Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 t Útför konu minnar, METTU BERGSDÓTTUR, Hrefnugötu 7, fer fram frá Dómkirk|unni miövikudaginn 25. maí kl. 10.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björgvin Friðriksson. t Bróöir okkar og uppeldisbróðir, ÓLAFUR SVEINSSON, lést hinn 15. þ.m. á St. Jósefsspítala í Hafnarfiröi. Jaröarförin hefur farlö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Guörún Sveinsdóttir, Bjarni Sveinsson, Guðrún Jónsdóttir. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Minning: Ragnar Jónsson lögfræðingur Öðlingsmaður, Ragnar Jónsson lögfræðingur, hefur endað sitt æviskeið 77 ára að aldri. Fæddur var hann hér í Reykjavík 6. febrú- ar 1906, en andaðist 14. þ.m. Hann var sonur þeirra ágætu hjóna Jóns gullsmiðs Sigmundssonar og Ragnhiidar Sigurðardóttur, en að þeim stóðu traustar bændaættir í Dölum vestur og í Borgarfirði. Ragnar stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk það- an stúdentsprófi 1927, síðasta árið sem Reykjavíkurskóli var eini stúdentaskóli landsins. 54 voru þeir, sem brautskráðust þetta ár, 2 stúlkur og 52 piltar, og eru nú farnir mjög að týna tölunni. Ragn- ar er sá 31., sem fer, en 23 eru enn á lífi. t Frændi okkar, GUÐMUNDUR HELGASON frá Steinum, Vestmannaeyjum, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 24. maí nk., kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Alda Ingólfsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Helga Ingólfsdóttir, Sigurjón Þórhallsson, og börn. Það mun tæpast hafa farið framhjá neinum að nú í vetur hefur SÁÁ gengist fyrir al- mennri fjársöfnun meðal landsmanna. Efnt var til söfnunarinnar í þeim tilgangi að afla fjár til byggingar sjúkrastöðvar sem verið er að reisa við Grafarvog í Reykjavík en bygg- ing hennar er risavaxið átak. Ljóst var frá upphafi að ekki væri unnt að lyfta því Grettis- taki sem byggingin er, nema með almenn- um stuðningi íslendinga. Almenningur á íslandi hefur frá upphafi sýnt störfum SÁÁ einstakan velvilja og stuðning. Honum ber því fyrst og fremst að þakka þá áfangasigra sem náðst hafa og þá staðreynd, að þúsundir íslendinga hafa sigrast á áfengisvandamálum sínum og fundið lífshamingjuna að nýju. SÁÁ reyndi nýja leið í fjáröflun sinni í vetur. Gjafabréf voru send inn á öll íslensk heimili og beðið um stuðning. Undirtektir voru ein- staklega góðar; þegar hafa safnast um 18 milljónir króna. Skal þetta tækifæri notað til þess að koma á framfæri hjartanlegum þökkum SÁÁ til allra þeirra sem veitt hafa stuðning, með framlögum og óeigingjörnu starfi við söfnunina. Þær góðu undirtektir sem samtökin hafa fengið eru hvatning til að láta ekki merkið niðurfalla og halda bar- áttunni áfram til sigurs. Þá sem einhverra hluta vegna hafa orðið fyrir ónæði af söfnuninni biðjum við velvirðingar. Jafn- framt, skal á það minnt að formlega lýkur söfnunni 5. júní n.k. Herslumuninn vantar nú til þess að unnt sé að ná því markmiði að Ijúka byggingu sjúkrastöðvarinnar. Því er heitið á alla sem enn kynnu að vilja leggja málinu lið, að senda inn gjafabréfin eða hafa samband við SÁÁ. Hvert eitt lóð sem lagt er á vogarskálina vegur þungt til þess að endanlegt takmark náist. Formaður SÁÁ. Ragnar hafði tekið þátt i félags- starfi skólafólksins, og í mál- fundafélagi lærdómsdeildar, „Framtíðinni", naut hann þess trausts, að hann var kosinn forseti til að undirbúa fundi og stjórna þeim. Honum fórst þetta vel úr hendi. Hann var réttsýnn og röggsamur og bar jafnvel lengi á eftir í vorum hópi virðingarheitið „forseti". Eins og oft vill verða í skóla, skiptust menn í klíkur. Ragnar var einn af fimmmenningum — quinque viri — en auk Ragnars voru það þeir Haraldur Bjarna- son, Símon Jóh. Ágútsson, Lárus H. Blöndal og undirritaður. Á kvöldfundum þessara kumpána var margt talað, og á takteinum voru ýmis snjallræði til að frelsa heiminn. En hljóðlátur áheyrandi var sá, er þetta ritar. Nú á síðari árum átti Ragnar frumkvæði að því, að gamlir sam- stúdentar af þessum árgangi hitt- ust á sunnudagsmorgnum yfir kaffibolla til þess að halda við lýði gömlum og góðum kunningsskap. Þetta hefur nú viðhaldizt í 14 ár, þó að Ragnars hafi verið saknað úr hópnum um þriggja ára skeið sökum heilsubrests. í háskóla lagði Ragnar stund á lögfræði og varð cand. jur. frá Há- skóla Islands 13. febrúar 1932. Eftir það var hann við framhalds- nám í London og Berlín 1932—33 og lagði einkum stund á verka- lýðslöggjöf. Heimkominn gerðist hann fulltrúi hjá lögreglustjóra í Reykjavík. Hann var settur sýslu- maður í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði á annað ár. Síðan gerðist hann aftur fulltrúi hjá lögreglustjóra í Reykjavík og gegndi því starfi í full 5 ár, en 1. janúar 1940 varð hann fulltrúi hjá sakadómara. Þegar embætti sakadómara varð laust 1945, taldi Ragnar, og líklega flestir aðrir, að honum bæri emb- ættið, en svo varð ekki, og við það hvarf Ragnar úr opinberri þjón- ustu, að því frátöldu, að hann var settur hæstaréttarritari í 'h ár, frá 1. janúar 1946 til 30. júní sama ár. Eftir þetta setti Ragnar á stofn málflutningsstofu og gegndi slík- um lögmannsstörfum, þar til heilsan brást fyrir nokkrum árum. Hann hlaut réttindi til málflutn- ings fyrir hæstarétti 1. febrúar 1947 og hefur farið með mörg mik- ilsverð mál fyrir dómstólum. Árið 1971 gerðist ungur lögfræðingur, Gústaf Þór Tryggvason, félagi Ragnars um rekstur málflutn- ingsstofunnar. Enn er þess að geta, að Ragnar hefur setið í stjórnskipuðum nefndum til úr- lausnar ýmsum viðamiklum mál- efnum. Nú er eftir að geta um aðra hlið á starfsemi og hugðarefnum Ragnars, en það er bókmennta- áhugi hans. Hann tók ungur að árum að viða að sér bókum og átti orðið gott og fallegt safn. Hann var í stjórnum og fulltrúaráðum útgáfufélaga, svo sem Máls og menningar, Landnámu og Hins ísl. bókmenntafélags. Árið 1944 stofnaði hann bókaforlagið „Hlaðbúð", sem hann rak í 20 ár og gaf aðeins út vandaðar og góðar bækur. Formaður Bóksalafélags íslands var Ragnar í nokkur ár. Enn skal telja, að Ragnar hafði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.