Morgunblaðið - 07.05.1983, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983
Tekinn med
eitur á Hlemmi
SÍÐASTLIÐINN fimmtudag var
maöur handtekinn á Hlemmi, þar
sem hann hafði í fórum sér þrjú
meðalaglös með baneitruðu efni. Að
sögn fíkniefnalögreglunnar er óttast
að eitthvað af eitrinu hafi komizt í
umferð og varar hún þá, sem kynnu
að verða boðinn torkennilegur vökvi
á glösum, við aö neyta hans.
Maður þessi er að sögn lögregl-
unnar þekktur fyrir að selja svikin
fíkniefni, og var þetta í þriðja sinn
á skömmum tíma, sem hann var
handtekinn við þá iðju sína.
Aðalfundur KEA:
Hagnaður 1,8
milljónir kr.
Akureyrí, 6. maí.
AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga
hófst í samkomuhúsinu í morgun, ekk-
ert hefur orðið úr hinu árvissa „Kaup-
félagshreti", sem bæjarbúar hafa haft í
nimtingum að fylgi ætíð aðalfundi fé-
lagsins, því gott veður hefur verið hér í
dag, þó nokkuð hafi kólnað frá í gær.
Rétt til fundarsetu á aðlafundin-
um hafa 254 fulltrúar, þar af eru 116
frá Akureyri. Rekstrarhagnaður fé-
lagsins á síðasta ári nam 1.831.000
krónum. Heildarvelta félagsins var
krónur 1.222.7 milljónir á síðasta ári
og hafði aukizt um 54% frá fyrra ári.
Beinar launagreiðslur námu 148
milljónum króna, en 187,2 milljónum
þegar samstarfsfyrirtæki félagsins
eru tekin með í dæmið. Meðalstarfs-
mannafjöldi KEA var á síðasta ári
1.003, en 1.219 þegar samstarfsfyr-
irtækin eru meðtalin.
G. BERG
rnr- irafMOr m&m**»«****^^™^
*!
* Hólabrekkuskóli vann
Skólamót fjögurra grunnskóla í Breiðholti var hald-
ið í gær í Breiðholtslauginni. Keppt var í bringu- og
skriðsundi í tveimur flokkum, eldri og yngri flokki.
Þetta er í fjórða skipti sem slíkt mót er haldið og
hlýtur sá skóli farandbikar til varðveislu, sem flest
stigin fær. Myndirnar sem RAX tók eru frá keppn-
inni, en Hólabrekkuskóli bar sigur úr býtum að
þessu sinni.
Landsvirkjun heimil-
uð 10% taxtahækkun
Rafveitum heimilað
að hækka um 14,2%
og Hitaveitu Reykja-
víkur að hækka um 32%
Ríkisstjórnin hefur sam-
þykkt að heimila Landsvirkj-
un að hækka gjaldskrá sína
um 10%, en fyrirtækið hafði
óskað eftir 31% hækkun.
Samþykktin er gerð sam-
kvæmt tillögu þriggja manna
ráðherranefndar, sem var
skipuð í kjölfar þess, að ekki
náðist samstaða um málið í
ríkisstjórninni.
Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt
að heimila rafveitum að hækka
smásöluverð raforku um alit að
14,2% og er þá innifalin 10%
hækkun á heildsöluverði Lands-
virkjunar. Umsóknin hljóðaði upp
á 23,5% hækkun, að viðbættum
áhrifum af hækkun Landsvirkjun-
Hitaveitu Reykjavíkur er heim-
iluð 32% hækkun á gjaldskrá og
flestar aðrar hitaveitur hækka á
bilinu 20—30%, að því er segjr í
frétt frá iðnaðarráðuneytinu.
Hitaveita Reykjavíkur sótti
42% hækkun.
Flutningar Hafskips
jukust um 4% 1982
Hagnaður varð af rekstri félagsins á síðastliðnu ári
Heildarilutningar Hafskips juk-
ust um tæplega 4% í tonnum talið á
síöasta iri, þegar alls voru flutt
170.000 tonn, borið saman við
Verðlagsráð breytir um stefnu gagnvart SVR:
Fallið frá kæru og samþykkt
20% hækkun án umsóknar
Verðlagsráð sendi Davíð Oddssyni, borgarstjóra, bréf hinn 5. maí og
tilkynnti honum að kæra ráðsins til rannsóknarlögreglu rfkisins vegna 25%
hækkunar á fargjöldum strætisvagna Reykjavíkur 12. febrúar s.l., hefði verið
dregin til baka og ákveðið hefði verið að fara ekki í lögbannsmál vegna
þessarar hækkunar. Jafnframt samþykkti verðlagsráð á fundi sínum hinn 5.
maí, að heimila strætisvögnum Reykjavíkur 20% hækkun á fargjöldum frá og
með 6. maí, en borgaryfirvöld höfðu ekki sent verðlagsráði beiðni um þá
hækkun.
