Morgunblaðið - 07.05.1983, Síða 25

Morgunblaðið - 07.05.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 25 24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 Lltgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 18 kr. eintakiö. Hættuboðar í sjávarútvegi Sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, hafa verið burð- arásinn í útflutningsfram- leiðslu, þjóðartekjum og lífskjörum okkar. Það er því fullkomið alvörumál þegar þessi undirstöðugrein steytir á skeri rekstrarlegrar kreppu, vegna veiðisam- dráttar, óhagstæðari afla- samsetningar og stjórnsýs- lulegra aðstæðna og mistaka í þjóðarbúskapnum. Samdráttur sjávarvöru- framleiðslu var 13% á sl. ári. — Heildarfiskafli varð ekki nema 766 þúsund tonn sam- anborið við 1.435 þúsund tonn árið 1981, sem að vísu var metár frá upphafi vega, bæði að því er botnfisk- og þorskafla varðar. Talið er að þjóðartekjur á mann hafi minnkað um 3.3% 1982 og ekki horfir björgulegar á líð- andi ári. í tonnum talið hefur heild- arafli íslendinga ekki verið minni en á sl. ári síðan 1972. Munar þar mestu um loðn- una, sem engin kom á land 1982, en loðnuaflinn var 640 þúsund tonn 1981. Þorskafl- inn í fyrra var 373 þúsund tonn samanborið við 462 þús- und tonn árið áður. Vetrarvertíð, sem nú er að ljúka, hefur verið með allak- asta móti. Hvarvetna hefur vertíðin brugðizt nema í Vestmannaeyjum, þar sem hún er nær meðallagi. Afla- samsetning er áfram óhag- stæð. Taprekstur útvegsins, sem lengi hefur verið vanda- mál, er að þróast í illleysan- legan hnút, sem versnar dag frá degi. Hann er eitt af mýmörgum óleystum vanda- málum, sem taka þarf á fyrr en síðar. Skuldastaða út- vegsins hjá ýmsum þjón- ustugreinum hefur og keðju- verkandi áhrif. Engin leið er að fullyrða um, hvort þorskstofninn sé að fara sömu leið og síldin og loðnan, sem vógu þungt í þjóðarbúskap íslendinga fyrr á tíð. Vonandi reynast aðrar skýringar á aflasam- drætti réttari. Hörður Jóns- son, skipstjóri á aflahæsta vertíðarbátnum í Vest- mannaeyjum segist ekki svartsýnn á framtíð þorsks- ins. Áður hafi komið lélegar vertíðir, en fiskurrnn jafnan bætt um betur á ný. Aðrir telja að stefni í óefni með þennan þýðingarmesta nytjafisk okkar. Allavega er meira en tímabært að staldra við og gera sér grein fyrir stöðu mála: hvern veg megi samræma veiðisókn flotans og veiðiþol nytja- fiska, þann veg, að þeir nái eðlilegri stofnstærð og geti gefið hámarksnýtingu, án þess að gengið sé á höfuð- stólinn. Það er gjarnan talað um tvö lífbelti í þjóðarbúskap okkar, sem rísi undir at- vinnu og afkomu fólks og efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar: hið ytra lífbelti, þ.e. miðin og nytjafiskana, og hið innra lífbelti, þ.e. gróðurbeltið umhverfis há- lendið og búvöruframleiðsl- una. Bæði þessi lífbelti, fisk- stofnarnir og gróðurmoldin, hafa nýtingarmörk, sem ekki má yfir fara, ef hyggindi eiga að ráða ferð, og ef þessi kynslóð á að skila lífsmögu- leikum í landinu óskemmd- um til framtíðarinnar. Við eigum hinsvegar auð- lind sem er verulega van- nýtt: orkuna í fallvötnum og jarðvarma. Nú þegar hundr- uð íslendinga, sem starfað hafa erlendis, leita aftur heim, þar sem atvinnusam- dráttur er farinn að segja til sín, og sýnt er að vöxtur þjóðarinnar