Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 rttngffflgrinrinr úr furu, meö færanlegum rimlum. —1l, j jn j j ■ HURÐIR HF Skeifan 13 • 108 Reykjavík-Sími 816 55 22.JÚNI Ætlarðu í sumarfrí? Ef svo er þá er 3ja vikna ferðin til Benidorm 22. júní ódýrasti kosturinn. - Hreint ótrúlega lágt verð. Mjög góð gisting - Sértilboð á Don Miguel II 50TÁBARNA AFSIÁTTUR Meðalverð fyrir hjón með 2 börn kr. 13.875 per. mann. TAKMARKAÐ FRAMBOÐ KYNNIÐ YKKUR GREIDSLUKJÖRIN =l FERÐA.. M MIDSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 „Samaldin“ Myndlist Valtýr Pétursson A vesturgangi á Kjarvais- stöðum hefur verið komið fyrir sýningu á grafíkmöppu eftir Richard Valtingojer. Þarna er um myndröð að ræða, sem Ric- hard Valtingojer hefur gert við kvæði eftir 11 skáld, en sá háttur er á hafður, að öll ljóðin eru þrykkt með eigin hendi hvers skálds, og síðan gerir myndlist- armaðurinn verk sitt sem lýs- ingu við kvæðið. Richard Valt- ingojer hefur valið steinþrykk og virðist mjög fær á þyí sviði. Hann er, eins og menn vita, einn fremsti verkmaður á þessu sviði hér á landi, og þessi sýning ætti að sanna það fyrir þeim, sem voru í nokkrum vafa um það. Ég leit inn á þessa vel gerðu sýningu og var mjög ánægður yfir þeim listræna þokka, er ein- kenndi verkin þar. Hér er farin mjög skemmtileg leið, þar sem skáldin og myndlistarmaðurinn vinna saman. Því miður er of lít- ið af slíku gert í okkar landi, og mætti þessi fallega mappa vel verða til þess, að fleiri tækju sig til og sameinuðu þessar tvær listgreinar. Nú hefur orðið mikil vakning hér á landi hvað grafík snertir og því tilvalið, að lýsing ljóða færi í vöxt. Þarna á þessari sýningu sér maður vel, hvernig má ná verulegum árangri á þessu sviði og „Samaldin" er gott Morgunblaðid / Kristján Einarsson Sveiflumegin í tilverunni Tónlist Sveinbjörn I. Baldvinsson Það er ekki mjög oft sem Há- skólabíó er svo þéttskipað áhorf- endum að ekki séu einu sinni sæti fyrir alla. Allra síst ber slíkt við á jazztónleikum. Sú var þó raunin á tónleikum gömlu sveifluhetjunnar Lionel Hamptons og stórsveitar hans nú í mánaðarbyrjun. Áður en sveitin hóf leik sinn voru eftir- væntingarfullir tilheyrendur löngu búnir að koma sér fyrir, þeir forsjálu í mjúkum sætum, en hinir á göngum og með veggjum. Mátti enda sjá þess greinileg merki að forsprakkar Jazzvakningar önd- uðu nú aftur léttar eftir alllanga víxlaflensu, sem hrjáð hefur fé- lagsskapinn upp á síðkastið. Má víst segja að kvartett Gary Burt- ons og stórsveit Hamptons hafi bjargað jazzlífi landsmanna í efnahagslegum skilningi auk þess að halda hér stórgóða tónleika. Hampton hefur verið sveiflu- megin í tilverunni að því er virðist frá öndverðu og er nú um sjötugt. Honum fipast því hvergi á því sviði. í tónlistarlegum efnum geld- ur hann þess kannski nokkuð að vera víbrafónleikari og leika hér á landi rétt á eftir virtuós á það hljóðfæri, Gary Burton, því lengi framan af tónleikunum í Háskóla- bíói fannst mér meira glens og fjör en tónlist í einleik hans. En eftir hlé lék hann þó listilegt sóló í rólegu lagi sem ég kann ekki að nefna og sannaði þar með ótvírætt hvers hann er megnugur á því sviði. Það var ljóst alveg frá fyrstu tónunum í „Sweet Georgia Brown" og „Air Mail Special" að ætlunin var fyrst og fremst að skemmta og skapa létta stemmningu, fremur en að heilla áheyrendur með tón- listarlegum töfrabrögðum og kraftbirtingu. Það þarf ekki að ræða það í rauninni: það tókst. Það eru sjaldséðir hvítir hrafn- ar. Syngjandi ódrukknir íslend- ingar á áhorfendabekkjum eru lít- ið algengari. Nálægt