Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983 SAMANTEKT:HJÖ Snemma beygist krókurinn Jaroslav Hasek, höfundur Góða dátans Svejk, var sannur bóhem og jafnframt mjög óvenjulegur Tékki. Þegar hann var þrettán ára, dó faðir hans úr ofdrykkju og sonurinn var skilinn eftir án for- eldraumhyggju og hann vandist snemma venjum flakkarans og prakkarans. Þegar Hasek var sextán ára gamall, árið 1899 (hann faeddist í Prag 30. apríl 1883), varð hann meðlimur Verslunarakademíu Tékkoslóvakíu og var það í fyrsta og eina skiptið sem Hasek settist á skólabekk. Það var einmitt á þess- um tíma sem einkenni hins sí- skrifandi flakkara þróuðust. Dagblað nokkurt í Prag, Národní listy, birti fyrstu sögur hans undir dulnefni. Hasek fékk stððu á banka árið 1902 vegna hins góða orðs, sem fór af honum innan Akademíunnar, en fljótlega kom þó í ljós að það starf átti ekki við hann. Hasek haetti fljótlega að ferðast til Slóvakíu. Líf hans var markað frá þeim tíma. Hann reyndi að lifa á ritstörfum, en næstu átta árin (1900—1908) voru aðeins 185 smásögur eftir hann birtar í blöðum og tímaritum, sem engan veginn dugði til að lifa mannsæmandi lífi. Jaroslav Hasek var ekki aðeins bóhem, heldur fæddur prakkari. Sem unglingur tók hann þátt í mótmælum gegn Þýskalandi, reif niður skilti stjórnarinnar og kveikti í byggingum Austurrísk- ungverska einveldisins. Árið 1906 gekk hann í hreyfingu stjórnleys- ingja, sem leiddi auðvitað til frek- ari vandræða og hann var oftsinn- is tekinn fastur. Sama árið, 1906, hitti hann HarmiJu Mayerová og urðu þau heldur en ekki ástfangin. En hvorki flökkulíf stjórnleysingj- ans né hinar sjálfstæðu skoðanir hans féllu hinni virðulegu yfir- stéttarfjölskyldu kærustunnar í geð. Jarmila Árið 1907 jók Hasek stjórn- málastarf sitt er hann gerðist rit- stjóri Komuna, blaðs stjórnleys- ingja. Austurrískir embættismenn töldu hann hættulegan og fylgst var vel með honum. Hann var handtekinn eftir mótmælagöngu — sendi Jarmilu ástarljóð úr fangelsinu. En þá tók faðir Jarm- ilu til sinna ráða og bannaði dótt- urinni að hitta Hasek hinn hættu- lega, ef hann léti ekki af öllum stjórnmálaafskiptum. Hasek lof- aði því, en þá fannst föður Harm- ilu Hasek ganga í svo druslulegum fötum að hinn tilvonandi tengda- faðir krafðist þess að ef Hasek ætlaði sér að kvænast Jarmilu, yrði hann í fyrsta lagi að klæðast sómasamlega og í öðru lagi sýna fram á að hann gæti framfleytt þeim. Síðara skilyrðið var öllu erf- iðara fyrir hinn unga stjórnleys- ingja, en Hasek lofaði öllu fögru, eins og vanalega. Hann reyndi að breyta líferni sínu; árekstrum við lögregluna fækkaði og árið eftir var hann handtekinn aðeins tvisv- ar. Það var meir en foreldrar kær- ustunnar gátu þolað og þau flutt- ust burt. Hinn óæskilegi biðill elti þau á röndum. Árið 1909 reyndi Hasek allt hvað hann gat til að sanna fyrir foreldrum Jarmilu að hann gæti séð fyrir fjölskyldu. Hann samdi sextíu smásögur og voru þær allar gefnar út, myndskreyttar af lista- manninum Josef Lada, sem Hasek átti síðar eftir að kynnast betur. Hasek ritaði greinar í Dýraheim- inn, tímarit, sem vinur hans átti, en Hasek var fljótlega rekinn þeg- ar upp komst að hann skrifaði um dýr sem voru ekki til. Hasek not- aði þetta atvik í bók sinni um Svejk. Hagur Haseks vænkaðist og giftingin var undirbúin. Foreldrar Jarmilu kröfðust þess að þau gift- ust í kirkju, en þá varð Hasek að gerast kaþólikki á ný. Það var honum þvert um geð, því hann hataði kaþólsku kirkjuna, en vegir ástarinnar eru víst órannsakan- legir. Hasek kvæntist ástinni sinni Jarmilu Mayerová þann 13. maí 1910. Góði dátinn fæðist Árið 1911 birtust í blaðinu Kar- ikatury fyrstu sögur Haseks af Svejk. Þær fjölluðu um sérkenni- legan hermann, sem hafði þó ekki þróast enn í hinn fræga og sígilda Svejk, sem nútímafólk