Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 Fegurðardrottning íslands 1983 krýnd. Guðrún Möller, titilhafi sfðasta árs, setur kórónuna á höfuð Unnar Steinsson. Tvær fegurðardrottningar saman. Guðrún Möller og Unnur Steinsson. Ljósm. Mbl./ Emilía og FriÖþjófur H. Unnur Steinsson krýnd Fegurðar- drottning íslands með viðhöfn Kristín Ingvadóttir, sem varð í 2. sæti í keppninni um titilinn Fegurð- ardrottning íslands, svarar spurn- ingum dómnefndar sposk á svip. — innilega fagnað af troðfullu húsi áhorfenda í Broadway á föstudags- kvöld GESTIR í veitingahiísinu Broadway ætluðu bókstaflega að rifna af fognuði og fagnaðarlátum linnti seint er Unnur Steinsson var kjörin Fegurðardrottning íslands 1983 á föstudagskvöld. Umvafin Ijósadýrð og blómahafi tók hún við titlinum úr hendi Guðrúnar Möller, sem hlaut nafnbótina f fyrra og IJellu Dolan, ungfrú Stóra- Bretland 1982. Loftið í salnum var rafmagnað undir lokin, þar sem troðfullt hús áhorfenda beið úrslitanna í ofvæni. Það var rétt eins og höggvið væri á einhvern ósýnilegan hnút þegar nafn Unnar var tilkynnt. Slík voru fagn- aðarlætin. Hápunktur Krýning hennar var hápunkturinn á glæsilegri kvöldskemmtun, þar sem ótal margir þættir spiluðu saman og lögðu hver sitt af mörkum til að gera kvöld- ið jafn vel heppnað og raun bar vitni. Góður matur, örugg stjórn, áhugaverð sýningaratriði, markviss og skipulögð uppbygging spennu, mikil stemmning á meðal gesta og umfram allt glæsileg ytri umgjörð, allt hafði sitt að segja. „Það, sem hér er að gerast, er það mesta og besta, sem gert hefur verið í sögu Fegurðarsamkeppni ís- lands. Ég vildi bara óska, að svona mikið hefði verið gert fyrir mig fyrir fjórtán árum. Maðurinn að baki þessu öllu saman er Baldvin Jónsson." Þannig fórust Henný Hermannsdóttur, fyrrum fegurðardrottningu orð, og þau segja kannski meira en margt annað um krýningarkvöldið. Verölaun á verðlaun ofan En það voru fleiri en Unnur Steinsson, sem voru í sviðsljósinu í Broadway á föstudag, þótt óneitanlega stæli hún senunni sem sigurvegari keppninnar. Næst henni í röðinni um titilinn Fegurðardrottning íslands 1983 varð Kristín Ingvadóttir. Steinunn Bergmann hlaut þriðja sætið, Katrín Hall það fjórða og Anna María Pétursdóttir hafnaði í fimmta sæti. Verðalaunaafhendingar og krýningar eru þó ekki þar með upptaldar. Áður höfðu Ljósmyndafyrirsæta ársins, Vinsælasta stúlkan, sem þátttakendurnir í úr- slitakeppninni völdu úr eigin hópi og Fegurðardrottn- ing Reykjavíkur verið útnefndar. Hulda Lárusdóttir hlaut hinn eftirsótta titil Vin- sælasta stúlkan og Katrín Hall var kjörin Ljós- myndafyrirsæta ársins. Steinunn Bergmann hlaut svo titilinn Fegurðardrottning Reykjavíkur 1983. Steinunn í strætó Sjálfur borgarstjórinn Davíð Oddsson, var á meðal gesta og lét sig ekki muna um að skreppa upp á sviðið til að óska Steinunni til hamingju. Lýsti hann því yfir við það tækifæri í gamansömum tón, að hann gæti vel hugsað sér að nota hana sem strætisvagnabílstjóra. Með hana við stýrið væri a.m.k. tryggt að karlmenn- irnir kvörtuðu ekki yfir fargjaldinu, hversu svo sem hann hækkaði það. Þótt eðlilega hlytu ekki allar stúlkurnar útnefningu til verðlauna höfðu þær annað og meira en reynsluna eina með sér heim í pokahorninu. Allar hlutu þær kampavín, snyrtivörur og blóm í gjafir. Heitbundin Bailey í lok borðhaldsins var gestum veitt af gríðarstórri tertu, sem var eftirmynd af Fegurðardrottningu ís- lands 1982, Guðrúnu Möller. Með aðstoð Dellu Dolan sneiddi Guðrún tertuna niður á diska gestanna. Áður hafði hvor um sig haldið stutta tölu. Við það tækifæri var þess getið, að Della Dolan væri heitbundin Gary Bailey, markverði Manchester United. Hún hefur því áreiðanlega setið límd við skjá- inn hér heima í gær og horft á viðureign mannsefnis- ins og félaga hans gegn Brighton í beinni útsendingu frá úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley- leikvanginum. „Ég held að þetta hafi heppnast vel í kvöld. Næsta ár munum við gera enn betur og 1985 margfalt betur. Árið 1986 og 1987 höldum við svo sjálf alþjóðlega fegurðarsamkeppni á Islandi," sagði Baldvin Jónsson við dynjandi undirtektir gesta. — SSv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.