Morgunblaðið - 07.05.1983, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983
Minning:
Guðrún Gunnars-
dóttir Hvolsvelli
Fædd 5. maí 1958
Dáin 27. apríl 1983
Okkur langar að minnast ör-
fáum orðum vinkonu okkar Guð-
rúnar Gunnarsdóttur sem við í
dag kveðjum hinstu kveðju.
Við kynntumst Gullu fyrst á
Laugarvatni en þar hóf hún nám
við Menntaskólann haustið 1974.
Strax tókum við skólafélagar
hennar eftir henni, vegna prúð-
mannlegrar framkomu og hennar
hlýja viðmóts.
Við nánari kynni kom í ljós að
hún hafði góðan mann að geyma
og var ávallt hægt að leita til
hennar jafnt í gleði sem sorg. Á
Laugarvatni kynntist Gulla Sig-
urði Davíðssyni sem síðar varð
unnusti hennar.
Eftir Laugarvatnsveruna skildi
leiðir um sinn, þar sem Gulla og
Siggi fóru fyrst til Vestmennaeyja
og síðan til náms í Reykjavík.
Haustið 1982 fluttust þau svo til
Hveragerðis en Siggi fór að kenna
við Gagnfræðaskólann þar og
endurnýjuðust þá kynni okkar.
Gulla var þá búin að berjast við
sjúkdóm sinn í rúmt ár og var að-
dáunarverður sá styrkur sem þau
sýndu í hinni erfiðu sjúkdómsbar-
áttu allt þar til yfir lauk.
Að leiðarlokum viljum við fá að
þakka fyrir að hafa kynnst Gullu
og átt hana að góðum vini.
Elsku Siggi, Ása og Gunnar, við
vottum ykkur og öðrum ástvinum
okkar dýpstu samúð og biðjum
góðan Guð að styrkja ykkur.
Anna og Tóti
Hún Guðrún er dáin.
Hvílík harmafregn að svo ung
kona í blóma lífsins skuli þurfa að
kveðja eiginmann, foreldra og
vini. Hví svo fljótt, spyrjum við,
sem eftir stöndum. En Guð einn
ræður og við lútum því.
Guðrún var einkabarn foreldra
sinna Ásu Guðmundsdóttur og
Gunnars Guðjónssonar, æskuvina
minna á Hvolsvelli. Hún ólst þar
upp við mikið ástríki þeirra, á
heimili þar sem fagrar listir og
gott mannlíf sat í fyrirrúmi.
Guðrún var einstök fyrirmynd-
arstúlka, góðum gáfum gædd, fal-
leg, skemmtileg og umfram allt
hreinlynd og heilsteypt. Foreldr-
um sínum var hún ávallt til sóma
hvar sem leið hennar lá og vinum
sínum öllum mikill gleðigjafi.
Það er erfitt að sætta sig við þá
staðreynd að fá ekki að hitta hana
aftur í þessu lífi, en minningin er
svo fögur og skilur svo mikið eftir
hjá okkur, að ekkert fær því
grandað.
Fyrir fáum árum heimsótti
Guðrún okkur norður til Akureyr-
ar ásamt vinkonu sinni, Diddu.
Það voru dýrðar dagar og fyrir
þær stundir og ótal margt fleira
vil ég þakka Guðrúnu. Hún var ein
þeirra gersema, sem á vegi manns
verða í þessu iífi.
Hetjuleg barátta hennar er
ógleymanleg öllum þeim sem vitni
urðu að, er hinn skæði sjúkdómur
heltók hana. Eiginmaður og for-
eldrar gengu í gegnum mikla raun
með henni og margsinnis var sig-
urinn þeirra. En að Iokum varð ei
við neitt ráðið og þessi yndislega
kona varð að hverfa frá okkur svo
alltof fljótt.
