Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAI 1983
36
Kristjana Ólafs-
dóttir - Minning
Tengdamóðir mín, Kristjana
Ólafsdóttir, lést að kvöldi dags
þann 11. maí, eftir þriggja mánaða
erfiða sjúkdómslegu. Hún fæddist
þann 6. janúar 1898 að Krók i Sel-
árdal í Arnarfirði, og varð því lið-
lega 85 ára gömul. í huga mér
koma margar sögur sem hún sagði
mér frá uppvaxtarárum sínum og
má með sanni segja, að „alda-
mótafólkið" hefur lifað tímana
tvenna. í daglegu iífi þessa fólks
skiptust á skin og skúrir, eins og
gengur, en tækniframfarirnar á
öllum sviðum og þjóðlífsbreyting-
in er það sem hefur gert líf þess
óvenjulegt. Fljótlega sögðu erfið-
leikarnir til sín, því faðir hennar,
Ólafur Kristjánsson frá Hvestu,
drukknaði í mannskaðaveðrinu
mikla á Arnarfirði 29. september
árið 1900. Fórust þá menn frá
flestum bæjum þar um slóðir, um
tuttugu talsins. Þau voru ekki
merkileg fiskiskipin í þá daga og
reyndar stórhættulegar fleytur ef
veður breyttust, sem dæmin
sanna. Elín Jónsdóttir, móðir
Kristjönu, varð að hætta búskap
einu ári eftir að hún missti mann
sinn, en þá fluttu að Krók Ragn-
hildur Jensdóttir frá Feigsdal og
maður hennar, Gísli Arnason.
Dvaldist Elín áfram hjá þeim i
vinnumennsku í mörg ár og ólst
Kristjana þar upp með stórum
barnahóp þeirra hjóna í ást og
kærleika. Bast þetta fólk þeim
vináttuböndum sem aldrei rofn-
uðu. Ólaf son sinn, sem fæddist
eftir andlát föður síns, varð Elín
að láta í fóstur. Þegar Kristjana
var fermd, þann 12. maí 1912, bjó
hún með móður sinni að Granda í
Ketildölum, en þar endurtók sama
sagan sig og á Krók með ævilöng-
um vináttuböndum. Þannig ein-
kenndist líf margra á þessum ár-
um. En Sjana, eins og hún var oft
kölluð, kunni einnig frá öðru að
segja en erfiðleikum og basli. Ket-
ildalirnir eru afar falleg sveit og
tók fólkið ástfóstri við þá og fé-
lagslífið stóð með blóma. Þá var
Arnarfjörður ekki alltaf úfinn og
grár, hann gat jafnoft verið speg-
ilsléttur og fagur að sjá. Mátti oft
heyra það hin síðari ár, þegar þær
hittust gömlu Króksstelpurnar, en
svo kölluðu þær sig, og rifjuðu upp
æskuárin með sínum leikjum og
uppátækjum, og hvað lífið gat ver-
ið unaðslegt. Strax og Kristjana
hafði aldur til fór hún suður til
Reykjavíkur á húsmæðaskóla og
síðan til starfa á saumaverkstæði.
Bjó hún að þeim lærdómi ævi-
langt. Eftir það lá leiðin aftur
vestur.
Að norðanverðu við Arnarfjörð-
inn að Tjaldanesi, fæddist Bjarni
Árnason, lífsförunautur Krist-
jönu. Barnungur var hann sendur
á sjóinn, en tókst að sækja skóla
bæði að Hrafnseyri og Hvítár-
bakka í Borgarfirði, áður en hann
gerðist bóndi og sjómaður þar
vestra. Þau giftust 8. desember
1923, en hjónaband þeirra ein-
kenndist alla tíð af ástúð og virð-
ingu hvort fyrir öðru. Eigin börn
eignuðust þau ekki, en tvö fóstur-
börn áttu þau, Sigríði Finnboga-
dóttur, gift mér undirrituðum, og
Friðrik Kristjánsson, kvæntur
Nönnu Júlíusdóttur en þau búa í
Tálknafirði. Reyndust þau þeim
hinir elskulegustu foreldrar.
Ungu hjónin voru hugumstór og
lögðu ótrauð út í lífið. Bjarni var
smiður góður enda reistu þau tvö
nýbýli, með tilheyrandi jarðarbót-
um, á búskaparárum sínum í Ket-
ildölum. Þegar þau urðu að hætta
búskap fluttu þau inn á Bíldudal,
þar sem þau bjuggu í nokkur ár,
áður en þau fluttu suður til
Reykjavíkur. Þar héldu þau áfram
að byggja sín hús, og naut ég góðs
af reynslu og dugnaði Bjarna er
við byggðum saman á sínum tíma.
Það var árið 1965 sem þau hjónin
fluttu inn á Hrafnistu í Reykjavík.
Undu þau vel hag sínum þar og
eignuðust marga góða vini, bæði
meðal vistfólks og starfsfólks
heimilisins. Settu þessi góðu og
glæsilegu hjón ánægjulegan svip á
umhverfi sitt. Bjarni lést 19. maí
1972. Kristjana hélt útliti sínu til
BJÖRT FORTI'Ð
Starfsemi Johan Rönníng hf. hófst
árið 1933 eða fyrir fimmtíu árum með rekstri raftækjavinnustofu.
Árið 1961 var rekstrinum breytt í umboðs- og heildverslun. Meðal helstu umboða eru hin velþekktu sænsku fyrirtæki
ASEA og LM Ericsson.
Starfsemi fyrirtækisins hefur aukist jafnt og þétt og hefur Johan Rönning hf. selt rafbúnað í íbúðar- og verslunarhúsnæði,
iðnað hvers konar, til dreifikerfa rafveitna og raforkuvera,
til sjávarútvegs og landbúnaðar.
Af stærri verkefnum sem fyrirtækið Johan Rönning hf. hefur tekið þátt í á síðari árum má nefna Hrauneyjarfossvirkjun, þar sem
ASEA afgreiddi allan raf- og vélbúnað,
en Hrauneyjarfossvirkjun er liður í orkuöflunarkeðju landsmanna.
Á hálfrar aldar afmæli fyrirtækisins lítum við með björtum huga til fortíðarinnar og horfum með bjartari augum á framtíðina.
1933 RÖNNING1983
VÖRUFLOKKAR:
RAFSTRENGIR ÁSAMT TILHEYRANDI TENGIBÚNAÐI - INNLAGNAREFNI - TÖFLU- OG ROFABÚNAÐUR -
RAFMÓTORAR - RAFMAGNSÞILOFNAR 0G HITABLÁSARAR - FLÚRLAMPAR - GÖTULAMPAR - kWstMÆLAR -
TÖFLUMÆLAR - TALÍUR
.#"RÖNNING
Sundaborg,
simi 84000