Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 19 engum manni að vera misboðið að fylgja rithætti Steingríms. í Þúsund og ein nótt er Sjerasade lýst svo: „... var gædd þeirri hugprýði, sem fágæt er með kon- um, frábærum vitsmunum og að- dáanlegri dómgreind. Hafði hún lesið margs konar bækur, fullar af sögum fyrri konunga og kynslóða og dregið að sér eitt- hvað þúsund bindi af þess kyns ritum og kvæðabókum. Hún orti betri vísur en þjóðfrægustu skáld á hennar tíma, hafði hún og stundað heimspeki og lækn- ingar og heppnast vel. Auk þess var hún stálminnug og gleymdi engu, sem hún hafði lesið einu sinni; en óbifandi kvendyggð var eins og kóróna allra hennar af- bragðs kosta." Svona er þeirri konu lýst, er sagði hinum von- svikna Sjarjar sögur í Þúsund og einni nótt. Sjerasade eftir Korsakoff er glæsileg tónsmíð, er stendur og fellur með glæsi- legum flutningi. Nokkuð var flutningur verksins mislitur að gæðum en bestur þar sem hljóm- sveitin lék „tutti". Óbó, klarinett og trompettar áttu nokkuð vel leikin stef. Fiðlueinleikurinn va einhvern veginn ekki samkvæmt „karakter" Sjerasade og á köfl- um ekki vel heppnaður hjá okkar ágæta konsertmeistara Guðnýju Guðmundsdóttur. Stjórnandinn Jacquillat var mjög góður í pí- anókonsertinum og átti stórfína kafla í Sjerasade, en hefði trú- lega þurft meiri tíma til að full- vinna verk Jóns Nordal. Það ætti að vera regla hjá Sinfóníu- hljómsveit lslands að foræfa, eða með einum eða öðrum hætti að leggja sérstaka alúð við upp- færslur íslenskra tónverka, sem, ef vel til tækist, gæti orðið það merkasta til upprifjunar á sögu sveitarinnar, er tímar líða. Jón Ásgeirsson. Söngfélag verslunarmanna SÖNGFÉLAG verslunarmanna í Ósló var hér á ferðinni fyrir stuttu og hélt tvenna tónleika í Reykja- vík. Undirritaður fór á seinni tón- lcika, sem haldnir voru í Háteigs- kirkju. Á undan söng kórsins flutti orgelleikari kirkjunnar, Orthulf Prunner, Preludíu og fúgu eftir Hummel og í hléi Preludíu í C- dúr eftir Bach. Á efnisskrá kórs- ins voru þrír negrasálmar, trú- arleg verk eftir Sigurð Islands- moen, Knut Nystedt og Egil Hovland. Á seinni hluta tónleik- anna voru verk eftir Silcher Tittel og Gounod. Karlakórsöng- ur á Norðurlöndunum er með öðrum formerkjum en hér á landi og er mest áberandi, að tenórraddirnar eru ekki eins góðar og almennt er talið nauð- synlegt í karlakórsöng hér á landi. í staðinn fyrir hetjuten- órasöng er lögð áhersla á jafn- vægi raddanna og samhljóm, sem er jafn alveg niður í neðstu rödd. Hjá karlakórunum okkar er forysta tenórsins algjör, svo að undirraddirnar eru í þókstaf- legri merkingu undirraddir. Þrátt fyrir vandaðan söng vant- aði allan hressleika í söng kórs- ins. í negrasálmunun vantaði allt sem heitir hljóðfall og þrátt fyrir að hljómurinn væri á köfl- um fallegur, voru þeir ótrúlega linkulega sungnir, það sem best var sungið var síðasta lagið eftir Gounod. Tónleikarnir voru illa sóttir, svo að vel má segja, að lítt þolnir séu þeir er telja sig eiga erindi