Morgunblaðið - 07.05.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983
9
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 191
Ýmislegt átti ég eftir að
fjalla um úr síðasta Pálsbréfi,
og er þá fyrst til að taka notk-
un sagnarinnar að valda. Páll
hafði þetta dæmi um ranga
notkun hennar: .. áður en
þær hefðu valdið óbætanlegan
skaða á laxastofninum."
Hér stýrir sögnin skökku
falli eftir minni tilfinningu.
Mér finnst þetta eiga að vera:
áður en þær hefðu valdið óbæt-
anlegum skaða á laxastofnin-
um. Sögnin stýrir þágufalli,
ekki þolfalli. Eitthvað veldur
einhverju. Þessi sögn hefur
undarlega beygingu og er vönd
í meðförum. Kennimyndir eru
valda, olli hef valdið. Von er að
mönnum hætti til að ruglast á
þessu og er það ekki nýtt í máli
okkar. Því miður sniðganga
menn oft þann vanda, sem
fylgir notkun þessarar sagnar,
með því að flýja á náðir sagn-
arinnar að orsaka. Heldur þyk-
ir mér sú sögn hvimleið. Miklu
rismeira og laglegra þykir mér
að segja: Þetta olli því, heldur
en: Þetta orsakaði það. Við
skulum læra rétta beygingu
sagnarinnar að valda og snið-
ganga hina, að orsaka. Orðin
fingur og fótur eru karlkyns og
hafa sérkennilega beygingu.
Hið fyrra beygist: fingur, um
fingur, frá fíngri tilfíngurs og í
fleirtölu fíngur, um fingur, frá
fíngrum, til fíngra. Hið síðara
beygist: fótur, um fót, frá fæti
til fótar og í fleirtölu: fætur, um
fætur, frá fótum, til fóta. Ég
býst við því að þolfallsmynd-
irnar í fleirtölu valdi því
einkum að sumir skynja þessi
orð í kvenkyni. Dæmi Páls
Helgasonar var: „Fingur mínar
hafa liðkast og styrkst." Rétt
væri að segja: Fingur mínir
o.s.frv. En svo algengt hefur
verið að fleirtölumyndin fætur
hafi verið höfð kvenkyns, að í
Blöndalsorðabók er sérstaklega
fram tekið að orðið fótur sé
einnig kvenkyns í fleirtölu.
Páll Helgason hefur enn
dæmi úr blaði um rangt fall:
„Nú leikur undirritaðan for-
vitni á að vita.“ Hér viljum við
Páll hafa þágufall: Nú leikur
undirrituðum forvitni á að
vita.“ Við þetta má svo bæta
því, að betur færi á því að orða
þetta enn öðruvísi vegna lík-
ingar seinni hluta orðsins for-
vitni og sagnarinnar að vita.
Enn andæfir Páll því að orð-
ið hundrað sé haft kvenkyns í
fleirtölu: hundruðir. Ég fjallaði
um þetta fyrir skemmstu og
ætla ekki að endurtaka það, að-
eins árétta að ég hef sama
smekk og Páll. Ég hef fleirtöl-
una í hvorugkyni: mörg hundr-
uð, enda er það í samræmi við
eintöluna. Eg held allir hafi
hundrað hvorugkyns þeim
megin.
Oft hef ég minnst á sam-
runa. Enn eitt dæmi frá Páli:
„Svo verður það allt í einu
veikt án þess það hafi fundið
sér nokkurs meins."
Hér er ruglað saman orða-
samböndunum að finna til og
kenna sér einhvers meins.
Þá er það vandamálið með
sinn og hans. Sú regla hefur
verið kennd hér í þættinum að
nota skuli hans þegar viðmið-
unarorðið er í nefrlifalli, ann-
ars sinn. Dæmi Páls: „P.S. vel-
ur aðra leið en fyrirrennari
sinn.“ Þetta ætti eftir mínum
kokkabókum að vera: P.S. velur
aðra leið en fyrirrennari hans,
af því að viðmiðunarorðið fyrir-
rennari er í nefnifalli. Aftur á
móti segði ég: Hann virti mik-
ils fyrirrennara sinn, af því að
þá er viðmiðunarorðið í þol-
falli.
