Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 pJtrgiiíi Útgefandi ttMðfrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakiö. Itvö þúsund ár hefur Krist- ur fylgt mannkyni á veg- ferð þess. Á hvítasunnu var kirkja Krists stofnuð. Þenn- an dag hugleiða kristnir menn þann atburð, þegar Jes- ús birtist lærisveinum sínum skyndilega, ræddi við þá og hvarf aftur líkt og hann kom. Þeir eignuðust nýtt líf og nýj- an fögnuð. „Og skyndilega varð gnýr af himni, eins og aðdynjandi sterkviðris, og fyllti allt húsið, sem þeir sátu í,“ segir í Postulasögunni þar sem því er lýst þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana, sá andi sem veitti þeim afl til að stofna kirkju Krists og boða fagnaðarerindið æ síð- an. Kirkjan hefur aldrei átt auðvelt með að svara spurn- ingum um stríð og frið með einföldum hætti. Hvort eiga menn að bjóða hina kinnina eða snúast gegn andstæð- ingnum? Frumkristnir menn voru friðarsinnar í hinum sanna skilningi þess orð í nær fjórar aldir þangað til rétt- læting fyrir kristnu stríði mótaðist á tímum Konstant- íns, keisara. Fyrir tilstilli heilags Ágústínusar og heil- ags Tómasar Aquina sköpuð- ust kristnar forsendur fyrir að hefja stríð (jus ad bellum) og jafnframt leiðbeiningar um það hvernig stríð skyldi háð (jus in bello). Til marks um þau vandamál sem menn stóðu frammi fyrir fyrr á öld- um má nefna, að kristnum mönnum var bannað að nota boga gegn trúbræðrum sín- um. Boga mátti aðeins beita gegn heiðingjum. Hin síðari misseri hefur kirkjan tekið til við að vara þjóðir heims við hættunni af kjarnorkuvopnum. I niður- stöðum kristins heimsþings um líf og frið sem haldið var í Uppsölum í síðasta mánuði segir meðal annars: „Hin hefðbundna kenning um „réttlátt stríð“ hefur jafnan byggst á siðfræðilegum fyrir- vara um andstöðu gegn styrj- öld þar sem því er haldið fram að það að grípa til vopna hljóti að vera síðasta úrræði þegar allar friðsam- legar leiðir hafa verið reynd- ar. Því hefur og verið haldið fram að ekki sé hægt að um- bera tilgangslaust og von- laust stríð, þar sem engar lík- ur séu á að málstað réttlætis sé þjónað. Lögð hefur verið rík áhersla á að valdbeiting í hernaði verði að þjóna ákveðnum tilgangi og vera undir nákvæmri stjórn og ekki megi ráðast á óbreytta borgara. í nútíma hernaði eru notuð vopn, sem myrða fólk tilviljanakennt og gildir það jafnt um kjarnorkuvopn sem venjuleg vopn. Þess vegna verður kenning kirkj- unnar að fordæma slíkan vopnabúnað. Við erum sam- mála um að aldrei verður hægt að réttlæta kjarnorku- styrjöld, sem hlýtur að magn- ast eins og allur annar hern- aður.“ í hinum tilvitnuðu orðum eru færð siðfræðileg rök fyrir hinni hefðbundnu kenningu um „réttlátt stríð“ og því slegið föstu, að aldrei sé unnt að réttlæta kjarnorkustyrj- öld. Undir það sjónarmið verður aldrei nægilega sterk- lega tekið. Um það hvaða leiðir eru skynsamlegastar til að hindra kjarnorkustríð er hins vegar deilt og þar kemur fram sá ágreiningur sem set- ur mikinn svip á umræður á Vesturlöndum um stríð og frið nú á tímum. Kirkjuþing- ið í Uppsölum vefengdi „nú- verandi stjórnmálakenningar um kjarnorkuvopnavígbúnað í varnarskyni" og enn segir: „Kjarnorkuvopnabúnaður í varnarskyni er beinlínis mannskemmandi með því að hann eykur ótta og hatur og gerir ráð fyrir átökum milli „óvinarins og okkar“. Flest okkar telja því að tilvist vopna þessara sé andstæð vilja Guðs.