þekkir svo vel, en bar samt ýmis einkenni hans. Ári síðar birti Hasek þessar sögur ásamt öðrum óskyldum sög- um í bók sem hann nefndi Góóa dátann Svejk og aðrar skrýtnar sög- ur. Skömmu eftir giftinguna átti Hasek í erfiðleikum með að lifa eðlilegu lífi og hann stóðst hvorki kröfur Jarmilu né tengdaforeldr- Góði dátinn Svejk. anna. Hann hafði þegar espað les- endur Dýraheimsins til reiði, en nú gekk hann lengra I prakkara- strikum sínum er hann setti eigin sjálfsmorð á svið með þvl að stökkva ofan af brú. Lögreglan handtók hann, stakk honum í fangelsi, síðan á geðveikrahæli. Þar safnaði Hasek efniviði í sög- urnar sem hann átti síðar eftir að rita um Svejk meðal geðveikra. „Ég veit sannarlega ekki af hverju vitfirringarnir eru reiðir yfir að vera þar. Maður fær að skríða allsber um gólfið, ýlfra eins og sjakali, og bíta hvern sem mað- ur vill. Ef maður leyfði sér annað eins út á götu, yrði fólk standandi hissa og hrópaði á lögregluna, en þarna þykir þetta sjálfsagt." Þannig lýsti Svejk vist sinni á geð- veikrahælinu. Hjónabandið leysist upp Næsta afrek Jaroslav Haseks var að stofna Flokk hægverskrar og friðsamlegrar þróunar innan marka laganna. Það voru kosningar í landinu og Hasek bauð sig fram. Hann gagnrýndi einveldið, stofn- anir þess og stjórnmálakerfið. Það var auðvitað ekki annað en enn eitt prakkarastrik hans til að svala sýndarþörfinni. Árið 1912 eignuðust Hasek og Jarmila son, Richard, en hjóna- bandið var ekki farsælt og leystist upp stuttu síðar. Um það leyti var Hasek rekinn úr góðri stöðu við eitt stærsta blaðið í Prag, eftir að hann gagnrýndi foringja flokks- ins, sem blaðið studdi. Þegar Jarmila yfirgaf Hasek og fluttist með nýfæddan soninn til foreldra sinna, tók Hasek upp hið gamla bóhemlíf sitt. Skilnaðurinn leiddi til þess að Hasek umgekkst æ færra fólk. Hann var hvergi skráður í skýrslum og lögreglan leitaði hans vegna stjórnmála- skoðana hans. Þegar heimsstyrjöldin fyrri braust út kynntist Hasek lista- manninum Josef Lada og þeir leigðu saman litla íbúð. Lada átti síðar eftir að myndskreyta sög- urnar um Svejk, hina endanlega útgáfu, en það var ekki fyrr en eftir dauða Haseks. Um það leyti, sem Hasek kynntist Lada, fram- kvæmdi hann sitt djarfasta prakkarastrik. Hann ákvað að espa yfirvöldin enn meir og leigði herbergi í húsi, sem var alræmt fyrir að vera bæði hótel og hóru- hús. Hann skráði sig sem Rússa. Nafnið var nógu rússneskulegt, en ef það var lesið aftur á bak reynd- ist það vera hið mesta klúryrði. Stríðið var í algleymingi og lög- reglan sem sífellt leitaði svikara og njósnara, umkringdi hótelið, er hún frétti að Rússi lifði þar. Lög- reglan taldi sig hafa náð mikil- vægum njósnara en hún varð fyrir ólýsanlegum vonbrigðum er „njósnarinn" reyndist vera ónytj- ungurinn Jaroslav Hasek. Þegar Hasek var krafinn skýringa sagði hann sakleysislega að hann hefði aðeins verið að ganga úr skugga um hvort lögreglukerfið virkaði ennþá. Stríð og stjórnmál Árið 1915 var Hasek skráður í herinn, 91. herdeildina, hina sömu og Svejk tilheyrði síðar. En Hasek var ekki lengi í fremstu víglínu. Hann var tekinn til fanga í sept- embér 1915. Það var hörmulegt um að litast í stríðsfangabúðum Rússa, ekki síst fyrir Tékka. Rúss- ar litu á Slavana sem úrhrök mannkynsins og töldu þá góða til að þjóna Móður Rússlandi í þrælk- unarvinnu. Hasek var fyrst sendur til fangabúða í Kiev. En honum tókst að fá vinnu á skrifstofu. Honum barst til eyrna að stofna ætti tékkneskt landsvæði í Rúss- landi og hann bauð sig fram til þjónustu; rithöfundarhæfileikar hans komu honum að góðum not- um. Hasek var ekki áreiðanlegur í starfi hjá Tékkneska sambandinu í Rússlandi og hann varð oft til hinna mestu vandræða með frjáls- legum skrifum sínum. Honum var annt um Tékka, hataði Austurrík- ismenn en vingaðist við