Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 Svipmynd á sunnudegi CRAXI * Maðurinn sem ýtti Itölum út í nýjar þingkosningar ÍTALSKI sósíalistaleiðtoginn Bettino Craxi, sem hefur komið því til leiðar að gengið verður til kosninga á Ítalíu dagana 25. og 26. júní, er harðskeyttur stjórnmálamaður, sem tekur oft mikla áhættu. Flokkur sósíalista var í mik- illi lægð þegar hann tók við stjórn hans 1976, en honum hefur tekizt að sameina flokkinn. Hann hefur mótað nýja stefnu og gert sósíalista- flokkinn að áhrifamiklu afli í ít- ölskum stjórnmálum. Þrátt fyrir þetta hefur fylgi ítalskra sósíalista lítið aukizt: það var 9,6% í kosningunum 1972, óbreytt 1976, en jókst svo lítillega í 9,8% 1979. Þetta er lít- ið fylgi miðað við fylgi annarra jafnaðarmannaflokka í Suður- Evrópu. Franskir jafnaðarmenn fengu 39% í þingkosningunum 1979, Andreas Papandreou hlaut 48,1% í Grikklandi í október sama ár, Felipe Gonzales 46% á Spáni í október í fyrra og Mario Soares 36,3% í þingkosningun- um í Portúgal á dögunum. Ítalía hefur þá sérstöðu að flokkur kommúnista er stærsti vinstri flokkurinn með 30,4% at- kvæða. Þar við bætist að kristi- legir demókratar njóta stuðn- ings 38,3% kjósenda. Það táknar að Craxi verður að berjast á tvennum vígstöðvum gegn tveimur ólíkum stjórnmála- flokkum, sem vilja halda honum niðri. ODDAAÐSTAÐA Að sumu leyti stendur Craxi þó vel að vígi. Þótt flokkur hans hafi innan við 10 af hundraði at- kvæða er hann þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn á Ítalíu og í oddaaðstöðu í öllum stjórnar- myndunarviðræðum. Craxi hef- ur þróað með sér tækni til að færa sér í nyt öll mál, sem upp koma, stundum á hvatvíslegan en um leið ismeygilegan hátt. Hann hefur lagt fram stefnu- skrá um kerfisbreytingu í efna- hagsmálum og stjórnmálum og ýmsir telja að sósíalistar hafi gott „jarðsamband" við þjóðina á tímum skjótra þjóðfélags- breytinga og kunni góð skil á öll- um „hræringum". Flokkurinn er stundum sakað- ur um að fylgja hentistefnu og elta uppi öll mál, sem geti aflað honum vinsælda. Þannig er sagt að hann reyni að laða til sín óráðna eða vonsvikna kjósendur, sem vera kynni að höfða mætti til með réttum málflutningi í einhverju einu áhugamáli, sem á hug þeirra allan. Hvað sem því líður hefur Craxi tekizt að koma mótherjum sínum úr jafnvægi. Þeir gagn- rýna aðferðir hans, en velta því fyrir sér hvort hann hafi ekki næmari tilfinningu en þeir fyrir hugsunarhætti ítalsks nútíma- fólks. Harður málflutningur Craxi, raunsæ afstaða hans, sú áherzla sem hann Ieggur á áþreifanleg mál og sá hæfileiki hans að vera alltaf í sviðsljósinu vekur gremju stjórnmálamanna úr öðrum flokkum. Stjórnmálakerfið á Ítalíu hef- ur staðið af sér hryðjuverk og „þing götunnar", en óvirk and- staða kjósenda veldur stjórn- málamönnum áhyggjum. PÓLITÍSK ÞREYTA Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun mundu 18% kjósenda sitja heima eða skila auðu ef kosið væri nú, eða tæplega helm- ingi fleiri en 1976. Ef þessi hópur kjósenda myndaði flokk yrði hann sá þriðji stærsti, næst á eftir flokkum kristilegra demó- krata og kommúnista. Einnig ríkir mikil óánægja með „partiocrazia", eða „flokks- ræði“. Flokkarnir virðast öllu ráða, ekki aðeins í stjórnmálun- um heldur á öllum helztu sviðum þjóðlífsins. Þetta á t.d. við um efnahagsmál, ríkisfyrirtæki, banka, útvarp og sjónvarp, „alls staðar þar sem flokksvélunum hefur