Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 48
Sími 44566 RAFLAGNIR samvirki -5/ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 BeriÖ flll BONDEX í 1 aviöinn ;|| j málningbf ||j|| Utanþingsstjórn eftir hvítasunnu? — Forseti setur stjórnmálaflokkum tímamörk „ÞAÐ er ekkert launungarmál að forseti íslands hefur óskað eftir því að málin liggi Ijós fyrir um hvítasunnuna af hálfu stjórnmálaflokkanna," sagði Halldór Reynisson, forsetaritari, í gærkvöldi, er Morgunblaðið leitaði stað- festingar hans á því, að forsetinn hefði sett stjórnmálamönnum frest til hvítasunnuhelgar til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið telur áreiðanlegar, mun forseti íslands hafa gefið for- ystumönnum stjórnmálaflokk- anna til kynna fyrir nokkru, að hún teldi nauðsynlegt að stjórn- armyndun hefði tekizt eigi síðar en um hvítasunnu. Ennfremur að þeir gætu búizt við því, að af þeim fresti liðnum, gæti komið til skip- unar utanþingsstjórnar. Ætla mér þrjá til fjóra daga — sagði Steingrímur Hermannsson í gærkvöldi VÉG HEF svo sem ósköp lítið að segja, en forseti hefur afhent mér umboðið. Eg hef þegið það og þakka henni fyrir og ætla að reyna að skoða möguleik- ana mjög hratt. Það er ekki beint um tímatakmörk að ræða, en við höfum talað um hvað væri eðlilegur tími, þrír fjórir dagar er að mínu mati ágætt,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins í samtali við Morgunblaðið, er hann hafði tekið við umboði Forseta íslands til stjórn- armyndunar klukkan 21.30. Steingrímur vildi ekki tjá sig um það, hvort hann teldi mögu- leika sína til stjórnarmyndunar meiri en Geirs Hallgrímssonar, sem skilaði umboði sínu til stjórn- armyndunar til forseta í gær. Sagðist Steingrímur með því vera að dæma fyrirfram. Sagðist Steingrímur myndu ræða við alla flokka um möguleika á stjórnar- myndun, en hann hefði ekki tekið ákvörðun um það hver yrði fyrst- ur, en hann myndi byrja í fyrra- málið. Morgunblaðið/Ól. K.M. Forseti íslands veitti í gærkvöldi Steingrími Hermannssyni, formanni Framsóknarflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. Þessi mynd var tekin við Aragötu 2 í gærkvöldi er forsetinn kvaddi Steingrím, eftir að hann hafði fengið umboðið. Álafoss siglir með tæplega 200 tonn af ferskum fiski til Bretlands: Stærsti farmur af fersk- um fiski utan til þessa TÆPLEGA 200 tonn af ferskum fiski fara með Álafossi, skipi Eim- skipafélags íslands, áleiðis til Imm- ingham í Bretlandi í dag, að sögn Þórðar Sverrissonar hjá Eimskip, sem sagði ennfremur að þetta væri stærsti einstaki farmur af ferskum fiski, sem fer utan. Þórður sagði að fiskurinn kæmi úr verstöðvum á suðvesturhorni landsins og væri hann settur í sér- stök plastker, sem síðan væri komið fyrir í frystigámum, sem Borgareyrar: Týndum sauð- um komið til skila Borgareyrum, II. maí. ÞAÐ mun vera fátítt, að sauðfé gangi hér úti um vetur. Nýlega fann Eyþór Einarsson, bóndi í Moldnúpi, tvo tveggja vetra gamla sauði við Svarthamra í Holtsheiði og tókst með erfiðismunum að koma þeim til byggða. Þeir eru sæmilega útlítandi. I haust sáust þeir, en vegna styggð- ar tókst aldrei að handsama þá. Eyþór er mikill fjármaður, dýra- vinur og góður granni. Jón Sveinbjarnarson, bóndi og húsa- smiður á Miðskála, fagnaði honum vel, er hann færði honum hina týndu sauði, en hann og sonur hans eru eigendur þeirra. — Fréttaritari Eimskip hefur keypt sérstaklega til þessara