i AP.
VESTlIK-þýskur starfsmaður í
þýsk/frönsku viðskiptafyrirtæki,
hefur verið ákærður fyrir að hafa
stolið hernaðarlega mikilvægum
skjölum í franska hermálaráðu-
neytinu og komið þeim í hendur
Austu r-Þjóðverja.
Hinn ákærði er 43 ára gamall
maður að nafni Klaus Dieter
Tscheu og er mál hans nátengt
brottvikningu hinna 47 sovésku
sendiráðsstarfsmanna í síðasta
mánuði. Fregnir af þessu hafa
verið óljósar enn sem komið er,
ljóst er þó að tveir Frakkar eru
einnig í haldi vegna þessa máls.
var að sögn sjónarvotta óvenju-
lega mikið af lögreglumönnum á
sveimi í hverfinu.
Pólska flokksdagblaðið Trybuna
Ludu beindi spjótum sínum að
Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu.
Var leiðarahöfundur blaðsins
harðorður í garð Walesa og kallaði
hann m. a. „lepp Vesturlanda" og
„þrastarkríli sem heldur sig vera
örn“. Speglaðist í greininni reiði
yfirvalda yfir þeirri athygli sem
Walesa vekur meðal vestrænna
fréttamanna.
í gær var hinn 29 ára gamli
Ryszard Smagur til grafar borinn
í stáliðnaðarborginni Nowa Huta.
Smagur fannst slasaður á götu úti
í borginni í kjölfar óeirða 1. mai
síðast liðinn. Hann lést síðan, en
lítið er vitað um hvernig dauða
hans bar að. Hafi hann fallið fyrir
hendi lögreglu eða hermanna, er
hann 16. maðurinn sem lætur lífið
með þeim hætti síðan herlög voru
sett. Á þriðja þúsund manna voru
viðstödd jarðarförina.
Árangur Schultz í Miðausturlöndum:
ísraelsþing samþykkti í
„aÖalatriÖum“ tillöguna
Jenísalem, 6. maí.
ÍSRAELSKA þingið samþykkti í
gær „í grundvallaratriðum“ til-
lögur George P. Schultz um brott-
för herja frá Líbanon. Þingfundur-
inn stóð yfir í allmargar klukku-
stundir og Ijóst er að mikil and-
staða var um ýmsa þætti tillagn-
anna. Svo fór þó að tillögurnarnar
voru samþykktar, en þó með þeim
fyrirvara að varpa þyfti Ijósi á
„ýmsa stjórnmála- og öryggis-
þætti“, eins og þingmenn komust
að orði.
Þrátt fyrir varfærnislegt
orðalag þingmanna var Schultz
Símamynd AP.
Haim Herzog, hinn nýi forseti ísraels, sver embættiseið í ísraelska binginu í gær. Herzog er lengst til
hægri, en lengst til vinstri er fráfarandi forseti, Ytzhak Navon. Á milli þeirra er Menachem Savidor. 'r.
hinn ánægðasti með árangurinn
og sagði hann marka „tímamót".
Einn ísraelsku þingmannanna
sagði að hann hefði ekki greitt
tillögunum atkvæði sitt með
glöðu geði, en hann tryði því þó
ekki að fyrirvarar þeir sem
þingið setti myndu tefja fram-
göngu samþykktarinnar.
Schultz sagði að nú yrði að
fylgja málinu eftir og hann væri
sæmilega bjartsýnn á, að byggja
mætti brottflutning herjanna á
samþykktinni. Hann er á förum
til Jórdaníu og þaðan heldur
hann til Sýrlands, en Sýrlend-
ingar halda nú á lyklinpm að
lausn málsins, að því að talið er.
Óvíst er með öllu hvernig Sýr-
lendingar taka í tillögurnar, en
einn fyrirvari ísraelsmanna er
að Sýrlendingar hverfi með her-
lið sitt á brott frá Líbanon.
Með því að samþykkja tillögur
Schultz drógu ísraelsmenn mjög
í land í kröfum sínum. Atvinnu-
málaráðherrann, Aharon Uzan,
sagði t. d. að ísraelsmenn hefðu
ekki möguleika á betra sam-
komulagi. 17 þingmenn greiddu
tillögunum atkvæði sitt, en 2 á
móti. Annar þeirra ar Ariel
Sharon, ráðherra án embættis.
Hann sagði í samtali við ísra-
elska útvarpið að tillögurnar
hefðu ekki fengið atkvæði sitt
þar eð hann teldi þær ekki full-
nægja öryggiskröfum Israels.