tekizt að teygja klærnar". Stöðum hjá ríkinu er skipt bróð- urlega milli flokkanna eftir fylgi þeirra í kosningum. Stjórnmálamenn hafa óljósan grun um að leikreglur stjórn- málanna séu að breytast og óttast það. Vera má að kjósend- ur séu lífsreyndari og hlutlaus- ari en áður og taki ekki Iengur gott og gilt það sem sett er fram í hefðbundnum, þreytulegum, pólitískum áróðri. Stjórnmála- kerfið er þungt í vöfum og það hefur leitt til þess að flokkarnir hafa stöðugt þurft að hagræða stefnu sinni, slá af kröfum og þar fram eftir götunum. Kjósendur hafa sífellt orðið fyrir vonbrigðum og eru orðnir leiðir á „formúluleik" stjórn- málaflokkanna og því sjónarspili sem stjórnmálin virðast orðin. Þeir vilja ríkisstjórn en ekki sjónarspil, aðgerðir í stað orða. „FRIÐARSPILLIR" Craxi virðist hafa tekizt að slá á þessa óánægjustrengi. Hann olli stjórnarkreppunni á dögun- um þegar sósíalistar undir for- ystu hans hættu stuðningi sínum við samsteypustjórn þá sem þeir stóðu að ásamt frjálslyndum, sósíaldemókrötum og kristi- legum demókrötum undir for- ystu Amintore Fanfani forsæt- isráðherra. Þar með rauf Craxi það vopna- hlé, sem ríkt hefur í ítölskum stjórnmálum, og sumir hafa kallað hann „friðarspillinn". Þátttaka í samsteypustjórnum felur oft í sér „vopnahlé" fremur en samkomulag um lausn ágreiningsmála og Craxi hefur oft verið erfiður í samstarfi. Öðru hverju gerir hann uppsteyt eins og til að kanna hvort stjórnarsamstarfið þróist eftir leiðum sem hann telur æski- legar. Smáflokkar eru oft erfiðir í stjórnarsamstarfi. Þær mála- miðlunarlausnir, sem eru sam- þykktar, og sá ágreiningur, sem breitt er yfir, eru oft bezta ástæðan til að slíta stjórnarsam- starfinu. Sósíalistar sáu þann kost vænstan að fara úr ríkis- stjórn, þótt þeir tækju þá áhættu að verða sakaðir um að koma kosningunum í kring í eiginhagsmunaskyni. Sér til varnar segja þeir að þar sem kosningar hafi verið orðnar óhjákvæmilegar á annað borð hafi verið bezt að ljúka þeim af í júní, um leið og bæjar- og sveitarstjórnarkosningar færu fram, í stað þess að bíða fram á haust. „ÓHÁÐUR“ Craxi setur sjálfstæði sósíal- istaflokksins ofar öllu öðru. Sjálfstæði flokksins er honum heilagur málstaður og tryggð hans við þann málstað er ástæð- an til þess að hann er tekinn al- varlega í stjórnmálum. Jafnvel þegar hann var rétt rúmlega tvítugur vildi hann stjórnmála- flokk, sem væri fjarlægur kommúnistum, ómarxískur og með sína sérstöku, ótvíræðu stefnu. Craxi, sem er sköllóttur og með gleraugu, er eftirlæti skopmyndateiknara. Á skop- myndunum virðist hann haldinn barnalegri löngun til að fá öllum kröfum sínum framgengt eða þungbúinn á svip, einbeittur og metnaðargjarn úr hófi fram. Faðir Craxi var lögfræðingur á Sikiley og fluttist til Mílanó, þar sem hann varð kunnur sósí- alisti. Craxi gekk í flokkinn tæplega tvítugur og tók virkan þátt í stjórnmálum ungs fólks og háskólapólitík. Árið 1959, þá 25 ára gamall, átti hann í útistöð- um við eitilharða kommúnista í Sesto San Giovanni, sem gengið hefur undir nafninu Stalíngrad Ítalíu. Craxi kynntist kommúnistum eins og þeir eru þegar þeir eru hvað ósveigjanlegastir. Hann fékk einnig að kynnast vanda- málum samsteypustjórna, því að í Mílanó var mynduð fyrsta mið-vinstri-stjórnin á Ítalíu, í janúar 1961, m.a. með þátttöku kristilegra demókrata og sósíal- ista. Craxi var orðinn dæmigerður atvinnustjórnmálamaður þegar hér var komið og vann mikið starf í stjórnmálum Mílanó. Hann var kjörinn í fulltrúadeild ítalska þingsins 1968 og varð einn þriggja vararitara flokksins tveimur árum síðar. 