Morgunblaðið - 07.05.1983, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983
wlver verður valin
Föstudaginn 13. maí ferfram í Broadway kynning á þeim stúlkum sem taka þátt í keppninni um titilinn
fegurðardrottning íslands, en val á henni mun fara fram á sama stað þann 20. maí nœstkomandi.
10 stúlkur hafa verið valdar til að taka þátt i keppninni og munu þær komafram í síðkjólum og á baðfötum
þann 13. og svara spurningum sem dómnefndin leggur fyrir þœr, en dómnefndina skipa Ásdís Eva Hannesdóttir,
Brynja Nordquist, Friðþjófur Helgason, Hanna Frímannsdóttir, Henný Hermannsdóttir, Ölafur Laufdal og
Ólafur Stephensen. Heiðar Jónsson snyrtir hefur umsjón með útliti stúlknanna og verður kynnir bœði kvöldin.
Blm. Mbl. leit inn á œfingu í Broadway fyrir skömmu og bað stúlkurnar að segja nokkur deili á sér, hvernig
þær hefðu verið valdar í keppnina og hvaða skoðun þœr hefðu almennt á fegurðarsamkeppnum og birtast svör
fimm þátttakendanna í blaðinu í dag ásamt myndum, en hinar koma á morgun.
„Hef gaman af að
vera innan um fólk“
„Ég er fædd 17. maí 1965 í Reykjavík, fluttist 7 ára gömul í Garðabæinn
og ólst þar upp,“ sagði Lilja Hrönn Hauksdóttir en hún hefur starf sem
auglýsingastjóri hjá Frjálsu framtaki frá því í nóvember sl. „Það hafði
einhver bent á mig og Heiðar Jónsson hringdi í mig og spurði hvort ég
vildi koma í keppnina." Helstu áhugamál? „Ég stunda skíðaíþróttina,
heimsæki vini og kunningja, hef gaman af því að vera innan um fólk og
svo hef ég mikinn áhuga á hestum og hundum þó ég eigi enga sjálf.
Hvernig keppnin leggst í mig? Bara vel, mér finnst gaman að taka þátt í
þessu."
„Mér finnst gaman
að takaþátt íþessu“
„Ég er ánægð með að taka þátt í þessari keppni, og mér finnst að allar
stúlkur sem fá svona tækifæri eigi að notfæra sér það.“ Kristín Ingvadótt-
ir er 22 ára Reykvíkingur, fædd 11. febrúar 1961 og vinnur nú sem ritari
hjá Tryggingamiðstöðinni. Kristín er einn af meðlimum í samtökunum
Model 79, og meðal áhugamála hennar er skíðaíþróttin, tískusýningar og
lestur bóka. „Keppnin leggst mjög vel í mig, mér finnst gaman að taka
þátt í þessu, en það skiptir ekki öllu máli hver vinnur."