Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1983 Kjamorkuyopnalaus Norðurlönd: Nokkur óskýrgreind vandamál eftir Þórð Ingva Guðmundsson Nýlega var greint frá því í fjöl- miðlum að fulltrúar friðarhreyf- inga og kjarnorkuvopnaandstæð- inga á Norðurlöndum hafi komið saman í Reykjavík í síðasta mán- uði og undirritað samkomulag um sameiginlega baráttu fyrir mynd- un kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum. Samhliða þessu skýrðu talsmenn Samtaka her- stöðvaandstæðinga, sem aðild eiga að samkomulaginu, frá að hafin væri undirskriftasöfnun hér á landi í því skyni að fá fólk til að lýsa yfir stuðningi við kröfuna um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Síðustu misserin og árin hefur umræðan um myndun kjarnorku- vopnalauss svæðis á Norðurlönd- um vaxið bæði hér á landi og á öðrum Norðurlöndum. f umræð- unni hefur komið fram, að hér væri um að ræða 20 ára gamalt baráttumál Kekkonens, fyrrver- andi Finnlandsforseta, og vitnað samhliða til samningsins um kjarnorkuvopnalaust svæði fyrir Rómönsku-Ameríku frá 1967. Hins vegar hefur skort upplýs- ingar í þessari umræðu, hver upr* runi hugmyndarinnar um myndun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðuriöndum er og hvaða áhrif myndun slíks svæðis hefði á ör- yggishagsmuni og stöðu öryggis- og varnarmála einstakra ríkja Norðurlandanna. Tilgangur þess- arar greinar er að vekja athygli á nokkrum þeirra fjölmörgu ósvör- uðu spurninga, sem vaknað hafa við þessa umræðu, spurningar sem fulltrúar friðarhreyfinga, kjarn- orkuvopnaandstæðinga og her- stöðvaandstæðinga á íslandi hafa enn ekki treyst sér til að svara, eða leitt einfaldlega hjá sér. Rússar aðal hvata- mennirnir Upphafið að þróun hugmyndar- innar um að gera Norðurlönd að kjarnorkuvopnalausu svæði má rekja til tillögu sem utanríkis- ráðherra Póllands, Rapacki, lagði fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1957 um að sett yrði bann við framleiðslu og geymslu kjarnorkuvopna í Mið-Evrópu og þar með myndað kjarnorkuvopna- laust svæði fyrir þann heimshluta. Sovétríkin gripu þessa tillögu samstundis á lofti og hófu mikinn áróður fyrir henni í útvíkkaðri mynd. Bulganin, þáverandi for- sætisráðherra Sovétríkjanna, rit- aði m.a. forsætisráðherrum ís- lands, Noregs og Danmerkur bréf í ársloyrjun 1958 þar sem hann lagði til að myndað yrði kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Tillagan hlaut dræmar undirtektir hjá norrænu forsætis- ráðherrunum, þar sem hún var í andstöðu við þær öryggisskuld- bindingar sem þessar þjóðir höfðu gengið að með aðild að Atlants- hafsbandalaginu. Tillaga Sovét- ríkjanna stefndi því augljóslega að því að veikja Atlantshafs- bandalagið án nokkurra fórna af hálfu Sovétríkjanna eða banda- lagsríkja þeirra í Varsjárbanda- laginu. Síðan þessi tillögugerð fór fram fyrir aldarfjórðungi, hafa Sovét- menn verið kjarnorkuveldanna iðnastir við að hvetja til myndun- ar kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum, með stuðningi stjórnmálasamtaka og einstakl- inga á Norðurlöndum, sem hafa eða höfðu náin tengsl við Komm- únistaflokk Sovétríkjanna. Þá hafa Finnar gert málið að sér- stöku baráttumáli sínu í þvf augnamiði að tryggja enn betur öryggi Finnlands, sem lýst hefur yfir, og með samningi við Sovét- rikin, ævarandi kjarnorkuvopna- leysi. Trygging