Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 41 A, já. Elizabeth Taylor. Að henni hlaut að koma í samantekt um Burton. Þegar 20th Century Fox gerði margmilljóna-myndina „Cleopatra" með honum í öðru að- alhlutverkinu, breyttist staða ■ hans innan leiklistarheimsins frá því að vera virtur leikari til þess að verða dáð og víðþekkt kvik- myndastjarna. Þessi nýja staða hans litaðist mjög af ástarævin- týri hans og Elizabeth Taylor, sem lék Kleópötru. Ástarævintýri þeirra hélt áfram að blómgast eft- ir að stórmyndin var frumsýnd 1963 og þar til Burton skildi við Sybil sína Williams og giftist Taylor, sem þá hafði nýverið skilið við fjórða eiginmann sinn, Eddi Ficher. Opinberar kvonbænir Taylors á tökustað milljónamynd- arinnar áttu eftir að sá bitru eitri hneykslisins í brjóst Burtons þannig að hann hefur líklega aldrei náð sér eftir það. Jafnvel þó hann hafi gifst Suzy Hunt (sem hann nú er skilinn við) eftir skiln- aðinn við Taylor, virðist hollusta hans við La Taylor ætla að hald- ast. „Ég er mjög hrifinn af henni og hún er enn mjög hrifin af mér,“ segir Burton. Kannski Taylor hafi fallið fyrir aumum timburmönnum Burtons morguninn, sem hún hitti hann fyrst!, fallið fyrir drykkjusárum manns, sem legið hefur lengi í óhófs drykkjuskap. „Ég gat drukk- ið hvern sem var undir borðið ... Ég viðurkenni að ég er alkóhólisti! Það er hryllilegur sjúkdómur, eins slæmur og krabbamein eða berkl- ar eða hver annar hryllingur, sem hægt er að hugsa sér.“ Þegar Burton kom til New York 1964 til að leika Hamlet í leikgerð John Gielguds, safnaðist á kvöldin hópur aðdáenda við bakdyr leik- hússins á Broadway og beið eftir átrúnaðargoði sínu. Hin nýja staða Burtons sem stórstjarna á sjöunda áratugnum einkenndist helst af þeim stóru peningasumm- um, sem hann, og kona hans, tóku fyrir að leika í kvikmyndum þar sem hvort þeirra um sig þáði að meðaltali um milljón dollara fyrir hverja mynd sem þau léku í. Mörgum mynda þeirra var slælega tekið af gagnrýnendum og þeim tókst sjaldan að hala inn þá pen- inga sem framleiðendurnir höfðu látið sig dreyma um. Þau hjónin skildu snemma árs 1970, en tóku saman aftur fimm árum síðar til þess eins að skilja aftur árið eftir. Hinn raunverulegi veikleiki, sem hrjáð hefur Burton, má vera að sé óhófslifnaður hans. Við sjá- um hann endrum og eins, kiprandi augun undan skærri birtu frá flassi myndavéla, þegar hann kemur fram opinberlega fyrir al- menning, sem kannski er að velta þvi fyrir sér hvað hafi orðið um þennan hæfileikaríka leikara. Ný- lega var uppi orðrómur um að ráð- ist verði í sviðsverk gerðu eftir sjónvarpsmynd um Richard Wagner þar sem Burton lék tón- skáldið. Kannski hugsunin um það búi að baki hvössu augnaráðinu. Samantekið og þýtt — ai. 1961 „Mest umtalaða kærustupar ( sögunni" hittist við töku myndar- innar „Cleopatra“. „Hjarta mitt fylltist af ást þegar ég sá hann,“ sagði Elizabeth Taylor, þá gift Eddie Fisher, um ást sína á Burton, sem þá var enn giftur Sybil. Hneykslið auglýsti stórmyndina „Cleopatra** meir en nokkuð annað. 1963 Með Ava Gardner í „The Night of the Iguana“, en hann fékk hálfa milljón dollara fyrir að leika í þeirri mynd. 1967 Þau hjónin voru fræg fyrir eyðslusemi og þó Burton hafi aldrei kvartað undan peningaskorti hefur hann „oft látið freistast til að vinna sér inn skjótfenginn gróða með leik í ruslmyndum". 1970 Rík, fræg og með Kommandör-orðu breska heimsveldisins. Hér er hann með Taylor og systur sinni Ceciliu James á tröppum Buckingham- hallarinnar — en Burton átti í vandræðum með drykkju sína og slæma framkomu. 1976 Þá giftist hann Suzy Hunt, fyrrum eiginkonu kappaksturshetj- unnar James Hunt. Burton og Hunt áttu eftir að skilja seinna, en á þessum tíma sagðist Burton vilja snúa aftur á leiksviðið. saman hávaðasöm og nöldrandi hjón í nýju leikriti. „Við erum samt hinir bestu vinir,“ sagði Liz. Hús verslunarinnar: Hreggviður Her- mannsson og Guð- rún E. Ólafs- dóttir sýna NÚ STENDUR yfir sýning á verkum Hreggviðs Hermannssonar og Guð- rúnar E. Ólafsdóttur í Húsi verslun- arinnar við Háaleitisbraut. Á sýning- unni eni alls 23 verk unnin í pastel og blek. Hreggviður Hermannsson sýnir 11 myndir unnar í blek og er þetta tíunda sýning hans, en hann hefur áður haldið sýningar í Gallery Lækjartorgi og í Djúpinu. Guðrún E. Olafsdóttir sýnir 12 pastel-myndir og er þetta hennar fyrsta sýning. Sýningin sem er á 10. hæð er opin virka daga frá kl. 2—7 og um helgar frá kl. 2—10. Myndir frá ASÍ hanga uppi í matsal Þjónustumiðstöðvar aldraðra við Dalbraut. Listasafn ASÍ: Fjöldi vinnustaða- sýninga í gangi LISTASAFN Alþýðusambands íslands hefur alla tíð frá 1973 beitt sér fyrir kynningu á íslenskri myndlist með farandsýningum og vinnustaðasýningum víða um landið. Vanalega eru 15 sýningar frá safninu á vinnustað hverju sinni og hanga þær uppi á hverjum stað einn til fjóra mánuði í senn. Ástæða er til að vekja athygli á því að hægt er að fá leigðar sýningar frá safninu í lengri eða skemmri tíma. Helstu sýningar sem eru í gangi um þessar mundir eru á eftirtöld- um stöðum: Húsnæði Sjálfsbjarg- ar, Hátúni 12, Kaffistofu Flug- leiða, Reykjavíkurflugvelli, Kaffi- stofu Hitaveitur Reykjavíkur, Grensásvegi, Kaffistofu Lands- smiðjunnar, Sölvhólsgötu, Kaffi- stofu Kassagerðar Reykjavíkur, Þjónustumiðstöð aldraðra við Dalbraut, afgreiðslusölum Al- þýðubankans, Laugavegi 31 og Suðurlandsbraut 30. Auk þess á skrifstofum og í fundarsölum ým- issa verkalýðsfélaga, Málm- og skipasmiðasambands íslands, Trésmiðafélags Reykjavíkur, Líf- eyrissjóðs Dagsbrúnar og Fram- sóknar, SAL, Verkalýðsfélagi Akraness og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.