Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1983 Michael Voslensky er sovéskur sagnfræöingur, sem naut mikils trúnaðar og álits í heimalandi sínu, þar til hann í byrjun síðasta áratugs flúði til Vestur- landa. Hann hefur nú skrifað bókina Nomenklatura, sem er lýsing á herrastétt- inni í Sovétríkjunum, völdum hennar, forréttindum, efnahagsáhrifum, einangr- un og hugsunarhætti. Bókin er m.a. byggð á persónulegri reynslu höfundar. Birgir ísl. Gunnarsson mun fjalla um þessa bók í nokkrum greinum hér í blaðinu. iCrrictenteracfw- tMassaviSoKetLnorwi Nomenklatura — eftir Birgi ísl. Gunnarsson Það orð, sem er notað í fyrir- sögn þessarar greinar, er nafn á bók, sem vakið hefur mikla at- hygli að undanförnu. Þeir sem lesa greinar um Sovétríkin, hvort sem er í þýskum, enskum eða frönskum blöðum rekast æ oftar á þetta orð. Það er á góðri leið með að verða alþjóðlegt heiti á þeim hópi manna, sem hefur völdin í sovésku þjóðfélagi og stjórnar því frá degi til dags. A sama hátt og orðið Gulag hefur orðið ákveðna merkingu, þegar rætt er um sovéskar þrælkun- arbúðir, er orðið Nomenklatura að festast í sessi sem hugtak yfir hina nýju valdastétt í Sovétríkj- unum. Höfundurinn Höfundur þessarar bókar er Michael Voslensky. Hann er sov- éskur sagnfræðingur og starfaði í mörg ár fyrir þá deild innan sovésku vísindaakademíunnar, sem fjailar um alþjóðleg sam- skipti og alþjóðaefnahagsmál. Voslensky starfaði einnig sem einn af ræðuskrifurum Krustj- evs á sínum tíma. Hann er því gjörkunnugur sovétkerfinu inn- an frá. Hann flúði til Vestur- landa á síðasta áratug og starfar Birgir Isl. Gunnarsson nú við rannsóknastofnun um sovésk málefni í Múnchen. Bók Voslenskys um Nomenklatura kom fyrst út á þýsku 1980, en hefur síðan verið þýdd á mörg tungumál. Bókin kom t.d. endur- bætt út í sænskri þýðingu á sl. ári og er stuðst við þá útgáfu í þessari umsögn og í þeim grein- um, sem á eftir koma. I formála fyrir sænsku útgáf- unni segir, að það sem komi nýtt fram í bók Voslenskys sé fjöldi athugana, sem höfundur hafi gert á Nomenklatura — hinni „MeÖ notkun sinni á þessu orði vill höf- undur hins vegar vísa til þess kerfis valda- manna í öllum lykil- stööum, sem vaka yfir smáu sem stóru í lífi Sovétborgarans og reyndar borgara í öör- um ríkjum sósíalism- ans.“ ráðandi stétt í Sovétríkjunum — og að niðurstöður hans séu byggðar á eigin reynsiu, þar sem hann sjálfur hafi notið mikils trúnaðar þar innan dyra. Síðan segir í þessum formála: „En hið nýja í bók Voslenskys er einnig aðferð hans við að skilgreina sovétkerfið. Hann hefur gert það, sem enginn annar hefur gert á undan honum, þ.e. notfært sér hugsanir og kenningar Marx í athugunum sínum." Höfundur er hins vegar mjög gagnrýninn á kenningar Leníns, sem hann tel- ur að hafi lagt grundvöllinn að því yfirstéttarkerfi, sem ein- kenni Sovétríkin. Kerfí valdamanna í fyrsta kafla bókarinnar gerir TURA höfundur nokkra grein fyrir vinnubrögðum sínum og við- fangsefni. Hann byrjar á því að skýra orðið Nomenklatura. Orð- ið þýðir röð eða kerfi hugtaka á nánast hvaða sviði sem er, t.d. í læknisfræði, grasafræði og líf- fræði svo að eitthvað sé nefnt. Með notkun sinni á þessu orði vill höfundur hins vegar vísa til þess kerfis valdamanna í öllum lykilstöðum, sem vaka yfir smáu sem stóru í lífi Sovétborgarans og reyndar borgara í öðrum ríkj- um sósíalismans. Varðandi nánari skilgreiningu á orðinu vitnar bókarhöfundur til opinbers rits, sem gefið var út í Moskvu 1978 um skipulag flokksins. Þar segir: „Nomen- klatura er tákn yfir