Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 21 „Ég var rekinn úr herþjónustunni sakir heimsku, sam- kvœmt þar til kosinnar nefndar. Ég er löggiltur hálfviti. — Svejk. „Eg játa allt. Agi verður að vera. Án aga er allt ómögu- legt. “ — Svejk. „En nú langar mig til þess að leggja eina gátu fyrir ykkur, herrar mínir. Við höfum þriggja hœða hús, það eru átta gluggar á hverri hæð. Á þakinu eru tveir kvistir og tveir reykháfar. Á hverri hœð eru tveir leigjendur. Og nú, herrar mínir, hvaða ár dó amma dyravarðarins? “ — Svejk við geðlœknana. viðurkenni fúslega að hann sé löggiltur hálfviti, er Svejk alls enginn heimskingi. Hann á ótrú- lega auðvelt með að látast vera heimskingi, svona rétt til að espa aðra og bjarga eigin skinni. Tal hans og siðgæði er tvöfalt, hann þykist oft vera sammála mönnum, en kaldhæðnin er ávallt augljós. Ólíkt höfundinum er Svejk ekki stjórnleysingi. „Agi verður að vera," segir hann, trúr á lög og reglu. Samt gleymir hann ekki hinum mannlega þætti („Mönnum verður líka að mistakast") og fáir búa yfir jafn glöggu innsæi í mannlegar tilfinningar. Hasek tekst vel að sýna viðbjóð og hrottaskap stríðsins. Hasek var yfirlýstur andstæðingur einveldis- ins og hann hataði yfirstéttirnar. Hann vildi hrekja broddborgar- ana út úr byrgjum sínum og svipta hulunni af hræsni þeirra. Hann hikar ekki við að nota sterk orð til að skerpa myndina, en tékkneskan er óvenju litríkt mál og þýðendur hafa lent í hinum mestu vandræð- um. En þó ekki Karl ísfeld, snilld- arþýðing hans (nokkuð stytt) kom fyrst út árið 1942. Hasek skrifaði kæruleysislega og mjög hratt og staðreynd er að hann ritaði mik- inn hluta Góða dátans ýmist drukkinn eða rottimbraður. Að lokum skal vitnað í kynn- ingu Víkurútgáfunnar á bókar- kápu: „Það mun vera sameigínlegt álit flestra bókmenntafræðinga, að bókin um góða dátann Svejk sé eitthvert hið snjallasta skáldverk, sem nokkru sinni hafi verið ritað um styrjaldir, og ekki er um þess- ar mundir útlit á, að þvílíkur Fróðafriður sé í vændum, að hún verði ekki í fullu gildi enn um stund.“ Ennfremur: „Sumum frómum sálum finnst það ef til vill ekki vel viðeigandi að kalla fyrri heims- styrjöldina ævintýri. En nafnið fær dýpri merkingu við það, að eftir stríðið hristu Tékkar af sér ok framandi herveldis og stofnuðu tékkneska lýðveldið. Það var ævintýri. Og auk þess er Svejk eitt af hinum mörgu dæmum um hið mikla ævintýri, að þjóðir að lok- inni styrjöld rísi upp til baráttu gegn óréttlæti og blekkingum." HJÓ 5UNNUDAGS GfíTURNAR ENDUR SÝNDAR 23. MAI Gáturnar úr Sunnudagsgátunni sem birtust 8. og 15. maí, veröa endurteknar um leiö og síöasta gátan birtist 23. maí kl. 8.30. Þaö er örugglega umboðsmaöur ekki langt frá þér. Spuröu hann um miöa. KDR LANGHOLTSKRKAJ Aquaseal þalcpappinn, -sé hugsaðtil framtíöarinnar Þegar þak húss er lagt, veröur að hugsa málið vel. Vanda vinnubrögðin og velja rétt þak- efni. Hvað þakpappa varðarer valið einfalt: AQUASEL þakpappinn er vand- aður og sterkur. Endist langt inn í framtíðina. AQUASEL þak- pappinn er fyrirliggjandi í mörgum gerðum, í rúllum og úr mýkra efni sem leggst vel að ójöfnu yfirborði. Bara að kynna sér málin, þá er framtíðinni borgið. nounsERL Rétt ráð gegn laka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.