suma Rússana. Hann skrifaði margar harðorðar greinar gegn einveldi og réðst á bolsévíka. Hann sagðist gegn því að sendar yrðu herdeildir frá Rússlandi til að berjast á vest- urvígstöðvunum, því hann vildi hafa herdeildirnar í Rússlandi og berjast gegn Þjóðverjum þar. I febrúar 1918 ferðaðist hann til Moskvu og gekk í lið með rauðlið- um. Gömlu félagar hans kölluðu hann svikara. Það er ótrúlegt að Hasek, bó- heminn og stjórnleysinginn, hafi getað lagað sig að ströngum aga og „rétttrúnaði" hins nýja sovéska kerfis, allt til desemberloka 1920, er hann fór aftur til heimalands síns til að berjast með sósíaldemó- krötum. Með honum kom nýja konan hans, sem Hasek sagði að Þýski leikarinn Heinz Ruhmann lék Svejk í þýskri mynd um „Der brave Soldat Schweijk“ árið 1960. Jaroslav Hasek væri af háaðli komin, en flestir telja það bara enn eina lygina í prakkaranum. Engu að síður reyndi hann að endurnýja sam- band sitt við Jarmilu. En það reyndist ekki heiglum hent; eftir heimkomuna var Hasek af mörg- um lítils metinn, enda kallaður svikari. Endir litríks ferils Hasek byrjaði að drekka á ný vegna mótlætisins og vonbrigð- anna eftir heimkomuna og hann lifði mjög óreglusömu lífi. En hann varð að framfleyta fjöl- skyldu sinni. Snemma árs 1921 byrjaði hann á verkinu, sem átti eftir að gera hann ódauðlegan. Bókin átti upphaflega að verða í fjórum stórum bindum, en enginn útgefandi vildi láta bendla sig við óvinsælan mann. Hasek neyddist því til að dreifa fyrsta bindinu sjálfur með aðstoð vinar síns, Franta Sauer. Fyrsta bindið varð svo vinsælt að útgefendur slógust um framhaldið. Þó Hasek fengi ekki mikla peninga fékk hann þó næga tl að framfleyta sér og konu sinni og hann keypti hús í Lipnice í Tékkoslóvakíu, þar sem hann hugðist ljúka verkinu. En hið óreglusama líf, sem Has- ek lifði, fór mjög illa með hann, andlega sem líkamlega. Hann hafði ekki smakkað áfengi í þrjá- tíu mánuði, er hann skyndilega byrjaði að svalla á nýjan leik. Hann veiktist alvarlega og dó 3. janúar 1923, þá rétt tæplega fer- tugur. Þá var hann byrjaður á fjórða og síðasta bindinu um Svejk, en lauk því aldrei. Einu syrgjendurnir við jarðarför Jar- oslav Haseks voru örfáir vinir og hinn ellefu ára sonur hans, Rich- ard. Svejk Þó Góði dátinn Svejk (Osudy dobrého vojáka Svejka za svetové valky) yrði strax geysivinsæl bók meðal hins almenna lesanda, var henni ekki tekið alvarlega af bókmenntamönnum í mörg herr- ans ár. Það var raunar einkenn- andi fyrir flestar bækur sem fjöll- uðu á einn eða annan hátt um heimsstyrjöldina; fólk var enn ( sárum svo stuttu eftir stríðið og fólk vildi ekki ýfa upp gömul sár. Það var Max Brod, sem fyrstur manna kom auga á mikilvægi og snilld Góða dátans Svejk. Brod taldi Hasek vera einn besta húm- orista sem til væri og að síðar yrði honum jafnað við Cervantes og Rabelais. Nöfn flestra, sem Hasek kynnt- ist í hernum, notaði hann í bók sinni. Maður að nafni Lukas er Josef Svejk, löggiltur hálfviti. Svejk messar með herprestinum. fyrirmynd Lúkasar höfuðsmanns. Hasek mat hann mikils og skrifaði honum ljóð, sem Lukas varðveitti allt til dauða. En að leita að fyrir- mynd Svejks sjálfs er öllu strembnara. Hasek segir sjálfur í eftirmála fyrsta bindis að hann hafi byggt persónu Svejks á göml- um manni sem Palivec hét. Palivec þessi á að hafa lifað stríðið af, heilsað upp á Hasek úti á götu og þakkað rithöfundinum fyrir að gera sig ódauðlegan. En flestir eru þó sammála um að Hasek hafi byggt persónuna á ævintýralegri reynslu sjálfs sín og kryddað með óvenjulegu ímyndunarafli. Þess má geta að Hasek fékk sjálft nafn- ið Josef Svejk að láni hjá virðu- legum þingmanni í Prag. Persónuleiki Svejks er flókinn. Þótt hann hafi verið rekinn úr herdeild sinni fyrir heimsku, og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.