1 því starfi var hann fulltrúi minnihluta óháðra flokksmanna. „HALLARBYLTING“ Eftir kosningarnar 1976 fannst flokknum að tími væri kominn til að skipta um forystu. Nýir menn, sem voru kallaðir „ofurstar á fimmtugsaldri", skipulögðu „hallarbyltingu" og Craxi tók við stöðu flokksleið- toga af Francesco de Martino. Blöðin lýstu Craxi þannig að hann væri dæmigerður hroka- fullur kerfismaður, sem ýmsir flokksmenn eldri en hann van- treystu, en hann hélt sínu striki og mótaði nýja stefnu. Það er til marks um dugnað og færni Craxi í stjórnmálum að 1976 studdu aðeins 10% fulltrúa mið- stjórnarinnar óháða stefnu hans, en á þingi flokksins í Pal- Hann rauf vopnahlé stjórnmála- flokkanna á Ítalíu ermo í maí 1981 studdu 70% þingfulltrúa endurkosningu hans. í kosningabaráttunni 1976, nokkrum mánuðum áður en Craxi tók við stjórn sósíalista- flokksins, sögðu kristilegir demókratar sem svo: „Við höfum engar áhyggjur af kommúnist- um, en sjáið þið bara uppátæki óðu mannanna í sósíalista- flokknum." Hikandi kjósendur vinstra megin við miðju hörm- uðu að ekki væri lengur til sósíalistaflokkur, sem menn vissu hvar þeir hefðu og fylgdi ótvíræðri stefnu. Auk óháðra flokksmanna og hvatamanna nánara samstarfs við kommúnista var í flokknum urmull tækifærissinnaðra hvatamanna aukins frjálsræðis, sem aðrir kölluðu lausungu. Síð- an hefur Craxi mótað flokkinn í eigin mynd. Hann er í engum vafa um að Sovétríkin séu aðaiógnunin við frið í heiminum. Undir hans stjórn hafa sósíalistar stutt væntanlega uppsetningu banda- rískra eldflauga í Comiso- herstöðinni á Sikiley, ef ekki næst nægilega mikill árangur í Genfar-viðræðunum. Flokkurinn hefur einnig sam- þykkt það sjónarmið Craxi að I hugtakinu sósíalismi felist „fjöl- ræði“, einstaklingsfrelsi og óbeit á algildri hugsjónafræði, sem allan vanda eigi að leysa, en hafi þann veikleika að þeir sem hana aðhyllist viðurkenni ekki mistök sín og læri ekki af þeim. Nýlega átti Craxi fund með Enrico Berlinguer, leiðtoga kommúnista, sem berjast ekki lengur fyrir „sögulegum sætt- um“ heldur myndun vinstri stjórnar. Fundurinn vakti mikla athygli, en virðist aðeins hafa verið haldinn til þess að Craxi og Berlinguer gætu borið saman bækur sínar. Kommúnistar vildu vita á hvaða mál sósíalistar mundu leggja áherzlu í kosn- ingabaráttunni og hvort stefna þeirra gæti samrýmzt sameig- inlegri stefnu vinstri flokkanna. Craxi gengur til kosninganna án nokkurra skuldbindinga um stjórnarsamstarf við aðra flokka. Eftir kosningar getur verið að honum verði boðin þátttaka í ríkisstjórn svipaðri þeirri og nú hefur beðizt lausnar. Einnig má vera að hann reyni sjálfur að mynda samsteypu- stjórn þar sem smáflokkar sósí- aldemókrata, frjálslyndra og lýðveldissinna mynduðu kjarn- ann. Varla getur talizt trúlegt að hann færist það langt í átt til kommúnista að vinstristjórn verði hugsanlegur möguleiki. Þótt Craxi sé metnaðargjarn veit hann vel að stjórn fyrsta forsætisráðherra sósíalista í sögu lýðveldisins yrði að standa á traustum grunni. Forysta í hrörlegri samsteypustjórn, sem hrökklaðist frá völdum eftir sex mánuði, yrði flokknum áfall — slík stjörn yrði sósíalistum ekki til framdráttar. (The Guardian.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.