Morgunblaðið - 07.05.1983, Page 3

Morgunblaðið - 07.05.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAl 1983 3 Antikuppboð Klausturhóla: Kista úr eigu Brynjólfs Skál- holtsbiskups KISTA sem talin er hafa verið í eigu Brynjólfs biskups Sveinsson- ar í Skálholti, er meðal gripa sem boðnir verða upp hjá Klausturhól- um í dag. Brvnjólfur Sveinsson, sem uppi var á árunum 1605 til 1675, er einn kunnasti biskup fs- landssögunnar, kunnur kennimað- ur og nú á dögum ekki síður þekktur fyrir fjölskylduóhamingju sína. Kistan, sem boðin verður upp á morgun, hefur verið sýnd Nönnu Hermannsson, safnverði í Árbæj- arsafni, og hefur hún staðfest að aldur hennar gæti verið réttur. Kistan er nú í eigu Sigurðar Skúlasonar magisters, og hefur hann tekið saman eftirfarandi um sögu hennar: „Þessa kistu erfði ég undirritaður eftir föður minn, Skúla Árnason lækni. Hann var frá 1900 til 1921 hér- aðslæknir í Grímsneshéraði með aðsetri í Skálholti í Biskups- tungum. Þar eignaðist hann kistuna. Hann kvaðst hafa heyrt að hún hefði verið í eigu Brynj- ólfs Sveinssonar Skálholtsbisk- ups, sem uppi var á árunum 1605 til 1675. Hafði faðir minn fyrir satt að svo hefði verið og taldi kistuna dýrgrip bæði fyrir al- durs sakir og vegna þess að hún hefði verið í eigu eins merkasta biskups íslands bæði fyrr og síð- ar. Þetta vottast hér með.“ Uppboð Klausturhóla hefst sem fyrr segir klukkan 15 á morgun, sunnudag, og fer það fram í húsnæði Klausturhóla við munir, teppi og ljósakronur, Skólavörðustíg. Auk kistunnar gripir frá 18. og 19. öld mest- verða boðin upp húsgögn, silfur- megnis. Ljósm.: Ragnar Axelsson Halldór Runólfsson, verslunarstjóri I Klausturhólum, við kistuna, sem talin er vera úr eigu Brynjólfs biskups í Skálholti. Ríkið tekur 317 millj. króna lán UNDIRRITAÐIJR hefur verið í Reykjavík samningur um lán til íslenzka ríkisins að fjárhæð 40 milljónir hollenzkra gyll- ina, sem er jafnvirði um 317 milljóna króna, segir í frétt frá fjármálaráðuneytinu. Þar segir ennfremur, að lánið sé tekið hjá tveimur hollenzkum bönkum fyrir milligöngu Amro Bank. Lánið er veitt til 10 ára, en er afborgunarlaust fyrstu sex ár- in. Vextir eru 87/s% og greiðast árlega eftir á. Lánsféð mun renna til fram- kvæmda samkvæmt lánsfjárlög- um. Lánssamninginn undirritaði Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, fyrir hönd ríkissjóðs, en Seðlabanki íslands annaðist und- irbúning lántökunnar. Á annað hundrað útlendingar við fiskvinnslu hér NÚ HAFA Á annad hundrað útlendingar atvinnuleyfi hér á landi og er það nokkru færra en undanfarin ár. Að sögn Óskars Hallgrímssonar hjá vinnu- máladeild félagsmálaráðuneytisins eru flestir þeirra við fiskvinnslu. Sagði hann, að þrátt fyrir nokkurt atvinnuleysi virtist mjög erfitt að fá landann til að vinna þessi störf. Sagði Oskar, að nokkur hreyfing væri á þessu erlenda fólki og væri það hér aðallega yfir vertíðarmán- uðina. Atvinnuleyfin væru veitt til þriggja mánaða í senn og flestir fengju þau framlengd. Væru það nær alltaf sömu staðirnir, sem fengju erlent vinnuafl þar sem fiskvinnslan gengi ekki án þess, íslendingar fengjust ekki til vinnu á þessum stöðum. Þessir staðir væru aðallega á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og á