Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983 7 I HIJGVEKJA eftir sr. Jón Dalbú Hróbjartsson „Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs, og að andi Guðs býr í yður?“ í dag er hvítasunnudagur, ein af þremur stórhátíðum kristinna manna. Jól, páskar og hvítasunna eru hátíðir sem mynda þann grundvöll sem kirkjuárið snýst um. Þetta eru hátíðir gleði og fagnaðar, gleð- innar yfir því að Guð hefur vitjað okkar mannanna í Jesú Kristi. En hvert er innihald þess boðskapar sem hljómar á hvítasunnu? í upphafi vil ég geta þess að í kirkjunni al- mennt eru notuð tvö nöfn yfir þessa hátíð. Annars vegar er það orðið pentecost, sem þýðir einfaldlega fimmtugasti dag- urinn (þ.e. eftir páska). Hins vegar er notað orð sem við þýðum með orðinu hvítasunna, en það á skýringu sína í því að þessi hátíð var mikil skírnar- hátíð í kristinni kirkju. Kirkjusagan kennir okkur, að i frumkristni hafi aðallega þrír dagar verið notaðir til skírnar: 6. jan, þrettándinn, sem áður var mikil hátíð, opinberunarhátíðin; páskadag- ur og ekki síst hvítasunnudagur. Skírnþegar voru í hvítum kyrtlum eins og siður var, og nafn dagsins verður til vegna hinna mörgu hvítu kyrtla sem einkenndu daginn. Ekki er erfitt að sjá hvers vegna hvítasunnan var valin sem skírnardagur. Þá var það sem 3.000 sálir snéru sér til Krists og létu skírast eins og segir frá í 2. kafla Postulasög- unnar. Hinn fyrsti hvítasunnudag- ur í kristnum sið var einstæð- ur og stórkostlegur liður í hjálpræðissögu Guðs og er af- mælisdagur kirkjunnar, hins kristna safnaðar. En áður en ég fjalla nánar um það, þá langar mig til þess að fara nokkrum orðum um þá hátíð sem einmitt var fyrir hendi í ísrael á þessum sama tíma og dró nafn sitt af því, að 50 daga voru frá páskum. Eins og hinir fornu páskar hefur hvítasunnan líka mikla þýð- ingu í kristnum boðskap. Hvítasunnan var ein af þremur stærstu hátíðum Gyð- inga. Fyrst var hún eingöngu akuryrkjuhátíð, þ.e. uppskeru- hátíð. Þá var frumuppskeran færð Guði í þakklæti og gleði. Þetta var gleðinnar hátíð. í sögu ísraelsþjóðarinnar fær hátíðin á sig æ guðfræðilegri blæ eftir því sem tímar liðu. Þeir fóru að tengja ákveðna þætti hjálpræðissögunnar við þessa hátíð eins og reyndar var gert við hinar hátíðirnar einnig. Á hvítasunnu var þannig minnst þess þegar Guð gaf Móse og þjóðinni boðorðin 10, lögmálið. Ákveðnir textar voru lesnir og kenndir, t.d. sáttmálar Guðs við Nóa og Abraham. Þetta er gott fyrir okkur að minnast, því þessir liðir hinn- ar fornu hátíðar geta verið góður lærdómur fyrir okkur í dag. Þetta var gleðinnar hátíð. Þeir glöddust yfir gjöfum Guðs í náttúrunni. — Þessum lið megum við aldrei gleyma. Aldrei er náttúran eins heil- landi og einmitt um hvíta- sunnu, þegar allt líf er að kvikna. Þetta er mikil prédik- un og er reyndar íhugunarefni frá páskum til hvítasunnu og hefur fylgt boðun kirkjunnar um aldir. En gleði hins kristna manns er ekki einvörðungu vegna þess sem er að gerast í náttúr- unni. Gleðin er ekki minni yfir því sem Guð gerði í Kristi á páskadagsmorgni og síðan fyrir heilagan anda á hvíta- sunnudag. Guð var að kveikja nýtt líf í hjörtum mannanna. Gyðingar fögnuðu því einnig að Guð hafði gefið þeim lög- mál. — Yfir því getum við líka glaðst, því boðorð Guðs eru enn í gildi. En við höfum meiri ástæðu til að fagna í þessu sambandi. Á hvítasunnudag opinberaði Guð nýtt lögmál, sem kallast lögmál Krists. Og hvað er það? Það er líf, friður, kærleikur og fögnuður hjart- ans. Þetta og reyndar miklu fleira felst í því lífi sem Krist- ur kom til að gefa öllum þeim sem við því vilja taka og við það kannast. í yfirskrift þessarar hug- vekju er vitnað til orða Páls postula sem hann ritar til Kor- intumanna: Vitið þér eigi að þér eru musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður? — Páll er að tala við kristna menn, og hann leggur áherslu á það að ekki er hægt að vera kristinn án þess að hafa heilagan anda. Á öðrum stað í sama bréfi undirstrikar Páll þetta með enn skýrara móti er hann skrifar: Enginn getur sagt Drottinn Jesús nema af heilög- um anda. M.