kjarnorku- vopnaleysis og kaf- bátaferðir í yfirlýsingum Sovétmanna hef- ur mátt annars vegar finna tilboð um að Sovétríkin séu reiðubúin að tryggja kjarnorkuvopnaleysi Norðurlanda, fáist Norðurlanda- ríkin til að mynda með formlegum hætti kjarnorkuvopnalaust svæði, auk tilboða um að Sovétríkin séu reiðubúin að láta kjarnorkuvopna- lausa svæðið taka til eigin lands- svæða, þá væntanlega Vestur- landamærasvæðisins. Hins vegar er að finna í yfirlýsingum Sovét- manna hótanir gagnvart Norður- löndunum um að það sé ekki nægi- leg trygging fyrir Sovétmenn að þeir beiti ekki kjarnorkuvopnum gegn Norðurlöndum, að þar séu í reynd ekki geymd nein kjarnorku- vopn. Eina tryggingin sem Sov- étmenn taka mark á, væri því samningsbundið kjarnorkuvopna- leysi. Þessar yfirlýsingar eru athygl- isverðar í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað í Noregi og Sví- þjóð, þar sem flotar þessara ríkja hafa með sprengjuárásum reynt að neyða „óþekkta" kafbáta, sem staddir eru langt innan landhelgi þessara ríkja, upp á yfirborðið. Auk þess strandaði sovéskur kaf- bátur búinn kjarnorkuvopnum í sænska skerjagarðinum haustið 1981. Ef „óþekktu" kafbátarnir eru sovéskir, sýnir það að Sovét- menn virða ekki sjálfir samnings- bundna landhelgi þessara ríkja, né hlutleysi Svíþjóðar, hvað þá hlut- laust ísland. Óneitanlega hljóta menn að verða tortryggnir gagn- vart tilboðum Sovétríkjanna um tryggingu og samningsvernd að undangengnum þessum atburðum. Ósvöruðu grundvall- arspurningarnar í umræðunni um myndun kjarn- orkuvopnalauss svæðis á Norður- löndum hefur nokkrum grundvall- arspurningum ekki verið svarað. Svarið við þessum spurningum er forsenda þess að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort nauðsynlegt er eða æskilegt að samningsbinda kjarnorkuvopnaleysi Norður- landa, en engin kjarnorkuvopn eru í reynd geymd á Norðurlöndum. í fyrsta lagi þurfa menn að ná samkomulagi um hvað séu kjarn- orkuvopn. Eru kjarnorkuvopn ein- ungis sprengjuoddurinn sjálfur, eða ber að telja burðarútbúnað, skotkerfin og leiðarkerfin einnig til kjarnorkuvopna? Vandamálið verður enn stærra þegar haft er í huga, að sum burðar- og skotkerfi eru einnig hugsuð sem varnarkerfi gegn kjarnorkuárásum. í Dan- mörku, í Noregi og á Islandi eru staðsettar flugvélar sem geta bor- ið kjarnorkuvopn, auk þess að í þessum löndum eru staðsett Þórður Ingvi Guðmundsson „I umræðunni um myndun kjarnorku- vopnalauss svæðis á Norðurlöndum, hefur nokkrum grundvallar- spurningum ekki verið svarað. Svarið við þess- um spurningum er for- senda þess að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort nauðsynlegt sé eða æskilegt að sam- ningsbinda kjarnorku- vopnaleysi Norður- landa, en engin kjarn- orkuvopn eru í reynd geymd á Norðurlönd- um.“ stjórnunarkerfi sem notuð yrðu til árása og varna, bæði í hefðbund- inni styrjöld og kjarnorkustyrjöld. Nokkur orð um útgerð á Vatnsleysuströnd á síðustu öld og fleira eftir Gunnar Auðunsson Um eða rétt fyrir síðustu alda- mót voru íbúar á Vatnsleysu- strönd um eitt þúsund manns. Til samanburðar voru þá Reykvíking- ar á sjöunda þúsund. Á síðustu öld var mikill uppgangur á Vatns- leysuströnd. Þegar lengra er litið, kemur í ljós, eftir annálum, að fyrir siða- skipti var Viðeyjarklaustur búið að eignast allar jarðirnar á Vatnsleysuströnd nema