Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 33 Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Sjö ára strákar eru duglegir í fótbolta. Pollinn sem gisti hjá mér um stundarsakir var engin undantekning, það var svona rétt að hann gleypti í sig kvöld- matinn og svo var hann rokinn út að sparka með vinunum í göt- unni. Eitt kvöldið birtist stráksi skyndilega skömmu eftir mat- inn. Hann sest þegjandi inní stofu og mænir á fréttamanninn í sjónvarpinu. Ég spyr hvort eitthvað sé að? „Tommi og Jenni í sjónvarpinu, við fórum öll heim að horfa." Það var mikið hlegið Barnið og stillimyndin að Tomma og Jenna og svo hlaupið aftur út í fótboltann. Líða nokkrir dagar í áköfu sparki, þá birtist stráksi jafn óvænt og þetta eina kvöld sem Tommi og Jenni voru á skjánum. Klukkan er 6 á miðvikudegi. Sem fyrr sest stráksi fyrir framan sjónvarpstækið og ég man skyndilega eftir að þennan dag er að hefjast klukkutímaþáttur fyrir börn. Ég beini hljóðgeislan- um að tækinu en í staðinn fyrir Tomma eða Jenna ygglir stilli- myndin sig framan í okkur: „Sona er þetta ekki í Englandi, þar sem ég átti heima." Að svo mæltu er stráksi rokinn aftur út í fótboltann, en ég sit eftir leiður og sár fyrir hönd krakkanna. Var nú ekki hægt að þyrma þessum eina klukkutima í miðri viku sem er ætlaður börnum? Auðvitað getum við ekki keppt Hugleiðing um barnapólitík út- varpsráðs og tillaga til úrbóta við stórþjóðir á borð við Breta, en minna má nú gagn gera að hafa barnaefni á sunnudögum og svo smáteiknimynd eftir fréttir. Við sáum bara hve hrifnar fót- boltahetjurnar voru af Tomma og Jenna að þeir einir megnuðu að draga þær af vellinum. Nú veit ég vel að sjónvarpið er á hausnum og sú ákvörðun út- varpsráðs að skera „stubbinn" af krökkunum á miðvikudögum var ekki tekin nema að vandlega at- huguðu máli. En því miður er það nú svo að ráðamenn þessar- ar þjóðar ráðast gjarnan á garð- inn þar sem hann er lægstur. Þetta vita þeir sem daglega þurfa að kaupa nauðsynjar handa börnum þessarar þjóðar, „lúxusvarning" eins og jógúrt, pappírsbleyjur, mjólk og fata- bleðla hverskyns. Auðvitað eru þessar vörur hreinn munaður í augum þeirra aldamótabarna sem ólust upp við hafragraut vatnsbættan, og áttu mæður sem fórnuðu starfsævi sinni í bleyju- þvott og fatasaum. Unum við börnum okkar virkilega ekki þess að þau njóti alls hins besta sem nútíma framleiðsluhættir hafa uppá að bjóða án þess að skattpína þau úr hófi fram? Ég gæti skrifað langt mál um skilningsleysi vors þjóðfélags á stöðu barnsins, en held mig við barnatímana í sjónvarpinu. Ég held nefnilega að það sé til lausn á því máli. Af hverju safnar sjónvarpið ekki tilboðum frá þeim kvikmyndafélögum sem þegar hafa fest rætur hér á landi — um gerð sjónvarpsefnis fyrir börn og unglinga? Það ætti ekki að vera svo ýkja kostnaðarsamt fyrir sjónvarpið okkar að senda út svo sem klukkutima á dag — virka daga — efni sem bærist tilbúið frá kvikmyndaverunum. Það mætti hugsa sér að sjón- varpið borgaði ekkert fyrir þetta efni, heldur söfnuðu kvikmynda- verin auglýsingum er stæðu