Elsku Ása og Gunnar, Guð
varðveiti ykkur í hinni djúpu sorg
og megi minningin um ykkar góðu
dóttur styrkja og verma um
ókomna tíð. Ollum ástvinum
hennar sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Birna Björnsdóttir
Föstudaginn 29. apríl sl. lést í
Landspítalanum í Reykjavík
frænka mín, Guðrún Gunnars-
dóttir frá Hvolsvelli. Andláts-
fregn hennar kom ekki mjög á
óvart, þar sem ljóst hafði verið um
nokkurt skeið að hún fór halloka í
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Guð-
rún átti ekki langt lífshlaup að
baki, rétt tæpra 25 ára er hún
hrifin brott úr þessum heimi.
Maðurinn með ljáinn hefur að
þessu sinni lagt að velli unga og
fagra rós í blóma lífsins. Þessi
sami sláttumaður hefur reyndar
höggvið stór skörð í fjölskyldu
Guðrúnar að undanförnu, því ekki
eru nema tæpir þrír mánuðir síð-
an Sigríður amma hennar lést eft-
ir erfiða sjúkdómslegu og fyrir
tveimur árum varð Hörður, móð-
urbróðir hennar, bráðkvaddur rétt
rúmlega fertugur að aldri.
Guðrún var einkadóttir þeirra
hjónanna Ásu Guðmundsdóttur
frá Rangá í Djúpárhreppi og
Gunnars Guðjónssonar frá Hall-
geirsey í Landeyjum. Þau hjón,
Ása og Gunnar, reistu sér hús og
stofnuðu myndarlegt heimili að
Vallarbraut 6 á Hvolsvelli. Kring-
um húsið komu þau sér upp með
dugnaði og atorku fallegum trjá-
garði, einhverjum þeim fegursta
sem ég hef augum litið. Þarna átti
Guðrún heimili sitt allt fram á
fullorðinsár. Skólagöngu sína hóf
hún í barna- og gagnfræðaskólan-
um á Hvolsvelli og sóttist henni
námið vel, enda var hún góðum
gáfum gædd. Eftir að hún hafði
lokið landsprófi frá Hvolsskóla lá
leið hennar í Menntaskólann að
Laugarvatni og þaðan lauk hún
stúdentsprófi vorið 1978. Að loknu
stúdentsprófi fór hún til Vest-
mannaeyja og þar byrjaði hún að
búa með eftirlifandi eiginmanni
sínum, Sigurði Davíðssyni frá
Vestmannaeyjum. f Eyjum starf-
aði hún á sjúkrahúsinu og sem
fóstra á barnaheimili. En eftir um
það bil ársdvöl í Vestmannaeyjum
fluttu þau Sigurður og Guðrún til
Reykjavíkur, þar sem hún hóf
nám í Hjúkrunarskóla íslands. f
Hjúkrunarskólanum hafði Guðrún
lokið tveim vetrum af þrem er
sjúkdómur sá er nú hefur dregið
hana til dauða aftraði henni frá
frekara námi.
Ég man fyrst eftir þessari
frænku minni með glókollinn í
heimsókn hjá afa sínum og ömmu
á Rangá. Það var þó ekki fyrr en
allnokkrum árum síðar er ég bjó
einn vetur á heimili fjölskyldunn-
ar að Vallarbraut 6, að ég kynntist
henni nánar. Tókst þá með okkur
hin ágætasta vinátta og fór jafnan
á með okkur sem bestu systkinum.
Guðrún var traustur félagi, en
ætíð var grunnt á glettninni og
hún hafði ekkert á móti því að
gera manni smá grikk, en gamanið
var jafnan græskulaust. Eg minn-
ist þessarar vetrardvalar með hlý-
hug og þakklæti.
Guðrún verður jarðsungin í dag,
laugardaginn 7. maí, í Stórólfs-
hvolskirkju. Um leið og ég þakka
frænku samfylgdina vil ég votta
foreldrum hennar þeim Ásu og
Gunnari, eiginmanninum Sigurði
og Guðrúnu ömmu hennar mína
innilegustu samúð.
Guðmundur Einarsson
Sól er hnigin til viðar í ævi
ungrar stúlku. Guðrún Gunnars-
dóttir, hjúkrunarnemi, er látin, en
hún lést í Landspítalanum 29. apr-
íl síðastliðinn eftir langa og
stranga sjúkdómslegu, langt fyrir
aldur fram, og vantaði aðeins 6
daga upp á að ná 25 ára aldri. Með
nokkrum orðum vildi ég minnast
Guðrúnar og kveðja hana, en
minningarnar um hana eru bjart-
ar og ljúfar og hafa yfir sér heið-
ríkju sem hvorki ber ský né
skugga á.