. þáttur
Því miður skortir ekki í
Pálsbréfi hinu síðasta átakan-
leg dæmi um staglstílinn:
1. „Tapið á síðasta ári verður
eitthvað í námunda við 170
milljónir á síðasta ári.“ Þetta
var sem sagt í fyrra!
2. „Á hvaða vígstöðvum sem
barist var á ...“
3. „Ég get ekki sagt að ég hafi
áður verið í hlutverki upp-
lesara fyrr“ Þetta var ugg-
laust í fyrsta skipti!
Að lokum úr Pálsbréfi, og
skilji nú hver sem betur getur:
„Skrifari þessara lína heldur
ekki nema helst að menn hafi
ekki átt von á sigri íslands
gegn Sviss."
Ykjustíll getur átt fullan
rétt á sér , ef laglega er á hald-
ið. Ég læt hér í lokin koma til
skýringar á þessari fullyrðingu
tvær vísur sem margir munu
kunna. Sveinn i Elívogum
kvað:
Nú er Skúla komið kvöld,
kempan horfín vorum sjónum.
Þó að hríði í heila öld,
harðsporarnir sjást í snjónum.
Haraldur frá Kambi kvað:
Þegar Halla fetar fold,
fínnst mér tröll af bergi vakið.
Undir tveggja metra mold
mundi ég þekkja fótatakið.
P.S.
í næstsíðasta laugardags-
blaði, kosningadaginn, brá svo
við að pólitísk grein birtist eft-
ir umsjónarmann, en þáttinn
um íslenskt mál vantaði. Hann
hafði ekki komist í tæka tíð
vegna óveðurs. Þetta þótti
kunningja mínum ill umskipti.
Hann kvað:
Haga svo til hug og sál,
að hóflegur sé vandi.
Eitt er að skrifa um íslenskt mál,
annað að stjórna landi.
Mikil mistök að leyfa
mönnum að skjóta sel
Netaveiðin eina leiðin í baráttunni við hann, segir Kristinn Jónsson, bóndi á Ströndum
„ÉG TEL það mikil mistök að leyfa
mönnum að skjóta sel. Hann fælist
bara við það, hverfur úr hefð-
bundnum látrum og verður illveið-
anlegur fyrir vikið. Með því verður
netaveiðin eyðilögð og selnum
fjölgar fyrir vikið,“ sagði Kristinn
Jónsson, bóndi á Seljanesi á
Ströndum, í samtali við Morgun-
blaðið.
hins vegar allar selaskyttur
landsins þangað, væri það víst að
þær næðu ekki nema broti þess,
sem veiðzt hefði í netin.
Kristinn sagðist hafa alizt upp
við selveiðar og það væri enginn
vafi á því, að hann þekkti hætti
selsins. Hann gæti því fullyrt, að
ef bændur fengju ekki frið og
hvatningu til að stunda veiðar í
net, næðist enginn árangur í bar-
áttunni við selinn.
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS
LOGM JOH ÞOROARSON HDL
Kristinn sagði, að skotveiði-
menn væru nú farnir að leggja
leið sína norður á Strandir í frí-
stundum sínum með þessum
árangri. Allir væru sammála um,
að halda yrði vexti selastofnsins
niðri, en þetta væri ekki leiðin.
Eina leiðin væri að lofa selnum
að vera í friði í látrunum og gefa
bændum kost á og hvatningu til
að veiða selinn. Þannig væri
hægt að halda í við hann. Sem
dæmi mætti nefna, að í Ófeigs-
firði hefði verið um 150 kópa
veiði. Þar sem ekkert hefði feng-
izt fyrir selinn nema kjálkana,
hefði mönnum varla fundizt
borga sig að leggja netin. Kæmu
Á úrvalsstað í Hafnarfirði
Nýleg hæö. 812 fm iðnaöarhúsnæöi mjög gott og
vel skipulagt. Hæö undir loft 3,5 metrar. Hagstætt
verd.
Á úrvalsstað við Síðumúla
Nýtt verslunarhúsnæði á götuhæð um 200 fm.
Margskonar nýtingarmöguleikar. Skuldlaus eign.
Eignir þessar eru i ákv. sölu.
Teikn og nánari uppl. á skritstol-
unni.
ALMENNA
FASTEIGN ASAL AN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Svarað í síma
1—3 í dag.