kallar á tuttugu til þrjátíu þúsund ný störf fyrir lok þessa áratugar, má öllum vera ljóst, hve alvarleg sú vanrækslusynd stjórn- valda er, að hafa ekki notað „hin glötuðu ár“ frá 1978 til að byggja upp nýjan orku- iðnað. Við eigum einnig stóra möguleika í fiskeldi, sem þegar hefur gefið góða raun. Efalaust eigum við ýmsa möguleika á fleiri svið- um, en hér á við sem víðar, að sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Það þarf að skapa atvinnuvegunum, al- mennt, rekstrar- og vaxtar- möguleika, en svelta ekki „mjókurkýrnar" til dauða eins og stefnir í að óbreyttu. Sjávarútvegurinn er og verður um fyrirsjáanlega framtíð einn af helztu hornsteinum lífskjara og mannlífs í þessu landi. Það skiptir því öllu máli fyrir lífskjör fólks í þessu landi að málefnum hans verði betur sinnt en verið hefur nú um sinn. Og kjarnaatriðið er að nýta fiskistofnana af hygg- indum og hagsýni, þann veg, að sú líftrygging þjóðarinn- ar, sem þeir eru, verði varð- veitt til langrar framtíðar — en ekki glutrað niður í gæfu- leysi. „Ekki vald, heldur trú“ Ávarp biskups íslands, herra Péturs Sigur- geirssonar í tilefni af bænadegi Þjóðkirkjunnar Hinn irlegi bænadagur þjóðkirkjunnar er i morgun, sunnudaginn 8. maí. Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, hefur þess vegna skrifað sóknarprestum og söfnuðum og kynnt bænarefni dagsins. Fer bréf bisk- ups hér i eftir. Bænadagurinn, 5. sunnudagur eftir páska, er að þessu sinni 8. maí nk. Að venju er deginum ætlað sérstakt bænarefni, og hefi ég ákveðið, að það skuli vera bæn postulanna, er þeir báðu Drottinn og sögðu: Auk oss trú (Lúk. 17:5). Svo fremi að lærisveinar Jesú hafi á hérvistardögum hans haft ástæðu til að biðja þeirrar bæn- ar, er þörfin síst minni hjá okkur. Við þekkjum vantrú okkar og veikleika. Það sama fann séra Hallgrímur Pétursson, þegar hann kvað: Víst er ég veik- ur að trúa ... og hann sagði í Passíusálmunum: Sé eg þig sæll Jesú, svo sem álengdar nú, von mína’ og veika trú við bið ég hressir þú. í nafni Jesú beinum við trú- arsjón okkar til Guðs, gjafara allra góðra hluta. „Megi hann gefa yður af ríkidómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með yð- ur, til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika." (Ef. 3:16.17). Kristur kennir, að trú okkar þótt lítil sé, eigi í sér vöxtinn eins og mustarðskornið. Þannig predikaði Jón Vídalín: „Veik trú er líka trú, einn eldneisti er þó eldur, ein lítil perla glansar svo sem perla, eins skín ein veik trú í augum Guðs svo skært svo sem þó hún væri sterkari, því að trú- in er aldrei vort verk, heldur hans anda.“ Á Lúthersári erum við hvött til þess að ieggja áherslu á gildi trúarinnar. Við eigum siðbótar- manninum Marteini Lúther mikið að þakka. Siðbótin var trúarleg vakning, sem tók af öll tvímæli um það, að trúin er full- gild til sáluhjálpar. Þannig vitj- ar Guð manna og þjóða. Með trúnni hefur hann „reist oss horn hjálpræðis" (Lúk. 1:69) „Með hjartanu er trúað til rétt- lætis." (Róm. 10:10) Trúin er sterkasta aflið sem til er í heiminum. Það sem í svip kann að sýnast gersamlega ómögulegt, verður mögulegt, ef það er nálgast í trú. Við þurfum að snúa okkur af öllu hjarta til Drottins. Grundvöllur alls vel- farnaðar er andlegs eðlis. Þjóð, sem lifir um efni fram læknar ekki efnahagsvanda sinn fyrr en henni lærist að leita fyrst guðs- ríkis, þar sem ávextir andans vaxa: „Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bind- Pétur Sigurgeirsson indi.