Guðrún var fædd 5. maí 1958 og
eru foreldrar hennar Ása Guð-
mundsdóttir frá Rangá og Gunnar
Guðjónsson, trésmiður, frá Hall-
geirsey í Austur-Landeyjum, en
heimili þeirra er að Vallarbraut 6
á Hvolsveli. Á Hvolsvelli ólst Guð-
rún upp við mikið ástríki foreldra
sinna enda var hún einkabarn
þeirra og komu fljótt í ljós hjá
henni miklir hæfileikar, sem mest
mega prýða eina stúlku, því að
hún var falleg, góð og vel gefin
bæði til munns og handa.
Það var bjartan og fagran júní-
dag 1978 að nokkrir nýstúdentar
frá Laugarvatni komu saman á
heimili mínu með systursyni mín-
um, Sigurði Davíðssyni frá Vest-
mannaeyjum, en Guðrún var ein í
þeim hópi og Sigurður kynnti
stúlkuna sína sem fallegustu
stúlkuna á Laugarvatni.. Þetta var
upphafið á kynnum okkar. Guðrún
dvaldi síðan í Vestmannaeyjum á
heimili systur minnar og mágs
veturinn 1978—’79, en hún vann
þá við Sjúkrahús Vestmannaeyja.
Þar var hún elskuð og virt af öll-
um, sem kynntust henni.
Guðrún hóf nám við Hjúkrun-
arskóla fslands haustið 1979 og
hafði hún verið tvö ár við nám
þegar hún veiktist af illkynja
sjúkdómi, sem nú hefur dregið
hana tii dauða.
Þau Guðrún og Sigurður byrj-
uðu búskap að Hraunbæ 34 um
sumarið 1979, en síðastliðið haust
fluttust þau til Hveragerðis þar
sem Sigurður starfar sem kennari.
Það var gaman að koma á heimili
þeirra og sjá, hvað þau voru sam-
taka og hamingjusöm. Framtíðin
blasti við þessu unga fólki með
óteljandi fyrirheitum.
Guðrún var sannkölluð hetja og
barðist við erfiðan sjúkdóm til
hinstu stundar, sárþjáð, en kjark-
urinn og dugnaður hennar voru
óbilandi.
Á Landspítalanum dvaldist hún
síðustu mánuðina á deild 21A og
naut þar einstakrar hjúkrunar af
hendi hjúkrunarkvenna og alls
starfsfólks sem jafnframt dáðist
að andlegu þreki hennar og hug-
arró, og eru öllu þessu fólki færðar
hjartans þakkir.
Missirinn er sár og mikill hjá
okkur öllum, aðstandendum henn-
ar, en sárastur hjá Sigurði, for-
eldrum og aldraðri ömmu, Guð-
rúnu á Hallgeirsey.
Blessuð sé minningin um Guð-
rúnu Gunnarsdóttur. Guð gefi
ykkur öllum styrk í trúnni á hann
sem lifir.
Guðrún Margeirsdóttir
Með örfáum orðum langar mig
að minnast nemanda míns, Guð-
rúnar Gunnarsdóttur frá Hvols-
velli, sem andaðist 29. apríl sl.,
tæpra 25 ára að aldri. Sú fregn
kom að vísu ekki á óvart. Síðustu
misseri hafði hún háð hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Guðrún var fædd 5. maí 1958,
einkabarn hjónanna Ásu Guð-
mundsdóttur og Gunnars Guð-
jónssonar á Hvolsvelli. Hún var í
Menntaskólanum að Laugarvatni
4 vetur og lauk héðan stúdents-
prófi vorið 1978. Hér var Guðrún
allra eftirlæti, er henni kynntust.
