Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1983 — eftir Þorvarð Elíasson íslenska þjóðin er að verða gjaldþrota. Skuldabyrðin er orðin svo mikil að reikna má með að þjóðin geti ekki greitt umsamdar afborganir og vexti af lánum sín- um, næst þegar fiskverð lækkar verulega í Bandaríkjunum. Hve- nær það verður veit enginn, en trúlega gerist það innan 4 ára. Afleiðingarnar verða verulegt atvinnuleysi og landflótti iðnað- armanna og menntamanna. Fjár- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar glatast og þurfa stjórnmálamenn og almenningur þá ekki lengur að deila um til hvaða efnahagsað- gerða skuli grípa. Bankastjórarnir og ráðherrarnir fá þá úrræði sín í skeyti erlendis frá. Geir Hallgrímsson hefur nú tek- ið að sér að mynda ríkisstjórn. Vonandi verður það stjórn sem hefur bæði vilja og getu til þess að gera þau skuldaskil sem gera þarf. Skuldaskil Hvernig fara skuldaskil þjóðar fram? Þau fara fram með sama hætti og hjá einstaklingum. Ann- að hvort minnkar þjóðin eyðslu sína og fer að endurgreiða gömlu lánin, eða leita verður nauða- samninga við erlenda lánar- drottna. Verði fyrri kosturinn ekki val- inn strax, mun síðari kosturinn koma af sjálfu sér. Það auðveldar stjórnmála- mönnum vonandi að ná sam- komulagi um nauðsynlegar efna- hagsaðgerðir að allir stjórnmála- flokkar eiga sinn hlut í skulda- súpunni. Erlendu skuldirnar eru bein og óhjákvæmileg afleiðing þeirrar stefnu í verðlags- og geng- ismálum, sem fylgt hefur verið óslitið síðan Viðreisnarstjórnin féll, og raunar einnig síðustu ár hennar. Skuldaskilastjórn Mynda þarf ríkisstjórn sem lík- leg er til að endast 2—3 kjörtíma- bil og hefur vilja til að innieiða nýja viðskiptahætti. Ekki er ótrú- legt að nauðsynlegur undanfari slíkrar stjórnar sé myndun minni- hlutastjórnar nú og aðrar kosn- ingar í sumar. Fari svo að Geir Hallgrímsson og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákveði að styðja minnihlutastjórn annars flokks, vill undirritaður trúa því, að það boði upphaf annarra og meiri atburða, þ.e. myndun meiri- hlutastjórnar sem komi sér saman um að framkvæma óhjákvæmileg skuldaskil og gera verulegar skipulagsbreytingar á íslensku efnahagskerfi. Markmið skulda- skilastjórnar Þegar Viðreisnarstjórnin var mynduð skildi hún eftir nokkra mikilvæga málaflokka. Einn þess- ara málaflokka er þó mikilvægast- ur, þar sem hann snertir bæði grundvallaruppbyggingu sjálfs efnahagslífsins og þjóöerniskennd og sjálfsvirðingu fólksins í land- inu. Hér er átt við gjaldeyrismál- kosninga Fríitir kí. 12120 Da8!. 1-6.82 HrimiM Hreinn Ragnarsson, Laugarvatni Fréttam. RJ Hr.ppsn.fnd Laugardalshrepps h.fur þ.irri Hröfu f.'iag. sumar- bustaðaeig.nda a Sudv.sturlandi . a6 fasteignagJðld a' bjst»6unus, ver6i 1.XKU6 u, 75 prcs.nt, þar se, sucarbústaíir s.'u Ix'ti6 nota6ir og Þjo'n- , usta sv.itarfélaganna Iftil. • Hr.ppsn.fndin b.ndir a', a6 launat.kjur ... -nna x sveitum s.'u yfirl.itt undir landsm.6altali og 1.Í6Í p.tta af s.r minni útsvarsteMur ■„«. fyrir s^itarf.'l agi6 og ro.iri Þ6rf fyrir a6-'ar nkfur. Suroarbústa6ir f ,igu st.'tt.rf.'laga eru nú Þegar undan- Þegnir fasteignagj61duro. borri hinna nýju búst,6a .ru vanda6ar bygg- lngar, ... hrogt .r .6 nota allt a'ri6, .nda frori.t v.trarnotKun Þessara bustaöa „'fellt 'f v6„« Hreppsn.fndin bendir a'. ,6 fat.ignashattar fyrir sumarbústaöi s.'u la'gir, .n p.ssi sRattur sRipti ...i fa'menn sveitarfelög roiKlu roa'li(Þegar bústaöir Þar skipta hundruöuro. Hrepps- nefnd Laugardal.hrepp. behdir .6 lohuro a', .6 fyrir fasteignashattana fa'i sumarbústaöaeigendur lroknisÞjo'nustu, sorphreinsun. sniórooKstur, vega- gerft og brunavarnir en alla bess--« h»r«-í l. „ , ana pess^a þ*tti kostar sveitarfe'lagift aö hluta eöa Ö11u leyti. Fréttin sem lesin var í útvarpinu 1. maí. Furðuleg frétt frá Laugarvatni Þorvarður Elíasson „Meginmarkmið næstu stjórnar á því að vera að gefa gjaldeyrisverslun- ina frjálsa. Yrði það gert kæmi mörg óstjórnin og margir afkáralegir við- skiptahættir í ljós.