Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 35
skipsskrúfur, og mætti eflaust kalla þær mykjuþeytara. Það voru sýnd dæmi um hvernig setja má dælur upp þannig að þær bæði hræri upp og dæli síðan. Hér var kynningin miðuð við þarfir í land- búnaði en dælurnar virðast geta hentað víðar, þar sem dæla má vökvum með allskyns aðskotahlut- um í. Á undanförnum árum hafa Danir snúið sér að verkun votheys í böggum. Með því að binda heyið í stóra sívala bagga, allt að 500 kg að þyngd og setja þá í plast hefur tekist að ná nokkuð góðum árangri í þessari heyverkunarað- ferð. Þarna var sýndur allskonar búnaður við að meðhöndla þessa stóru bagga. Eins voru kynntar vélar sem binda mun stærri kant- aða bagga, sem eru 1,6 metrar að lengd og vega um 1.200 kg hver baggi, þegar verkað er í vothey, ef vitnað er í tölur sem gefnar voru upp af starfsmönnum fyrirtækis- ins Vicon, sem þarna voru. Helsti kosturinn við að binda kantaða bagga umfram þá sívölu er sá, að þeir eru mun léttari í sér, inni- halda því minna loft þegar þeir eru settir í geymslu og þar með aukast líkurnar á betra fóðri. Skoðun sýningar sem þessarar vekur aðdáun á þeim dugnaði og hugviti sem frændur okkar sýna við framleiðslu og sölu á landbún- aðartækjum bæði heima og er- lendis. Það má segja að flest af þeim tækjum sem danskir bændur nota séu framleidd innanlands og oft meira hugsað um að kaupa innlenda framleiðslu með það fyrir augum að styrkja danskan iðnað í stað þess að kaupa erlend- ar vörur og draga þar með úr inn- flutningi. Það verður að teljast álitlegt fyrir íslensk málmiðnaðarfyrir- tæki að beina athygli sinni að framleiðslu einfaldari tækja fyrir íslenskan landbúnað. Það er ekki meiningin að segja hér frá öllu sem fyrir bar á sýn- ingunni, fremur staldra við það sem er áhugavert fyrir íslenskar aðstæður. Þarna voru einnig sýnd- ar allskonar steypueiningar og innréttingar fyrir gripahús og út- búnaður sem tengist kornrækt. En þar sem kornrækt skipar frekar lítinn sess í íslenskum landbúnaði verður minni áhersla lögð á þann hluta sýningarinnar sem korn- rækt tengist. Páll Gíslason, Álaborg. Skrap- dögum fækkað ÞAR SEM þorskafli togara fyrstu fjóra mánuði ársins og þorskafli báta á vetrarvertíð reyndist mun minni en gert var ráð fyrir við mörkun þorsk- veiðistefnu í upphafi árs, hefur ráðu- neytið ákveðið að gera eftirtaldar til- slakanir á næsta tímabili: 1. „Skrapdögum" togara á tímabil- inu 1. maí til 31. ágúst verður fækkað úr 45 dögum í 35 daga og skulu þar af 20 dagar vera í júlí og ágúst. Við þessa breytingu fækkar „skrapdögum" á árinu í 100 daga og leyfilegt hlutfall þorsks í afla verður þannig: 5% í 30 daga, 15% í 40 daga og 30% í 30 daga. 2. Netaveiðar báta verða ekki stöðvaðar nú í vor en vakin er at- hygli á að nýtt leyfistímabil hefst 16. maí nk. Jafnframt minnir ráðu- neytið á, að frá 1. júlí til 15. ágúst nk. er bannað að stunda þorskveið- ar í net. (FrétUtilkynning frí sjávar útvegsráéuneytinu.) "■A —v—r———i ^/Vskriftar- síminn er 83033 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1983 35 Breiðholt 3: Tekið tilboði um byggingu dagheimilis BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði Sveinbjörns Sigurðs- sonar byggingarmeistara um bygg- ingu dagheimilis við Hraunberg í Breiðholti 3. Tilboðið hljóðar upp á 8,239 milljónir, sem er 95,96% af kostnaðaráætlun sem gerð hefur verið. Framkvæmdir við verk þetta munu hefjast á næstunni, en áformað er að því ljúki 1. ágúst árið 1984, að sögn Markúsar Arn- ar Antonssonar formanns félags- málaráðs Reykjavíkurborgar. Markús sagði að lægsta tilboði hefði verið tekið og að barnaheim- ilið yrði rekið í þremur deildum. Tvær dagheimilisdeildir verða fyrir 34 börn og ein leikskóladeild fyrir 38 börn, þannig að alls væri pláss fyrir 72 börn á dagheimilinu. Kaupmenn — Kaupfélög Nýkomin barnalökin frá Carter’s ásamt úrvali af nærfatnaði. Einnig hinar frá- bæru nærbuxur, sem hjálpa að venja börnin af bleyju. B. Ólafsson & Berndsen, Langageröi 114, sími 34207. ^ Nýjar og traustar þjónustuhafnir Með góðri samvinnu við DFDS bjóðum við ódýran og skjótan flutning til og frá írlandi um Kaup- mannahöfn. Nú eru þjónustuhafnir Eim- skips í Dublinog Belfast. Umboðsrriaður Dublin: DFDS SCAN - LINE LTD 72/80 North Wall Quay Dublin 1 Símar: 742219/740670/726811 Telex: 31076 Umboðsmaður Belfast: DFDS SCAN - LINE LTD 9 Weelington Place Belfast BT1 6GA Sími: 22467 Telex: 747905 * Alla leiö f rá írlandi meö EIMSKIP Síml 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.