eitt þúsund ptnripitiM&foifo Gódan daginn! dæmi um, hve tilvalið er, að skáld og grafíkerar vinni saman. Þeir, sem eiga kvæði í þessari myndröð, eru: Sigfús Daðason, Herdís Benediktsdóttir, Þórar- inn Eldjárn, Guðbergur Bergs- son, Þorsteinn frá Hamri, Sig- urður A. Magnússon, Ingibjörg Haraldsdóttir, Steinar Sigurjónsson, Baldur óskarsson, Thor Vilhjálmsson og Einar Bragi. Af myndunum við kvæðin ætla ég, að mér hafi orðið hvað minnisstæðastar myndirnar við kvæðin eftir Baldur Óskarsson, Guðberg Bergsson, Thor Vil- hjálmsson og Ingibjörgu Har- aldsdóttur. Það er bæði einkenn- andi og skemmtilegt hjá mynd- listarmanninum, að hann fer ýmsar leiðir um stíl á myndum sínum, og má auðveldlega tengja það efni kvæðanna. Hann fer vandlega með efni hvers kvæðis og mér finnst það góð hugmynd að þrykkja kvæðið með rithönd hvers og eins. Mappan sjálf er afar smekklega hönnuð, en það hefur Hilmar Einarsson gert. Þessi mappa er ekki fyrirferð- armikil, en því vandaðri og fal- legri að mínu mati. Og aðeins einu vil ég við bæta: Viðkvæmni og virðingu myndlistarmannsins fyrir ljóðinu er eins fínlega stemmt í eina og sömu átt, að til fyrirmyndar er. „Samaldin" er óvenjulega fal- legt verk, sem er öllum, sem að standa, til mikils sóma. slíka mátti sjá í járnbentu harm- onikkunni háskólans þann fyrsta júní sl. og það voru glaðbeittir og tillitssamir vegfarendur sem óku heimleiðis í rigningunni milli klukkan tvö og þrjú um nóttina, nýbúnir að fá bætiefni beint í sál- ina. Það vill stundum brenna við að stór númer eins og Hampton, sem eiga áhorfendur vísa hvar sem er, leggi ekki neitt verulega mikið upp úr undirleikurum sínum. Þetta á engan veginn við um þennan góð- látlega gamla sveiflujöfur. Hljómsveit hans var feykigóð og virtist þar valinn maður í hverju rúmi. Lék bandið ákaflega vel saman, á köflum verulega vanda- samar útsetningar og einleikar- arnir sýndu allir góð tilþrif. Eink- um eru minnisstæðir trompet- leikararnir Barry Ries og John Walker og altsaxistinn og flautu- leikarinn Tom Chapin, sem virtist fyrirliði blásarasveitarinnar. Ryþmasveitin stóð einnig vel fyrir sínu, með Frankie Dunlop sem þyngdarpunkt við trommurn- ar og ágætan velti- og rúllupían- ista, John Colaianni sem lét hend- urnar sem sagt vaða sérlega ótt og títt yfir hljómborðið án þess þó að verða leiðinlegur. Hann virtist hins vegar haldinn þeim misskiln- ingi að hann væri að leika við ein- hvers konar minningarathöfn eða jarðarför, svo niðurdreginn sem hann var á svipinn. Kannski erfið- leikar heima fyrir. Vonandi allt komið í lag núna. Þessir tónleikar voru sem sagt mikið fjör og enduðu til dæmis með því að Hampton gekk í far- arbroddi blásarasveitarinnar um áhorfendasalinn á meðan hún lék „When the Saints Go Marchintin" og viðstaddir tóku undir. Nokkru áður hafði sá gamli tyllt sér við trommusett og sýnt nokkur sirk- usnúmer með kjuðunum. Skal ját- að að það atriði þótti undirrituð- um fremur dapurlegt en sniðugt. þetta var skemmtileg kvöld- og næturstund sveiflumegin í tilver- unni og í sjálfu sér sögulegur við- burður að fá þennan aldna tóna- garp í heimsókn og þá ekki lítils virði að Lista- og skemmtideild RUV skyldi geta myndað allt sam- an. Við eigum von á góðu á vetri komanda á jazzsviðinu, bæði Gary Burton og Lionel Hampton á skjánum. Að lokum þakkir til „Vakningarinnar" fyrir framtakið og rós í hnappagat hljóðstjórans Baldurs Más Arngrímssonar, sem tók að sér þetta vandasama hlut- verk á hljómleikunum með stutt- um fyrirvara og tókst vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.