við þá tegund tónlistar er karlakórar flytja, að kunna ekki frændum sínum þá kurteisi að hlýða á söng þeirra, þá þeir sækja okkur heim. Einsöngvarar með kórnum voru Stein Thor- sten, Freddie Riise og Thore Lunde. Undirleikari með kórnum var Gjermund Hulaas en stjórn- andi Olaf Skaffloth. Jón Ásgeirsson & ZEROWATT ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR Italskar úrvalsvélar, sem unniö hafa sér stóran markaðshlut hér á landi sökum góörar endingar, einstakra þvottaeigin iika og hagstæðs verðs. © "i" ' - -1 mm W Þvottavél LT-955 Tekur 5 kg. af þvotti. Sparnaðarkerfi (3 kg.) 9 þvottakerfi. 4 skolkerfi. 1 þeytikerfi (500 sn.). Hámarks orkuþörf 2300 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 48,5 cm. KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT Þurrkari ES-205 Tekur 5 kg. af þvotti. 10 mismunandi kerfi. Belgur úr ryðfríu stáli. Hámarks orkuþörf 2400 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 52 cm. Véladeild Sambandsins ÁrmHa 3 Reyk/avik Sim 38900 Bíóhöllin: Eiturlyfja- smyglari heimsóttur BÍÓHÖLLin hefur hafið sýningar á kvikmynd, sem heitir Áhættan mikla. Hún fjallar um Bandaríkja- mann sem er í útlegð í Cólombíu og stjórnar þar eiturlyfjasmygli til Bandaríkjanna. Fjórir ævin- týramenn ákveða að heimsækja hann og stela peningum hans. En það gengur auðvitað ekki þrauta- laust. Seltjarnarnes: Margir mögu- leikar fyrir börn í sumar Á VEGUM Tómstundaráðs Seltjarn- arness verður í sumar margháttuð starfsemi fyrir börn á aldrinum 6—12 ára. Fjögur íþrótta- og leikja- námskeið verða haldin, starfsvöllur verður starfræktur við Nýja-Bæ við Sefgarða, skólagarðar verða í landi Nýja-Bæjar og siglinganámskeið verða á vegum siglingaklúbbsins Sigurfara við Bakkavör. Innritun og nánari upplýsingar er að fá hjá fé- lagsmálastjóranum á Seltjarnarnesi. útsölustaðir: Reykjavík: Garðabær: Kópavogur: Mosfellssveit: Akranes: Stykkishólmur: Grundarfjörður: Búðardalur: Patreksfjörður: Flateyri: ísafjörður: Hólmavík: Hvammstangi: Blönduós: Sauðárkrókur: Varmahlíð, Skagaf.: Siglufjörður: Akureyri: Dalvík: Ólafsfjörður: Húsavík: Egilsstaðir: Fáskrúðsfjörður: Höfn: Hella: Selfoss: Hveragerði: Vestmannaeyjar: Hjólbarðahöllin, Fellsmúla 24 Nýbarði sf., Borgartúni 24 Nýbarði, Lyngási 8 Hjólbarðaviðgerð Kópavogs, Skemmuvegi 6 Holtadekk sf., Bjarkarholti Hjólbarðaþjónustan NýjaBílaver Hjólbarðaþjónusta Grundarfjarðar Dalverk sf. Bílaverkst. Guðjóns Hannessonar Sigurður Sigurdórsson Hjólbarðav. Jónasar Björnssonar Vélsmiðjan Vík Vélaverkstæðið Laugarbakka Bílaverkstæðið Vísir Bílaverkstæðið Áki Hallur Jónasson, Lindarbrekku Bílaverkstæði Birgis Björnssonar Höldursf. Bílaverkstæði Dalvíkur Múlatindur Víkurbarðinn Hjólbarðaverkstæðið Brúarlandi Bíla- og búvélaverkstæðið Ljósalandi Verslun Sigurðar Sigfússonar Hjólbarðav. Björns Jóhannssonar, Lyngási 5 Gúmmívinnustofa Selfoss Bifreiðaverkstæði Bjarna Hjólbarðastofan Tirestone 8a2II Fullkomiö öryggi - alls staöar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.