“ (Gal. 5:22) Hlutverk bæna- dagsins er samstilling þjóðar- innar í trú og bæn. „Tilbiðjið þann, sem gjört hefur himininn og jörðina og hafið og uppsprett- ur vatnanna." (Opb. 14:7) Fyrir um það bil fjórum ára- tugum sagði þáverandi forseti Lútherska heimssambandsins, dr. Franklin Clark Fry: „Ef heimurinn vildi nú einu sinni staldra við og hyggja að, hvað safnar okkur saman í órofa heild, gætum við kennt mann- heimi lærdóm, sem mestu máli skiptir, en sem hvorki blóðsút- hellingar eða gullnámur hafa getað opnað augu manna fyrir. Sá lærdómur hljóðar svo: Hið eina, sem sameinar mannkyn í eitt bræðralag, er ekki vald, held- ur trú.“ Trúin sem frelsar og sameinar er bænaefni okkar og þá bæn skulum við biðja með postulun- um, er þeir sögðu við Drottin: Auk oss trú. Næstu fregna að vænta í lok þingflokksfund- ar Sjálfstæðisflokksins í GÆR VAR liðin ein vika frá því forseti íslands fól Geir Hallgrímssyni stjórnarmyndunarumboðið. Hann hefur þessa viku átt viðræður við full- trúa allra stjórnmálasamtakanna og síðustu fjóra daga hefur hann, ásamt þeim Lárusi Jónssyni og Matthíasi Á. Mathiesen, fundað daglega um hugs- anleg efnahagsúrræði með þremur forustumönnum Framsóknarflokks- ins. Viðmælendur blaðsins sem til þekkja tclja að mjög hafi dregið sam- an með aðilum í viðræðum þessum og merkja það helst af því, að Geir Hall- grímsson hóf í gær viðræður við full- trúa launþegahreyfingarinnar og heldur þeim áfram í dag. Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í lok við- ræðufundarins í gær, að hann myndi einnig ræða við fulltrúa launþega- hreyfingarinnar í dag. Þeir Geir og Steingrímur sögðu einnig, að þeir myndu ræða saman á ný í dag til frekari ráðagerða, þó ekki væru formleg fundahöld ákveðin. I þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru, sam- kvæmt heimildum Mbl., skiptar skoðanir um hvaða stjórnmálaöfl eigi að taka við stjórnun þjóðar- skútunnar. Þó telja ýmsir að varla séu betri leiðir finnanlegar en sam- stjórn þessara tveggja flokka, mið- að við núverandi aðstæður. Margir leggja nokkuð kapp á að fá Alþýðu- flokkinn með til samstarfs. Geir Hallgrímsson mun ræða við Kjart- an árdegis. Óljóst er um afstöðu þingmanna Alþýðuflokks, þó mun þeim finnast þeir hafa verið utan ríkisstjórnar of lengi og einnig sjá þeir fram á sáralítil áhrif sem lítill þingflokkur í stjórnarandstöðu. Næstu fregna af gangi mála verður að vænta í lok þingflokks- fundar Sjálfstæðisflokksins, þar sem ákvörðun á að taka um fram- gang stjórnarmyndunarviðræðn- anna. Þingmenn Framsóknarflokks bíða í viðbragðsstöðu, en Stein- grímur Hermannsson sagði í gær að þingflokkurinn yrði kallaður til fundar um leið og tilefni gæfist til. Viðmælendur Mbl. úr hópi þing- manna flokkanna tveggja voru flestir á einu máli um það í gær- kvöldi að framgangur mála nú um helgina myndi skýra nokkuð stöðu mála. Aprflmánuður ann- ar kaldasti á öldinni APRÍLMÁNUÐUR var kaldari um allt land, en í meðalári sam- kvæmt upplýsingum sem Morgunblaöið fékk hjá Veðurstofunni í gær. Meðalhitinn í Reykjavík reyndist vera 4-0.1 stig, sem er 3.2 stigum kaldara en meðalhiti aprílmánaðar áranna 1931—60, en við það tímabil er miðað. Frá 1881 að mælingar hófust hefur aprflmán- uður aðeins einu sinni verið kaldari, en það var árið 1917. Árið 1910 var meðalhitinn svipaður og í ár. Á Akureyri var meðalhitinn +2.1, sem er 3,7 stigum undir með- allagi og þar hefur ekki verið jafn kalt síðan árið 1953, en sveiflur í vorhita eru meiri norðanlands en sunnan. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 0.2 stig, sem er 2.6 undir meðallagi og á Hveravöllum var meðalhiti aprílmánaðar +7.3 stig, sem er það kaidasta sem mælst hefur síðan mælingar hóf- ust þar 1965. Úrkoman í Reykjavík í apríl var 32 millimetrar, sem er 40% minna en í meðalári, en fyrir norðan var hún 50% umfram meðallag, á Ak- ureyri 49 millimetrar. Á Hvera- völlum var úrkoman 9 mm og á Höfn í Hornafirði 26 mm, sem er hvort tveggja verulega undir með- allagi. Sólskinsstundir í apríl voru 172 í Reykjavík, 115 á Akureyri og 161 á Hveravöllum og er það alls stað- ar sólríkara en í meðalári. Eitt einkenni aprílmánaðar veð- urfarslega séð, voru snjóþyngslin fyrir norðan. Var það einkum í sveitunum austan Skagafjarðar og á Ströndum. Strákarnir með undirskriftalistann. Taldir frá vinstri: Sigtryggur Klemens Hjartar, Stefán Hand, Stefán Jóhann, Ingimar Kristinn Jónsson og Kristófer Rabasca. Tvo vantar i myndina, Harald Hansen Guðmundsson og Ingólf Örn Guðmundsson. Morgunblaðií/ köe. 6. bekkur í Melaskóla: Safnar undirskriftum gegn sölu á tóbaki til barna og unglinga „VIÐ ERUM AÐ þessu til þess að draga ur reykingum," sögöu fimm strákar úr 6. bekk Melaskólans í Reykjavík, sem heimsóttu ritstjórn Morgunblaðsins á fimmtudaginn, með undirskriftalista, þar sem skorað er ríkisstjórn og Alþingi að tóbak verði ekki selt unglingum innan 16 ára aldurs og í öðru lagi búðartíma og sölustöðum fækkað. „Við útbjuggum þetta eyðublað í skólanum í gær og viljum þakka kenaranum okkar, Ragnheiði Jónsdóttur, fyrir hjálpina, sem og skrifstofustúlkunr.i í skólanum. I dag göngum við í fyrirtæki og hús og söfnum undirskriftum og ef fólk vill fá svona undirskriftablöð að tóbak verði ekki selt nema á með áskoruninni, getur það nálg- ast þau hjá skólastjóranum í Melaskóla, Inga Kristjánssyni. Okkur hefur verið tekið mjög vel nema í undantekningartiífellum og við vonum að Island verði reyklaust land árið 2.000,“ sögðu þeir um leið og þeir kvöddu. Verkfall boðað í Nausti vegna breytts fyrirkomulags vínsölu Hagræðing sem hefur enga tekjurýrnun í för með sér, segir eigandi hússins Félag framreiðslumanna hefur boðað verkfall í Naustinu frá klukk- an 12 á hádegi laugardaginn 14. þessa mánaðar vegna deilu, sem snýst um fyrirkomulag áfengisaf- greiðslu. Félagið telur kjarasamn- inga framrciðslumanna hafa verið brotna og nýja fyrirkomulagið hafa í för með sér tekjurýrnun, en Ómar Hallsson eigandi Nausts kvað hér aðeins um hagræðingaratriði að ræða er hefði enga kjararýrnun í för með sér. „Ég er að athuga minn gang og hlýt að hafa eitthvað svar við þessari verkfallsboðun," sagði Ómar. „Við hjónin erum bæði framreiðslumenn og gætum raun- ar rekið húsið og verið með að- stoðarfólk í vinnu. Hér er aðeins um hagræðingaratriði að ræða, breytt fyrirkomulag sem tekið hefur verið upp alls staðar í heim- inum. Ef eitthvað væri ætti salan að aukast vegna hagræðingarinn- ar og þar með tekjur þjónanna. Þeir fá eftir sem áður sitt þjónustugjald af sölunni. Það fyrirkomulag sem ég er að taka upp er til dæmis fyrir hendi á Arnarhóli, þar á húsið allt vínið en ekki þjónarnir. Einnig hefur þetta fyrirkomulag verið á Hótel Sögu í rúman áratug," sagði Ómar. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Sveinssonar hjá Félagi fram- reiðslumanna snýst deilan í Nausti um fyrirkomulag áfengis- sölu til matargesta. Hingað til hefur sá háttur verið hafður á, að húsið hefur selt heilar flöskur til þjónanna, sem síðan hafi selt gest- um sjússa. Eigendur Nausts hafi hins vegar fyrirvaralaust sett upp svokallað vínbuffet, þar sem þjón- arnir fái sjússana afgreidda frá húsinu, en selji þá ekki lengur sjálfir. Hér væri um brot á samn- ingum að ræða og kjararýrnun, þar sem þjónarnir verði af rýrn- unarhlutfalli, sem nú komi í hlut hússins. Fjölskyldan frá Falklandseyjum á hlaðinu i Akri. MorgunblaÖid/ Björn Valdimarsson. Landslagið svipað og á Falklandseyjum Blönduósi, 5. maí. EINS OG sagt hefur verið í frétt- um, fluttu hingað nýlega til lands- ins hjónin Margrét og Dannis Humphreys frá Falklandseyjum. Þau gátu ekki sætt sig við hernað- arástandið á eyjunum sem rfkt hef- ur frá lokum stríðsins milli Breta og Argentínumanna. Það hlýtur að hafa sín áhrif á átján hundruð manna samfélag þegar þangað koma fjögur þús- und hermenn, allt daglegt lif gengur úr skorðum, eyjarnar eru ekki þær sömu og áður. Margrét og Dennis Humph- reys unnu á búi sem taldi þrjátíu og átta þúsund fjár en fóru það- an um miðjan marsmánuð og komu hingað 17. april eftir stutta viðdvöl hjá ættingjum sínum í Bretlandi. Þau þurftu ekki að bíða lengi eftir að fá starf hér á landi. Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra vistaði þau á býli sínu að Akri í Torfulækjarhreppi i Austur-Húnavatnssýslu. Fréttaritari Mbl. á Blönduósi átti leið hjá Akri i vikunni sem leið og notaði tækifærið til að bjóða hjónin velkomin til lands- ins. Dennis var önnum kafinn við að sinna rollunum enda sauð- burður að hefjast. Hann gaf sér samt tíma til að rabba ögn við fréttaritara, og konan hans Margrét líka. Ástæðan fyrir því að þau leit- uðu sér starfa hér á landi er ein- faldlega sú að Dennis hafði um langt skeið átt pennavin hér á landi og þau hjónin töldu sig — segja þau Denis og Margrét Hump- hreys, vinnufóik á Akri í Torfa- lækjarhreppi hafa kynnst landinu nokkuð vel af lýsingu pennavinarins. Þeim fannst ísland vera fýsilegur kostur eftir að þau höfðu ákveðið að flytjast á brott frá Falklands- eyjum. Um framtíð byggðarinnar á Falklandseyjum héldu þau hjón- in að margir ættu eftir að flytja þaðan, flýja óvissuna. Hins veg- ar væri nú farið að reyna að telja Breta á að flytja til Falk- landseyja og væru undirtektir á Bretlandseyjum nokkuð góðar. Margrét og Dennis eru bæði fædd og uppalin í Englandi en settust að á Falklandseyjum, Dennis fyrir hálfu sjöunda ári en Margrét bjó þar í hálft þriðja ár. En hvernig líst þeim nú á landið? „Ágætlega," segja hjónin. „Landslagið er ekki ósvipað því sem við áttum að venjast á Falk- landseyjum. Við komum hingað norður á föstudaginn var og okkur sýnist starfið hér á Akri henta okkur. En við eigum alveg eftir að kynnast landi og þjóð og hinni íslensku veðráttu, svo það er kannski fullsnemmt að fullyrða of mikið nú. Auk þess eigum við eftir að átta okkur á tungunni. Okkur er sagt að málið sé frekar erfitt. Auðvitað höfum við lært einstaka orð en málfræðin er okkur lokuð bók.