Morgunblaðið - 07.05.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983
33
Kikká
samning hjá
Steinum hf?
Hljómsveitin Kikk hefur
ekki verið starfandi lengi, en
engu að síður vakiö efirtekt,
þar sem hún hefur leikið.
Kemur þar tvennt til; góð
frammistaöa söngkonunnar
og svo rokkaöur hljóöfæra-
leikur sveitarinnar aö baki
henni.
Járnsíöan hefur nú fregnaö,
aö útsendarar hljómplötuútgáf-
unnar Steina hf. hafi runniö á
hljóðiö eitt kvöldiö og sýnt
hljómsveitinni mikinn áhuga.
Hefur Járnsíöan þaö fyrir satt,
aö einn starfsmanna fyrirtæk-
isins hafi rætt viö hljómsveitina
í vikunni til aö kanna jaröveg-
inn meö hugsanlegan samning
fyrir augum.
Egó í mánaó-
arferð um
Noróurlöndin
Nú liggur Ijóst fyrir, aö
hljómsveitin Egó heldur í helj-
arins mikið tónleikaferð um
Noröurlöndin innan nokkurra
vikna. Fremur hefur veriö
hljótt um þessa tónleikaferð,
en Ijóst er aó hún hefst um
miðjan maí.
Heldur Egó þá til Noregs og
treöur þar upp í Kúbbi 7 í Osló
áöur en menn svissa sér yfir til
Danmerkur og skemmta Baun-
unum, frændum vorum, í ein 10
skipti áöur en þeir halda aftur
til Noregs til frekara hljóm-
leikahalds.
Alls mun hljómsveitin koma
fram á einum 20 tónleikum og
stefnt er aö því aö hún veröi í
a.m.k. mánuö á feröalaginu.
Hugsanlega gæti þaö orðið
enn lengra, en kunnugir sögöu
Járnsíöunni, aö hljómsveitin
hygöist helst vera komin heim
fyrir 17. júní til þess aö geta
efnt til tónleika á þjóöhátíöar-
daginn.
Tónleikar
Fall í
byrjun maí
Hljómsveitin Fall, sem er ís-
lendíngum að góðu kunn frá
því hún lék hér snemma vetr-
ar 1981, hefur ákveöiö að
sækja landann heim öðru
sinni, þrátt fyrir aö áhorfendur
hafi ekki beint flykkst á tón-
leika hennar fyrir hálfu öðru
ári.
Tónleikar hennar veröa í Aust-
urbæjarbíói þann 6. mái nk. og
er aöeins um þessa einu tón-
leika aö ræöa. Hljómsveitin
kemur hingaö til lands á vegum
Gramms eins og siöast, og
vonandi er nú aö fólk mæti
betur en síöast. Þá komu um
800 manns á þrenna tónleika.
Aö sögn Ásmundar Jóns-
sonar hjá Gramminu, þarf um
550 manns til þess aö tónleik-
arnir standi á siéttu og er þá
miöaö viö að miöaverð veröi
krónur 250. Lægra getur þaö
ekki veriö nú á dögum, þegar
erlendar hljómsveitir sækja
okkur heim.
Glæsileg verðlaunagetraun Járnsíðunnar og Steina hf.:
Neal Schon,
gítarleikari
hljómsveitarinnar
Journey.
Hversu mikið veistu um
hljómsveitina Journey?
— fimm armbandsúr í verðlaun fyrir rétt svör
Bandaríska hljómsveitin Journ-
ey er líkast til kunnari en svo, að
hana þurfi að kynna sérstaklega.
Hún hefur um árabil verið í hópi
vinsælustu rokkhljómsveita vest-
anhafs og átt hverja metsöluplöt-
una á fætur annarri.
Ekki er langt síöan nýjasta plata
hljómsveitarinnar, Frontiers, kom
út. Þótt hér væri á feröinni
nokkuö ööruvísi tónlist
en Journey hefur *
hingaö til veriö
platan upp
bandaríska vinsælda-
listann
og seldist þar grimmt.
Hver svo
sem ástasöan hefur
veriö, hefur hljómsveitin
aldrei náð aö koma
fótunum almennilega
undir sig í Evrópu, en af og til hafa
lög hennar oröiö vinsæl hjá Bret-
um og þá einkum á sérhæföum
rokklistum. Þá hafa ýmsar af bestu
ballöðum flokksins átt fylgi aö
fagna, enda sveitin þekkt fyrir
þær. Engu aö síöur hefur þetta
ekki dugaö til þess aö skapa al-
mennar vinsældir í líkingu viö þær,
sem ríkja vestanhafs.