“ Hér er fast að orði kveðið og sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir sem mótuðu „núverandi stjórnmálakenningar" séu ekki betur í stakk búnir til að meta forsendurnar sem þær hvíla á og miða að því að tryggja frið heldur en guð- fræðingarnir. Um þetta er rætt af vaxandi þunga eftir því sem kirkjan lætur þessi mál meira til sín taka. Á þessum umræðum eru ýmsar hliðar en þær tengjast flestar þeim boðskap, sem kristnum mönnum er fluttur á hvítasunnu. Ásmundur Guðmundsson, biskup, sagði á sínum tíma í hvítasunnu- dagsræðu: „... ef vér gefumst á vald anda hvítasunnunar, svo að hjörtu taka að brenna heilögum eldi og verkin tala. En hve þá verður allt bjart. Þá verður jafnframt talað því máli, sem allir skilja — máli kærleikans. Þá brúast bilið geigvænlega milli andstæðra lífsskoðana, milli austurs og vesturs, og hjörtun læknast af ótta, hatri og tortryggni. Hernaðarandann lægir, of- beldi og kúgun, og þjóðirnar hröktu og hrjáðu öðlast aftur frelsi og mannréttindi. Fálk- inn, sem kominn er inn að hjarta rjúpunnar, sér, að hún er systir hans. Nýtt bræðra- lag rís á jörðu, reist á grundvelli þeirrar trúar, að Guð sé faðir allra og menn- irnir því bræður og systur." 1 umræðum um stríð og frið verða menn að draga mörkin á milli orsaka og af- leiðinga. Allur hinn mikli vopnabúnaður sem mannkyn ræður nú yfir er afleiðing þess að ekki hefur tekist að draga úr tortryggni milli ólíkra stjórnkerfa. Vopna- búnaðurinn er orðinn svo geigvænlegur að allir menn gera sér ljóst að beiting hans jafngildir sjálfsmorði. Kirkj- an berst gegn sjálfstortím- ingu í hvaða mynd sem hún birtist með boðskapnum um kærleikann. Það er alls ekki í samræmi við hinn heilaga innblástur að láta þann boðskap týnast í deilum um eldflaugakerfi, frystingu eða dreifingu kjarnorkuvopna. Mestu skiptir að lotningin fyrir lífinu sem Kristur kenndi ráði úrslitum um ákvarðanir mannanna. „En hve þá verður allt bjart“ ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Rey kj a víkurbréf >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 21. maí ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Ad fá neitunarvald Það blasir nú við öllum, að úr- slit kosninganna 23. apríl voru ekki skýr og afgerandi. Hitt er einnig Ijóst, að ekki er unnt að mynda starfshæfa ríkisstjórn með nægilegum þingstyrk án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Af þessum staðreyndum leiðir til dæmis, að hvað sem öðru líður er út í hött að veita Svavari Gestssyni umboð til stjórnarmyndunar. Alþýðubanda- laginu tekst aldrei að hafa um það forystu að skapa starfhæfan meirihluta um ríkisstjórn á al- þingi íslendinga. Sú aðferð Svavars Gestssonar að leggja einskonar krossapróf fyrir aðra flokka staðfestir að Al- þýðubandalagið er ekki þannig stjórnmálaflokkur, að það geti orðið forystuafl í íslensku þjóðlífi. Flokkurinn þrífst best í upplausn og leggur sig fram um að koma í veg fyrir einhug um framfaramál eða þau málefni sem varða sjálf- stæði þjóðarinnar. Dæmin þessu til staðfestingar eru mörg og nú sjást til dæmis tilburðir hjá al- þýðubandalagsmönnum til að styrkja stöðu sína með því að vísa til neitunarvalds verkalýðshreyf- ingarinnar í efnahagsmálum. Al- þýðubandalagið fari í raun með þetta neitunarvald og þess vegna sé öðrum betra að hafa hægt um sig og friðmælast við flokkinA, annars hljótist verra af. 1 þeirri ríkisstjórn sem enn situr, fékk Al- þýðubandalagið neitunarvald í flugstöðvarmálinu og rígheldur í það eins og frægt er, auk þess sem með leynisamkomulagi oddvita aðilanna að ríkisstjórninni var ákveðið að í meiriháttar málum hefðu einstakir aðilar að stjórn- inni neitunarvald. Krossapróf Alþýðubandalagsins á rætur að rekja til ásóknar þess í að hafa neitunarvald gagnvart sjónarmiðum annarra. í stað þess að hafa þrek til að setja fram eig- in stefnu, kýs flokkurinn að leita eftir skoðunum annarra, svo að hann geti síðan sagst hafa verið á móti hinu eða þessu og komið í veg fyrir að það næði fram að ganga. Einkennileg samningaadferö Frá bæjardyrum Alþýðubanda- lagsins horfir málið þannig við: Öllum er kunnugt um sérvisku okkar í hinum einstöku mála- flokkum og við vitum, að aðrir fallast ekki á hana, þess vegna skulum við reyna að fá fram sjón- armið annarra