“ Meginmarkmið næstu stjórnar á því að vera að gefa gjaldeyris- verslunina frjálsa. Yrði það gert kæmi mörg óstjórnin og margir afkáralegir viðskiptahættir í ljós. Slíkar misfellur í viðskiptalífinu þarf að lagfæra við upptök sín en ekki fela með því að breiða yfir þær höft og bönn. Þeir sem vilja, komast hvort eð er oftast í kring- um bönnin. Efnahagsaðgerðir skuldaskilastjórnar Gefa þarf gjaldeyrisverslunina frjálsa, og gera margháttaðar ráðstafanir til þess að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækjanna og auka peningalegan spamað þjóð- arinnar, svo notað sé hefðbundið orðalag. Þær ráðstafanir sem hér er átt við eru þessar: 1. Rjúfa tengsl verðlags og kaup- gjalds. Afnema tolla og önnur aðflutn- ingsgjöld og launaskatt og breyta gengi krónunnar þannig að verð innfluttrar vöru haldist því sem næst óbreytt. 3. Draga úr opinberum umsvifum með því að auka frelsi og sjálfstæði opinberra fyrirtækja og heimila þeim að selja þjón- ustu sína, jafnframt þvf sem framlög til þeirra verði minnk- uð og niðurgreiðslur, uppbætur og framlög til atvinnuvega og fyrirtækja alveg afnumdar. 4. Hætta erlendum lántökum og endurgreiða innlend skulda- bréfalán, til þess að styrkja innlendan lánsfjármarkað. 5. Fella úr gildi ýmis lög sem stuðla að einokun stétta og fyrirtækja á öllum sviðum viðskiptalífins, þar með talin framleiðsla og dreifing land- búnaðarvara, bankastarfsemi og iðnlöggjöf. 6. Breyta skattalögum þannig að hagnaður í atvinnurekstri sé alltaf skattlagður eins, og að- eins einu sinni. Tekjur heimil- anna séu sömuleiðis skattlagð- ar jafnt án tillits til þess hvort annað hjónanna hefur aflað þeirra eða bæði. 7. Stöðva verðbólguna með alhliða peningalegum og fjármála- legum aðgerðum og gefa heim- ilum og fyrirtækjum kost á skuldaskilauppgjöri og fjár- hagslegri endurskipulagningu. 8. Afnema lög sem heimila stjórn- völdum að gefa seljendum bein fyrirmæli um verðlagningu. Auðvelt er að reikna út hvað einstakar ákvarðanir verðlags- yfirvalda hafa aukið erlendu skuldirnar um marga dollara. Ef einhver einn aðili öðrum fremur ber ábyrgð á yfirvof- andi gjaldþroti þjóðarinnar, þá eru það verðlagsyfirvöld. Rök þeirra sem vilja viðhalda því fyrirkomulagi að stjórnvöld ákveði verð á vöru og þjónustu eru trúarlegs eðlis en styðjast ekki við neina reynslu úr ís- lensku þjóðfélagi nema ætlunin sé beinlínis að koma atvinnu- vegunum og efnahag þjóðarinn- ar á kaldan klaka. l>orrarður Elíasson er skólastjóri Verzlunarskóla fslands. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá stjórn Miðdalsfé- lagsins, félags sumarbústaðaeigenda í Miðdal í Laugardalshreppi: „í hádegisfréttatíma útvarpsins sunnudaginn 1. maí sl. var lesin allfurðuleg frétt um mótmæli hreppsnefndar Laugardalshrepps við kröfu Samtaka sumarbústaða- eigenda á Suðvesturlandi um lækkun fasteignagjalda á sumar- bústaði. í viðkomandi frétt bendir hreppsnefndin á að fyrir fast- eignagjöldin fái sumarbústaðaeig- endur eftirfarandi þjónustu: lækn- isþjónustu, sorphreinsun, snjó- mokstur, vegagerð og brunavarn- ir. Segjast þeir einnig kosta þessa þætti að hluta eða öllu