Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 19
Sigurlaug Eðvaldsdóttir Fiðlutón- leikar í Aust- urbæjarbíói Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tónleika í dag, uppstign- ingardag, kl. 5 í Austurbæjarbíói. Sigurlaug Eðvaldsdóttir leikur i fiðlu og er þetta síðari hluti ein- leikaraprófs hennar fri skólan- um. Guðriður St. Siguröardóttir leikur með i píanó. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Prokofíeff, Brahms, Sigurð E. Garðarsson og Vivaldi, en í því verki leikur Strengjasveit Tónlistarskólans með undir stjórn Mark Reedman. 19,7% hækk- un á hafn- argjöldum Samgönguriðuneytið hefur sam- þykkt að heimila hafnarsjóðum víðs vegar um landið, að hækka gjald- skrir sínar um 19,7% fri og með 1. maí sl., sem svarar nokkurn veginn til verðlagsbreytinga sl. þrji minuði. Málið hafði áður verið til um- fjöllunar í Gjaldskrárnefnd og mælti nefndin með umræddri hækkun. 600 þús. kr. á sama tíma og verð á sambærilegri íbúð í verkamanna- bústað kostaði 1 millj. kr. Unga fólkið hefur ekki beðið um það að fá óverðtryggt til sinna þarfa, heldur er það reiðubúið til að endurgreiða skuldir sínar með jafn stórum krónum, ef það fær nógu langan tíma til þess. Guðjón Jónsson talar um það eins og veðrið, að landinu hafi ver- ið svo illa stjórnað, að við höfum ekki lengur ráð á því að halda í horfinu í byggingum ibúða. Þótt syndir feðranna séu miklar, er unga fólkið til allrar hamingju sjálfbjarga. Sá skerfur, sem það leggur til þjóðarbúsins, er meiri en svo, að gömul glöp þurfi að spilla framtíð þess, ef rétt er stjórnað. Sem betur fer. En land- inu verður aldrei stjórnað, ef menn ætla sér að gera það í trássi við unga fólkið og níðast á þvi. Ykkar eina orð meiri lán — betri lán,“ segir Guðjón Jónsson og tel- ur viðhorf mitt „háskalegt", en er tíðrætt um „siðferðilegt mat“ og hræsnara. Lofstír bæru landarnir og lúinn margur hresstur eí allir væru innrættir eins og Kjartan prestur. Já, við getum ekki allir tekið okkur í munn orðin: „Vei yður, þér hræsnarar" með sama rétti. Ekki dugir samt að gefast upp fyrir for- tíðinni.„f æsku fram á lífsins leið / vér lítum en ei annað neitt," hvað Grímur Thomsen. Unga fólk- ið heldur áfram að byggja, hvað sem raular og tautar. Það mun heimta sinn rétt til þess og ég mun ekki láta minn hlut eftir liggja að fylgja því máli eftir. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 19 Flóki Myndlist Valtýr Pétursson Það er ætíð skemmtilegur viðburður, þegar meistarinn Al- freð Flóki leyfir fólki að sjá nýj- ustu andleg afrek sín. Flóki er fyrir löngu landskunnur fyrir teikningar sínar, og það er föst regla í sambandi við sýningar hans, að bregða upp svolitlum sirkus til gamans fyrir lands- fólkið. Auðvitað er aðalstjarnan sjálfur galdramaðurinn, Alfreð Flóki. Hann hefur gott lag á að koma fólki í gott skap og þá oftast á kostnað eigin persónu. Hann var sprækari á þessu sviði hér á árunum, er hann var yngri, en nú er aldur að færast yfir og meistarinn farinn að taka lífinu á alvarlegri hátt. Þetta finnst mér miður, því að Alfreð Flóki var oft á tíðum prýðilega hnitt- inn I þvi að koma kostum sínum á framfæri, og það eru ekki margir myndlistarmenn með þann gálgahúmor, sem honum var í vöggu gefinn. Og það er veisla í pressunni þegar Alfreð Flóki sýnir. En snúum okkur að sjálfri sýningu Alfreðs Flóka. Hún er eins og svo oft áður, eingöngu teikningar, enda hefur meistar- inn einbeitt sér að þeirri mynd- gerð um langan aldur. Þarna i Listvinahúsinu eru 42 verk, unn- in í túss, rauðkrít og svartkrít. Flóki er að venju mjög sér á parti með myndefni sitt og tjáir þá veröld, sem hann virðist upp- lifa í nokkurs konar draumsýn. Það er hrollvekjan, sem sækir á meistara Flóka, en eins og hann hefur sjálfur sagt, er hann afar elskulegur og bljúgur maður, og því verður hrollvekjan í mynd- um hans heldur af saklausara taginu. Hann virðist aftur á móti ná mestum árangri, er hann teiknar andlitsmyndir af konum, enda hefur hann sjálfur sagt, að konan sé það yndisleg- asta, sem lífið hefur að bjóða. No. 33 „ímyndað andlit" er til sönnunar um þetta. Hugarheim- ur Flóka er margslunginn og torráður. Hann notar kynfæri karls og konu til að punta upp á sumar hugmyndir sínar, oft í einföldum línum, skyggðum af næmleik og viðkvæmni. Um táknmál Flóka vil ég sem minnst segja, þar sem um svo einstakl- ingsbundið fyrirbæri er að ræða, að vart verður hjálparlaust ráð- ið. Það fylgir því ábyrgð að vera séní og meistari. Venjulegur mannlegur skilningur notast þar hvergi til að ráða í hugarheim meistaranna. Þannig er allur symbolismi, og framleiðsla Flóka er þar engin undantekn- ing. Ég er ekki frá því, að Alfreð Flóki hafi með þessari sýningu sýnt og sannað, að hann hefur verið í mikilli framför sem teiknari undanfarið. Að mínu mati er þessi sýning sú heilasta og besta, sem ég hef séð frá hans hendi og heimspekingurinn og handverksmaðurinn Alfreð Flóki ætti að geta vel við unað. Það er komin miklu meiri lipurð og kraftur í teikningar Flóka, en samt bregður fyrir á stundum nokkuð frosnum og stirðum pörtum, sem ekki eru samboðnir hinum margumrædda meistara. En allt virðist þetta standa til bóta og það var skemmtilegt að fá að líta þessi meistaraverk augum. vid hohjm Foriri sem fara þer vel Ljósir sumarjakkar úr léttum bómullarefnum. ____Sníð: einhncpptir og tvíhncpptir Éinnig mikið úrval________ af léttum sumarbuxum. 7.198 Halldór Blöndal er alþingismaður Sjálístæðisnokks íyrir Norður- landskjördæmi eystra. Aðalstræti 4 Bankastræti 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.