Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983
21
• Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál. Kraftakarlinn Jón Páll Sigmarsson úr KR setti um helgina nýtt Evrópumet í réttstöðulyftu á Norðurlanda-
meistaramóti 23 ára og yngri í kraftlyftingum sem fram fór í Noregi. Jón lyfti 365 kílóum.
Baráttuglaóir
Einherjar sigruðu
EINHERJAR frá Vopnafiröi
geta þakkað markmanni sín-
um, Birki Kristjánssyni, að
þeir fengu bæði stigin í viö-
ureign þeirra við Fylki í 2.
deildinni í gærkvöldi. Birkir
varöi tvívegis alveg frábær-
lega á síöustu mínútu leiks-
ins og Einherji tryggði sór
þar með sigur, 1—0.
Fylkismenn reyndu aö spila
stutt og gekk þaö mjög vel
hjá þeim þar til þeir þurftu aö
fara aö skjóta á markiö, þá
var eins og enginn vissi hvaö
hann ætti aö gera viö bolt-
ann. Einherji byggöi mikiö á
því aö stinga inn á Kristján
Davíösson, sem er mjög fljót-
ur og lunkinn aö komast
framhjá varnarmönnunum, en
hann var mjög oft rangstæöur
í þessum leik, hlutur sem
hann þarf aö passa sig á.
Fylkismenn reyndu í fyrri hálf-
leik aö komast upp vinstrl
kantinn en þar var Helgi Ás-
geirsson, eldfljótur og ákveö-
inn bakvöröur og gekk lítiö
hjá Fylki aö komast framhjá
honum.
Eina mark leiksins kom á
32. mín. Kristján Davíösson
lék á tvo varnarmenn, brun-
aöi upp aö endamörkum og
gaf góöan bolta á bróöur
sinn, Gísla, sem afgreiddi
boltann viöstööulaust i netiö.
Laglega gert hjá þeim bræðr-
um. Rangstöðutaktíkin hjá
Fylki gekk vel í þessum leik
og þaö sama má segja um
flest sem þeir geröu, nema aö
skora mörk, en þaö er það
sem gildir til aö fá stig og
veröa þeir aö bæta úr því ef
þeir ætla sér aö vera meö í
baráttunni í sumar. Einherja-
menn unnu þennan leik fyrst
og fremst á baráttunni. Þeir
gáfu hinum nettu Fylkisstrák-
um aldrei friö til aö athafna
sig og einnig heyröist vel í
þeim á vellinum þegar þeir
hvöttu sig og samherja sína til
dáöa. Síöari hálfleikinn sóttu
Fylkismenn nær stanslaust en
vörn Einherja var traust fyrir
og þaö sem fór framhjá henni
varöi Birkir.
Staöan í 2. deild eftir leiki
helgarinnar er þessi:
Fram 4
Völsungur 4
Njarövík A
KA A
Reynir 4
Einherji 2
Fylkir £
KS 4
Víðir 2
FH 2
Jón Páll setti
Evrópumet
JÓN PÁLL Sigmarsson setti nýtt glæsilegt Evrópumet í rétt-
stöðulyftu um helgina þegar hann lyfti 365 kg. Hann setti
einnig íslandsmet í samanlögðu þegar hann bætti sitt fyrra
met um 7,5 kg og lyfti samtals 950 kg. Jón varö að sjálfsögðu
Norðurlandameistari í sínum flokki en hann keppti í 125 kg
flokki, hlaut 495 stig.
Þessi met öllsömul setti Jón Páll
á Norðurlandameistaramóti 23 ára
og yngri sem haldiö var í Spikke-
stadt í Noregi um helgina. Árangur
Jóns í einstökum lyftum varö
þannig að í réttstöðulyftu lyfti hann
eins og áöur sagöi 365 kg sem er
Evrópumet. í hnébeygju lyfti hann
355 kg en reyndi sióan viö 367,5
en þaö mistókst hjá honum aö
þessu sinni. Bekkpressan gekk vel
hjá Jóni Páli, þar lyfti hann 230 kg
og reyndi síðan viö 237,5 og ætlaöi
sér þannig aö bæta íslandsmetiö
um fimm kíló. Honum tókst aö lyfta
þessari þyngd en tveir af þremur
dómurum dæmdu hana ógilda og
því veröur þaö met aó bíóa í bili.
Annar á eftir Jóni Páli var Evrópu-
meistarinn í 60 kg flokknum, en
hann fékk 476 stig.
Þaö voru fleiri Islendingar sem
stóðu sig vel á þessu móti. Torfi
Ólafsson varö Norðurlandameist-
ari í +125 kg flokki. Hann lyfti 270
kg í hnébeygju, 155 kg í bekk-
pressu og 310 kg i réttstöðulyftu,
en þetta gera samanlagt 735 kg.
Höröur Magnússon var þriöji í
100 kg flokki þrátt fyrir aö hann
ætti viö meiðsli í baki aö stríða.
Hann lyfti 295 kg í hnébeygju, 165
kg í bekkpressu og 290 í rétt-
stöðulyftu. Samtals 750 kg. Hjalti
Árnason sem keppti í +125 kg
flokki varö fjóröi, lyfti 220 kg í hné-
beygju, 130 kg í bekkpressu og
270 kg í réttstööulyftu eða samtals
620 kg.
Svíar og Finnar fengu þrjú gull
hvor þjóö en viö íslendingar feng-
um tvö.
Nú er aðeins tæpur hálfur mán-
uður þar til islandsmeistaramótiö
veröur haldiö og er ekki aö efa aö
þessir kappar veröa einnig i sviös-
Ijósinu þar ekki síöur en í Noregi
um helgina. Fróölegt veröur aö sjá
hvort einhver Evrópumet fjúki þar.
Lyltlngar l