ö.o. það er ekki hægt að játa Krist sem Drott- inn og frelsara nema fyrir verkan heilags anda. Strax í heilagri skírn er. okkur gefinn heilagur andi. Kristinn maður á að vera eins og bústaður heilags anda eða endurvarpsstöð fyrir Guð, svo allir geti séð og reynt blessun- ina sem því fylgir að vera Guðs barn. Þetta er líka stundum kallað að vera ljósberi í veröld- inni. Þetta vildi postulinn að Korintumenn vissu og þetta þurfum við líka að vita og gera okkur grein fyrir. — Við sem erum skírð og trúum á Jesúm Krist berum mikla ábyrgð hér í heimi, miklu meiri en við oft á tíðum gerum okkur grein fyrir. Við erum kölluð til þess að vera erindrekar hins hæsta Guðs, flytja fagnaðarerindi himinsins í orði og verki til allra manna á þessari jörð. Þessi ábyrgð er krefjandi, — en við stöndum ekki ein. Heil- agur andi er okkur gefinn til hjálpar og styrktar og því megum við treysta. Þú segir ef til vill: Þetta á ekki við um mig, þetta er of háleitt fyrir mig! — En kæri vinur, þetta á einmitt við um þig og á erindi til allra manna. Heilagur andi kom til þess að fá fasta búsetu í hjarta hvers einasta manns, þar er enginn undanskilinn frá Guðs hendi. Þess vegna sagði Jesús við lærisveina sína: Farið því og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum, skírið þá í nafni föð- ur, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. — Heil- agur andi er þar sem Guðs orð- ið er lesið og boðað, þar sem beðið er í Jesú nafni, þar sem komið er saman um heilög sakramenti. Vitið þér eigi ... ? Fyrir mörgum er þetta spurningin um að vita, gera sér grein fyrir því að við eigum dýrmæta gjöf, að við eigum hlutdeild í gæð- um himinsins og megum njóta þeirra hér og nú. Hvítasunnan á að minna okkur kristna menn á þá auð- legð sem við eigum fyrir sam- félagið við Drottinn, hún á einnig að hvetja okkur til dáða svo við vinnum í anda hans og fyrir kraft hans. Stúdentafagnaður Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík veröur haldinn aö Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 27. maí og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Aðgöngumiöasala verður í anddyrl Súlnasals, Hótel Sögu, mið- vikudaginn 25. maí kl. 17—19 og fimmtudaginn 26. maí kl. 15.30—18.00. Samkvæmisklæönaöur. Stjórnin Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! eöa 8% Verötrygging veltlr vom gegn veröbolgu — en hefur þú hugleitt hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arösemi þína? Yfirlitiö hér aö neöan veitir þér svar viö því. VEROTRYGGÐUR SPARNAÐUR - SAMANBURÐUR A AVðXTUN Verötrygging m.v lánskjaravísitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf. raungildi höfuðstóls Raunaukning höfuðst eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. ríkissj. 35% 3.7% 19ár 38.7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4% 100% Verðtryggð veðskuldabréf Dæmi um raunaukningu höfuðstóls eftir 9 ár. Verðtryggð spariskírteini rikissjóðs Verðtryggður sparisjóðsreikningur Veröbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagslns hefur vfötæka reynslu í veröbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráögjöf og miölar þeirri þekk- ingu án endurgjalds. GENGI VERÐBREFA 22. MAÍ1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur Sölugengi pr. kr. 100.- 13.855.78 12.027,68 10.431,62 8.843,15 6.292,86 5.796,55 4.001,64 3.291,94 2.480,14 2.349,92 1.873,90 1.738,24 1.451,72 1.178,60 927,70 781,96 601,76 441,15 346,95 298,08 221,39 200,99 150,24 Meöalávöxtun umfram verötryggingu er 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nafnvexti VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU Sölugangi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) varðtr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2’/2% 7% 4 ár 91,14 2'/i% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7%% 7 ár 87,01 3% 7’/.% 8 ár 84,85 3% 7 'h% 9 ár 83,43 3% Vh% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN .Ano SöluBengi RÍKISSJOÐS Sölugengi pr. kr. 100.- C — 1973 3.340,09 D — 1974 2.872,15 E — 1974 2.021,38 F — 1974 2.021,38 G — 1975 1.339.92 H — 1976 1.224,53 I — 1976 971.46 J — 1977 867,10 1. fl. — 1981 186,83 (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 59 60 61 62 63 75 2 ár 47 48 50 51 52 68 3 ár 39 40 42 43 45 64 4 ár 33 35 36 38 39 61 5 ár 29 31 32 34 36 59 HLUTABREF: Skeljungur hf. kauptilboð óskast. Eimskip hf. kauptilboö óskast. VerobréfamarKdOur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaóarbankahú°: » Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.