og þá eins nálægt okkar skoðunum og unnt er, síðan skulum við taka upp samninga og þoka þá málum enn nær sérvisku okkar sjálfra. Rökin fyrir þessu inn á við í Alþýðubandalaginu eru skýr, þau eru hin sömu og þegar Kremlverjar segja á alþjóðavett- vangi: Jú, við erum tilbúnir til að semja, en bara um það sem að ykkur snýr. Þess sjást sem betur fer ýmis merki, að æ fleiri átta sig á því, að það leiðir af eðli Alþýðubanda- lagsins og þeirri hugmyndafræði sem ræður stefnu flokksins, að hann er ekki stjórnhæfur í lýð- ræðisríki nema undir svo öflugri forystu annarra flokka að niður- rifsstefnunni sé alfarið ýtt til hliðar. Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, þekkir komm- únista af langri reynslu. Honum er og ljóst, að því aðeins nýtur stjórn undir forystu sósíaiista með kommúnista innan dyra trausts inn á við og út á við, að kommúnistar skipi þann sess sem þeim hæfir. Fer ekki á milli mála að staðfesta Frakklandsforseta gagnvart Sovétríkjunum á meðal annars rætur að rekja til þess, að hann vill ekki vekja hinn minnsta grun um að kommúnistar hafi áhrif á franska stefnu í utanríkis- og öryggismálum. Aðferðin sem Svavar Gestsson beitti þegar hann varpaði fram hugmyndinni um að fresta verð- bólguholskeflunni 1. júní, svo að hann gæti baðað sig lengur í fjöl- miðlaljósinu sem óhjákvæmilega beinist að umboðshafanum, stað- festir enn einu sinni þá almennu skoðun, að forystumenn Alþýðu- bandalagsins umgangast verka- lýðsrekendurna í flokknum sem undirsáta en ekki samherja. Gagnvart verkalýðsrekendunum beitir Svavar þessari aðferð: Nú, ef þið viljið ekki gera eins og ég segi, fáið þið bara einhverja yfir ykkur, sem virða ykkur ekki einu sinni viðlits. Með þessa þjóðlygi að vopni hótar Svavar svo öðrum flokkum öllu illu og krefst neitun- arvalds. Einhugur eða upplausn Hvort sem stjórnmálaflokkar eru margir eða fáir í lýðræðisríki er það nauðsynleg forsenda fyrir því að mál nái fram að ganga, að um þau myndist þverpólitisk sam- staða. Einkum er einhugur milli ólíkra stjórnmálaflokka mikil- vægur um mál þjóðar út á við. í utanríkismálum hefur það aldrei verið á stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins að efla einhug meðal ís- lendinga. Þvert á móti hefur flokkurinn notað hvert tækifærið á eftir öðru til að stofna til upp- lausnar, án þess þó að hann hafi nokkurn haldbæran kost annan til að benda á þegar sjálfstæði þjóð- arinnar er í húfi. Kjarninn í utan- ríkisstefnu Alþýðubandalagsins, sem nú hin síðari ár hefur verið sveipaður margvíslegum dulum og þar að auki falinn undir ráðherra- stólum, gæti hafa verið hannaður af hugmyndafræðingum Varsjár- bandalagsins; þeirra heitasta ósk er auðvitað að Island fari úr NATO og verði varnarlaust. Hið sama er raunar að segja um efnahagsmálin. Alþýðubandalagið kýs upplausn í þeim frekar en ein- hug um leiðir sem ekki verða farn- ar þrautalaust. Flokkurinn sýnist halda að menn trúi því endalaust, að ísland sé eina landið í veröld- inni, þar sem ekki sé nauðsynlegt að sníða útgjöldum stakk eftir tekjum. Af því sem forystumenn Alþýðubandalagsins hafa látið frá sér fara um efnahagsúrræði, mætti ætia, að þeir hefðu haft það sem kosningaloforð að koma verð- bólgunni örugglega vel yfir 100%-markið. Og svo telja þeir sjálfum sér trú um og hafa meira að segja áhrif á menn í oðrum flokkum, þegar þeir fullyrða að pólska leiðin sem Alþýðubanda- lagið boðar í efnahagsmálum sé að skapi íslenskra launþega. Alþýðu- bandalaginu er ljóst að á íslandi skapast aldrei einhugur um pólsku leiðina. Hins vegar eru þeir áreið- anlega til innan raða Alþýðu- bandalagsins sem telja, að í upp- lausninni í yfir 100% verðbólgu kunni að takast smátt og smátt að þoka þjóðinni nauðugri viljugri inn á pólsku leiðina til fátæktar og örbirgðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.