mjög mikil- vægar stöður. Þeir sem geta komið til greina í þær stöður eru fyrirfram rannsakaðir, viður- kenndir og mælt með þeim af flokksstjórninni í héraði, borg eða á stærra svæði. Á sama hátt verður flokksstjórnin að sam- þykkja að maður, sem fengið hefur inngöngu í Nomenklatura flokksstjórnarinnar, verði leyst- ur frá starfi sínu. Það eru per- sónur, sem gegna lykilstörfum, sem ganga inn í Nomenklatura." Persónuleg reynsla Bókin fjallar sem sagt um „hina nýju stétt“ í Sovétríkjun- um, en það er það nafn, sem Milovan Djilas kallaði valda- stéttina í ríkjum sósíalismans. Bókinni er skipt í átta kafla og hver kafli skiptist í marga und- irkafla. Viðfangsefni kaflanna eru sem hér segir: Upphaf og myndun hinnar ríkjandi stéttar. Hverjir tilheyra Nomenklatura og hvernig komast menn inn. Völd herrastéttarinnar í efna- hagslífinu og arðrán hennar. Forréttindin og einangrunin frá fólkinu. Einræði stéttarinnar. Heimsveldisstefna Nomenklat- ura. Hugsunarháttur og sálarlíf. Bókin er skrifuð á léttu og skemmtilegu máli og höfundur kryddar gjarnan frásögn sína með persónulegum endurminn- ingum eða smásögum. Hann lýs- ir skært inn í það hyldjúp tii- finningaleysis og kulda, sem ein- kennir stjórnarkerfi sósíalísku landanna. Lýsingar höfundar á sovét- kerfinu og niðurstöður hans eru margar mjög athyglisverðar. Tii að kynna lesendum Mbl. frekar það, sem fram kemur í bókinni, verður hér í nokkrum greinum fjallað um ýmsa þætti úr efni bókarinnar. Birgir (sl. Guanarssoa er eiaa af alþingismönnum Sjálfstædisflokks- ins í Reykjavík. Syndir feðranna eiga ekki að hindra húsbyggingar ungs fólks — eftir Halldór Blöndal alþm. Ég fékk kalda kveðju í sumar- gjöf frá Guðjóni Jónssyni hér í Morgunblaðinu. Tilefnið var, að ég hef beitt mér fyrir því á Alþingi og utan þess, að ungu fólki verði aftur gert kleift að eignast íbúð án þess að ganga fram af sér. Kjarni málflutnings míns hefur verið sá, að í skjóli verðbólgunnar hefur jafnöldrum mínum tekist að búa um sig í hollum híbýlum, sem þeir eru stoltir af. Ég hef sett fram þá kröfu, að unga fólkið, niðjarnir, fái sama rétt og foreldrarnir. Mín lausn hefur verið sú, að þeim, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð, verði gefinn kostur á viðunandi láni til langs tíma, sem gerlegt sé að rísa undir með venjulegum launatekjum. Menn vilja búa að sínu Eftir að Svavar Gestsson varð ráðherra húsnæðismála hefur bor- ið æ meira á því, að ungt fólk sé á hrakhólum með húsnæði og það á eftir að ágerast. Skýringin er sú, að menn geta ekki lengur ráðist i húsbyggingar með dugnað og fyrirhyggju sjáifs sín að vopni. Á hinn bóginn verða þær kröfur æ háværari, að allur þorrinn geti flutt áhyggjuiaust í verkamanna- bústaði eða leiguíbúðir hins opin- bera. Sú lausn er kölluð „félags- leg“, en er, þegar betur er að gáð, óæskileg og raunar óraunsæ óskhyggja eins og áþreifanlega hefur á sannast á skömmum (of löngum þó) ráðherraferli Svavars. Verkamannabústaðakerfið er löngu sprungið og leiguíbúðirnar láta á sér standa, einfaldlega vegna þess að þær eru of dýrar. Einstaklingurinn fer hægar í sakirnar og sýnir meiri fyrir- hyggju en tilsjónarmenn félags- málaráðherra. Svo einfalt er það. Þó skattaáþjánin sé orðin mikil hér á landi vantar enn mikið upp á til að hún dugi til þess. að hið opinbera byggi yfir allt það unga fólk, sem nú er að hefja lífsbarátt- una. Hávamál eru það kvæði, sem mér hefur ávallt þótt mest koma til eftir að Gísli Jónsson kenndi mér að skilja það. Það er jafn satt núna og fyrir þúsund árum, að „halur er heima hverr“, — að menn vilja fá að búa að sínu, vera öðrum óháðir, kóngar í sínu ríki. Sumir segja að Bjartur í Sumar- „Sumir segja, að Bjart- ur í Sumarhúsum hafí verið íslenskari en allt sem íslenskt er. Hann var sjálfstæðismaður í þess orðs fyllstu merk- ingu. Og þótt Ián séu verðtTyggð nú, gagn- stætt því sem áður var, stendur hugur unga fólksins til hins sama. Það vill eiga sín híbýli, fegra þau og prýða smátt og smátt.