Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Aðstoð óskast á tannlæknastofu í miðborginni strax til framtíðarstarfa. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir hádegi 24.5. merkt: „Handlaginn — 2074“. Kennsla Kennarar óskast til aö kenna eftirtaldar greinar við Verzlunarskóla íslands næsta skólaár: 1. íslenskt atvinnulíf og rekstur fyrirtækja þess. Um er að ræða nýtt námsefni sem kennari mun þurfa að taka verulegan þátt í að móta. Kennsla mun aö verulegu leyti fara fram í vinnslu verkefna og leiðbein- ingastarfi kennara. 2. Tölvufræði. Kennt verður BASIC ásamt einu öðru for- ritunarmáli. 3. Eðlisfræði. Til greina kemur að kenna einnig nokkra tíma í stæröfræði. 4. Verslunarrétt. Umsóknum sé skilaö til skrifstofu Verzlun- arskólans fyrir 1. júní. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS STOFNAÐUR1905 Hef BA-próf í félagsfræði og hef áhuga á starfi á eða tengdu því sviði. Get hafiö störf nú þegar. Nánari uppl. veittar í síma 31239. Viðskiptafræðingur 25 ára viðskiptafræðingur sem er að Ijúka námi óskar eftir áhugaverðu starfi nú þegar. Tilboð sendist augl.deild Mbl. fyrir 26. maí nk. merkt: „Viðskipti — 2130“. Auglýst er til umsóknar staða framkvæmdastjóra Fjórðungssjúkra- hússins og heilsugæslustöðvar á ísafirði. Jafn- framt er auglýst laust til umsóknar starf fé- lagsmálafufltrúa hjá ísafjaröarkaupstað. Umsóknarfrestur vegna framangreindra starfa er til 15. júní nk. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjórinn á ísafirði á bæjarskrif- stofunni, Austurvegi 2, ísafirði eða í síma 94—3722. Bæjarstjórinn á ísafiröi. Kennarar Kennara vantar við Grunnskóla Eyrarsveitar Grundarfirði. Almenn kennsla í 1. og 4. bekk, athvarf, stuðningskennsla, líffræði, enska, heimilisfræði. Húsnæði í boði. Uppl. gefur Jón Egill Egilsson skólastjóri í síma 93-8619 og 93-8637. Sjúkraþjálfarar óskast til starfa í sumar eöa til lengri tíma á nýja endurhæfingastöö í Keflavík. Mjög góö vinnuaöstaða. Upplýsingar í síma 92-3330. Fræðsluskrifstofa Norðurlands- umdæmis vestra er til húsa í Kvennaskólanum á Blönduósi, en þar var rekstri kvennaskóla hætt fyrir nokkr- um árum. Það er því vel rúmt um starfsem- ina. En það er ekki þess vegna sem við erum að auglýsa eftir starfsfólki, heldur vegna þess að verkefnin í fræðsluumdæminu eru yfrin. í samvinnu við svæðisstjórn um málefni þroskaheftra er starfað aö mörgum málefn- um innan og utan grunnskólans. í vetur hafa átta manns starfað á vegum fræðsluskrifstof- unnar og svæðisstjórnar, ritari, fjármála- fulltrúi, 2 sálfræðingar, 2 þroskaþjálfar, 2 sérkennslufulltrúar, auk þess fræðslustjóri. Nú er Ijóst að þrír ofantalinna starfsmanna hætta í sumar og vantar því fólk til að fylla í skörðin. Það fólk sem viö erum að leita eftir er: Forstöðumaður gullasafns (legoteks). Aöeins þroskaþjálfi eða fólk með sambæri- lega menntun kemur til greina. Gullasafnið er uppbyggt og nokkuð vel búið gögnum. Sam- vinna við sálfræöinga, sérkennara og sjúkra- þjálfa mikil. Félagsráðgjafi. í samskiptum við aöiia, einkum utan skólakerfisins, söknum við oft að njóta ekki sérþekkingar þeirrar sem fé- lagsráðgjafar búa yfir. Ný lög um fatlaöa bera einnig með sér aukna þjónustu á sviði félags- ráðgjafar. Kennslufulltrúi. Almenn ráögjöf til kenn- ara og