Morgunblaðið - 07.05.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAl 1983
5
m
Hafsteinn Austmann
sýnir í Listasafni ASÍ
í DAG, laugardaginn 7. maí,
opnar Hafsteinn Austmann sýn-
ingu á fjörutíu og einni vatnslita-
mynd í Listasafni ASÍ. Hafsteinn
fæddist á Vopnafirði 1934, stund-
aði myndlistarnám í Reykjavík og
síðar í París, auk þess sem hann
hefur farið fjölda námsferða víða
erlendis. Verk eftir Hafstein eru
víða á söfnum, hér á landi og er-
lendis. Hann hefur aðallega unnið
með olíuliti, en á þessari sýningu
sýnir hann eingöngu vatnslita-
myndir.
Sýning Hafsteins Austmann
stendur yfir dagana 7.-22. maí og
er opin alla virka daga nema
mánudaga kl. 14.00—19.00 og um
helgar kl. 14.00—22.00.
Sveinn
Björnsson
sýnir á
Kjarvals-
stöðum
„ÞAÐ ERU engin stórstökk
í listinni hjá mér, ég reyni
að halda mínum stíl,“ sagði
Sveinn Björnsson listmálari
og yfirmaður rannsóknar-
lögreglunnar í Hafnarfirði,
sem opnar sýningu á Kjar-
valsstöðum klukkan 14 í
dag.
Sveinn Björnsson við eitt verka sinna.
Morgunbladid/RAX.
Á sýningunni hjá Sveini að
þessu sinni eru 100 myndir, iang-
flest olíumálverk. Sýningin er í
austursal, þ.e. Kjarvalssal
Kjarvalstaða. Hún stendur til
24. maí nk. og verður opin dag-
lega frá klukkan 14 til 22. Síð-
asta sýning Sveins var einnig á
Kjarvalsstöðum, árið 1980.
Sveinn er einn örfárra ís-
lenzkra málara í dag, sem mála
risastór olíumálverk og eru
nokkur slík verk á sýningunni.
Karl Erlendsson
Þeiamerkurskóli:
Karl Erlends-
son skipaður
skólastjóri
Akureyri, 3. maí.
Menntamálaráðhcrra, Ingvar
Gíslason, hefur skipað Karl Er-
lendsson í stöðu skólastjóra Þela-
merkurskóla.
Skólanefnd Þelamerkuskóla
klofnaði í afstöðu sinni til umsækj-
enda um stöðu skólastjóra við skól-
ann. Þrír af sjö mæltu með að Hall-
dór Gunnarsson, skolastjóri í Lundi
í Öxarfirði, yrði skipaður í stöðuna,
en tveir mæltu með Karli Erlends-
syni, sem tók við stöðunni um sl.
áramót, eftir að þáverandi skóla-
stjóra, Sturlu Kristjánssyni, hafði
verið sagt upp störfum. Tveir mæltu
síðan með við ráðherra, að hann
skipaði í stöðuna Magna Hjálmars-
son, sem verið hefur við framhalds-
nám í Danmörku, en var um skeið
kennari við skólann.
Karl Brlendsson er fæddur 1.
september 1949. Foreldrar hans
eru Erlendur Konráðsson, læknir
á Akureyri, og Kristjana Jóns-
dóttir. Karl varð stúdent frá MA
1970, stundaði nám í landafræði
og jarðfræði við HÍ 1972—75.
Hann mun ljúka prófi frá Kenn-
araháskóla fslands i uppeldis- og
kennslufræðum nú í vor. Karl var
kennari við Dalvíkurskóla
1970—71. Skólastjóri Barna- og
unglingaskóla Borgarfjarðar
eystra 1971—72. Kennari við
Garðaskóla í Garðabæ 1974—77.
Skólastjóri í Skjöldólfsstaðaskóla
á Jökuldal 1977—79. Var síðan
kennari við Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar frá 1979 til 1. des. 1982, að
hann var settur skólastjóri á Þela-
mörk.
Eiginkona Karls er Ragnhildur
Skjaldardóttir, kennari, og eiga
þau eitt barn, 13 ára. GBerg
Fegurðardrottning
íslands 1983
Fegurðardrottning Reykjavíkur - Ljósmyndafyrirsæta ársins
Kynning og skoðanakönnun
fer fram á Broadway föstudagskvöld 13. maí nk.
og hefst með borðhaldi kl. 19.00.
t *
CMiP
Þátttakendur eru: Anna María Pétursdóttir,
Hulda Lárusdóttir,
Ingibjörg Valsdóttir,
Katrín Hall,
Kristín Ingvadóttir,
Lilja Hrönn Hauksdóttir,
Steinunn Bergmann,
Stella Skúladóttir,
Unnur Steinsson.
Þær koma fram
í sundfötum frá
_ »
'Jriumjih
| og einnig í síöum kjólum.
^KARNABÆR
sýnir glæsilega vor- og sumartísku meö úrvals módelum
undir stjórn Heiðars Jónssonar.
Forsala
aðgöngumiða og borðapantanir
í dag í Broadway kl. 2—4
og á niorgun, sunnudag. á
sama tíma.
Leggið ykkar af mörkum til aö velja fulltrúa íslands í erlendar keppnir.
I^!
LANCOME.4*>
PARIS ' "V
LOREAL
MISS EUROPE
&
MISS
/VORLD
MISS UNIVfRSI
Tkt Msrk «/ Brmmly •