“ húsum hafi verið islenskari en allt sem íslenskt er. Hann var sjálf- stæðismaður í þess orðs fyllstu merkingu. Og þótt lán séu verð- tryggð nú, gagnstætt því sem áður var, stendur hugur unga fólksins til hins sama. Það vill eiga sín hí- býli, fegra þau og prýða smátt og smátt, jafnvel þótt hurðir vanti fyrst í stað og nokkur ár líði, áður cn gengið hefur verið frá öllu til fullnustu. Latur maður lá í skut, latur var hann þegar hann sat, latur fékk oft lítinn hlut, latur þetta kveðið gat, sagði Steindór Finnsson um sjálf- an sig. Ungt fólk, hver einstakur og allir saman, ber meira úr být- um ef það fær tækifæri til að leggja fram kraftana og það vill fá að gera það. Sjálfs er höndin holl- ust. Hitt er aftur lýsandi fyrir viðhorf Svavars Gestssonar og Þjóðviljans að boðskapur Guðjóns Jónssonar skuli tekinn þar upp sem stóri sannleikur. Hver borgar? Guðjón Jónsson virðist hneyksl- aður á því, að ég skuli hafa spurt, hvers unga fólkið eigi að gjalda að það skuli ekki hafa tækifæri til að ráðast í byggingu á íbúðarhúsnæði nema með afarkostum. Ég tilfæri hér sýnishorn af hugrenningum hans af þessu tilefni: „Hvers á hún að gjalda? spyrð þú undrandi, eða sár eða hneykslaður — skilur þú þá ekki að hún geldur glapa ykkar, að unga fólkið hlýtur að gjalda ábyrgðarleysis óg gróðafíknar hinna stoltu jafnaldra þinna, spillingar lið- inna ára, því að syndir feðranna koma niður á börnunum." (Leturbr. G.J.) llalldór Blöndal Og lausn hans er þessi: „Látum hvern mann hafa frjálsræði til að kaupa — íbúð sem annað — því verði sem hann vill og getur fyrir eigið fé. En fyrir fé úr sjóðum samfélagsins, jafnvel þótt verð- tryggt sé, má engum leyfast að kaupa nema af einverju viti, hvorki íbúð né togara." Og þar fram eftir götunum. „Sjóðir samfélagsins", hvað er nú það? Ekki eru þeir botnlausir fremur en Öskjuvatn. Og ber að skilja þetta svo, að æskilegt sé, að hið opinbera eignist smátt og smátt íbúðarhúsnæði landsmanna og annist allt viðhald? Eða er hugsunin sú, að æskilegt sé, að meiri skilsmunur verði í framtíð- inni milli ríkra og fátækra en ver- ið hefur um sinn, svo að klásúlur í gjafabréfum í Landsbókasafni, um að þessa og þessa bók megi enginn fá að láni nema húseigandi, fái aftur gildi? Mér er það ekki ljóst, en ég hef af því sannar spurnir, að á frjálsum markaði á Akureyri hafi íbúð í sambýlishúsi selst á „Jaftialdrar mínir eru stoltir af húsum sínum“ a/inuln(t hrfur il éf til Halldórs Blöndals * CMjsul yfir ái»"Knnum Jaln M.m, mmi rrw a! humim •tm ('iuójón JómtHon „llvem á ung» fólkM »A gialda?- siulií,. Oaatu tkkl látlA þrtta ómKt’ Þá hrfAi k»nn*ki mátt M» þér Krrinina Er »kki nú* á okkur l»Kt unn» fAlkiA”. »A umbtri ranúindin. þú »A *kki r* okkur •lorkaA mrA þm»um h»lt.’ Su má þrtla »A vl»u v*ra »ly». ca rkki á»lnm«ur hi»' Inlvaldur n*stu kyniléAar. þt.rr »r wm þú ert »A vork*nn» I »krifi þlnu’ Hv«r» á hún »A gj.ld.’ •pyrA þú undr»ndi, *A» nár *A» hnrykalaAur - akilur þú þá «kki »A hún geldur id»p» ykk»r, »A un|» fóHiiá Mýtw •* 0*“* ábyr*» ur lýAr*Ai J þrosku P J »A n» kcr fl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.