Kálfa- tjörn, Bakka og Flekkuvík, sem voru kirkjujarðir. En tala jarða þá á „Ströndinni" var 18 jarðir, þar af 3 kirkjujarðir eins og fyrr segir. í Suðurnesjaannál (Sig. B. Siv- ertsen, Útskálum) segir: „Slagur milli Enskra og Hamborgara í Hafnarfirði 1518. Fengu Ham- borgarar sér til liðs 48 menn af Þýskum frá Vatnsleysu, Keflavík og Bátsendum. Af þeim komu ei aftur nema 8,“ en það er nú önnur saga. Ég vitna í þessr sagnir til að sýna fram á að á Vatnsleysum (Minni og Stóru) hefur verið tölu- verð útgerð á þessum tíma eins og Keflavík og Bátsendum. Erlendir kaupmenn á þessum tíma á þess- um stöðum setja sig ekki niður annarstaðar en í, eða í nánd við góð fiskiver. Við túnjarðir inn á Stóru- Vatnsleysu eru flatir ekki stórar sem heita Búðabakkar og þar versluðu þýskir. Sjór hefur gengið þarna mikið á landið og eytt því. Ekki sjást þar lengur nein ummerki bygginga fyrrum. Um siðaskipti 1551 leggur konungur undir sig allar jarðir á Vatnsleysuströnd sem Viðeyjar- klaustur átti, 15 að tölu, en þrjár aðrar jarðir voru kirkjujarðir, Kálfatjörn, Bakki og Flekkuvík, eins og áður sagði. Einokun hefst 1602, og er þá þýskum bannað að versla á Vatnsleysuvík. Þá rennur í garð tímabil, tæpar tvær aldir sem erfiðastar hafa verið Islend- ingum. Til dæmis með annarri áþján, voru kvaðir á þeim er sátu konungsjarðir að róa á „kon- ungsskipum", opnum skipum sem konungur átti og gerð voru út á hans vegum. Með eftirliti Bessa- staðamanna að sjálfsögðu. En fljótlega á 19. öldinni fer að birta til. Annáll 1817 segir, seldar kon- ungsjarðir í Gullbringusýslu og urðu þá jarðirnar á Ströndinni loksins komnar í bændaeign aftur eftir um 3 hundruð ár. Það má segja að það skipti sköpum ásamt betri verslunarmáta. Sennilega hefur útgerð á Vatnsleysuströnd náð hámarki ár- in frá 1870 til 1894 þó að komi á því tímabili nokkur fiskileysisár. Þá var komin um 100 ára þróun veiða í þorskanet, það er að segja frá árum Skúla fógeta, en hann var fyrstur manna til að koma ís- lendingum til að nota það veiðar- færi. Kristleifur Þorsteinsson frá Stóra-Kroppi, skrifar, að 1880 hafi komið 1.200 aðkomumenn til róðra á Vatnsleysuströnd. Þá eru senni- lega innan við 1.000 manns búsett- ir þar. Ágúst Guðmundsson, Hala- koti segir í bkinni „Endurminn- ingar" — þættir af Suðurnesjum: „í kringum 1890 búsettir á Strönd- inni og Vogunum 939 manns og alls ekki færri sjómenn (aðkom- umenn) frá miðgóu til 10. maí.“ Eftir þessum tölum er óhætt að reikna með að 12 til 15 hundruð sjómenn hafi róið á vetrarvertíð á Ströndinni og í Vogunum. Ef reíknað er með 5 mönnum á hverja fleytu skip og báta,( skip voru kölluð sexmannaför og stærri en bátur fjögramannafar og tveggjamannafar), þá fer ekki hjá því að töluvert hátt í 300 skip og bátar hafi verið gerðir út á vetr- arvertíð á þessu tímabili, þegar mest var. Hafa ber í huga að 9 til 11 hafa verið á stærstu skipunum, jafnvel meira, en tveir á minnstu bátunum. Ég hefi til dæmis heyrt að frá Vatnsleysum hafi róið, þeg- ar mest var, 60 skip og bátar. Ekki hefi ég neinar sannanir fyrir þess- um fjölda. Það fylgdi þessari tölu að skipin hefðu verið 20 en bátarn- ir 40. Ég varð undrandi er ég sá kortið sem Lúðvík Kristjánsson útbýr og birt er í ritinu „íslenskir sjávar- hættir" II. bindi. Þar eru merkt réttilega útver, Hólmabúðir (inn- an við Stapa) og