flutninga. „Flutningar á ferskum fiski með skipum félagsins hafa farið mjög vaxandi að undanförnu, enda hef- ur þessi flutningsaðferð sannað gildi sitt áþreifanlega. Fiskurinn, sem fer með Álafossi til Bret- lands, verður kominn á markað í Grimsby, sem er í nágrenni við Immingham, á sunnudaginn," sagði Þórður Sverrisson, sem gat þess ennfremur, að Immingham væri orðinn fastur viðkomustaður félagsins í Bretlandi. Farmur sá sem fer með Álafossi að þessu sinni eru nokkru meiri en meðalfarmur íslenzku togaranna, þegar þeir fara í söluferðir til Bretlands og Þýzkalands, sem er á bilinu 100—150 tonn. Bláfjöll: í lyftu utan skíðatíma NÝLEGA var samþykkt í stjórn Blá- fjallafólkvangs að gera í sumar tilraun með aö nota stólalyftu og veitingaað- stöðu fyrir ferðafólk á góðviðrisdögum utan skíöatíma. Yrði þessi tilraun gerð í samvinnu við „Samstarfsnefnd um ferðamál", og veitingamann skálans. Stjórnarformaður fólkvangsins Elín Pálmadóttir tjáði Mbl. að hugmyndin væri að „Samstarfs- nefndin um ferðamál" efndi þá til ferðar upp eftir, auk þess sem öllum yrði gefinn kostur á að fara í stóla- lyftunni upp á fjallið og fá sér kaffi- sopa í skálanum. Útsýnið er mikið af fjallinu á björtum degi, og margir eru þeir sem ekki geta eða treysta sér ekki til að ganga þangað upp. En Elín tók fram að það færi vitanlega eftir veðri hvort þetta væri mögulegt og framhaldið færi eftir undirtekt- um fólks. En ef vel tækist til gæti þetta orðið upphafið á lengri og meiri nýtingu á fólkvanginum sem er ekki síður sumarfagur en vetrar- fagur. Bowie kemur ekki: Fannst of lágt undir loft ÍSLKNSKIK poppunnendur fá ekki aö sjá stórstjörnuna David Bowie á tónleikum hér heima í sumar, eins og vonir stóðu til. Skýrðist þetta endanlega seint í gærkvöldi, er skeyti barst frá umboðsskrifstofu hans í New York. Að ósk umboðsskrifstofunnar voru ljósmyndir og teikningar af Laugardalshöllinni sendar vestur um haf í síðustu viku, til þess að betur væri hægt að átta sig á stærð hússins. Ekki varð hins vegar ljóst fyrr en seint í gær- kvöldi, að af komu hans gæti ekki orðið. Einkum munu það hafa verið erfiðleikar við að koma öllum hljómflutningstækjum og ljósa- útbúnaði fyrir í Laugardalshöll- inni, sem stöðvuðu framgang málsins. Þá var lofthæð sviðsins talin allt of lítil. Slíkur er útbún- aðurinn hjá Bowie í tónleikaferð hans um heiminn, að fimm stóra gáma þarf undir hann. Þá telur fylgdarlið hans á sjöunda tug manna. Nunnur úr Birgitta- reglu skoða klaustrið „MÍN ætlun var aldrei að selja klaustriö í Hafnarfirði," sagði Hinrik Frehen biskup Kaþólsku kirkjunnar á íslandi í samtali við Mbl. „Ég vil halda starfsemi klaustursins áfram og hef ég talað við forustununnu Birgitta-regl- unnar í Rómaborg um að fá nunnur úr þeirri reglu til að taka við af Karmel- systrum. Munu þær fljótlega koma hingað til að skoða klaustrið. Þetta er sænsk regla og ríkir í henni norrænn andi, en innan henn- ar starfa nunnur frá fjölmörgum löndum. Ég hef einnig talað við reglu Benediktsmunka um möguleika á að starfa hér en það er ekki iiklegt að þeir sjái sér það fært á næstunni." Köttur í fjárhúsunum Heimiliskötturinn á Bjargi í Miðfirði, V-Húnavatnssýslu, skreppur stundum I fjárhúsin á bænum og bregður þá stundum á það ráð að ferðast um húsin eftir stoðum og garðaböndum þar sem féð gerist annars nokkuð aðgangshart í hans garð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.