í samvinnu viö Steina hf., um-
boösmenn CBS og þá um leið
plötufyrirtækis Journey hér á landi,
hefur Járnsíöan ákveöiö aö efna til
getraunar i sambandi viö hljóm-
sveitina. Verðlaunin eru ekkert
slor, heldur 5 vönduö og sérstök
Journey-armbandsúr.
Öllum er frjálst að taka þátt í„
getrauninni, sem fer hér á eftir.
Spurningarnar, sem lagöar eru
fram, eru fimm talsins. Svörin viö
spurningunum skuluö þiö skrifa
niöur á blaö og senda Járnsíöunni
fyrir 18. maí. Dregiö veröur úr rétt-
um lausnum og þeir hinir heppnu
veröa úrvals armbandsúri ríkari.
Hreint ekki á hverjum degi sem
svona tækifæri býöst, og þá eru
það spurningarnar.
1. Jonathan Cain heitir núverandi
hljómborösleikari Journey.
Hvaö hét forveri hans í hljóm-
sveitinni?
2. Steve Smith er trommuleikari
Journey, en hvaöa tegund
trommusetts notar hann?
3. Hvaö hétu „hit-lögin“ þrjú af
plötu Journey, Escape, sem út
kom 1981?
4. Neal Schon, höfuöpaur Journ-
ey, lék aöeins 16 ára gamall
meö einum þekktasta gítarleik-
aranum vestanhafs. Sá ráölagöi
honum aö stofna eigin hljóm-
sveit fremur en aö standa í
skugganum af honum sjálfum.
Framan af bar tónlist Journey
keim af tónlist þessa fræga gít-
arleikara, sem enn gerir þaö
gott. Hvaö heitir hann?
5. Hvað heitir söngvari Journey?
Grýlurnar gefa
Mávastellið
út á glænýrri
hljómplötu
„Ég er hérna með bækling um
Mávastellíð, og þar kemur fram,
aö það er framleitt í Danmörku af
Bing og Gröndahl og þar vinna
fleiri hundruð manns við þaö eitt
að handamála postulín," sagði
Ragnhildur Gísladóttir, yfir-Grýla,
er hún hélt smá ræðu í tilefni út-
komu fyrstu breiðskífu Grýlanna,
sem kynnt var á fundi með blaöa-
mönnum og öðrum velunnurum í
Klúbbnum á fimmtudagskvöld.
Þá var um leið haldiö upp á
tveggja ára afmæli hljómsveitar-
innar, en það var í raun þann 1.
apríl, en þá var ekki rétt aö vera
með nein hátíðahöld, enda föstu-
dagurinn langi.
En hvaö er þetta meö Máva-
stelliö? Jú, plata Grýlanna ber ein-
faldlega nafniö Mávastellið, og af
þeim sökum fannst Ragnhildi rótt
aö geta aöeins um tilurö þess og
uppruna. Hún lét þess einnig getiö
í leiöinni, aö ef fólk vildi ekki safna
Mávastellinu, gæti þaö safnaö
Fallandi laufi eöa einhverju ööru.
Þaö er óhætt aö segja aö Grýl-
urnar hafi tekiö kvöldið meö
trompi í Klúbbnum. Ekki aöeins
kom plata þeirra öllum í gott skap,
heldur var frammistaöa þeirra
sjálfra, er þær lóku nokkur lög,
slík, aö undirritaöur minnist aldrei
aö hafa heyrt í þeim jafn sterkum.
Ofan á ágæta spilamennsku, sem
tekiö hefur stórstígum framförum,
var sviösframkoma þeirra meö
miklum ágætum og ættu margar
aðrar íslenskar sveltir aö taka sór
þær til fyrirmyndar í þeim efnum.
Þessi fyrsta breiöskífa Grýlanna
var tekin upp fyrri hluta janúar-
mánaöar í Hljóörita af Louis Aust-
in, en hann tók einnig upp plötu
Egós, i mynd. Reyndar geisaöl
versta veöur á landinu á meöan á
upptökunum stóö, þannig aö sæta
varö lagi til þess aö komast í
Fjöröinn.
Lögin á nýju plötunni eru ellefu
talsins og öll eftir Grýlurnar og þær
eiga einnig allar útsetningar.
Hljóöblöndun fór fram í Starling
Studios (eign Ringo Starr) í Ascot.
Dóra Einarsdóttir hannaöi umslag-
iö, sem og hiö fyrra, og þaö er
hljómplötuútgáfan Spor, sem gefur
plötuna út.
Ragga Gísla var hrsint frábær f Klúbbnum á fimmtudag.