leyti. Svo mörg voru þau orð. Við þessa stórfurðulegu frétt viljum við gera ýmsar athuga- semdir, vegna þess að við teljum þessar upplýsingar alrangar. Við, sem eigum sumarbústaði í landi Miðdals í Laugardalshreppi, könnumst bara alls ekkert við að hafa orðið þessarar þjónustu að- njótandi. Að vísu mætti undan- skilja læknisþjónustu frá Laugar- ási í Biskupstungum. Brunavarnir mætti kannski undanskilja líka, en sem betur fer hefur enginn okkar þurft á þeirri þjónustu að halda, samt efumst við um að okkur bærist mikil hjálp frá Laug- arvatni, ef um eldsvoða væri að ræða. Hvað varðar aðra upptalningu á þjónustu hreppsins, skal skýrt tekið fram að við höfum algerlega kostað okkar vegagerð sjálf, svo og viðhald vega, en greiddum þó sérstakt sýsluvegarsjóðsgjald til Árnessýslu. Snjómokstur hefur aldrei farið fram og því síður sorphreinsun, en þessi atriði höf- um við einnig séð um sjálf, án nokkurs stuðnings frá hreppnum. Þessum alröngu staðhæfingum hreppsnefndarinnar viljum við vísa til föðurhúsanna. Við viljum jafnframt beina því til hrepps- nefndarinnar að heillavænlegra væri fyrir hana að leita samstarfs við sumarbústaðaeigendur um bætta þjónustu, sem kæmi öllum að notum, en að nota svona aðferð í samskiptum við okkur. Það væri að lokum fróðlegt að fá upplýsingar frá hreppsnefnd- inni, hvort áðurnefnd þjónusta hreppsins hafi kannski verið veitt einhverjum öðrum sumarbústaða- eigendum en okkur og þá hverjum, þar sem við höfum aldrei sótzt eft- ir sérstakri þjónustu, né orðið hennar aðnjótandi." Jasshljómsveitin, frá vinstri: Gunnlaugur Briem, Siguróur Flosason, Tómas Einarsson og Arni Scheving. Bergur Sigurbjörnsson, formaður Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs. Egilsstaðir: Áskriftartónleikar Tónlistarfélagsins Að leyfa almenningi og útflytj- endum að eiga, kaupa og selja er- lendan gjaldeyri, eins og gert er hvarvetna í nálægum löndum, er ekki aðeins sjálfsagt mann- réttindamál heldur einnig besta og raunhæfasta leiðin til þess að efla þau byggðarlög sem framleiða útflutningsafurðir okkar og þar með til þess að styrkja fjárhags- stöðu þjóðarinnar í heild. Frjáls gjaldeyrisverslun er auk þess vörn gegn hvers kyns óeðlilegum opin- berum fjármálaafskiptum, þar sem illar afleiðingar vondra laga og stjórnarhátta koma oftast strax fram við þau skilyrði. Egil.KtttöAum, 8. maí. í DAG efndi Tónlistarfélag Fljóts- dalshéraðs til fyrstu áskriftartón- leika félagsins á þessu ári í Vala- skjálf á Egilsstöðum. Þar kom fram jasshljómsveit — sem ekki mun hafa leikið opin- berlega áður. Hljómsveitina skipa: Sigurður Flosason, saxófónleikari; Tómas Einarsson, bassaleikari; Árni Scheving, sem lék á vibrafón, og Gunnlaugur Briem, sem lék á trommur. Er skemmst frá að segja að leik- ur þeirra félaga vakti verðskuld- aða athygli áheyrenda — enda vandað til efnisskrár — og raunar með ólíkindum hversu samstilltur leikur þeirra er, þótt samæfingar hafi að sögn verið fáar. • Þarna eru greinilega á ferð menn sem kunna sitt verk. Tómas og Sigurður hafa á undanförnum árum verið að hasla sér völl meðal fremstu jassleikara okkar; Árni Scheving er gamalreyndur og góð- kunnur — og Gunnlaugur Briem hefur gert garðinn frægan að und- anförnu með félögum sínum í Mezzoforte. Því miður voru áheyrendur helst til fáir — enda kannski ekki við öðru að búast þar sem vorið er nú loksins komið — og veðurblíð- an kallar fólk til útiveru. Formaður Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs er Bergur Sigur- björnsson. — Ólafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.