Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983 47 III. Bitvargur í rabarbara Guðmundur Fálsson, I.angholts- vegi 25, spyr: 1. Það fylgdi rabarbara ofan úr Skammadal, sem ég setti ofan í garðinn hjá mér fyrir nokkrum árum, einhver padda, sem étur stór göt á blöð hans og kyrkir vöxtinn. Ég hef reynt ýmislegt en það hefur ekki dugað. Hvað er til ráða? 2. Hvaða grasfræi er best að sá í grasflöt? Svar við spurningu 1: Einna helst bendir til að þarna sé snigill á ferðinni. Gott hefði verið að fá nánari lýsingu á meinvættinum. Ráðlegg að leggja við rætur rab- arbarans blautan poka eða fjöl og athuga svo að morgni hvort „paddan" hefur safnast þar undir. Ef tilgáta mín reynist röng, þá væri rétt að kanna málið nánar. Svar við spurningu 2: Best mun gefast að sá túnvingli. IV Röndótt padda á stofublómi Oddný Pálsdóttir, Sogavegi 78, spyr: 1. Örlitlar, ílangar, röndóttar pöddur, hafa lagst á blómin í einum glugganum hjá mér. Það er eins og blöð blómanna gráni og missi litinn eftir þær. Hvað er til ráða? 2. Hvar er hægt að fá útlendan áburð keyptan í litlum skömmt- um? Ég er með lítinn kartöflu- garð, sem ég hef bara borið í húsdýraáburð undanfarin ár og mér finnst yfirvöxturinn of mikill miðað við það sem fæst upp úr beðunum. Svar við spurningu 1: Því miður get ég ekki áttað mig á því, um hvaða pöddu getur verið að ræða. Æskilegt væri að fara með blað af stofublóminu og fáeinar pöddur í glasi til skoðunar hjá skordýra- fræðingum sem starfa við rann- sóknastofnunina á Keldnaholti. Trúlega gæti dugað að úða yfir plöntuna með Pokon-eitri, en það fæst í brúsum í flestum blóma- verslunum. Svar við spurningu 2: Tilbúinn áburð er yfirleitt hægt að fá keyptan í litlum umbúðum hjá gróðrarstöðvum og garðplöntu- sölustöðum. Hins vegar er trúlega lítil þörf á að bera nokkurn áburð í kartöflugarðinn á þessu vori. Ef um fáein beð er að ræða, gæti sjálfsagt verið fullnægjandi að vökva grösin í sumar með fisksoði þegar það fellur til. andrúmsloft ítimburhúsunum £rá Húseixiingum hf Það kemur í ljós að gamla sögusögnin um betra andrúmsloít í timburhúsum er heilagur sannleikur eí marka má þá sem hafa byggt sér Sigluíjarðarhús frá Húseiningum h.í. Viðskiptavinir okkar hafa ekki einungis hrósað okkur íyrir fallegar teikningar, eínisgœði og vinnuvöndun, heldur hefur þeim verið tíðrœtt um andrúmsloftið í húsunum. Enda er það staðreynd að loítið í timburhúsum er töluvert írábrugðið því sem fólk á að venjast í steinhúsum. Húseiningar h.í. er tœknilega fullkomin verksmiðja, sem framleiðir vönduð, hlý og notaleg íjölskylduhús samkvœmt óskum viðskiptavina sinna. Lögð er áhersla á þœgindi og hagrœði fyrir alla fjölskyldumeðlimina, þá ekki síst heima- vinnandi fólk. Húeiningar h.í. kappkosta að mœta óskum hvers og eins, og verk- írœðingar okkar og arkitektar eru tilbúnir með góð ráð og útfœrslur á hugmyndum þínum og heimafólks þíns. Húsin írá Siglufirði eru miðuð við íslenskar aðstœð- ur, - þau eru björt, hlý og vinaleg! KRÓNURÚT Phílips gufugleypar. MEÐ KOLASÍU EÐA FVRIR ÚTBLASTUR VIÐ ERUM SVEIGJANLEGIR I SAMNINGUM. öý Heimílístækl hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI8-15655 HÚSEININGAR HF SIGUUFIRÐI Sendist til söluskrifstofu Húseininga hf., Laugavegi 18, sími 15945 Vinsamlegast sendið mér stóru teikningabókina frá Siglufirði mér að kostnaðarlausu. Ég vil gjarnan kynna mér hina margvíslegu möguleika sem mér standa til boða írá Húseiningum h.í. Nafn: Heimilisfang: Póstnr.: Sími: HLKdMMGAM Hf I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.