Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 48
Sími 44566 RAFLAGNIR samvirki ^/\skriftar- síminn er 830 33 Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri: Innsigli á olíu- gjöf ófullnægjandi „ÁSTÆÐAN er sú, að þegar skipið hafrti verið keypt í Noregi rétt fyrir áramót 1982, var okkur tjáð, að vél- arstærð þess yrði 990 hestöfl. l»á bjuggumst við við því, að afl vélarinnar yrði minnkað á þann hátt, aö það gæti samrýmzt starfsreglum okkar. Okkur var í mun, að ná skipinu inn á skrán- ingu og því skráðum við það sam- kvæmt fengnum upplýsingum, 990 hestöfl," sagði Hjálmar K. Báröarson, siglingamálastjóri, er Mbl. innti hann eftir ástæðu þess, að vélarstærð Sjóla KE 18 er skráð mismunandi stór milli ára í skipaskrá. „Síðar kom í ljós, að innsigli hafði verið sett á olíugjöf vélarinnar og þannig dregið úr krafti hennar úr 1.200 hestöflum niður í 990. Sam- kvæmt bréfi frá samgönguráðuneyt- inu frá árinu 1975 ber Siglingamála- stofnun að miða við mestu orku, sem vél getur gefið í skráningu í skipa- skrá án þess að tekið sé tillit til inn- siglis á olíugjöf. Við erum einungis að fara eftir starfsreglum okkar við skráningu fiskiskipa. Við fjöllum um öryggismál, ekki veiðiheimildir og mér er í sjálfu sér alveg ósárt um það, að Sjóli RE skuli hafa verið sýknaður af landhelgisbroti," sagði Hjálmar. Utlit fyrir góða humarvertíð — segir Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur „ÞAÐ ER útlit fyrir góða humarver- tíð á þessu ári, en þó er vafasamt að hún verði betri en tvær síðustu ver- tíðar. Þá var mestur meðalafli frá árinu 1966. Þess ber þó að geta að við erum aðeins búnir að kanna svæðið fyrir austan Vestmannaeyj- ar,“ sagði Hrafnkell Eirfksson, físki- fræðingur, er Morgunblaðið ræddi við hann um borð í rannsóknaskip- inu Dröfn í gær. Humarvertíðin hefst 26. maí næstkomandi. Hrafnkell sagði, að humarleið- angur hefði hafizt þann 9. þessa mánaðar og hefði ágætur afli fengizt í vesturkantinum á Breiða- merkurdjúpi, eða ein og hálf karfa af slitnum humri miðað við klukkustundar tog. Afli hefði einnig verið góður í Hornafjarð- ardjúpi en minni annars staðar. Á þessum slóðum hefði uppistaðan í aflanum verið 9 ára humar og eldri, en einnig hefði nokkuð kom- ið fram af yngri humri. í Háfa- djúpi og við Surtsey hefði einnig fengizt góður afli, en humarinn hefði verið fremur smár eða 5 til 6 ára. Humar væri nýtanlegur 5 ára og eldri. Á síðasta ári veiddust um 2.650 lestir og í ár er leyfilegt að veiða 2.700 lestir. Alltaf slæðist nokkuð af físki með í humartrollið og þá þarf að aðskilja góðmetið. Ljósmynd Guðmundur Bjarnason. Niðursetning á um með seinna Kartöfluniðursetning hefst með seinna móti í ár, sérstaklega á Vest- ur-, Norður- og Austurlandi, en þar eru mikil vorharðindi, sem kunnugt er. Sunnanlands horfír málið betur við og er reiknað með að flestir hefj- ist handa við að setja niður nú um helgina. Eðvald B. Malmquist, yfirmats- maður garðávaxta, sagði í samtali við Mbl. í gær, að klaki væri enn í jörðu og hefði það gert bændum erfitt um vik að undirbúa jarðveg- inn fyrir niðursetningu. „Enda eru fáir byrjaðir," sagði Eðvald, „það er helst í Villingaholtshreppi í Árnessýslu, en þar fóru menn að setja niður fyrir nokkrum dögum. í Þykkvabæ verður hafist handa á allflestum bæjum um helgina, en það hefur staðið á því að menn hafi getað unnið garðana fyrir klaka. Sömu sögu er að segja um önnur hefðbundin kartöflurækt- arsvæði, svo sem Öræfin og Hornafjörð. Þar er allt með seinna móti.“ „En þrátt fyrir vont tíðarfar," SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 ___________________________ Skilmálum um hús við Árbæjar- safn aflétt BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum á fimmtudagskvöld að breyta sér- stökum byggingarskilmálum sem hafa gilt um raðhús þau á Ártúnsholti, sem rísa eiga næst Árbæjarsafni. Þeir skil- málar sem létt var af, voru, að húsin næst safninu þyrftu að vera timb- urklædd á efri hæð og einnig var létt af kvöð um aö þau ættu að vera svalalaus á þeirri hlið sem að safninu snýr. Skilmálar þessir höfðu verið settir að kröfu safnsins, þegar ákveðið var að byggja á Ártúnsholti í tíð vinstri meirihlutans, en á fundinum kom fram að rökin fyrir því væru, að þá myndu raðhúsin síður stinga í stúf við yfirbragð safnsins. Davíð Oddsson, borgarstjóri sagði, að þessir skilmálar væru fáránlegir og tæpast til skaða fyrir safnið að breyta þeim, enda myndu raðhúsin ekki sjást nema frá litlum hluta lóðar safnsins. Mistök hefðu verið gerð við setningu skilmálanna og þegar væri um slíkt að ræða þá ætti að leiðrétta þau. