Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 Verður kannað í vor og lagfært ef þörf er á - segir framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs um ágang Jökulsár í Herðubreiðarlindum „ÞETTA verður kannað í vor, og ef þörf verður talin á, verður væntan- lega gert við varnargarðinn, fjár- magn er tiltækt ef þarf og Vegagerð- in myndi annast verkið,“ sagði Jón Gauti Jónsson framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón var spurður hvort til ráðstafana yrði gripið vegna ágangs Jökulsár á Fjöllum í Herðu- breiðarlindum, en eins og Mbl. hef- ur skýrt frá hafa margir áhyggjur af að hinar logru Herðubreiðarlindir skemmist af vatnagangi jökulsárinn- ar. Jón kvað fréttir af hættu af Jök- ulsá vera meiri en tilefni væri til að sínu mati. Varnargarður hefði verið reistur í Herðubreiðarlind- um á fimmta áratug þessarar ald- ar, og hefði hann trúlega bjargað staðnum frá því að fara undir jök- ulvatnið. Væri þess þörf, yrði gert við garðinn, en ekkert benti til þess að meiri hætta væri á ferðum nú en allan síðastliðinn áratug. „Hitt er svo annað mál,“ sagði Jón, „að trúlega mun jökulvatnið hafa sitt fram þarna fyrr eða síðar, en líklegra finnst mér að það verði á næstu öld en þessari. En reynslan sýnir að erfitt er að hemja Jök- ulsá, þótt um tíma sé unnt að beina henni aðeins á leið." Varahluturinn, sem sóttur var til Lyon, fluttur frá borði. Um var að ræða aðalhífingarmótor byggingarkranans. Ljósm. Mbl. KEE. Seðlabankabyggingin: Sendu eftir vara- hlut til Frakklands VEGNA bilunar í byggingarkrana þeim sem notaður er við byggingu Seðlabankahússins við Arnarhól, var send flugvél eftir varahlut til Lyon í Frakklandi og var kostnað- ur vegna þess um 100 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Baldri Jóhann- essyni byggingarstjóra í gær. Sagði Baldur að með því að senda sérstaklega eftir vara- hlutnum hefði sparast fé, bygg- ingarstaðurinn væri mjög háður krananum og til stöðvunar hefði komið, ef ekki hefði verið sent sérstaklega eftir varahlutnum. Taldi hann að um 7 vinnudagar hefðu sparast vegna þessarar ráðstöfunar, en þarna eru á milli 40 og 50 manns i vinnu og hefði mannskapurinn orðið verklaus þann tima. Tilraunageimskutl an kemur 19. maí Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun senda tilraunageim- skutluna Enterprise á flugsýninguna í París og verður hún flutt til Parísar á baki geimferjuflutningavélar af gerðinni Boeing 747 og er búist við að vélin lendi á Keflavíkurfiugvelli þann 19. maí og verði þar yfir nótt- ina. Það er hugsanlegt að svipuð dvöl verði og á bakaleiðinni frá Par- ís þann 7. júní, segir í frétt frá Menningarstofnun Bandaríkjanna. f geimferðaáætlun Bandaríkj- anna var Enterprise notuð fyrir aðflugsprófanir og lendingar við Andrews-flugherstöðina í Kali- forníu og milljónir manna sáu þessar tilraunir í sjónvarpi. Síðar var skutla þessi notuð við prufur á skotpallinum og öryggiskerfi tengdum geimferjunni á jörðu niðri í Kennedy-geimstöðinni í Flórida. Samstæðan Boeing 747-vélin og geimskutlan eru 23,7 metrar á hæð (78 fet), 70,7 metra löng (232 fet) og hefur vængjahaf sem er 60 metrar (196 fet). Ent- erprise mun vera föst á baki flutn- ingafarsins á meðan á allri Evr- ópudvölinni stendur og ferðinni til Bandaríkjanna. Könnun á geðheilsu fjögurra ára barna í Reykjavfk: Fimmta hvert barn á við alvarlegan vanda að etja NÝLEG könnun á geðheilsu fjögurra ára barna í Reykjavík leiddi í Ijós að um 20% þeirra bama sem skoðuð voru eiga við alvarlegan vanda að etja, og þar af eru 12% sem búa við verulega slæma geðheilsu. Þá kom það fram að geðheilsa drengja á þessum aldri virðist vera nokkru verri en stúlkna. Það var Barnadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur sem stóð fyrir þessari könnun á árun- um 1981—82. Guðfinna Eydal sál- fræðingur hefur unnið úr könnun- inni og lágu niðurstöður fyrir í mars sl. Guðfinna sagði að ein markverðasta niðurstaða könnun- arinnar væri sú, að svo virtist að samband væri á milli geðheilsu fjögurra ára barna og þess hvar þau væru á daginn. Það hefði komið í ljós að börn sem dveldust heima yfir daginn hefðu meiri til- hneigingu til að lenda í þeim flokkum sem alvarlegri teljast samkvæmt geðheilsumati en þau börn sem væru í gæslu utan heim- ilis yfir daginn. En Guðfinna bætti því við að fara þyrfti var- lega í að túlka þessa niðurstöðu. Nefndi hún tvær ástæður í því sambandi: Það verður að teljast líklegt að foreldrar reyni frekar að halda þeim börnum heimavið sem eiga við einhver vandamál að stríða. Auk þess er mögulegt að slæmt