Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983
Eika-Grill-rall ’83
„Spái óvæntum úrslitum“
— segir Omar Ragnarsson
„Ég spái óvæntum úrslitum og skrýtinni röö. Sá sem
tekur áhættu og sleppur í gegn, hann vinnur,“ sagði Ómar
Ragnarsson aöspurður um hvernig honum litist á Eika
grill-rallið, sem fram fer á Suðurnesjunum í dag. Verður
það fyrsta rallið af fimm, sem er liður í íslandsmeistara-
keppninni í rallakstri, en bræðurnir Ómar og Jón Ragnars-
synir eru núverndi handhafar þess titils. Keppnin er skipu-
lögð af Akstursíþróttafélagi Suðurnesja og bækistöð og
upplýsingamiðstöð rallsins verður í Bárunni í Keflavík.
Logi Einarsson og Ásgeir Sigurðsson náðu ððru sæti f síðasta ralli eftir
skemmtilegan og góðan akstur. Hér sést Logi á æfingu fyrir Eika-Grill-
rallið. Ljósm. Mbl. Gunnlaugur R.
Alls verða eknir 270 km í rall-
inu og þar af um 114 km á 14
sérleiðum. Tvær mjög erfiðar
leiðir eru fyrri hluta dags, en
þær eru um ísólfsskálaveg og
Herdísarvík og gætu þessar leið-
ir ráðið úrslitum. Allar leiðir eru
mjög aðgengilegar fyrir áhorf-
endur, og t.d. eftir hádegi er ekið
á vegum meðfram Keflavíkur-
veginum. Að sögn keppnisstjóra
Eika gill-rallsins, Magnúsar
Jenssonar, er áætlað að fyrsti
bíll komi í mark kl. 17.10 við
Báruna á Hringbraut í Keflavík.
Það eru um tíu bílar, sem
koma til með að bítast um verð-
launasætin. Má segja að árang-
urinn verði undir því kominn,
hvort ökumenn aki djarft á ís-
ólfsskálavegi, því það er lang ill-
færasta leiðin ásamt Herdísar-
vík. Morgunblaðið fékk umsagn-
ir nokkurra af þeim keppendum,
sem berjast munu um toppsætin.
„Við ætlum að skemmta okkur
og reyna að hafa gaman af
þessu," sagði Ómar Ragnarsson,
en ef að líkum lætur mun bróðir
hans, Jón, vera á þeim buxunum
að hleypa engum framúr Ren-
ault þeirra og sigra. Aðal keppi-
nautar þeirra bræðra á sl. ári,
þeir Hafsteinn Hauksson og
Birgir Viðar Halldórsson, munu
aka Escort 1600 lánsbíl, sem er
mjög slakur, en keppnisbíll
þeirra félaga er úti í Englandi
þar sem þeir keppa á honum f
Skoska rallinu í júní. „Bíllinn er
slappur, nánast fokheldur, við
væntum einskis," sagði Birgir
um þeirra eigin þátttöku.
„Á meðan helv. beljan tollir
undir mér, þá verð ég ofarlega,"
sagði Eiríkur Friðriksson,
kampakátur, sem ekur best búna
bíl rallsins ásamt Þráni Sverris-
syni, Ford Escort 2000, knúnum
170 hestafla vél. Eíríkur, eða
Eiki kokkur eins og hann er kall-
aður, styrkir keppnina og verður
af þeim sökum viðgerðarhlé við
skyndibitastað hans í Gnoðar-
vogi uppúr hádegi.
„Við ætlum að halda aftur af
okkur til að skapa jafnari keppni
og brjóta ekki niður baráttuþrek
andstæðinganna," sagði Bragi
Guðmundsson kíminn um þátt-
töku hans og Matthíasar Sverr-
issonar á Lancer 1600. Bíll þeirra
hentar mjög vel grófu leiðum
rallsins. Toyota Corolla Halldórs
Úlafarssonar skipar væntanlega
eitt af efstu sætunum, en hann
kvaðst stefna á eitt af fimm
efstu sætunum.
„Ég ætla mér að ná fyrsta
sætinu og skæðustu keppinaut-
arnir verða Ómar og Jón og
stelpurnar," sagði ritstjóri tíma-
ritsins Motorsport, Jón S. Hall-
dórsson, sem ekur BMW 2002.