Hún var óvenju fögur og glæsileg ^
stúlka, kurteis og glaðlynd, góður
og vaxandi námsmaður. Hér
kynntist hún bekkjarbróður sín-
um, Sigurði Davíðssyni úr Vest-
mannaeyjum, miklum efnismanni
og góðum dreng, nú kennara í
Hveragerði. Þau felldu hugi sam-
an og gengu í hjónaband. Bæði
fóru þau í framhaldsnám, og lífið
virtist brosa við þeim.
„Reyr, stör sem rósir venar
reiknar hann jafnfánýtt“,
kvað Hallgrímur um hinn slynga
sláttumann. Þótt erfitt sé að
sætta sig við svo hart lögmál, má
það vera nokkur raunabót að Guð-
rún naut allrar þeirrar ástar og
umhyggju, sem veitast mátti, bæði
eiginmanns og foreldra, sem tóku
sig upp frá störfum til að geta ver-
ið sem næst henni síðustu mánuð-
ina.
Að ástvinum Guðrúnar er
þyngri harmur kveðinn en nokkr-
um orðum verði að komið. Við
hjónin sendum þeim innilegar
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
blessa þau og styrkja.
Kristinn Kristmundsson
{ dag kveðjum við Gullu, bekkj-
arfélga okkar frá Menntaskólan-
um að Laugarvatni. Fyrstu kynni
okkar af henni voru haustið 1974
þegar við komum þangað til náms.
Þá fjóra vetur sem við vorum sam-
ferða henni minnumst við hennar
sem trausts og góðs félaga. Gulla
varð brátt vinsæl og vel liðin
vegna hlýs viðmóts óg hjálpsemi,
sama hver í hlut átti. Gulla var
rólynd að eðlisfari, en ákveðin við
það sem hún tók sér fyrir hendur
hvort sem um nám eða félagsstörf
var að ræða. Að Laugarvatni
kynntist hún unnusta sínum, Sig-
urði Davíðssyni, bekkjarfélaga
okkar og vini. Ári eftir stú-
dentspróf fluttu þau til Reykjavík-
ur og hófu þar nám. Gulla fór í
hjúkrunarfræði, og lýsir það hug-
arfari hennar betur en margt ann-
að.
f Reykjavík lágu leiðir flestra
bekkjarfélaganna aftur saman.
Kynntumst við þá enn betur gest-
risni þeirra og ljúfmennsku á hlý-
legu heimili þeirra. Það fékk mjög
á okkur þegar við fréttum að
Gulla ætti við alvarlegan sjúkdóm
að stríða. En Gulla brást ekki
kjarkur fremur en fyrr, heldur
sýni aðdáunarverðan styrk og
æðruleysi. Gulla og Siggi voru alla
tíð mjög samrýnd og kom það ekki
síst í ljós í veikindum hennar, þar
sem hann, ásamt foreldrum henn-
ar, stóðu við hlið hennar þar til
yfir lauk. Okkur er öllum mjög
mikil eftirsjá af Gullu, mikið og
vandfyllt skarð er höggvið í hóp-
inn við fráfall hennar. Við sendum
Sigga og foreldrum Gullu okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
megi minning hennar lifa.
Samstúdentar frá Menntaskól-
anum að Laugarvatni 1978.
Gulla, vinkona okkar og fyrrum
skólasystir, er látin, tæplega 25
ára að aldri.
Hún var uppalin á Hvolsvelli,
einkabarn foreldra sinna, Gunn-
ars Guðjónssonar og Ásu Guð-
mundsdóttur. Hún varð stúdent
frá Menntaskólanum á Laugar-
vatni 1978, þar kynntist hún
manninum sínum, Sigurði Davíðs-
syni kennara.
Leiðir okkar og Gullu lágu sam-
an haustið 1979 þegar við hófum
nám í Hjúkrunarskóla Islands.
Hún var góð námsmanneskja og
var jafnan í hópi þeirra hæstu í
bekknum. Við unnum saman af og
til í verklega náminu og það var
greinilegt að Gulla var efni í góð-
an hjúkrunarfræðing, um það
báru samskipti hennar við sjúkl-
ingana best vitni. Hún hafði þá
hlýju og umhyggjusemi til að bera
sem þarf í þessu starfi. Það kom
oft fyrir að sjúklingarnir báðu
sérstaklega um hana.