ástand á sumum foreldrum þeirra barna sem heima eru eigi hér nokkra sök á. vera með kæki, pissa eða kúka á sig, alvarlegar svefntruflanir, geð- ofsaköst og aðskilnaðarkvíða. Svo og erfiðleika barna við að mynda eðlileg tilfinningatengsl við aðra. Eru slík börn iðulega mjög árás- argjörn eða fram úr hófi bæld og lokuð. Aðrar niðurstöður Engin marktæk fylgni var á geðheilsu barnanna og stöðu þeirra í systkinahópi. Reyndar beindist könnunin ekki sérstak- lega að þessum þætti þar sem % barnanna voru einbirni, en meiri- hluti hinna átti aðeins eitt eða tvö systkini. Þá var heldur engin fylgni á milli geðheilsu og búsetu barnanna á Reykjavíkursvæðinu. En nokkur fylgni reyndist vera á milli lakrar geðheilsu barna og lélegs almenns þroska. Þannig kom það í ljós að mörg þessara barna höfðu slakan málþroska, illa þroskað formskyn og voru óeðlilega slök í ýmiss konar hand- verki. Svo virðist einnig sem drengir séu í heild árásargjarnari en stúlkur, en þær aftur frekar bældar og lokaðar. Auk Guðfinnu unnu að þessari rannsókn Jóna Guðmundsdóttir heilsuverndarhjúkrunarfræðing- ur, en hún tók viðtölin ásamt Guð- finnu, og Þórólfur Þórlindsson prófessor, sem hafði umsjón með tölvuvinnslunni. Bíður ákvarð- ana stjórnvalda VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins kom saman til fundar síðastliðinn mánudag til að ræða almennt fisk- verð og verð á humri. Var þar lítið tekið á málum og annar fundur hef- ur ekki verið boðaður. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun verðlagsráð bíða átekta eftir ákvörðunum stjórn- valda um viðbrögð við efnahags- vandanum. Telur verðlagsráð, að það geti engar ákvarðanir tekið eða rætt málin á eðlilegum grundvelli fyrr en skýrist hvað stjórnvöld gera vegna væntan- legra launa- og verðlagshækkana 1. júní næstkomandi. Nýtt fiskverð á að taka gildi 1. júní og humarverð skal ákveðið við upphaf vertíðar 26. þessa mán- aðar. INNLENT 113 þúsund eintök upp á 584 síður SÍMASKRÁIN 1983 er komin út og verður afhent símnotendum frá næstkomandi mánudegi. Hún gengur í gildi miðvikudaginn 1. júní. Upplag símaskrárinnar er um 113 þúsund eintök og hefur blað- síðutal bókarinnar aukist um 32 síður frá síðasta ári og er nú 584 blaðsíður. Brot bókarinnar er óbreytt frá því í fyrra. Sú breyting hefur verið gerð á skránni, að atvinnu- og við- skiptaskráin er nú fyrir aftan nafnaskrá landsímastöðvanna. Þá eru símanúmer neyðar- og öryggissíma á forsíðu kápunnar innanverðri og á efri hluta bak- síðunnar að utanverðu. Framkvæmd könnunarinnar Könnunin tók til 184 barna sem valin voru af handahófi. Það lætur nærri að þetta sé um 10% fjög- urra ára barna í Reykjavík á þessu tímabili. Var fyrst rætt ítarlega við foreldra barnanna, en síðan voru lögð sérstök stöðluð verkefni fyrir börnin, sem mæla áttu ann- ars vegar geðheilsu þeirra og hins vegar almennan þroska. Er könn- unin byggð á sænskri fyrirmynd, en þó talsvert staðfærð, og of mik- ið til þess að unnt væri að bera niðurstöður könnunarinnar sam- an við kannanir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndunum. Þó sagði Guðfinna að talan 20% væri mjög algeng niðurstaða í könnunum þar sem mat væri lagt á geðheilsu. Meðal atriða sem talin eru til marks um laka geðheilsu barna nefndi Guðfinna nokkur afmörkuð einkenni eins og að naga neglur, Þorgerði Ingólfsdóttur veitt „Bjartsýnisverðlaun Bröstes“ Þorgerður Ingólfsdóttir „ÉG ER afskaplega þakklát og tek við þessum verðlaunum í afskap- lega mikilli auðmýkt,“ sagði Þor- gerður Ingólfsdóttir í samtali við Mbl. í tilefni þess, að henni hafa verið veitt „Bjartsýnisverðlaun Bröste 1983“, en verðlaunin verða formlega afhent í Bröste Gaard í Kaupmannahöfn 9. júní nk. „Verðlaunin eru í raun fyrst og fremst til þess starfs, sem ég er aðeins þjónn fyrir. Mér finnst i þessum verðlaunum fólgin ákveðin viðurkenning til þess skólastarfs, sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Þorgerður enn- fremur. Það er mjög ánægjulegt að sjá, að þetta starf er einhvers metið, ekki sízt það uppeldisstarf, sem er í því fólgið að ala upp ungt fólk með tónlist," sagði Þorgerð- ur að síðustu. í niðurlagi greinargerðar út- hlutunarnefndar um verðlauna- hafann segir: „Aðalatriðið er samt bjartsýnin, trúin á að vel takist og að hugur þess, er í hlut á, ráði hálfum sigri. Þeir, sem bjartsýnina eiga munu bera sig- ur úr býtum. Af ofangreindum ástæðum teljum vér því, að Þor- gerði Ingólfsdóttur beri með réttu að hljóta „Bjartsýnisverð- laun Bröstes" — „Bröstes Optimistpris“ 1983“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.