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður skipulagsnefndar, sagði að engin sérstök rök væru fyrir því að halda uppi þessum furðulegu skilmál- um. Hvers vegna ætti að skylda fólk til að klæða hús sín timbri að hluta og banna því að hafa svalir? Sigurjón Pétursson (Abl.) var á móti því að breyta skilmálunum og sagði að fólk hefði gengið að þessum skilmálum og það hefði vitað um þá. Einnig væri verið með þessu að brjóta samkomulag við Árbæjarsafn. Breytingarnar á skilmálunum voru samþykktar með 14 atkvæðum gegn 6. Akstur vélhjóla á gangstígum í Breiðholti: Frá Gróttu til Reykjavíkur mætti nefna þessa samandregnu mynd, sem KÖE tók í vikunni. í Gróttu er mikið fuglalíf og um varptímann á vorin er eyjan friðuð, enda leynast hreiður með eggjum þar um allt. En ekki skilja allir, fremur en krakkarnir sem kveikja í sinunni eftir að fuglar fara að verpa, kjarna málsins. Þótt fólk virði sjálft bannið, sleppir það hundum sínum í fjörunni á móti. Hundarnir hlaupa út í Gróttu og æða um varpið og hrekja fuglana af hreiðrum. Eru það tilmæli eftirlitsmanns að fólk sleppi ekki hundum lausum þarna í fjörunni á varptímanum. Frá Gróttu til Reykjavíkur „Hefur mikla slysa- hættu í för með sér“ „UAÐ ER MJÖG mikið um akstur á gangstígunum hérna og þetta hefur mikla slysahættu í för með sér, enda hafa orðið slys og þau meira að segja slæm, þó þau hafi sem betur fer ekki orðið nýverið,“ sagði Helga Magnúsdóttir, sem sæti á í stjórn Framfarafélags Breiðholts, en mikið ónæði hefur verið af akstri bifhjóla á gangstígum í Breiðholti að undanförnu, en akstur slíkra hjóla á gangstígunum er að sjálfsögðu strang- lega bannaður. „Þeir eru hér á mótorhjól- um, oft tvö og þrjú á hverju hjóli, og einnig á ómerktum torfæruhjólum. Þetta er væg- kartöfl- móti sagði Eðvald, „var fyrsta útsæðið í ár sett niður 1. maí. Það var á Þórustöðum, hjá Finnlaugi Snorrasyni, en hann hafði gengið vel frá jarðveginum síðastliðið haust í því skyni að verja hann frosti. Þá byrjuðu nokkrir bændur í Mýrdalnum að setja niður þann 6. maí. En þetta eru undantekn- ingar og almennt er ástandið slæmt, sérstaklega þegar það er haft í huga að hér áður fyrr voru menn langt komnir með að setja niður um miðjan maí.“ ast sagt mikil plága og verst á haustin. Það er ekki einungis að verið sé á hjólunum á gangstígunum, heldur eru hér einnig leikhólar og þeir fá ekki heldur að vera í friði. Hið sama gildir um Elliðaárdal- inn, hann er orðinn meira og minna uppspændur eftir hjól- in. Það er algerlega bannað að vera með vélknúin hjól á þess- um stöðum, því um þau gilda í raun sömu reglur og gilda um bíla. Það er því miður alls ekki nóg um skilti og merkingar sem sýna að akstur vélhjóla er bannaður á gangstígunum, þó um þær hafi verið beðið. Við höfum skrifað lögreglunni og farið fram á að eitthvað yrði gert til að reyna að koma vélhjólunum af stígunum og aðgerðir lögreglunnar hafa borið tímabundinn árangur, en þegar frá hefur liðið, hefur sótt í sama farið. Hér mi sjá eim gangstfginn í Breiðholtinu og skilti við hann sem bannar akstur vélhjóla. MorKunbladid/ Emilía Það sem er til ráða er í fyrsta lagi að merkja stígana greinilega og í öðru lagi að gera unglingunum það ljóst, þegar þau fá próf á skelli- nöðru, að akstur þeirra á gangstígum er bannaður. Það kemur ef til vill einnig til greina, að setja einhverjar hindranir á stígana til að koma í veg fyrir akstur um þá, en þá er það spurning hvort ekki verður bara krækt fyrir hindranirnar. Þá veldur það því einnig að erfiðara verður að komast eftir þeim með barnavagna og á reiðhjólum," sagði Helga að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.