í lok 2. námsársins greindist sá
sjúkdómur sem að lokum dró hana
til dauða. Skyndilega snérist blað-
ið við, hjúkrarinn var orðinn
sjúklingur.
Gulla kom fyrir sem róleg og
hæglát manneskja, hlý og aðlað-
andi, oftast var stutt í brosið og
hláturinn. í erfiðleikum og mót-
læti, eins og þeim sem á vegi
hennar urðu, kemur oft best í ljós
hvaða mann einstaklingurinn hef-
ur að geyma. Hann bregst mis-
jafnlega við og það er ekki ofsög-
um sagt, að Gulla brást við eins og
hetja. Hún tók því sem að höndum
bar með einstöku raunsæi. Það
sama má segja um Sigga, hann
brást svo sannarlega ekki þegar á
reyndi.
Það skiptust á skin og skúrir
þennan tíma sem veikindin stóðu
yfir — vonir og vonbrigði og stöð-
ug spenna. Þessa síðustu mánuði
sýndi Gulla mikinn styrk og hafði
sætt sig við hlutskipti sitt, að svo
miklu leyti sem það er hægt.
Auk Sigga stóðu foreldrar henn-
ar og Gunna frænka eins og klett-
ur við hlið hennar allan tímann og
veittu henni ómetanlegan stuðn-
ing. Einnig sýndi starfsfólk deild-
ar 21-A á Landspftalanum ein-
staka umhyggjusemi.
Okkur sem ung erum, rétt
hálfnuð með þrítugsaldurinn,
finnst lífið vera rétt að byrja, það
er svo ótalmargt sem við eigum
ógert og dauðinn stendur okkur
yfirleitt ekki nærri. Okkur finnst
sjálfsagt að vera lifandi, heil
heilsu og full starfsorku. Við leið-
um yfirleitt ekki hugann að því, að
þetta séu hugsanlega forréttindi.
Dauði svo ungrar manneskju fær
okkur til að hrökkva óþyrmilega
við og það er erfitt að skilja til-
ganginn.
En staðreynd er staðreynd, við
kveðjum Gullu og þökkum sam-
verustundirnar.
Við sendum ástvinum hennar
innilegar samúðarkveðjur. Minn-
ingin um hana lifir.
Tóta og Palla
Minning:
Jóhanna Magnús-
dóttir Svarfhóli
Fædd 14. febiúar 1893
Dáin 26. aprfl 1983
Hún Jóhanna frænka er dáin.
Ekki er það ætlun mín að rekja
hér ætt hennar eða æviferil í þess-
um fátæklegu orðum, heldur að
þakka fyrir samverustundir þær
er við áttum saman. Þessar sam-
verustundir urðu þó flestar síð-
ustu mánuði lífs hennar, þar sem
spor okkar lágu saman. Jóhanna
var þá orðin háöldruð og mikill
sjúklingur. Best minnist ég ákveð-
inna skoðana hennar á lífinu og
tilverunni, kímnigáfunnar og
viijastyrksins, sem kom svo vel í
Ijós er henni tókst að komast á
fætur eftir að hafa lamast af völd-
um heilablóðfalls og það sem
dýrmætara var, henni tókst að
komast heim. Þar voru flestar
hennar hugsanir. Hvernig fólkinu
hennar liði og hvernig búskapur-
inn gengi. Heima auðnaðist henni
að dvelja nokkrar vikur áður en
hún fékk áfall það, er varð þess
valdandi að hún lagðist á sjúkra-
hús og átti ekki afturkvæmt.
Er ég minnist Jóhönnu fyrst var
hún orðin eldri kona, hávaxin og
bein í baki. Best sé ég hana fyrir
mér klædda í íslenskan búning og
bera hann með reisn og virðingu,
en þannig mætti hún einatt á
mannfagnaði. Einstakt var hve vel
hún fylgdist með því sem gerðist í
umhverfinu. Okkur barnabörnum
bróður síns sýndi hún mikinn hlý-
hug og áhuga á velferð okkar.
Við hjónin viljum biðja algóðan
Guð að blessa Jóhönnu frænku og
alla hennar ástvini. í Guðs friði.
Hulda Karlsdóttir