Fokhelt einbýlishús
í Fossvogi
Vorum að fá til sölu stórglæsilegt ein-
býlishús á einum besta staö í Fossvogi.
Húsiö erum 350 fm auk bílskúrs. Teikn.
og nánari upplýs. á skrifstofunni.
í Smáíbúðahverfi
150 fm einbýlishús m. 35 fm bílskúr og
stórum fallegum garöi. 1. hæö: stofa,
boröst., 2 herb., eldhus og þvottahús.
Efri hæð. 4 herb. og baö. Hægt er aö
breyta húsinu í tvær 3ja herb. íbúðir.
Bein sala.
Við Álftahóla m. bílskúr
3ja herb. 90 fm vönduö íbúö á 7. hæð í
lyftuhúsi. Góð sameign. Bilskúr. Verð
1250 þúa.
Fokhelt raðhús
við Heiðnaberg. Stærö um 140 fm auk
bílskúrs. Verö 1450 þús. Teikningar á
skrifst.
Fossvogur — fokhelt
Vorum að fá í sölu efstu hæð í 5-býlis-
húsi. ibúöin sem er um 115 fm er meö
aukarisi sem gefur fjölmarga mögu-
leika, en þar mætti útbúa baöstofuloft,
svefnherb. o.fl. íbúöin er á sórpalli.
Tvennar svalir og frábært útsýni. Teikn.
á skrifst.
Hæö og ris í
Laugarásnum
5 herb. 140 fm hæð. í risi fylgir 4ra
herb. íbúö. Bílskúr Selst saman eöa
hvort í sinu lagi. Verð 3,3 millj.
Við Háaleitisbraut
5—6 herb. 150 fm glæsiieg íbúö á 4.
hæö. Tvennar svalir, m.a. í suöur. 4
rúmgóö svefnherb. Stórkostlegt útsýni.
Bilskúrsréttur. Verð 1900 þút.
Við Boðagranda
m. bílhýsi
4ra herb. 120 fm stórglæsileg íbúö á 3.
hæö í lyftuhúsi. Góö sameign m.a. gufu-
baö o.fl. Suöur svalir. Stæöi i bílhýsi.
Verö 1950 þús.
Við Kaplaskjólsveg
Sala — skipti
5 herb. íbúö á 4. hæö. Stofa, 2 herb.,
eldhús og baö. Baöstofa og herb. í risi.
Tvennar svalir. Fallegt útsýni. Góö eign.
Bein sala eöa skipti á 2ja herb. ibúö.
Verð 1650 þúe.
Við Skipholt
5 herb. 130 fm íbúö á 3. hæð. Bílskúrs-
réttur. Verð 1650 þúe. Laut etrax.
Viö Rauðalæk
5 herb. 140 fm efri hæö í fjórbýlishúsi.
Bilskúr. Verö 2,1 millj.
Við Hólabraut Hf.
4ra herb. 100 fm góö íbúö á 2. hæö.
Suöursvalir. Útsýni. Nýleg teppi. Verð
1350 þút.
Við Eyjabakka
Góð 4ra herb. 100 fm íbúð á 3. hæö
(efstu). íbúöin er m.a. 3 herb., stofa,
þvottaherb. o.fl. Verð 1400 þúe. Laus 1.
júlí.
Við Hraunbæ
4ra herb. 126 fm íbúð á 2. hæð í góöu
standi. Verö 1450—1500 þúe.
Við Furugrund
3ja herb. 106 fm góð íbúð á 2. hæð.
Ibúóarherb. i kjallara fylgir. Verö 1400
þú«.
Viö Hraunbæ
3ja herb. 85 fm snotur jaröhæö. Verð
1100—1150 þúe.
Við Vífilsgötu m. bílskúr
3ja herb. 85 fm snotur jaróhæö. Verð
1350 þúe.
Við Smyrlahraun Hf. .
3ja herb. rúmgóð íbúö á 2. hæö.
Þvottaherb. og búr innaf eldhúsi. Góö
eign. Bilskúrssökklar. Rólegur staóur.
Laus strax.
Við Álftamýri
2ja herb. 65 fm mjög góö íbúö á 4.hæó.
Glæsilegt útsýni. Suöursvalir. Verð 1050
þút.
