Morgunblaðið - 07.05.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.05.1983, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 Mynd þessi er tekin í síðustu viku er itök brutust út i milli mótmclenda og lögreglu í París. Átök urðu í gcr í latneska hverfinu í París. Átök lögreglu og mótmælenda í París París, 6. maí. AP. UM 100 lögreglumenn og a.m.k. 30 mótmælendur hlutu meiðsl í átökum sem urðu í latneska hverfinu í París- arborg í gærkvöld og spruttu upp af friðsamlegri mótmælagöngu í hverf- inu. Tveir lögreglumannanna þurftu að leggjast inn á sjúkrahús. Um eitt hundrað mótmælendur voru hand- teknir, en aðeins fjórir þeirra verða ákærðir. Ljóst var, að þeir sem tóku þátt í átökunum við lögreglu voru að- eins hluti af rúmlega 8.000 mót- mælendum sem greinilega höfðu búið sig undir átök við lögreglu. Voru margir ólátaseggjanna með hjálma á höfði og vel undir átök búnir. Það var ekki fyrr en undir lok mótmælagöngunnar að bera tók á ólátaseggjunum og greip lögregl- an nokkrum sinnum til táragas- sprengja. Reistu mótmælendurnir götuvígi á víð og dreif um hverfið, en urðu að lokum að láta í minni pokann. Hreinsað til í farangursdeild British Airways; Starfsmennirnir smygluðu kókaíni London, 6. maí. AP. STARFSMAÐUR við farangursaf- greiðslu British Airways í London var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að aðstoða við smygl á kókaíni inn í landið. Andvirði smyglsins er talið vera ura 10 milljónir punda, eða sem svarar 330 millj. ísl. króna. Michael Ready, en svo heitir maðurinn, og þrir aðstoðarmenn hans, þar á meðal bróðir hans, voru allir hnepptir í fangelsi fyrir aðild sína að smyglinu. Að sögn dómarans í málinu voru þeir kumpánar „hinn nauðsynlegi hlekkur í smyglkeðjunni". Megin- þorri smyglsins kom frá Suður- Ameríku. Fyrir þjónustu sína þáðu fjór- menningarnir rúmlega 17.000 sterlingspund í laun á timabilinu apríl 1980 og fram í febrúar 1981. Hlutverk þeirra var að koma sér- staklega auðkenndum ferðatösk- um óhindrað í gegnum tollskoðun. Aðstoðarmenn Ready hlutu heldur vægari dóma en hann sjálf- ur. Bróðir hans og þriðji maðurinn hlutu 6 ára dóma, en sjá fjórði var dæmdur til fjögurra ára fangels- isvistar. Tommasso Morlino lést í gær: Þing rofið á Ítalíu og kosningar boðaðar í júní Róm, 6. maí. AP. TOMMASO Morlino, þingmaður kristilegra demókrata og forseti öldungadeildar ítalska þingsins, Viðræðurnar lofa góðu Vínarborg, 6. maí. AP. KANSLARAEFNI Austurríkis, Fred Sinowatz, lýsti því yfir í dag, að stjórnarmyndunarviðræður á milli sósíalistaflokks hans og Frelsis- (lokksins undanfarna daga lofuðu góðu. „Mér segir svo hugur um, að samstarfsgrundvöllur á milli þess- ara flokka gæti reynst góður á komandi árum,“ sagði Sinowatz, sem tók við af Bruno Kreisky sem kanslaraefni sósíalistaflokksins. Kreisky hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér um leið og ný stjórn hefur verið mynduð. Sósíalistar töpuðu hreinum meiri- hluta sínum á þingi í kosningun- um í síðasta mánuði, en meiri- hluta þennan hafði flokkurinn haft í 11 ár. Skutu á unglinga Beirút, 6. maí. AP. ÍSRAKLSKIR hermenn skutu í dag á unglinga í starfsmiðstöð fyrir mun- aðarleysingja í borginni Tyros í Líb- anon og scgir líbanska útvarpið að einn hafi látist og sjö slasast. Að sögn útvarpsins voru ungl- ingarnir á aldrinum 12—16 ára og höfðu þeir reynt að hindra ísra- elsku hermennina í að gera húsleit í munaðarleysingjahælinu. Her- mennirnir skutu þá á þá með fyrrgreindum afleiðingum. Tals- maður ísraelshers í Líbanon vildi ekkert um málið segja þegar hann var inntur eftir því. Bandaríkjamenn gefa Pólverjum Wa.shinKton, 6. maí. AP. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að gefa Pólverjum 1,8 millj. kg af mjólkurafurðum og á að dreifa þeim meðal aldraðs fólks og fátæks að því er sagði í frétt frá bandaríska land- búnaðarráðuneytinu. Mjólkurafurðirnar eru þurr- mjólk, ostur og smjör, 600.000 kg af hverju, og verða þær afhentar alþjóðlegri hjálparstofnun, sem mun dreifa þeim meðal 200.000 aldraðra Pólverja, sem eru sjúkir eða fatlaðir og fá enga hjálp frá hinu opinbera. Aðstoðin við Pólland að þessu sinni er metin á 5,2 milljónir doll- ara._ lést í dag af völdum hjartaáfalls, 57 ára að aldri. Morlino var falin stjórnarmyndun í byrjun vikunn- ar, þegar allir bjuggust við því, að Sandro Pertini, forseti landsins, myndi rjúfa þing. Pertini ákvað, strax er dauði Morlino var ljós, að rjúfa þing og boða kosningar dagana 26. og 27. júní, ári fyrr en ráð hafði verið fyrir gert er síðasta stjórn tók við völdum í landinu. Morlino var kjörinn forseti öldungadeildarinnar fyrir fimm mánuðum og tók þá við af Fanfani, sem tók við stjórnar- taumunum í 43. eftirstríðs- stjórn ítala. ERLENT Veður víða um heim Akureyrí 5 skýjaó Amsterdam 20 skýjaö Aþena 26 heiöskírt Barcelona 20 skýjaö Berlin 18 heiöskírt Brilssel 21 rigning Chicago 16 heiöskirt Dublin 16 skýjaö Feneyjar 20 þokusúld Frankturt 18 skýjaö Genf 20 heiöskírt Helsinki 13 heiðskírt Hong Kong 27 rigning Jerúsalem vantar Jóhannesarborg 21 heiöskírt Kairó 28 skýjaö Kaupmannahöfn 14 heióskírt Las Palmas 21 léttskýjaö Lissabon 17 rigning London 19 skýjaö Los Angeles 20 skýjaö Madrid 22 heiöakírt Malaga 22 heióskirt Mallorca vantar Mexíkóborg 31 heiöskírt Miami 25 skýjaó Moskva 13 heiöakírt Nýja Delhí 38 heiðskírt New York 21 heiöskirt Osló 16 heiöskfrt París 22 skýjaö Perth 21 skýjaö Rio de Janeiro 31 skýjaö Reykjavík 5 lóttskýjað Rómaborg 21 heióskírt San Francisco 15 rigning Stokkhólmur 12 heiöskírt Sydney 24 heióskfrt Tel Aviv vantar Tókýó 19 skýjaó Vancouver 15 rigning Vínarborg 19 heiöskírt Pórshöfn 7 rigning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.