Lét hann það jafnframt fljóta
með að hann ætlaði að núlla
flest allar leiðir rallsins, þ.e. fá
engan refsitíma. Sigurvegarar
síðasta ralls, þeir Jón Sigþórsson
og Halldór Gíslason mæta að
nýju á Lancer-num sínum, en að
sögn Jóns verður möguleiki
þeirra ekki mikill, en hann
kvaðst aka eins og hann gæti,
meira væri ekki hægt. „Við
stefnum á verðlaunasæti," sagði
Ævar Sigdórsson, en hann
ásamt bróður sínum ekur SAAB
99. Lada-félagarnir Ævar Hjart-
arson og Bergsveinn Ólafsson
ætla að klára í þetta skiptið, en
þeir hafa dottið út í tveim síð-
ustu röllum. „Það verða engar
gloríur í þetta skiptið," sagði
Ævar. Logi Einarsson og Ásgeir
Sigurðsson munu aka Escort
2000 geyst og ætlar Logi sér að
narta í efsta sætið og spurningin
er hvort honum tekst að koma
sér þar endanlega fyrir þegar yf-
ir lýkur.
Alls munu um 20 keppnisbílar
leggja af stað í Eika grill-rallið
og þar á meðal verða tvær stúlk-
ur, þær Kristín B. Garðarsdóttir
og Kristín M. Guðnadóttir á
BMW 202. Hyggjast þær slá
karlmönnunum við og verður
gaman að sjá hverjir þeirra falla
í valinn!
G.R.
Tímasetning fyrsta bflsins á sér-
leiðum:
Njarðvík — Stapi kl. 7.21.
Seltjörn — Motocrossbr. kl. 7.38
Reykjanes frá Höfnum kl. 8.15
ísólfsskálavegur kl. 9.03
Herdísarvík kl. 10.10
Gömlu kambarnir kl. 11.56
Kolviðarhóll kl. 12.38
Viðgerðarhlé í Eika grilli, Gnoð-
arvogi um kl. 1
Hvassahraun I kl. 15.02
Hvassahraun II kl. 15.12
Stapi — Njarðvík kl. 15.33
Motocross — Seltjörn kl. 15.47
Reykjanesleið frá Grindavík kl.
16.22.
Vélstjórafélag Islands
ORLOFSHEIMILI
Félagsmenn athugið:
Umsóknarfrestur um dvöl í orlofshúsum félagsins aö Laugar-
vatnl, á komandi sumri, er til 15. maí nk.
Umsóknareyöublöö fást á skrifstofum félagsins í Reykjavík,
Akureyri og Neskaupstaö.
Ath.
Vélstjórafélag íslands, Kvenfélagiö Keöjan og Sparisjóöur Vél-
stjóra veröa meö sameiginlega útleigu á orlofshúsum í sumar.
Orlofsheimilanefnd Vélstjórafélags íslands.
Aðalskrifstofa:
Borgartún 18
105 Reykjavík.
Sími 91-29933.
Norðurland:
Brekkugata 4
600 Akureyri.
Sími: 96-21870
Austfirðir:
Hafnarbraut 16
740 Neskaupstaö.
Sími: 97-7722.
Enskur predikari
til Grensáskirkju
8.—12. MAÍ kemur hingað til lands
góður gestur. Er það sr. Michael
Harper, vel þekktur rithöfundur,
prédikari og prestur í ensku bisk-
upakirkjunni. Sr. Michael Harper
hefur verið einn aðalleiðtogi í kar-
ismatisku vakningunni í Englandi
frá því hún hófst þar. Hann stofnaði
ásamt öðrum samtökin Fountain
Trust, sem hefur gefið út tímaritið
Renewal (vakning), auk þess bækur,
plötur og kassettur.
Sr. Michael Harper hefur skrif-
að margar bækur, m.a. „Let my
people grow“ og „Glory in the
Church". Nokkrir bilblíulestrar
eftir hann hafa verið þýddir á ís-
lensku. Hann ferðast mikið, pré-
dikar og flytur fyrirlestra og hann
er nú að hefja prédikunarferð um
norrænu löndin og byrjar hér.
Hann mun prédika við tvær mess-
ur í Grensáskirkju 8. maí og á
samkomum dagana 9. og 10. maí.
Auk þes mun hann hitta biskup að
máli og hafa fund með prestum og
guðfræðingum.
Arkipelago
Design Timo Sarpaneva
Sýningunni
lýkur í cfag
Opiö til kl. 16. 5% sýningarafsláttur.
T\SZ
f/\ KRlSTJfln
SIGCEIRSSOn HF.
FlfiNSK
26.04—07 5.
Laugavegi 13.
Hlíír VORUKYNNING
—