I bréfi sem Sveinn Björnsson,
skrifstofustjóri viðskiptaráðu-
neytisins og formaður verðlags-
ráðs, ritaði borgarstjóra segir að
samkomulag hafi ekki tekist milli
borgaryfirvalda og ráðsins vegna
25% hækkunarinnar 12. febrúar.
Við nánari athugun sé það hins
vegar mat verðlagsráðs, að lög-
bannsmálið sem hófst 19. janúar
1983 rnuni með fullnægjandi hætti
skera úr um valdsvið verðlagsráðs
hvað snertir verðlagningu á þjón-
ustu SVR.
Hinn 7. janúar 1983 ákvað
Reykjavíkurborg án umsóknar til
verðlagsráðs að fargjöld SVR
skyldu hækkuð að meðaltali um
46.5%. Verðlagsráð krafðist lög-
banns á þá ákvörðun. Borgarfógeti
úrskurðaði lögbannið verðlagsráði
í vil hinn 19. janúar, hækkunin var
dregin til baka og nú er staðfest-
ingarmál vegna lögbannsins til
meðferðar hjá borgardómara.
Á fundi verðlagsráðs 9. febrúar
1983 var samþykkt að veita Land-
leiðum hf. og strætisvögnum
Kópavogs heimild til 25% hækk-
unar á fargjöldum. Hinn 12.
febrúar hækkuðu fargjöld SVR
jafn mikið án umsóknar til verð-
lagsráðs og ákveðið var að ekki
skyldu seld afsláttarkort. Hinn 2.
mars krafðist verðlagsstofnun
lögbannsaðgerða gegn borgaryf-
irvöldum vegna hinnar „ólögmætu
25% hækkunar SVR hinn 12.
febrúar sl. Jafnframt hefur stofn-
unin ákveðið að kæra þessa hækk-
un til rannsóknarlögreglu ríkisins,
svo og 46,5% hækkunina frá 7.
janúar sl. sem einnig er ólögmæt,"
eins og sagði í tilkynningu verð-
lagsstofnunar 2. mars. Sagði
stofnunin að með þessum aðgerð-
um væri hún að „vernda almenn-
ing“. Frá aðgerðunum hefur nú
verið fallið og kæran til rannsókn-
arlögreglunnar dregin til baka
samhliða því sem verðlagsráð hef-
ur látið tilkynna borgaryfirvöld-
um að hækka megi strætisvagnaf-
argjöld um 20% frá 6. maí 1983 án
þess að um það hafi verið sótt.
164.000 tonn árið 1981, að sögn
Páls Braga Kristjónssonar, fjár-
málastjóra félagsins. Þá liggur
fyrir, að hagnaður varð af rekstri
Hafskips á síðasta ári.
Páll Bragi sagði, að innflutn-
ingur félagsins hefði aukizt um
liðlega 8%, en hins vegar hefði
orðið um 5% samdráttur í út-
flutningi, sem er töluvert minna
en nemur almennum útflutn-
ingssamdrætti á síðasta ári.
„Ástæðan fyrir því er sú, að við
erum með stöðugri útflutning en
aðrir eins og kísilgúr, en minna í
sjávarafurðum," sagði Páll Bragi.
Páll Bragi sagði ennfremur, að
verðmætaaukning flutninganna
væri í raun meiri, en tonnatalan
segir til um.
Hvað varðar árið í ár, sagði
Páll Bragi að Hafskipsmenn
væru tiltölulega ánægðir með út-
komuna. Flutningarnir væru
heldur meiri en þeir hefðu gert
ráð fyrir.
Hafskip er að meðaltali með 7
skip í rekstri, en Hafskip er með
fastar áætlunarsiglingar til
Norðurlandanna, Bretlands, meg-
inlands Evrópu og til Bandaríkj-