Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 Engir tveir menn skynja málverk á sama hátt Málverkasýning Hafsteins Austmann, sem nú stendur í sýningarsal Listasafns ASI við Grensásveg, hefur þótt nokkrum tíðindum sæta, og listamaðurinn hefur fengið lofsamlega dóma fyrir verk sín. A sýningunni, sem ber hina látlausu yfirskrift „Vatnslitamyndir“, sýnir Aust- mann fjörutíu og eitt málverk, vatnslitamyndir ein- göngu, eins og yfirskrift sýningarinnar bendir tiL Myndirnar eru allar „abstrakt“ eða „óhlutbundnar“, leikur að línum og litum, en sú gerð myndverka hefur verið aðal Hafsteins nánast alla tíð, ef frá eru skilin „bernskubrekin“ þar sem meira var um fígúratívar myndir, þó raunar þá þegar mætti sjá sterka tilhneig- ingu til abstraktmálverks. Blaðamanni þótti sýningin á Grensásveginum forvitnil- eg, og tók því hús á Hafsteini í vikunni, þar sem hann býr í þorpi inni í Reykjavíkurborg, í Iitlu hverfi við Reykjavíkurflugvöll, „hálfa leið vestur til ísafjarðar“ eins og hann sjálfur segir kímileitur! Afrakstur sex mánaða starfslauna „Þessi sýning núna er eiginlega afrekstur sex mánaða starfslauna, sem ég fékk á síðastliðnu ári,“ seg- ir Hafsteinn, „ég er svona að kvitta fyrir það. Eg ákvað að fara af fullum krafti í vatnslitina þeg- ar ég fékk þessi starfslaun, fannst það gott tilefni til að söðla aðeins um, enda var ég orðinn heldur fastur í olíulitunum, þótt vatnslit- irnir væru sá grunnur er ég byggi á, því fyrstu árin málaði ég ein- göngu með vatnslitum. Best finnst mér þegar ég get skipst á að nota olíuliti og vatns- liti, þetta eru ólíkar aðferðir, sem oft gefa ólík verk. Vatnslitirnir taka oft af manni ráðin þegar unnið er að myndinni, vatnslita- mynd er erfitt að breyta. Olíumál- verkið getur á hinn bóginn breyst nánast endalaust, þar má sífellt breyta, mála ofan í og yfir, uns verkið verður eins og það á að vera.“ Hálfur Stokkseyringur eins og ... — Svo þessi starfslaun hafa haft góð áhrif á þig? „Já, þau ýttu undir mig að ráð- runaleg, eins og raunar hjá flest- um íslenskum málurum, sem ein- hver töggur er í. Aftur á móti hef- ur hann orðið fyrir sterkum áhrif- um af „stílum" eldri listamanna og leitar að persónulegu tján- Hafsteinn Áustmann. — Sjálfsmynd frá 1952. Hafsteinn Austmann á vinnustofu sinni, þar sem hann er ad vinna að verki sem ef til vill verður á samsýningu Listmálarafélagsins í júní á Kjarvalsstöðum. — Rætt við Hafstein Austmann, sem nú sýnir í Listasafni ASÍ ast í þessa vatnsliti aftur, og vissulega er það mikils virði að fá laun sem þessi til að geta hellt sér út í málverkið um tíma, áhyggju- minni af daglegu amstri en venju- lega. — Það er mun meira vit í launum af þessu tagi en þvi sem kallað er listamannalaun, sá pín- ingur er held ég öllum til leiðinda og ama.