Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 Hrunamannahreppur: Selur í Stóru-Laxá 80 kílómetra frá sjó Biskup fslands, herra Pétur Sigurgeirsson, tekur fyrstu skóflustunguna. Seljasókn byggir kirkju ÍBÚAR Selja- og Skógahverfis í Reykjavík hyggjast nú byggja kirkju fyrir hverfi sín, og tók biskup ís- lands, herra Pétur Sigurgeirsson, fyrstu skóflustunguna sl. laugardag. I Selja- og Skógahverfi búa nú um 8.000 manns og byggist bygging saman með svokölluðu „torgi“ eða forstofu. Kirkjusalurinn sjálfur tekur um 300 manns í sæti, en hef- ur stækkunarmöguleika fram í anddyrið. Kirkjuna teiknaði Sverrir Norðfjörð. Sydra-Langholti, 13. júní. í GÆR þegar ég var að fylgja ríð- andi fólki sem ætlaði yfir Stóru- Laxá á svonefndu Langholtsvaði sem er í ánni hér neðan við bæinn, sá ég sel á sundi í ánni. Hann var fremur rólegur og synti til og frá þarna við vaðið, en hvarf síðan sjónum. Ekki vissi ég hvort hann fór upp eða niðureftir ánni. Selur hefur ekki sést í Stóru- Laxá svo mér sé kunnugt síðan árið 1947 að Ásmundur Brynj- ólfsson í Hólakoti sá sel fyrir neðan túnið hjá sér en það er skammt ofan við Stóru-Laxár- brúna. í flestum árum hefur hins vegar sést selur ofarlega í Hvítá og fyrir þrem vikum sást hann fyrir ofan bæinn Hvítárholt sem er á móts við Bræðratungu. Þetta er mikil leið, sem selur- inn fer frá sjó, eða 70—80 kíló- metrar. Trúlega er selurinn að elta fiskigöngur en ólíklegt þykir mér að lax sé mikið farinn að ganga í árnar hér ennþá, svo kaldar, mórauðar og foráttu- miklar sem þær eru. Sem dæmi má nefna að hesturinn fór nærri á sund á Langholtsvaði í gær en venjulega er vatnið varla í kvið á hestunum. Ferðafólkið sneri frá vaðinu. Sig. Sigm. © INNLENT Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins: kirkjunnar aðallega sóknarmeðlima. framlögum Að sögn sr. Valgeirs Ástráðs- sonar eru aðstandendur kirkjunn- ar bjartsýnir á að kirkjan komist í notkun innan fárra ára. Hann sagði að margar góðar gjafir hefðu borist til kirkjubyggingar- innar, m.a. hefði útibússtjóri Seljaútibús Búnaðarbankans af- hent háa fjárhæð til framkvæmd- anna og einnig hefðu hjónin Unnsteinn Guðni Jóhannesson og Lilja Kristensen tilkynnt að þau muni kosta framkvæmdir við gröft fyrir byggingunni, til minn- ingar um dóttur þeirra hjóna, Ing- unni Hildi, sem lést af slysförum á síðasta ári. Seljasókn er með stærstu sókn- um á landinu, en kirkjan verður þó ekki í sama stærðarhlutfalli. Kirkjan verður gerð úr nokkrum sjálfstæðum húsum sem tengd eru Steingrímur Hermannsson endurkjörinn formaður Tómas gaf ekki kost á sér í stöðu ritara STEINGRÍMUR Hermannsson var endurkjörinn formaður Framsóknar- flokksins á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins um helgina. Hlaut Steingrímur 88 af 93 gildum atkvæðum í formannsembættið. Þá var Halldór Asgrímsson kjörinn varaformaður með 84 atkvæðum, Guðmundur Bjarnason ritari með 76 atkvæöum og Guömundur G. Þórarinsson gjaldkeri með 90 atkvæöum. Tómas Árnason, fyrrum ritari flokksins og viðskiptaráðherra, var ekki í kjöri til embættis innan stjórnarinnar og þess má geta að hann á ekki heldur sæti í stjórn þingfiokks framsóknarmanna. verði gætt fyllstu réttsýni og sér- staklega leitast við að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin og þyngst framfæri. Miðstjórnin leggur jafnframt áherslu á, að þegar verði hafin ný framsókn með vel undirbúinni fjárfestingaráætlun, hagsýni í opinberum rekstri og virku stjórn- kerfi. Á grundvelli trausts efna- hags- og atvinnulífs verði full at- vinna tryggð og kjörin bætt. ÚtHtsteikning að kirkju Seljasóknar. Þá var kosið í framkvæmda- stjórn flokksins, en út úr fram- kvæmdastjórn fóru þeir Eysteinn Jónsson, Þórarinn Þórarinsson og Helgi Bergs, en þeir gáfu ekki kost á sér. Jónas Jónsson búnaðarmála stjóri náði ekki kjöri í stjórnina. Jónas var næstur því að ná kjöri, en á eftir honum komu þeir Jón Helgason og Jóhann Einvarðsson. I kosningum um 9 sæti í fram- kvæmdastjórn féllu atkvæði þann- ig: Erlendur Einarsson og Tómas Arnason 68 atkvæði, ólafur Jó- hannesson 55 atkvæði, Hákon Há- konarson 51 atkvæði, Hákon Sig- Jón E. Ragnars- son hrl. látinn JÓN E. Ragnarsson, arlögmaður, iést í fóstudaginn 10. júní, aldri. hæstarétt- Reykjavík 46 ára að Hann var fæddur 24. des- ember 1936 í Reykjavík, sonur Ragnars H.B. Kristinssonar, forstjóra (kjörfaðir) og konu hans, Matthildar Eðvaldínu Edwald, blaðamanns. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1957 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1966. Ritstjóri Vöku 1958-59 og Úlfljóts 1960-61. Formaður Stúdentaráðs 1962— 63 og fulltrúi stúdenta í háskólaráði 1963—64. Blaða- maður við Morgunblaðið með- fram námi 1960—65. Fram- kvæmdastjóri Heimdallar 1957—58 og sat í stjórn félags- ins 1958—60. í stjórn og vara- formaður SUS 1962—69 og í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1964—70. Setti á stofn lög- mannsskrifstofu í Reykjavík 1969 og hefur starfað sem lög- urgrímsson 50 atkvæði, Níels Árni Lund 48 atkvæði, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir 48 atkvæði, Þorsteinn Ólafsson 47 atkvæði og Dagbjört Höskuldsdóttir 44 at- kvæði. Þá var Ragnheiður Svein- björnsdóttir kosin vararitari með 82 atkvæðum og Sigrún Magnús- dóttir varagjaldkeri með 22 at- kvæðum. Guðmundur Bjarnason ritari er nýr í framkvæmdastjórn flokks- ins, en auk hans eiga þar nú fyrst sæti þau Níels Árni Lund, Þor- steinn Ólafsson og Dagbjört Höskuldsdóttir. 1 stjórnina eru sjálfkjörnir formaður flokksins og varaformaður, ritari og gjaldkeri ásamt formanni Sambands ungra framsóknarmanna. Á aðalfundinum var samþykkt stjórnmálaályktun svohljóðandi: „Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, haldinn 11.—12. júní 1983, fagnar því að tekist hef- ur að mynda ríkisstjórn undir for- ystu formanns Framsóknarflokks- ins, sem taka mun af festu og ábyrgð á þeim efnahagsvanda sem við þjóðinni blasir. Fundurinn leggur áherslu á að ekki verði hvikað frá þeirri braut, sem mörkuð hefur verið í efna- hags- og atvinnumálum, enda Ólafur R. Einars- son lést á laugardag ÓLAFUR R. Einarsson, sagnfræð- ingur í Kópavogi, lést í Reykjavík síðastliðinn laugardag, fertugur að aldri. Ólafur fæddist 16. janúar 1943, sonur hjónanna Einars Olgeirs- sonar alþingismanns og Sigríðar Þorvarðsdóttur. Hann nam sagn- fræði og fornleifafræði við Oslóarháskóla, lauk þaðan BA- prófi og síðar cand. mag. prófi frá Háskóla íslands 1969. Ólafur var kennari við Gagn- fræðaskólann á Hvolsvelli 1969—71 en hann kenndi einnig með námi við Víghólaskóla árin 1966—69. Hann réðst síðan sem kennari við Menntaskólann við Tjörnina (síðar við Sund) haustið 1971, auk þess sem hann var stundakennari við Háskóla fs- lands. Ólafur átti sæti í fyrstu mið- stjórn Alþýðubandalagsins og síð- ar í framkvæmdastjórn þess, um tíma sem formaður. Hann var í framboði fyrir Alþýðubandalagið í Suðurlandskjördæmi við kosn- ingarnar 1971 og í Reykjanes- kjördæmi 1974. Ólafur átti sæti sem aðalmaður í útvarpsráði frá Ólafur R. Einarsson 1974, sem formaður 1979—1981 og síðan sem varaformaður. Hann átti sæti í stjórn Aðstoðar íslands við þróunarlöndin og var í stjórn Æskulýðssambands íslands, um tíma sem formaður. Ólafur R. Einarsson lætur eftir sig eiginkonu, Jóhönnu Axelsdótt- ur, og tvö börn. Hringum og úrum stolið Jón Edwald Ragnarsson hrl. maður síðan. Eftir hann liggja greinar í blöðum um lög- fræðileg og stjórnmálaleg efni. Jón E. Ragnarsson var kvæntur Sigríði Ingvarsdóttur, en þau slitu samvistum. Aðfaranótt síðastliðins laug- ardags var brotin rúða í sýn- ingarglugga í Úra- og skart- gripaverslun Magnúsar Ás- mundssonar að Ingólfsstræti 3 eins og sést á mvndinni. Ekki var farið inn í búðina en talið er að þjófurinn hafí hrifsaö eitthvað af hringum og 5—6 úr, að því talið er, úr sýningarglugganum. Málið var óupplýst í gærkvöldi. Morgunblaftií/AS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.