blönduð verstöð í Vogunum. En svo er útver merkt á Brunnastöðum. Ágúst Guðmunds- son (Endurminningar), segir um Brunnastaði: „Talsvert var um inntökuskip (viðleguskip), með 6 til 7 menn hvert. Flest af Kjalar- nesi og Kjós. Auk þessara skipa voru öll heimaskipin sem voru vit- anlega aðal útgerðin." Þarna er hann að fjalla um seinnipart 19. aldar. Og hann segir enn: Er því síst oftalið að úr Brunnastaða- hverfi, Vogum og Njarðvíkum hafi gengið yfir 200 skip. Þess ber að gæta að Njarðvíkur tilheyra ekki Vatnsleysustrandarhreppi eftir ca. 1884, um það leyti eru byggð- arlögin gerð að tveimur hreppum. íslenskir sjávarhættir, II. bindi bls. 41: „Heimræði var á flestum bæjum á Vatnsleysuströnd og sumstaðar heimver, jafnframt því sem þar voru víða inntökubátar. Mest var útgerðin í Brunnastaða- hverfi, enda mátti þar teljast út- ver.“ Svo mörg eru þau orð um þessar veiðistöðvar, sem sennilega allt að 1.500 sjómenn reru frá, þegar mest var. í „Andvara" 1884 segir Þorvald- ur Thoroddsen: „Best byggt á Vatnsleysuströnd í einni sveit á landinu og flestir stórbændur." Þarna er enginn partur af Ströndinni undanskilinn og allur þessi uppgangur þarna kemur frá útgerðinni. Ég vitna í þetta til að sýna framá að allstaðar á Strönd- inni hefur verið mikil útgerð. Dæmi því til sönnunar er að Auðnum gerði Guðmundur Guð- mundsson út 5 sexmannaför og 2 áttræðinga á Landakoti, næsta bæ við Auðnir er talað um 6 til 8 báta. Á Kálfatjörn er Stefán Thorar- ensen prestur 1857 til 1886. Hann gerði mest út á þeim tíma 3 skip og 5 báta. Þetta tek ég sem dæmi um út- gerð á Ströndinni innan Brunna- staða, en þar var gert út á hverj- um bæ, meira og minna allar göt- ur til Hvassahrauns. Sennilega er hægt að undanskilja einstaka grasbýli og tómt hús þar sem ábú- endur reru á útveg stórbvlanna. Á fyrrnefndu korti í „íslenskum sjávarháttum", II. bindi, er ekki merkt ein einasta verstöð frá Brunnastöðum að Hvaleyri. Ég hygg að lítið sem ekkert hafi verið um viðleguskip á Ströndinni, innan við Brunnastaði. Þaðan var oftast mikið langræði sérstaklega frá bæjunum fyrir innan heiði. Það er að segja Flekkuvík, Vatns- leysum og Hvassahrauni. Ágúst Guðmundsson („Endur- minningar") segir að bátafjöldi í Brunnastaðahverfi 1703 hafi verið 114 bátar. Til sönnunar því hefi ég komist yfir 114 formannavísur, um þá sem reru hér þá. Og víst var ekki minna útræði i Vogum, Hól- um og Njarðvíkum, segir Ágúst. Sýnist mér Árni óla taka þetta orðrétt upp, en sleppir að sjálfs- ögðu Njarðvíkum í bókinni „Strönd og Vogar“. í bókinni „ís- lenskir sjávarhættir", II. bindi bls. 41, er athugasemd frá höfundi. Þar segir: „En staðreyndin er, að þá reru úr öllum Vatns- leysustrandarheppi 117 bátar." Þessi upptalning hér að framan sýnir framá að mér finnst lítið gert úr útvegi á Ströndinni ein- mitt á því tímabili, sem „íslenskir sjávhættir", II. bindi, fjallar helst um. Það skipalag á opnum skipum sem núna er farið að kalla Eng- eyjarlag, tel ég að hafi þróast hér við sunnanverðan Faxaflóa á síð- ustu öld. Það voru skip sem voru góðir siglarar í beitivindi og létt í róðri, enda víða langræði. Þá sér- staklega á Vatnsleysuströnd inn- arlega og Innnesjum. Gunnar Auðunsson var togaraskip- stjóri í meira en þrjá áratugi og starfar nú rið fiskreiðaeftirlitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.