Djúpavogi, Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Áður en atvinnuleyfi væru veitt fyrirtækjum vegna útlendinga væri það skilyrði sett, að auglýst væri eftir fólki innan lands og það hefði sýnt sig, að þrátt fyrir skráð atvinnuleysi hér væri ekki hægt að fá fólk í þessi störf. Þess bæri þó að geta að atvinnuleysi hér væri aðallega skráð hjá fólki úr öðrum atvinnugreinum. Þá sagði Óskar að sú breyting hefði orðið á hvað varðaði um- sóknir fyrirtækja um atvinnuleyfi fyrir útlendinga, að nú væru um- sóknirnar nær eingöngu frá Sam- bandsfyrirtækjum. Fyrirtæki inn- an Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna hefðu sáralítið sótt um þessi atvinnuleyfi nú. Bretlandseyjar: Hætta að flytja inn íslenska kindalifur * Utflutningur nam áður 100 tonnum á ári Veró á kindalifur 1 heildsölu hefur nú verió lækkaó um þriójung, til að örva sölu hér innanlands í kjölfar þess að stærsta markaói Islendinga fyrir lifur, Bretlandseyjum, hefur veriö lokaö. Á blaóamannafundi, sem Fram- leiðsluráð landbúnaóarins boóaói til í gær, kom fram aó árleg sala á lifur til Bretlands hefur numið um 100 tonnum. en heildarframleiósla nemur 300 tonnum á ári. Ástæða þess að Bretlandseyja- markaður hefur lokast eru þær, að nú eru gerðar strangari kröfur til heilbrigðiseftirlits en áður var. Fundist hefur sjúkdómur í sauðfé, sem spillir lifrinni, og þarf að gera sérstakar rannsóknir á höfði slát- urdýranna, til að komast að því hvort skepnan hefur haft sjúk- dóminn eða ekki. Þessar ráðstaf- anir er erfitt að gera við slátrun á íslensku sauðfé, vegna þess að hér eru hausar nýttir í svið. Því hefur ekki þótt unnt að fylgja þessum kröfum Breta, en tekið var fram á fundinum, að sannað þætti að sjúkdóms þessa hefði aldrei orðið vart í íslensku sauðfé, og talið sannað að hann fyrirfyndist ekki hérlendis. Bretlandsmarkaðurinn var langstærsti lifrarmarkaður fs- lendinga. Eitthvað er selt af lifur til Vestur-Þýskalands og Færeyja og fleiri landa, en í mjög litlum mæli. Því hafa nú verið gerðar ráðstafanir til að auka neyslu inn- anlands, meðal annars með því að lækka verðið, en einnig með kynn- ingarherferð, þar sem 1 senn er vakin athygli á hollustu lifrar til manneldis og fjölbreytilegum matreiðsluaðferðum. 35 starfsmönnum Sportvers sagt upp „EINS og staöan er í dag og útlitið framundan, sjáum við ekki aðra leið fyrir fyrirtækiö, en aö hafa lausa samninga viö starfsfólk frá og meö 1. ágúst nk.,“ sagði Björn Guömundsson, framkvæmdastjóri Sportvers, í samtali viö Mbl. „Við höfum því tekið þá óum- flýjanlegu ákvörðun, að segja upp öllu starfsfólki fataverksmiðju fyrirtækisins, 35 samtals, frá og með þessum tíma,“ sagði Björn Guðmundsson ennfremur. „Eins og gefur að skilja, er þessi ákvörðun okkur forsvarsmönnum fyrirtækisins mjög þungbær, en í stöðunni er ekki um annað að ræða. Hvað verður í framtíðinni er annars ekkert hægt að fullyrða um,“ sagði Björn Guðmundsson. Björn Guðmundsson sagði að Sportver myndi eftir sem áður halda áfram rekstri verzlana fyrirtækisins í Reykjavík, en þær eru þrjár. SAAB 900 GLE 40 "81 SAAB 99 GL 40 "82 OpiÓídqgtilkl4 SAAB-eigendurathugið, tökum þann gamla upp í nýjan — eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHE SAAB UMBOÐtÐ BÍLDSHÖFPA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.