“ Kjarval sendi piccolo frá Borg Fyrsta einkasýning Hafsteins var 1956. Um hana segir Hjörleif- ur Sigurðsson í tímaritinu Birt- ingi: „Þótt Hafsteinn Austmann hafi ekki málað lengi, þá kveður hann sér hljóðs á þann hátt, að menn hljóta að leggja við hlust- irnar. Af eldri myndum varð fátt ráðið um hæfileika hans en nýju olíumálverkin taka af allan vafa. Hér er gott málaraefni á ferð. Einkum virðist litarkenndin upp- ingarformi, þótt ekki verði annað sagt en hann leysi sum verkefnin með prýði." — Ég spyr Hafstein hvað hon- um sé minnisstæðast frá þessari fyrstu sýningu. „Mér er margt minnisstætt frá þeirri sýningu sem vonlegt er, enda trúlega alltaf mikilvægt hverjum málara er hann heldur sína fyrstu sýningu. Ég man vel eftir því að í þá daga var vel gert við mann í fjölmiðlum, maður gat lent á baksíðu eða jafnvel forsíðu dagblaðanna ef vel gekk, en hafa verður í huga að þá voru miklu færri málarar en nú, kom varla fram nema einn á ári af nýjum málurum. Eitthvað seldist af myndum, og ég man að ég kom ekki út með tap, aðgangseyrir og seld verk sáu um að greiða kostn- aðinn. Eina mynd seldi ég ekki fyrr en sýningunni var lokið, er ég var að taka niður. Þá kom skeggjaður maður með hatt í dyragættina, og bað leyfis að fá að skoða. Þar var Kjarval kominn, og var leyfi til inngöngu að sjálfsögðu auðfengið! Ég gekk svo með honum um sýn- inguna, og hann ræddi af mikilli kunnáttu um verkin og um listm- álun yfirleitt. Það var gott að tala við Kjarval undir fjögur augu, en öllu erfiðara ef fleiri voru við- staddir. Kjarval hafði séð í blaði módelmynd af sýningunni, ljós- mynd af einu málverkanna. Hafði hann hug á að ná í myndina, en hún var seld þegar hann kom, og auk þess fannst honum hún vera of lítil þegar til kom. Hann fann þó eina mynd sem hann langaði í, og spurði hvort hann mætti eiga hana. Ég hélt það, og taldi fyrst að hann væri að biðja mig um að gefa sér málverkið. — Það reyndist þó ekki vera, því nokkrum dögum seinna kom piccolo af Hótel Borg til mín með 2000 krónur, greiðslu fyrir málverkið. Þetta var miklu meira en sett hafði verið á mynd- ina, hún átti að kosta sex eða átta hundruð krónur, en þetta gerði Kjarval oft, hann styrkti unga málara á þennan hátt.“ Hellti gini í staup ... — Hafðir þú náin kynni af Kjarval? „Nei, ekki get ég sagt það, en ég hitti hann þó alloft, og hafði mjög gaman af að ræða við hann, sér- staklega ef hann var einn eins og ég sagði fyrr. Einu sinni heimsótti ég hann inn í Sigtún þar sem hann bjó þá, og hann vildi endilega gefa mér snaps. Spurði hvað ég vildi, gin, vodka eða eitthvað annað. Það var langt síðan ég hafði bragðað gin, svo ég bað um það. Hann kom með flösku og hellti í glerstaup á háum fæti. Sá annmarki var hins vegar á, að staupið var fast niður í litaspjaldið hjá honum, fóturinn eins og gróinn niður í spjaldið og ekki hægt að losa hann. Ég sá mér þó ieik á borði, og tókst að brjóta legginn á staupinu og drekka síð- an úr því. — Kjarval horfði á, en gat ekki að gert; hann hafði ætlað að henda gaman að þegar ég færi að reyna að lyfta spjaldinu til að drekka snapsinn, en hann varð af þeirri skemmtan! Svona var Kjarval, hann var alltaf að kanna hvernig menn brygðust við hinum og þessum óvæntum uppákomum. Ég man að þarna inni við Sigtún hafði Kjarval rúm á hjólum. Kvaðst hann eiga erfitt með svefn, og þyrfti þá að snúa sér fram og til baka, best skildist mér að hann svæfi er höfuðið sneri í austur!" Kynntist Nínu í París — Þú hélst þína fyrstu einka- sýningu hér heima 1956, þegar þú kemur heim frá námi. Hvar varstu við nám? „Fyrst var ég hér heima við Myndlistaskólann, en fór síðan til Parísar þar sem ég var 1954 til 1955. Parísardvölin var skemmti-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.