Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983
45
Minning:
Guðmundur Helgason
veggfóðrarameistari
Fæddur 3. febrúar 1898
Dáinn 13. maí 1983
Guðmundur móðurbróðir minn
andaðist í Borgarspítalanum í
Reykjavík eftir erfiða en stutta
sjúkdómslegu.
Hann var fæddur í Steinum,
Vestmannaeyjum, sonur hjónanna
Þórunnar Guðmundsdóttur og
Helga Jónssonar, trésmiðs og út-
gerðarmanns. Fimm voru systkin-
in og er Una ein eftirlifandi, ekkja
og býr í Miðgarði í Vestmannaeyj-
um. Guðrún systir þeirra andaðist
17. maí sl. í Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja í hárri elli.
Á yngri árum tók Guðmundur
stóran þátt í vinnu og stjórnun við
umfangsmikla útgerð föður síns
og einnig við þá afgreiðslu sem var
í kringum það að vera umboðs-
menn Timburverslunarinnar Völ-
undur í Reykjavík, en þaðan kom
flest allt er til húsbygginga þurfti
í Vestmannaeyjum á þeim tímum.
Helgi faðir Guðmundar og
Sveinn (eldri) í Völundi voru
bræður, mjög kært var á milli
þeirra bræðra og góð samvinna.
Mörg voru þau hús sem þeir
feðgar Guðmundur og Helgi unnu
við, þeir settu upp rósettur, gips-
lista, dúklögðu og veggfóðruðu,
sem dæmi um vandvirkni og verk-
lagni þeirra má nefna að í húsinu
Miðgarði í Eyjum eru ennþá rós-
ettur og gipslistar, sem þeir settu
upp 1919 og hefur ekki þurft að
hreyfa við þeim fram á þennan
dag og er eins og ný uppsett.
Guðmundur giftist Ingveldi
Þórarinsdóttur 8. nóvember 1924,
þau slitu samvistum 1933. Þeim
varð ekki barna auðið.
Hjartans áhugamál Guðmundar
voru íþróttir, hann var einn af
brautryðjendum knattspyrnu-
íþróttar og frjálsíþrótta í Vest-
mannaeyjum og lagði þar til bæði
fé og vinnu. Hann var einn af
stofnendum íþróttafélagsins Þórs
í Vestmannaeyjum og tók virkan
þátt í knattspyrnu og frjálsíþrótt-
um með góðum árangri, á þeirra
tíma mælikvarða.
9. september 1933 er íþróttafé-
lagið Þór átti 20 ára afmæli var
Guðmundur kjörinn heiðursfélagi
þess, í þakklætisskyni fyrir vel
unnin störf í þágu félagsins.
Árið 1947 flutti Guðmundur til
Reykjavíkur, en eftir að hann kom
þangað eignaðist hann heimili hjá
þeim hjónum Ingólfi og Sigrúnu
systur sinni, en þau áttu lengst af
heima að Stórholti 29.
í Reykjavík stundaði Guðmund-
ur sína fagvinnu langt fram á átt-
ræðisaldur og var mjög eftirsóttur
iðnaðarmaður. Hann var lengi í
stjórn Félags veggfóðrarameist-
ara.
Eftir að Sigrún systir Guð-
mundar lést átti hann heimili hjá
dætrum hennar, lengst af hjá
Öldu og Jóhanni, en var oft lang-
tímum saman í Grindavík hjá
Helgu og Sigurjóni.
Reyndust þau honum vel svo til
mikils sóma er, en þau og þeirra
börn voru það sem gaf lífi hans
gildi, minntist hann oft á það við
mig, að Helga og Alda hefðu ekki
getað verið sér betri og kærari en
þótt þær hefðu verið hans eigin
dætur.
róóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Löngum starfsdegi Guðmundar
frænda míns er lokið, mörgum
rétti hann hjálparhönd á lífsleið-
inni og er ég einn þeirra sem hann
liðsinnti á æskuárum mínum og
sem verður aldrei fullþakkað.
Guð blessi minningu góðs
manns.
ÞBS
Útför Guðmundar verður gerð
nk. þriðjudag frá Fossvogskapellu
kl. 10.30.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö-
arför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
GUDMUNDAR f. GUDMUNDSSONAR
frá Seli í Holti.
Guðmundur E. Guðmundsson,
Karel Guðmundsson, Guðrún Kristinsdóttir,
Svavar Guðmundsson, Gunnhíldur Snorradóttir,
Magnús Guðmundsson, Mary Olson,
börn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu,
BERGÞÓRU ÁRNADÓTTUR
frá ísafirði.
Guðríður Matthíasdóttir,
Erna E. Jóhannsdóttir,
Matthías Árni Jóhannsson.
Jóhann K. Guðmundsson,
Bergþóra M. Jóhannsdóttir,
t
Hugheilar þakkir færum viö öllum ættingjum, vinum, félagasam-
tökum og fyrirtækjum fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát
og jarðarför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa, sonar míns
og bróður okkar,
HALLDÓRS SIGURBJÖRNSSONAR,
Jaðarsbraut 5, Akranesi.
Hildur Sigurðardóttir,
Siguröur Halldórsson,
Guörún M. Halldórsdóttir,
Svandís Halldórsdóttir,
Brynja Halldórsdóttir,
barnabörn,
Sigurbjörn Jónsson,
Lovlsa Jónsdóttir,
Jón Óskar Ásmundsson,
Þórður Magnússon,
Elvar Elfason,
og systkini hins látna.
Nýtt á íslandi!
■Vid
sfigum
skrefid
til fulls
og tökum ísetninguna með
í fullkomna framleiðsluábyrgð
í kjölfar frábærrar reynslu af tvöfaldri límingu
einangrunarglers hefur Glerborg nú ákveðið að
taka ísetningu með ( framleiðsluábyrgðina. Við
gerum því meira en að útvega nýtt gler, við ökum
því beint á áfangastað, setjum nýju rúðuna í og
fjarlægjum þá gömlu - viðskiptavininum algjörlega
að kostnaðarlausu.
Og hjá okkur þarf enginn að hafa áhyggjur
þótt hann glati reikningum eða kvittunum eftir öll
þessi ár - ábyrgðin er eftir sem áður í fullu gildi
því tölvan okkar man allt um einangrunarglerið
mörg ár aftur í tímann.
Oft getur ísetning verið mun dýrari en rúðan
sjálf. Hér er því loks komin örugg og fullkomin
framleiðsluábyrgð og með henni undirstrikum við
ótvíræða yfirburði tvöfaldrar límingar við fram-
leiðslu einangrunarglers.
/
GLER
LOFTRÚM
W
------- BUTYLLÍM
RAKAEYÐMGAREFN)
_________ ÁLLISTI
SAMSETNINGARLÍM
TEFLDU EKKI í TVÍSÝNU
tvöfalda límingin margfaldar öryggið, endinguna og ábyrgðina.
Kynntu þér nýju ábyrgðarskilmálana okkar.
GLERBORG HF.
DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRDI - SÍMI53333