Viö Skógargeröi
2ja herb. 60 fm mjög snyrtileg íbúð á
jaröhæö. Eign í sérflokki. Tvöf. verksm.
gler. Verö 1000—1050 þús.
Við Gaukshóla
2ja herb. 60 fm góö íbúö á 5. haaö.
Lyfta. Verö 900—950 þút.
Skrifstofuhæð við
Miðborgina
175 fm skrifstofuhæö sem er: 8 herb.,
móttaka, eldhúsaöstaöa. snyrting og
skjalageymsla o.fl.
Sölustjon Sverrir Kristinsson
Valtyr Sigurðsson hdl
Þorleifur Guömundsson sölumaður
Unnsteinn Bech hrl. Simi 12320
Kvökfsimi sölum. 30483
EIGNASALAIM
REYKJAVIK
Opið kl. 10—14
LJÓSV ALLAG AT A
EINSTAKLINGSÍBÚÐ
Ibúóin er stofa, gott svefnherb.
snyrting og eldhús. Þetta er snyrti-
leg eign á góöum staö i borginni.
Ákv. sala. Verö um 650 þús. Sam-
þykkt eign.
DRÁPUHLÍÐ
3ja herb. góö kjallaraíbúö v. Drápuhliö.
Ibúöin er ákv. í sölu og er til afh. fljót-
lega.
RAUÐARÁRSTÍGUR
3ja herb. ibúö á 1. hæö í steinh. Snyrti-
leg eign. Til afh. nú þegar. Verö
1.050—1.100 þús.
EYJABAKKI 4RA
SALA — SKIPTI
Góö 4ra herb. íbúö á 3. hæö í fjöl-
býlish. v. Eyjabakka. Bein tala eða
skipti i 2ja herb. íbúð eða ein-
stakl.íbúð.
SELVOGSGRUNNUR
TIL AFH. STRAX
4ra herb. ca. 110—15 fm íbúð á 1.
h. Baöherb. og eldhús hafa verió
endurnýjuð. Nýtt tvöf. verksm.gler.
Sér inng. Sér hiti. Til afh. nú þegar.
Verð 1.650 þús.
FLÓKAGATA
180 FM GLÆSIL. ÍBÚÐ
180 fm ibúó á 2. h. v. Flókagötu. Þetta
er mjög vönduó ibúö í einu af glæsilegri
húsum borgarinnar. Teikn. á skrifstof-
unni.
EIGNASALAIM
REYKJAVIK
Ingólfsstræti 8
Sími 19540 og 19191
Magnús Einarsson, Eggert Eliasson.
Opið 1—4
Hafnarfjörður
Til sölu m.a.:
Mávahraun
6—7 herb. fallegt einbýlishús á
einni hæð. Bílskúr fylgir. Falleg
lóö. Skiptl á minnl eign koma til
greina.
Brattakinn
160 fm fallegt elnbýlishús á
fveimur hæöum. Góöur bílskúr.
Ræktuö lóö. Verð kr. 2,4—2,5
millj.
Smiöjustígur
4ra herb. timburhús á rólegum
stað. Laust strax. Verö 1050
þús.
Breiðvangur
4ra—5 herb. góö íbúð á 3. hæö
í fjölbýlishúsi, Verð kr. 1400
þús. Ákv. sala.
Álfaskeiö
4ra herb. endaibúö á 4. hæð í
fjölbýlishúsi. Bílskúr tylgir. Verö
1,4 millj. Ákv. sala.
Fagrakinn
5 herb. aöalhæö 125 fm meö
góöum bilskúr og stórum svöl-
um. Ákv. sala.
Hólabraut
4ra herb. íbúö á 1. hæö í fjölbýl-
ishúsi. Gott útsýni. Bílskúrsrétt-
ur. Verö kr. 1350 þús.
Hellisgata
4ra herb. íbúö á efri hæð í
steinhúsi. Verð 1150 þús.
Vogar
Tvö ný steinsteypt einingarhús
á einni hæð. Bílskúrsréttur.
Skipti á eign á höfuðborgar-
svæöinu koma til greina.
FASTEIGNASALA
Árna Gunnlaugssonar
Austurgötu 10 - S: 50764
VALGEIR KRISTINSSON, HDL.
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!