skóla um kennsluhætti og kennslu- gögn er mjög mikilvæg ekki síst dreifbýli. Vísir að kennslugagnamiðstöð og gagna- smiðju er í uppbyggingu á fræðsluskrifstof- unni. Haldgóð reynsla mikilvæg. Fram- haldsmenntun í kennslufræði mjög æskileg. Sérkennarar. Sérkennslumál eru í mjög hraðri þróun á Norðurlandi vestra og hefur mikið áunnist síöustu tvö árin. Þetta er fyrir- byggjandi starf og því er okkur mikið í mun að láta ekki deigan síga og óskum eftir að fá fleiri sérkennara til liðs við okkur. Umsóknir sendist til Fræðsluskrifstofu Norö- urlandsumdæmis vestra, Kvennaskólanum 540 Blönduósi fyrir 20. júní 1983. Upplýsingar gefur fræðslustjóri í síma 95—4369 (skrifstofa) eða 95—4249 (heima). Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis vestra. Byggingartækni fræðingur. Bolungarvíkurbær óskar að ráða byggingar- tæknifræöing. Umsóknarfrestur er til 3. júní. Umsóknir um starfið sendist bæjarstjóra, sem gefur nánari upplýsingar í síma 94-7113. Bæjarstjóri. G! w . Kopavogsbúar athugið Vinnumiðlun Kópavogs hefur milligöngu um að útvega fólk til smærri og stærri verkefna, svo sem hirðingar á göröum, ræstingar og annarra starfa sem til fala á heimilum útivinn- andi fólks og annara. Vinnumiðlun Kópavogs, Digranesvegi 12. Sími 46863. Laus staða hjá Reykjavíkurborg Starfsmaður óskast á Skóladagheimili Breiðagerðisskóla frá og meö 1. júní. Fóstru- eða kennaramenntun æskileg. Starfskjör skv. kjarasamningum. Upplýsingar veittar í skólanum í síma 84558 og 34908. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk al- mennra persónulegra upplýsinga. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Póshússtræti 9, 6. hæð, fyrir föstudaginn 27. maí 1983. Takið eftir Ungur maður óskar eftir vinnu, er vanur skrifstofustörfum og skattamálum. Tilboð sendist augl.deild Mbl. merkt: „Vinna — 8647“. Tollskýrslur Stórt verslunarfyrirtæki með fjölbreyttan inn- flutning óskar eftir starfskrafti til starfa við tollskýrslugerö og tölvuvinnslu. Um heil- dagsstarf er að ræða. Starfið er sjálfstætt á fjölmennum vinnustað. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir 24. þ.m. merkt: „Sjálfstætt — 216“. Hresst, snyrtilegt og traust starfsfólk óskast til framtíðarstarfa á nýjan skyndibitastað í Kópavogi. Góður aðbúnaður á vinnustað. Staöurinn verður opinn frá kl. 11.00—23.30. Unniö verður á tvískiptum vöktum. Umsóknir ásamt helstu uppl. óskast lagðar inn á augl.deild Mbl. fyrir 26. maí nk. merkt: „B — 2076“. Öllum umsóknum verður svarað. Starf yfirfisk- matsmanns Starf yfirfiskmatsmanns með búsetu á Norð- urlandi vestra er laust til umsóknar. Reynsla af framleiöslu og meðferð sjávarafuröa og réttindi í sem flestum greinum fiskmats æski- leg. Umsóknir sendist sjávarútvegsráðuneytinu, Lindargötu 9, 101 Reykjavík, fyrir 9. júní nk. Sjávarútvegsráöuneytiö, 20. maí 1983. Laus staða Við leitum aö rafmagnsverkfræöingi eða rafmagnstæknifræðingi til starfa á tækni- deild fyrirtækisins. Þeir sem áhuga hafa á starfinu sendi skrif- lega umsókn ásamt uppl. um fyrri störf og menntun til orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 ísafirði, fyrir 31. maí nk. Allar nánari uppl. gefur Kristján Haraldsson, Orkubústjóri, í síma 94—3211. Orkubú Vestfjarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.