und- ir kostnaði. Ég held að svona þættir gætu leyst úr læðingi krafta sem þessa stundina beinast einkum inn á svið auglýsingagerðar. Af hverju ekki? Ég er einn þeirra sem á sjónvarpið og borga rekstrarkostnað þess. Eg hrein- lega krefst þess að það komi meira til móts við börn mín. Ég get að sjálfsögðu ekki krafist þess að sjónvarpið fari þá leið sem ég hefi hér bent á. Hver og einn getur ekki skipt sér þannig af stofnun þótt hún sé rekin fyrir almannafé. Hins vegar er það lágmarkskrafa að opinber stofnun sem á að þjóna öllum landsmönnum líti ekki framhjá stórum þjóðfélagshópi — erf- ingjum þessa lands. Að lokum vil ég hughreysta þá útvarpsráðsmenn með því að fyrir skömmu kom út ágætur bæklingur á vegum Kvikmynda- sjóðs. I þessum bæklingi sem nefnist Icelandic Films 1980—1983 eru nefnd hvorki meira né minna en 30 íslensk fyrirtæki er hafa kvikmynda- gerð á dagskrá. Og það er ekki nóg með að nöfn þessara fyrir- tækja séu gefin upp heldur er einnig að finna örstutt yfirlit yf- ir starfssvið þeirra. Á því sést að hér er þegar kominn vísir að kvikmyndaiðnaði — iðnaði sem íslenska sjónvarpinu ber skylda til að hlúa að. Fótboltaskór Æfingaskór Gaddaskór Æfingagallar Klapparstíg 44, sími 11783. | Sovétríkin 15. júlí - 5. ágúst 5.-26. ágúst. Tvær þriggja vikna ferðir til Moskvu, Leningrad og Sochi ásamt fimm nátta dvöl í Kaupmannahöfn. Dvalist er í tíu daga á hinum frábæru baðströndum Svartahafsins við Sochi, í óviðjafnanlega fögru umhverfi þessa stærsta og fræg- asta sólbaðsstaðar Sovétríkjanna. Helsinki 17. júlí - 3. ágúst Helsinki-ferðin er á einstaklega hag- stæðu verði og nú opnast kórum, lúðrasveitum, íþróttafélögum og ótal öðrum félagasamtökum ásamt auðvitað einstaklingum langþráð og kærkomið tækifæri til þess að heimsækja Finnland með ævintýralega litlum tilkostnaði. Sumarhús í Danmörku 11.-30. júní 1.-21. júlí 22. júlí - 11. ágúst Þrjár bráðsmellnar og óvenjulegar ferðir á ótrúlega glæsilegum kjörum fyrir alla aðildarfélaga. Ekið er vítt og breytt um landið og dvalist í glæsilegum sumar- húsum á þremur stöðum í Danmörku. Skemmtileg blanda af rútu- og sumar- húsaferð. 14. júlí - 4. ágúst 3ja vikna dvöl í Toronto, 3ja vikna dvöl í Winnipeg, bílaleigubíll, Florida, Hawaii, stórborgir á vesturströndinni eða hvað annað sem hugurinn girnist. Leiguflugið til Toronto og þaðan yfir til Winnipeg er einstaklega ódýr byrjun á góðri ferð til Vesturheims. 16. - 28. júní Stórskemmtileg bændaferð til Skotlands Ekið er víða um landið, gist í frægum borgum og fallegum bæjum, víðfrægir ferðamannastaðir heimsóttir og jafnvel kikt á Loch Ness skrímslið! Frægir og athyglisverðir búgarðar sóttir heim og ótal margt fleira gert sem jafnt heillar hinn almenna ferðamann og er stórfróð- legt fyrir allt landbúnaðarfólk. Rútuferðir Við minnum í lokin á hinar sívinsælu rútuferðir um mið-Evrópu, 8-landa sýi 6-landa sýn, Rínarlönd og Jersey/ Frakkland. Nú seljum við síðustu sæ í hverri rútu! Samvinnuferdir - Landsýn AIIRTIIR<?TP/FTI 19 - RÍMAR 97D77 A 98SQQ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.