“ Er mikill munur á landbúnað- inum hér og á Falklandseyjum? „í stórum dráttum er þetta ekki ólíkt. Að vísu eru búin mun stærri á Falklandseyjum. Meðal- bú þar telur um fjörutíu þúsund fjár. Og ég hef unnið við bú sem hafði hátt í þrjú hundruð þúsund fjár. Þarna suður frá eru hestar mikið brúkaðir við bústörfin og það er óhemju vinna að sinna svona stórum býlum. Reyndar þarf ekki að setja á hús á Falk- landseyjum, veturnir eru það mildir. Allir sauðir eru hvítir og allir kollóttir líka, ólíkt því sem hér er.“ Aðspurð sögðu þau Dennis og Margrét að fjárbúskapur væri eina útflutningsgrein eyja- skeggja. Kjötið er allt flutt til Bretlands en ullin hefur ekkert verið unnin fram að þessu, en það er eitthvað að breytast núna. Eyjaskeggjar eru einnig með alhliða búskap, en aðeins til að fullnægja innanlandsþörfinni. Til dæmis nautgriparækt og jarðyrkju og afurðirnar eru mik- ið til fullunnar heima á búunum. Áður en fréttaritari kvaddi þessi viðkunnanlegu hjón, sagði Dennis, að þrátt fyrir að hér væri svalara en á Falklandseyj- um, væru húsin þó miklu hlýrri. „Eitthvað annað en illa kynnt timburhúsin á Falklandseyjum." - BV Þegar vínbuffetið var tekið í notkun á þriðjudag gengu þjón- arnir sex í Nausti út, og hafa síðan reynt að mæta til vinnu, en ekki verið ljáð máls á því að þeir ynnu samkvæmt eldra kerfinu, þ.e. þeir keyptu flöskur af húsinu og af- greiddu sjálfir sjússana, skv. upp- lýsingum Ólafs Sveinssonar. Ólafur sagði verkfall hafa í för með sér að staðnum yrði lokað, þar sem félagar í Félagi fram- leiðslumanna ættu forgangsrétt að allri vinnu í Nausti, og einnig væru hugsanleg samúðarverkföll hjá Félagi starfsfólks veitinga- húsa og hjá matreiðslumönnum. „Þetta sýnist kannski ekki stór- mál, en er það samt fyrir okkur. Þetta er prófmál á það hvort framreiðslumenn fái að lifa eða ekki, hvort hundsa eigi okkar rétt- indi og samningsgerð," sagði ólaf- ur. Ákvörðun um verkfallsboðun var tekin á fundi trúnaðarmanna- ráðs Félags framreiðslumanna. í bréfi sem eigendum Nausts, ríkis- sáttasemjara og ASÍ, var ritað eftir fundinn, segir að Naust sé ekki í Sambandi veitinga- og gisti- húsa og hafi Félag framreiðslum- anna ekki gert kjarasamning vegna félagsmanna sinna sem vinna hjá Nausti hf. Allar sam- ningaviðræður við eigendur Nausts hafi reynst árangurslausar og verkfallsboðun því óhjákvæmi- leg til að knýja á um lausn kjara- deilunnar. Tvö skip seldu erlend- is í vikunni TVÖ ÍSLENZK flskiskip seldu afla sinn erlendis í þessari viku. Fyrir- hugað er aö 5 skip selji erlendis í næstu viku. Á mánudaginn seldi Jón Kjart- ansson SU 172,8 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 2.624.700 krónur, meðalverð 15,19. Á fimmtudag og föstudag seldi Vigri RE 305 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 4.409.900 krónur, meðalverð 14,46.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.